Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2003 C 7 Skólastjóri Þelamerkurskóla Staða skólastjóra við Þelamerkurskóla er laus til umsóknar. Þelamerkurskóli er heildstæður, fámennur sveitaskóli sem stendur við bakka Hörgár í Hörgárbyggð. Það eru sveitarfélögin Hörgár- byggð og Arnarneshreppur sem standa að skólanum. Nánari upplýsingar um skólann er að finna á vefsíðu skólans http:// www.thelask.is . Hæfniskröfur til umsækjenda:  Kennaramenntun. Framhaldsmenntun æski- leg t.d. á sviði stjórnunar eða í uppeldis- og kennslufræðum.  Stjórnunarhæfileikar og reynsla af kennslu og stjórnun.  Færni í mannlegum samskiptum.  Metnaður í starfi.  Þekking á sviði rekstrar er æskileg en ekki skilyrði. Nánari upplýsingar veita sr. Gylfi Jónsson, form. skólanefndar, í síma 462 1963 og 895 5550 og Karl Erlendsson, skólastjóri, í síma 462 1772 og 891 6295. Umsækjandi þarf að geta hafið störf eigi síðar en 1. ágúst 2003. Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2003. Umsókn fylgi ítarleg ferilskrá um nám og störf. Umsóknin sendist til: Skóla- nefnd Þelamerkurskóla, skrifstofa Hörgár- byggðar, Þelamerkurskóla, 601 Akureyri. Starfsmannastjóri Kennaraháskóli Íslands vill ráða starfsmanna- stjóra í fullt starf. Kennaraháskólinn er miðstöð kennara- og upp- eldismenntunar á Íslandi og við skólann starfa tæplega 200 fastráðnir starfsmenn og nemend- ur við skólann eru um 2100 talsins. Meginhlutverk starfsmannastjórans verða almenn starfsmannamál og framkvæmd starfs- mannastefnu skólans. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi, helst sérhæfðu á sviði starfsmannamála, en önnur menntun, t.d. lögfræðimenntun, getur nýst vel í starfinu. Umsækjendur þurfa einnig að hafa starfsreynslu sem nýtist í starfinu. Starfið krefst frumkvæðis, sjálfstæðis og sam- starfs við aðra og er hæfni til samskipta og stjórnunar mikilvæg. Umsókn skal fylgja greinargóðar skýrslur um námsferil og fyrri störf ásamt meðmælum ef unnt er. Umsóknarfrestur er til 28. apríl nk. og er gert ráð fyrir að ráðið verði í starfið sem fyrst. Laun og kjör eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Ekki er um sérstök umsóknareyðublöð að ræða en umsóknum skal skila á skrifstofu Kennara- háskóla Íslands, Stakkahlíð, 105 Reykjavík. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörð- un um ráðningu hefur verið tekin. Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðmund- ur Ragnarsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Kennaraháskóla Íslands, í síma 563 3800. - Vandað og varanlegt - Varmaverk vill ráða vélaverkfræðing Starfssvið:  Vélbúnaðarhönnun, burðarþolsreikn- ingar, teikningar, verklýsingar.  Sala á búnaði, s.s. loftræstivörum, vatnshreinsibúnaði, stjórnlokum, mælibúnaði, drifbúnaði o.fl.  Við leitum að starfskrafti sem sam- einar góða tæknikunnáttu og sölu- hæfileika. Hæfniskröfur:  Háskólamenntun á sviði vélaverkfræði.  Hæfni í mannlegum samskiptum, heiðarleiki, frumkvæði og dugnaður.  Söluhæfileiki og þjónustulund.  Sjálfstæði og nákvæmni í vinnu- brögðum.  Tölvukunnátta AutoCad, MS Office.  Góð íslensku-, ensku- og dönsku- kunnátta. Varmaverk ehf. stundar ráðgjafarstörf, verktöku, selur íhluti og heildar-lausnir á varmaorku- og vélasviði. Fyrirtækið er með umboð fyrir Nov- enco, Silhorko, Samson, Fisher-Ro- semount, SEW-Eurodrive o.fl. Umsóknarfrestur er til 14. apríl nk. