Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ferðaskrifstofan Destination Iceland óskar eftir starfsmanni til starfa í úrvinnsludeild. Um er að ræða framtíðarstarf við bókanir hópa, skipu- lagningu á dagskrá fyrir hvataferðir og sam- skipti við íslenska birgja. Einnig eru mikil sam- skipti við erlenda viðskiptavini. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Gerðar eru kröfur um:  Góða tungumálakunnáttu.  Tölvukunnáttu.  Skiplögð vinnubrögð.  Hæfileika til að vinna í hóp.  Góða framkomu.  Stundvísi og reglusemi. Starfsreynsla á innanlandsdeild ferðaskrifstofu er æskileg. Destination Iceland sér um markaðssetningu erlendis á ferðum til Íslands í samvinnu við erlenda samstarfsaðila og skipulagningu á ferðum á Íslandi. Fyrirtækið skipuleggur hvata- ferðir, ráðstefnur, fundi, hópferðir og einstak- lingsferðir. Það rekur öfluga deild dagsferða með jeppum út frá Reykjavík, þar sem m.a. ferðir á snjósleðum og flúðasiglingar eru inni- faldar. Destination Iceland var stofnað við sam- einginu Ferðaskrifstofu BSÍ, Safaríferða og Come-2 Iceland DMC. Í upphafi þessa árs bætt- ist síðan við rekstur Íslenskra ævintýraferða. Umsóknir þurfa að berast til auglýsingadeildar Mbl. eða á box@mbl.is merktar: „D — 13529“ fyrir kl. 12:00 miðvikudaginn 9. apríl 2003. Í leikskólanum Tjarnarás er markmiðið að taka mið af öllum þroskaþáttum barna: Andlegum, huglægum, hjartfólgnum og líkamlegum. Markmiðið er að vinna í senn með bæði innri og ytri þætti barnsins í því sem við nefnum Mótandi menntunarferli (Formative Education Process). Við notumst við það besta úr öðrum stefnum, t.d. byggjum við á Montes- sori stefnunni hvað varðar vitsmunaþroska, Waldorf hugmyndafræðinni í listum og tökum tillit til hinna mis- munandi greinda á grundvelli fjölgreindakenningu Howards Gardners. Starfið felst þannig m.a. í hreyfingu, sköpun, náttúruathugunum, þjálfun í samskiptum, samvinnu, sjálf- stæði og sammannlegum dyggðum með sérstökum leikjum og efnivið. Kjör skv. kjarasamningi KÍ eða viðkomandi stéttarfélags. Einn aukamánuð í launum í lok hvers árs. Stuðningur við greiðslu bensínkostnaðar fyrir þá sem eiga langt að fara, en leikskólinn er í Hafnarfirði. Stöðuga þjálfun í fjölgreindarkenningunni, m.a. með ókeypis þátttöku í námskeiði með Howard Gardner í ágúst 2003. Aðstoð og þjálfun vegna Montessori-aðferðinnar og annarra aðferða, sem notaðar eru við skólann. Yfirvinnukaup fyrir starfsmannafundi utan hefðbundins starfstíma. Aukauppbót og verðlaun fyrir góða frammistöðu, byggt á hlutlægu mati. Þeir sem áhuga hafa á að fá þjálfun í Montessori hugmyndafræðinni og starfinu eiga kost á ókeypis fjarnámi ef þeir skuldbinda sig til tveggja ára starfs í leikskólanum. Aukauppbót fyrir að vera áfram í 3 ár að loknu fyrsta þriggja ára tímabilinu. Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast sækið strax um fyrir þetta ár og næsta á www.ims.is, í gegnum tölvupóst til ims@ims.is, eða hafið samband við Íslensku mennta- samtökin: Lyngás17, 210 Garðabær, sími: 544 2120/2133, fax: 544 2119. Nánari upplýsingar um ÍMS og Tjarnarás má finna á www.ims.is. Einnig er hægt að sækja um hjá Ábendi- ráðningar og ráðgjöf, www.abendi.is                   Skólinn er mjög vel liðinn af foreldrum og hefur lengsta biðlista allra leikskóla í Hafnarfirði. Hann er hinsvegar nýr og þarfnast einstaklinga sem búa yfir ákveðinni þrautseigju og vilja vinna að ofangreindum markmiðum. Þetta er tæki- færi til að skapa nýja möguleika í menntun barna okkar.     Hæfir og reyndir einstaklingar sem umfram allt eru víðsýnir, ástríkir og jákvæðir og eru tilbúnir að skuldbinda sig til skólans og vilja hjálpa upphafsmönnum hans við að koma á mótandi menntunarferli byggðu á alþjóðlega viður- kenndum menntastefnum. Áhugi á að læra nýja hluti er einnig mjög mikilvægur. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins ehf er samstarfsvettvangur Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins um fullorðins- og starfsmenntun á íslenskum vinnumarkaði, í samstarfi við aðrar fræðslu- stofnanir. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins ehf var stofnuð 20. desember 2002, á grundvelli samkomulags ASÍ og SA frá 13. desember 2001 og yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar vegna þessa samkomulags sem gefin var sama dag. Þjónustusamningur við menntamála- ráðuneyti var undirritaður 2. apríl 2003. Í stjórn Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sitja fulltrúar ASÍ og SA. Við leitum að framkvæmdastjóra Fræðslumiðstöð atvinnulífsins ehf óskar að ráða framkvæmdastjóra. