Morgunblaðið - 07.04.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.04.2003, Blaðsíða 9
KÖRFUKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2003 B 9 BYRJUNARLIÐ Grindvíkinga skoraði 92 stig af alls 94 stigum liðsins í leiknum og aðeins Predr- ag Pramenko náði að komast á blað í liði heimamanna af þeim leikmönnum sem ekki hófu leik- inn. Aðra sögu er að segja af liði Keflvíkinga þar sem varamenn liðsins skoruðu 25 stig af alls 103 stigum liðsins. Þar fór Guðjón Skúlason fremstur í flokki með 14 stig á 22 mínútum en hann skoraði fjórar þriggja stiga körfur í leikn- um úr fimm skottilraunum. Friðrik Ingi Rúnarsson og Sig- urður Ingimundarson notuðu báðir átta leikmenn af tíu í leiknum. Varamenn Keflvíkinga léku hins vegar samtals í 66 mínútur á með- an varamenn Grindvíkinga léku í 21 mínútu. Álagið er því mikið á byrjunarlið Grindvíkinga þar sem Guðlaugur Eyjólfsson lék í 32 mín- útur, Guðmundur Bragason í 33, Páll Axel Vilbergsson í 35, Helgi Jónas Guðfinnsson í 39 mínútur og Darrell Lewis fékk enga hvíld í leiknum og lék allar 40 mínútur leiksins. Edmund Saunders og Damon Johnson voru einu leikmenn Kefl- víkinga sem léku meira en 30 mín- útur en báðir léku þeir í 39 mín- útur í leiknum. Við töpuðum einnig fyrsta leikn-um gegn Keflvík þegar við urð- um Íslandsmeistarar árið 1996 og það sem við þurfum að gera er að leggja Keflvíkinga á þeirra heimavelli. Það höf- um við gert í vetur og við höfum tekið þátt í mörgum úrslitakeppnum til þessa og ég veit að hlutirnir geta snúist okkur í hag ef okkur langar virkilega til þess,“ sagði Friðrik og taldi að slæm byrj- un sinna manna hefði gert gæfu- muninn að þessu sinni. „Við gefum þeim ákveðna forgjöf í fyrri hálfleik sem þeir nýttu sér vel og að auki var Keflavíkurliðið í þannig ham að maður hefur ekki séð slíkt lengi. Þeir klikkuðu varla á skoti um tíma í fyrri hálfleik,“ sagði Friðrik en var samt sem áður ánægður með hvernig hans menn brugðust við mótlætinu. „Við náðum að minnka muninn í 7 stig um tíma og náðum okkur á strik í síðari hálfleik og það segir mikið um okkar styrk sem ég tel vera mikinn.“ Spurður um lítið framlag frá varamönnum liðsins sagði Friðrik ekki hafa miklar áhyggjur af því. „Ég geri ekki aðra kröfu til þeirra sem koma inná en að þeir berjist af krafti og skili varnarhlut- verki sínu – og taki skot þegar þau standa til boða. Við erum ekki með eins reynslumikla varamenn og Keflvíkingar en við erum ekki að velta því mikið fyrir okkur og reyn- um að spila úr því sem við höfum,“ sagði Friðrik Ingi en vildi lítið spá í spilin hvað varðar næsta leik. „Það þarf að vinna þrjá leiki til þess að verða Íslandsmeistari og það skiptir í raun engu máli hvar þeir leikir vinnast. Við erum hvergi bangnir.“ Guðmundur Bragason, miðherji Grindavíkur, hafði í nógu að snúast í baráttu sinni við Edmund Saund- ers undir körfunni. Guðmundur af- rekaði það að verja alls átta skot í leiknum og er það óvenju mikið í ís- lenskum körfuknattleik, auk þess sem hann skoraði 16 stig og tók 13 fráköst í leiknum. „Fyrsti leikhluti var afar slakur af okkar hálfu og það kostaði okkur sigurinn að þessu sinni. Ég tel að við séum með jafngott lið, ef ekki betra en Keflavík, en byrjunin reyndist okkur dýrkeypt. Við get- um mætt til leiks í Keflavík með sjálfstraustið í lagi því að við höfum lagt þá þar að velli í vetur og ég veit að við getum gert það.