Morgunblaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 8
ÍÞRÓTTIR 8 B MÁNUDAGUR 24. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ SAN Antonio Spurs náðu að leggja Los Angeles Lakers að velli í NBA-deildinni í körfuknatt- leik í gærkvöld, 98:89, og var þetta í fjórða sinn á leiktíðinni sem Spurs vinnur meistaralið þriggja síðustu ára. Spurs hefur ekki afrekað slíkt frá því á keppnistímabilinu 1993-1994. Shaquille ÓNeal skoraði 32 stig og tók 12 fráköst auk þess sem hann varði 6 skot en það dugði ekki til gegn Tim Duncan sem skoraði 27 stig í leiknum. San Antonio andar hressilega í hálsmálið á Dallas Mavericks í harðri keppni á vesturströndinni. Spurs með tak á Lakers TIGER Woods sigraði með yfir- burðum á Bay Hill-golfmótinu sem lauk í Bandaríkjunum í gær. Woods var ellefu höggum á undan næsta manni og er þetta fjórða árið í röð sem hann sigrar á þessu móti. Aðeins þrír leikmenn hafa afrek- að slíkt á bandarísku mótaröðinni. Gene Sarazen vann opna-Miami mótið fjórum sinnum, fyrst árið 1930 og Walter Hagan vann PGA- meistaramótið 1924–1927. Woods lék lokahringinn á fjórum höggum undir pari, 68 höggum, og lauk leik á 19 höggum undir pari. Woods átti við matareitrun að etja á lokadeginum og þurfti að bregða sér frá annað slagið á lokasprett- inum. Hann fór sér mun hægar í leik sínum en vanalega og fylgdust sjónvarpsvélar með hverri hreyf- ingu hans - þar sem heilsufar kapp- ans var orðið aðalatriðið. „Ég lék mun betur en ég þorði að vona þar sem ég kastaði upp í tví- gang á lokasprettinum,“ sagði Woods sem hefur unnið 37 atvinnu- mannamót á ferli sínum og af síð- ustu fjórum mótum á þessu ári hefur hann unnið þrjú. Woods með yfir- burði á Bay-Hill Sigurður játti því að liðin værubúin að kortleggja hvort annað vel fyrir átökin. „Við getum orðað það svo að við þekkjum Njarðvík- urliðið ansi vel og þeir vita líka hvað við erum að gera. Það var gaman að fylgjast með Keflavíkurliðinu í dag þar sem allir voru að leggja sitt af mörkum. Allir sem tóku þátt í leikn- um gerðu það af mikilli ákefð og sýndu baráttuanda sem þarf við slíkar aðstæður. Menn ættu að varast að tala um hver sé okkar veikleiki,“ sagði þjálf- arinn og vitnaði þá í yfirburði liðsins í fráköstum í þessum leik. „Við er- um samt sem áður aðeins búnir að vinna einn leik og getum ekki yljað okkur við þessi úrslit lengi. Menn eru ekki farnir á flug þótt að vel hefði tekist til að þessu sinni. En samt sem áður getum við bætt enn við okkar leik og við notum tímann á milli leikjanna til þess að skoða hvað má betur fara í okkar leik,“ sagði Sigurður. Damon Johnson fór mik- inn í þriðja leikhluta hjá Keflvík- ingum og virtist geta skorað að vild. Damon sagði Keflavíkurliðið vera á réttri leið. „Svona vil ég að liðið leiki og þetta var beint framhald frá því að við kláruðum dæmið gegn ÍR í átta liða úrslitunum. Allir leikmenn liðsins eru með sjálfstraust til þess að taka af skarið þegar á þarf að halda og ég nýt þess að sjá hve liðið hefur vaxið að undanförnu. Vörnin var frábær hjá okkur að þessu sinni og makmiðið er að tapa ekki leik í þessari rimmu,“ sagði Damon en taldi litlar líkur á því að munurinn yrði mikill á liðunum í næstu leikj- um. „Það er stutt í næsta leik og við vitum að Njarðvíkingar vilja sýna sitt rétta andlit á heimavelli – en ég tel að við séum búnir að slípa okkur vel saman og séum illviðráðanleg- ir,“ bætti Johnson við. „Lékum mjög góða vörn“ Tindastólsmenn komu velstemmdir til leiks og áttu heima- menn erfitt með að trúa sínum eigin augum – staðan eftir aðeins rúmar þrjár mínútur var, 2:12 og eftir fyrsta leikhluta voru