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is merktar „Framkvæmdastjóri 3235“ fyrir 16. apríl nk. Upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Netfang: thorir@hagvangur.is Starfið felst í eftirfarandi: Starf framkvæmdastjóra Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins ehf felur í sér almenna stjórnun og forstöðu fyrir allri starfsemi og rekstri, starfsmannahaldi, áætlanagerð, fjármálum, samningum og samskiptum. Á þessi lýsing við þig? Leitað er að einstaklingi sem hefur m.a. frumkvæði, metnað og stjórnunarhæfileika. Æskilegt er að framkvæmdastjóri hafi víðtæka menntun og reynslu sem tengjast íslensku atvinnulífi og fræðslumálum, einkum starfsmenntun. Einnig er æskilegt, en ekki áskilið, að framkvæmdastjóri hafi reynslu af skólastarfi og kennsluréttindi. Skógarhlíð 12 • 105 Reykjavík • Sími 520 4700 • Bréfasími 520 4701 • www.hagvangur.is Gerðaskóli, Garði Í samhentan hóp kennara vantar eftirfarandi liðsmenn skólaárið 2003—2004: 1/2 staða dönskukennara vegna barnsburðar- leyfis og umsjón í 10. bekk. 1/1 staða kennsla á unglinga- og miðstigi, sam- félagsgreinar o.fl. Kennsla fatlaðra nemenda og heimilisfræði. Umsóknarfrestur er til 25. apríl nk. Upplýsingar gefur skólastjóri eða aðstoðar- skólastjóri í síma 422 7020. Langholtskirkja auglýsir eftir kirkjuverði í fullt starf Kirkjuvörður sér um daglegan rekstur og mannahald í safnaðarheimili og við kirkju. Þá heldur kirkjuvörður utan um fjárhagslegan rekstur í samstarfi við sóknarnefnd. Kirkjuvörður þarf að vera lipur í samskiptum við fólk, hafa frumkvæði og vilja til að takast á við margskonar verkefni. Grunnkunnátta á tölvur er nauðsynleg. Þarf að geta hafið störf fljótlega. Umsóknir, með upplýsingum um aldur, mennt- un og starfsreynslu, skal senda fyrir 15. apríl nk. til: Langholtskirkja - kirkjuvörður um- sókn - Sólheimum 11—13, 104 Reykjavík. Öllum umsóknum verður svarað. Rannsóknir á byggðaþróun í Evrópu Nordregio er rannsóknarstofnun sem aflar þekkingar á byggðaþróun og skipulagsmálum og sjálfbærri byggðaþróun, einkum á Norðurlöndum og í Evrópu. Við sinnum aðallega þjónustu við Norrænu ráðherranefndina, Evrópubandalagið og borgar-/bæjar- og sveitarstjórnir á Norðurlöndunum. Stofnunin hefur aðsetur í fallegu umhverfi í Stokkhólmi, Svíþjóð. Nordregio óskar eftir rannsóknarfólki („Senior research fellows/ research fellows“) með reynslu á eftirfarandi sviðum:  Sjálfbær byggðaþróun og skipulagsmál: Verkefni þitt er að vinna að þróun rannsóknarverkefna sem snúa að sjálfbærri þróun sem lið í skipulagsmótun. Rannsóknarefni geta verið tekið til umhverf- ismats, stjórnun stefnumótunar eða áætlana um byggðaþróun. Umsækjendur þurfa að hafa háskóla- menntun í félagsvísindum og nokkurra ára reynslu af rannsóknum á umhverfismálum og tengslum þeirra við hagræna- og félagslega þróun.  Skipulags- og byggðamál í Evrópu og á Balkanskaga: Starf þitt felst í stefnugreiningu á byggða- málum í Evrópu sem og sérstökum löndum. Meginverkefni eru stefnugreining, verkefnamat, söfnun og greining upplýsinga um félags- og hagfræðilega samþættingu og vinna að tengslanetum milli þáttakenda í verkefnum. Umsækjendur þurfa að hafa alþjóðlega reynslu og þekkingu á evrópskri samvinnu á sviði stefnumótunar í skipulags- og byggðamálum.  Byggðaþróun og nýsköpun: Verkefni þitt snýr að nýsköpun og áætlunum um hagræna byggðaþró- un, þar með talið mat á frumkvæði og áætlunum innan hvers lands og í Evrópu. Umsækjendur þurfa að hafa reynslu af verkefnamati og viðtalstækni við þróunaraðila. Reynsla af alþjóðlegum samanburðarrannsóknum er kostur. Fullt vald á ensku er skilyrði fyrir alla umsækjendur og kunnátta í Norðurlandamálum og öðrum Evrópumálum er kostur. Viðkomandi þarf að hafa ánægju af fyrirlestrahaldi og miðlun upplýsinga. Reynsla af alþjóðlegri og þverfaglegri teymisvinnu er einnig talin til kosta. Hjá Nordregio er fjölhæft og alþjóðlegt starfslið. Gert er ráð fyrir að „senior“ rannsóknarfólk hafi doktorsgráðu eða sambærilega menntun auk nokkurra ára reynslu á viðeigandi sviði. Aðrir rannsóknar- menn þurfa að minnsta kosti að hafa meistaragráðu. Nordregio býður samkeppnishæf laun og samningstíma til allt að fjögurra ára. Nánari upplýsingar fást á vefsíðu okkar, www.nordregio.se eða hjá Hallgeir Aalbu, framkvæmdastjóra í síma +46 8 4635400 eða netfang: hallgeir.aa.bu@nordregio.se . Umsóknir skal senda til Nordregio, Box 1658, SE-111 86 Stockholm, Svíþjóð og þurfa að hafa borist eigi síðar en 1. maí 2003. Umsóknir á tölvupósti til nordregio@nordregio.se verða einnig teknar til greina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.