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu sendar til Jónasar Matthíassonar, framkvæmda- stjóra, á netfangið: jonas@varmaverk.is eða í pósti. Varmaverk ehf. Dalshrauni 5 · 220 Hafnarfirði · Sími 565 1750 · Fax 565 1951. Netfang: varmaverk@varmaverk.is · Veffang: www.varmaverk.is BÚSETUDEILD Forstöðumaður skammtímavistunar Laust er til umsóknar starf forstöðumanns skammtímavistunar. Skammtímavistun er stoðþjónusta fyrir fatlaða og fjölskyldur þeirra þar sem fjölskyldur barna með fötlun eiga kost á því að börnin njóti tímabundinnar dvalar þegar þörf krefur. Sama gildir um ungmenni og fullorðna með fötlun sem búa í foreldrahúsum. Þjónustunni er ætlað að létta álagi af fjölskyldum, veita einstaklingum tilbreytingu og stuðla með þeim hætti að því að þeir geti búið heima svo lengi sem þeir óska. Verksvið forstöðumanns er þríþætt: · Að móta og leiða þjónustu við notendur og tryggja gæði hennar og fagmennsku. · Að sjá um daglega starfsmannastjórnun og leiðsögn til starfsmanna. · Að halda utan um rekstur og sjá um að veitt þjónusta rúmist innan þeirra ramma sem settir eru. Óskað er eftir starfsmanni með háskólamenntun á félags-, uppeldis- eða heilbrigðissviði. Stjórnunarreynsla og reynsla af starfi með fötluðum er æskileg. Viðkomandi þarf að geta hafið störf um miðjan maí næstkomandi. Laun skv. gildandi kjarasamningum stéttarfélags viðkomandi starfsmanns við Launanefnd sveitarfélaga. Búsetudeildin gerir þær kröfur til starfsmanna sinna að þeir ræki starf sitt af alúð og virðingu fyrir því fólki sem þeir þjónusta og fylgi í hvívetna þeim vinnureglum sem settar eru um framkvæmd þjónustunnar. Upplýsingar um starfið veita Kristín Sigursveinsdóttir, deildarstjóri Búsetudeildar, í síma 460 1410 og Anna Einarsdóttir, ráðgjafi, í síma 460 1408. Umsóknareyðublöð fást í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar í Geislagötu 9 og á heimasíðu bæjarins: www.akureyri.is. Umsóknarfrestur er til 21. apríl 2003. Akureyrarbær • Geislagötu 9 • 600 Akureyri Sími 460 1000 • Fax 460 1001 • www.akureyri.is Heilsugæslustöðin Búðardal Meinatæknir Óskum eftir meinatækni í 50% stöðu. Vinnutími samningsatriði. Upplýsingar um starfið veitir Þórður Ingólfs- son, yfirlæknir, eða Pétur Jónsson, fram- kvæmdastjóri, í síma 434 1114     )2 # 3          !         & & 3 & ! 4 5! $     !  %% 5&  $      # 67  $      &  8 7  ' "     <   !        #  "      6//     O       '   9:;       &  <= 7 &    %9"::<>":: !       %%"::<>":: ?  7 =:  ! 7 , Óskum eftir að ráða matreiðslumenn til starfa á Edduhótelunum næsta sumar. Um er að ræða um það bil tveggja og hálfsmánaða tímabil, frá byrjun júní til loka ágústmánaðar. Störfin felast m.a. í að bera ábyrgð á rekstri eldhússins og sjá um innkaup og meðferð matvæla í samvinnu við hótelstjóra. Upplýsingar veita Tryggvi Guðmundsson í síma 50 50 924 og Vigdís Blöndal í síma 50 50 934. Flugleiðahótel hf. Edduhótelin eru 15 talsins, sta›sett hringinn í kringum landi›. Samtals eru á hótelunum 700 herbergi og á fleim öllum eru veitingasta›ir. Óskum eftir að ráða M a t r e i › s l u m e n n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.