gestirnir með afgerandi forustu, 21:10. Það var far- ið að fara um heimamenn á áhorf- endapöllunum, þegar tæplega tvær mín. voru til leikhlés – tölurnar á stigaklukkunni sýndu 25:41. Það var þá sem heimamenn fundu taktinn og settu tólf stig í röð án þess að gest- irnir gætu svarað fyrir sig, 37:41. Fyrstu fimm stigin í seinni hálfleik voru heimamanna, sem komust í fyrsta sinn yfir í leiknum 42:41. Tindastólsmenn voru ekki á því að gefa neitt eftir og voru með yfirhönd- ina eftir þiðja leikhlutann. Þeir héldu síðan áfram á sinni braut lungann af fjórða leikhluta og voru líklegir til að landa óvæntum útisigri. Þegar fjórar og hálf mínúta eru til loka leiks taka heimamenn leikhlé í stöðunni 74:65 fyrir Tindastól. Gest- irnir skora næstu tvö stig en síðan koma nokkur stig í röð hjá heima- mönnum sem ná að minnka muninn í fimm stig 76:71. Það var þá sem kom að þætti Guð- laugs Eyjólfssonar – hann skorar tólf stig fyrir heimamenn frá þeirri stundu til loka leiks og tryggði heima- mönnum sigur. Síðustu tvær mínút- urnar eins og í fyrri hálfleik voru heimamenn með stórleik og það dugði til sigurs í þetta sinn 87:80. Sennilega voru gestirnir betri í 35 mínútur en fimm mínútur voru nóg fyrir heimamenn í þetta skiptið. „Þetta er búið að vera oft svona hjá okkur í vetur. Við byrjuðum mjög seint í dag og þetta er ekki gott. Við höfum verið að spila svona í bylgjum, skorum tíu stig í röð en dettum niður á milli. Nú er það útivöllurinn og hann er ótrúlega erfiður. Það var lykilatriði fyrir okkur að fara norður með sigur í farteskinu,“ sagði Guðlaugur, besti leikmaður Grindvíkinga. „Það verður ekki tekið af Tinda- stólsmönnum að þeir voru afslappað- ir, spiluðu góða vörn og sóknarleik. Þeir náðu að nýta sér hvað við vorum æstir í byrjun. Það hlýtur að vera mjög svekkjandi fyrir þá að tapa þessum leik því við stálum sigrinum í blálokin. Þetta er styrkur fyrir okkur að klára svona leiki. Vandamálið var að við náðum ekki að stoppa þá tvisv- ar sinnum í röð nema undir leik leiks- ins. Guðlaugur átti sviðið í lokasen- unni,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindvíkinga. Þjálfari Tindastólsmanna, Kristinn Friðriksson, var ekki jafnkátur í lok leiks. „Þetta gekk ekki, þeir vildu vinna en við ekki. Við vorum betra lið- ið í leiknum, komum tilbúnir til leiks en náðum ekki að klára. Við breytum einu í næsta leik og það er niðurstöð- unni.“ Bestir í liði gestanna voru þeir Clifton Cook og Axel Kárason. Michail Andropov var einnig drjúgur. Hjá heimamönnum áttu þeir Helgi Jónas Guðfinnsson og Guðlaugur Eyjólfsson fína spretti. Morgunblaðið/Sverrir Friðrik Ragnarsson þjálfari Njarðvíkinga hafði ekki ástæðu til þess að gleðj- ast í gær þar sem lærisveinar hans féllu á prófinu gegn grannaliðinu. Morgunblaðið/Sverrir Landsliðsmaðurinn Friðrik Stefánsson, Njarðvík, treður með tilþrifum en það dugði ekki til. Guðlaugur átti stórleik í Grindavík GRINDVÍKINGAR fögnuðu sigri í fyrstu viðureign sinni við leikmenn Tindastóls í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitlinn í körfuknatt- leik, 87:80. Heimamenn spiluðu illa lengstum, en stórleikur Guð- laugs Eyjólfssonar í blálokin var nægjanlegur til að landa sigri. Garðar Páll Vignisson skrifar VIÐ lékum mjög góða vörn að þessu sinni og beittum varnaraf- brigðum sem við höfum ekki notað mikið í vetur,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflvíkinga, eftir að lið hans hafði tekið Ís- landsmeistaralið Njarðvíkur í kennslustund í fyrstu rimmu liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins, 108:64.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.