Morgunblaðið - 07.04.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.04.2003, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR 2 B MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í spjallþætti hjá Jay Leno sl. fimmtudag var Sörenstam innt eft- ir því hvernig hún teldi að henni reiddi af í keppni gegn Tiger Woods og var hún fljót til svara: „Ég mun leggja hann að velli í hvert skipti sem ég fæ tækifæri til þess að keppa við hann,“ sagði Sör- enstam en hún hefur unnið 42 at- vinnumannamót á ferli sínum. Sörenstam sagði enn fremur að tenniskappinn Björn Borg hefði verið hennar fyrirmynd á yngri ár- um og þegar Leno innti hana eftir því hvers vegna hún hefði ekki riðið á vaðið fyrr í keppni gegn körlum sagði Sörenstam að hana hefði skort kjark til þess fyrir ári síðan. „Ég hef tekið vel á lóðunum und- anfarin misseri og hef aukið styrk minn til muna. Ég slæ því lengra en áður án þess að vera ónákvæm. Að auki er ég aðeins eldri og vonandi klókari í höfðinu – en það skiptir öllu máli þegar á hólminn er kom- ið,“ sagði Sörenstam og sagðist hlakka til þess að fá eigið búnings- herbergi á meðan mótið stendur yf- ir. Keppnin hefst 22. maí nk. og nefnist Ameríkubanka-mótið og fer keppnin fram á hinum 6474 metra langa Fort Worth-velli sem er í Texasríki. Par vallarins er 70 högg og er vallarmetið 61 högg. Nick Price sigraði á mótinu fyrir ári. Hin 32 ára gamla Sörenstam valdi að leika á þessum velli þar sem hann krefst þess að leikmenn séu nákvæmir og lengd upphafs- högga eru ekki afgerandi þáttur í skori keppenda. Það eru 58 ár síðan Babe Zah- arias lék gegn körlum á opna Los Angeles-mótinu árið 1945 en bandaríska konan Suzy Whaley hefur þegið boð um að leika á at- vinnumannamóti fyrir karla í Hart- ford í júlí á þessu ári. Líklegt þykir að þátttaka Whaley falli algerlega í skuggann á einvígi þeirra Woods og Sörenstam. Þess má geta að unnusta Woods er sænsk og ættu þau að geta rætt um daginn og veg- inn á meðan keppni stendur en bú- ast má við að Sörenstam og Woods verði í sama ráshóp á fyrsta keppn- isdegi. Annika Sörenstam hefur fagnað mörgum sigrum. „Ég mun sigra Tiger“ Sænski kylfingurinn Annika Sörenstam er ekki í vafa um hver er besti kylfingur veraldar SÆNSKI kylfingurinn Annika Sörenstam hefur vakið mikla athygli á bandarísku mótaröðinni í golfi þar sem hún hefur haft töluverða yfirburði undanfarin ár og leikið keppninauta sína grátt. Sör- enstam hefur þegið boð um að taka þátt í atvinnumannamóti sem aðeins er ætlað körlum og þar mun hún mæta bestu kylfingum heims – og þar á meðal Bandaríkjamanninum Tiger Woods. SKOTINN Scott Ramsey leik- ur að öllum líkindum ekki með Íslandsmeisturum KR í sumar. Í fréttatilkynningu sem KR- Sport sendi frá sér um helgina stendur orðrétt: „Það tilkynn- ist hér með að Scott Mckenna Ramsay mun af persónulegum ástæðum að öllum líkindum ekki spila á Íslandi í sumar.“ Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins bar Ramsey fyrir sig mikla heimþrá og heldur hann af landi brott um næstu helgi en þá er hugsanlegt að eitthvað spili inn í hjá honum að KR-ingar hafa sankað að sér leikmönnum í vetur og samkeppnin um stöður í liðinu hörð. Síðast fengu KR-ingar til liðs við sig tvíburana Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni og áður höfðu vesturbæingar fengið Hilmar Björnssn frá FH, Garðar Jóhannsson frá Stjörnunni og Kristján Jónsson frá KA. Ramsey ákvað að ganga til liðs við KR-inga í vetur en undanfarin fimm tímabil hefur hann leikið með Grindvík- ingum, alls 81 leik í úrvals- deildinni og skorað 8 mörk, en hann kom hingað fyrst árið 1996 og lék í tvö ár með Reyn- ismönnum úr Sandgerði áður en hann gekk í raðir Grindvík- inga. Ramsey ekki með KR-ingum RÚNAR Sigtryggsson og félagar hans í spænska liðinu Ciudad Real leika til úrslita í Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik þar sem þeir mæta Red- bergslid frá Gautaborg. Ciudad Real tapaði á laugardaginn fyrir Celje Piovarna Lasko frá Slóv- eníu, 28:25, en það dugði Spánverjunum til að komast áfram þar sem þeir unnu heima- leikinn með sjö marka mun. Rún- ar skoraði eitt mark í leiknum en markahæstir voru Talant Dujs- habaev og Christian Hjermind með 6 mark hver. Redbergslid tapaði fyrir Lemgo í Þýskalandi, 37:35, en fór áfram samanlagt, 71:69. Mart- in Boquist, sem gengur í raðir Kiel á næstu leiktíð, skoraði 11 mörk fyrir Redbergslid en hann skoraði 13 mörk í fyrri leiknum. Hinn fer- tugi Magnus Wislander sýndi að hann er ekki dauður úr öllum æðum en þessi firnasterki línumaður skoraði 6 mörk. Svissneski landsliðsmaðurinn Marc Baumgartner og þýski landsliðsmaðurinn Florian Kehr- mann voru atkvæðamestir hjá Lemgo með 8 mörk hver. Rúnar í úrslitaleikinn Ég náði að hefna mín á Bjarna fyrirað stela af mér titlinum fyrir þremur árum þegar ég var mun betri en hann. Nú er hann betri en ég en með út- sjónarsemi náði ég að leggja hann,“ sagði Þorvaldur Blöndal eftir mótið. „Ég hef hvílt mig lengi og aðallega verið að þjálfa líkamann al- mennt, byrjaði ekki að æfa júdó fyrr en eftir síðustu áramót og hafði þá ekki æft í átta mánuði. Það hefur ver- ið mitt markmið í vetur að geta tekið Bjarna en hann hefur ekki verið að hugsa neitt um hvort hann hafi mig svo ég er búinn að hugsa þetta betur út en hann. Hann var kærulaus í byrj- un, fékk á sig refsistig sem var óþarfi hjá honum en taldi sig geta unnið það upp. Ég náði samt að hanga á því. Ég hef dæmt júdó sjálfur og veit hvernig dómarar hugsa og vissi hvað maður gat leyft sér mikið aðgerðaleysi og ég notfærði mér þann rétt. Úthaldið er miklu betra hjá honum og hann tók rispu og reyndi að sprengja mig en ég náði að standa það af mér og þá var Bjarni orðinn jafnþreyttur og ég,“ sagði Þorvaldur. Geysilega sterkur glímumaður Bjarni Skúlason var afslappaður eftir mótið og hrósaði Þorvaldi fyrir sigurinn. „Ég veit að það er alltaf hörkurimma þegar kemur að Þor- valdi Blöndal, hann er geysilega sterkur glímumaður og það leikur sér enginn að honum. Hann spilaði á mig og það gekk upp hjá honum. Ég var meira í sókn en hann nær að halda í refsistigið, setur upp sókn með reglu- legu millibili svo að ég náði ekki að koma á hann stigi og herbragð hans tókst. Maður verður að sætta sig við það og þýðir ekkert að væla,“ sagði Bjarni. Hann var í fyrra í tvo mánuði í Jap- an en býr í Svíþjóð þar sem hann æfir og keppir. Bjarni hefur staðið í ströngu að undanförnu og keppt á sterkum mótum þrjár síðustu helgar. Fram undan eru æfingabúðir í Tékk- landi og svo strangar æfingar fram að Norðurlandamóti og Evrópumóti í maí en hann stefnir á að ná nægilega mörgum stigum til að komast á Ól- ympíuleika á næsta ári. Höskuldur varði titilinn Hinn síungi 37 ára Höskuldur Ein- arsson í Júdófélagi Reykjavíkur varði titil sinn í -60 kílóa flokki fyrir Darra Kristmundssyni úr Ármanni. Tæpum tveimur áratugum munar á aldri þeirra en Darra tókst ekki að velta Höskuldi af stalli þrátt fyrir góðar til- raunir. „Þeir eru alltaf erfiðir þessir óþekku guttar,“ sagði Höskuldur eftir mótið, sem byrjaði að æfa 24 ára gam- all. „Ég held að þetta sé ellefti sigur minn en þetta er farið að renna saman hjá mér. Ég æfi mikið, allt að átta eða níu sinnum í viku og hef gert nær undantekningalaust. Ég sé til eftir þetta keppnistímabil hvort ég held áfram, þá fer ég yfir stöðuna því það er erfitt að halda sér svona léttum.“ Í -66 kílóa flokki varði Hilmar Trausti Harðarson úr KA einnig titil sinn eftir góðan bardaga við Heimi Kjartansson úr Júdófélagi Reykja- víkur en félagi hans, Snævar Jónsson, hafði betur gegn Hans R. Snorrasyni í -73 kg flokki. Ármenningurinn Vignir Stefáns- son kom frá Bandaríkjunum til að endurheimta titil sinn í -81 kg flokki en það var ekki auðvelt. Axel Jónsson úr Júdófélagi Reykjavíkur er bæði sterkur og sókndjarfur en eftir mikil átök hafði Vignir betur. Þar naut hann keppnisreynslunnar en hann æfir og keppir af kappi samhliða há- skólanámi í Suður-Karólínu. Gígja endurheimti titil í opna flokknum Gígja Guðbrandsdóttir vann þyngdarflokk sinn í fyrra og var í öðru sæti í opnum flokki en nú snerist það við. Margrét Bjarnadóttir vann þyngdarflokkinn en Gígja hafði hana undir í opnum flokki. „Við gjörþekkj- um hvor aðra svo það er erfiðara að keppa en gott fyrir íþróttina. Minnstu mistök kosta sigurinn svo það eru mikil átök en það er gaman að sjá hvað eru margar stelpur að koma til,“ sagði Gígja eftir mótið. Það er nóg að gera hjá henni, hún var nýlega við keppni í Hollandi og Tékklandi og er á leiðinni á mót á Englandi áður en Norðurlandamótið tekur við. Þá var komið að opna flokknum hjá körlunum þar sem mættust Þorvald- ur og Bjarni. Snemma í atinu fékk Bjarni refsistig og þrátt fyrir margar harðar atlögur tókst honum ekki að ná stigi af Þorvaldi, sem varðist með klókindum. Þegar leið á glímuna kom yfir þá þreyta en þeir slógu samt ekk- ert af vitandi að minnstu mistök myndu kosta stig og þegar glímunni lauk féllu báðir úrvinda í gólfið. Landsliðsþjálfarinn Sævar Sigur- steinsson var ánægður í mótslok. „Ég er mjög ánægður með þetta mót. Síð- ustu árin hefur einn og einn verið að skara framúr en nú eru menn jafnari í flestum þyngdarflokkum. Nú var Vernharð ekki til að verja sína titla og Þorvaldur tók þá báða. Það er líka gaman að sjá hvað Vignir kemur sterkur frá Bandaríkjunum en hann var ekki með í fyrra. Fram undan er Norðurlandamót og Evrópumót í maí, síðan Smáþjóða- leikar í júní þar sem við verðum með stóran hóp og eftir stutt sumarfrí fara menn að æfa sig fyrir heimsmeistara- mót í september. Það verður því lítið um uppbyggingartímabil en menn eru í góðri æfingu,“ sagði Sævar. Tvöfaldur sigur Þorvaldar Blöndals og Gígja Með útsjónar- semi náði ég að leggja hann ÞORVALDUR Blöndal úr Ármanni kom, sá og sigraði á Íslands- mótinu í júdó í Austurbergi um helgina. Hann fór í uppskurð við brjósklosi á síðasta ári og hefur því lítið æft en gerði sér lítið fyrir, vann sinn þyngdarflokk og lagði síðan Bjarna Skúlason, félaga sinn úr Ármanni, í opnum flokki. Gígja Guðbrandsdóttir úr Júdófélagi Reykjavíkur endurheimti titilinn í opnum flokki kvenna. Stefán Stefánsson skrifar ’ Ég veit að það eralltaf hörkurimma þegar kemur að Þor- valdi Blöndal, hann er geysilega sterkur glímumaður og það leikur sér enginn að honum. Hann spilaði á mig og það gekk upp hjá honum. ‘

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.