“ Guðmundur tók undir að það væri ekki liðinu til framdráttar að fá aðeins fimm villur samtals í fyrri hálfleik. „Það segir mikið um hvernig við vorum að leika. Bar- áttan var ekki til staðar og við reyndum ekki einu sinni að brjóta á þeim. Ég get lofað því að það kem- ur ekki fyrir aftur hjá okkur,“ sagði Guðmundur. Það má segja að skorpa Banda-ríkjamannsins Edmund Saunders í fyrsta leikhluta lýsi leik Keflvíkinga í hnot- skurn á upphafs- mínútum leiksins. Saunders varði skot frá Grindvík- ingum í vörninni, rak knöttinn sjálfur upp völlinn gaf þar á sam- herja sinn og endaði sóknina með því að troða með tilþrifum. Magnús Gunnarsson sá um að halda Grind- víkingum við efnið með því að hitta vel úr þriggja stiga skotunum og þegar Magnús skipti við Guðjón Skúlason í fyrri hálfleik tók hinn reyndi leikmaður upp þráðinn og „negldi“ nokkrum þriggja stiga skotum beint í körfuna. Leikaðferð Keflvíkinga var einföld – ákafur varnarleikur og að ljúka sóknum liðsins með opnu skoti og virtust allir leikmenn liðsins hitta á rétta daginn í þeim efnum því skotnýt- ing liðsins var með ólíkindum. Flestir leikmenn Keflavíkur tóku þátt í sýningunni í fyrri hálfleik og vakti framlag Jóns N. Hafsteins- sonar athygli undir lok 1. leikhluta er hann greip sendingu frá Fal Harðarsyni á lofti og tróð knett- inum í körfuna með tilþrifum. Grindvíkingar náðu ekki að laga leik sinn í 2. leikhluta og Keflvík- ingar héldu áfram að herja á þá með skotum utan af velli auk þess sem Damon Johnson og Edmund Saunders voru öflugir í vítateign- um og undir körfunni. Helgi Jónas Guðfinnsson vaknaði til lífsins und- ir lok fyrri hálfleiks og virtist vera sá fyrsti í liði Grindavíkur sem átt- aði sig á því hvað gera þyrfti í framhaldinu enda var 16 stiga munur á liðunum í hálfleik, 62:46. Deildarmeistararnir náðu að rétta úr kútnum í upphafi síðari hálfleiks og náðu um tíma að minnka muninn í sjö stig, 60:67, og í lok 3., leikhluta var munurinn 10 stig. Þessi rispa þeirra gulklæddu kom hinsvegar of seint og með ög- uðum leik héldu þeir Grindvíking- um í skefjum og lönduðu sigri, 103:94. Um tíma í 4. leikhluta beittu Keflvíkingar 3:2 svæðisvörn með Edmund Saunders fremstan í flokki og var það hans hlutverk að skyggja á þriggja stiga skottil- raunir heimamanna. Sigurður Ingi- mundarson, þjálfari Keflvíkinga, viðraði þar athyglisvert varnaraf- brigði því vörnin hafði sitt að segja og náðu Grindvíkingar aldrei að setja Keflvíkinga í veruleg vand- ræði á lokakafla leiksins. Liðsheildin var sterk hjá Kefl- víkingum og herjuðu þeir Saund- ers og Johnsons á Grindvíkinga undir körfunni og skoruðu grimmt á því svæði. Að auki voru þeir fé- lagar með augun vakandi á fé- lögum sínum þegar Grindvíkingar reyndu tvídekkun og voru þriggja stiga skyttur liðsins í miklum ham frá fyrstu mínútu til þeirrar síð- ustu. Grindvíkingar gerðu sig seka um að sofa á verðinum í upphafi leiks og fór liðið ekki í gang fyrr en í síðari hálfleik er forskot gestanna var orðið vænlegt. Guðmundur Bragason var sá leikmaður sem lét mest að sér kveða enda skoraði hann 16 stig, tók 14 fráköst auk þess sem hann varði alls 8 skot í leiknum. Skotnýting Grindvíkinga fyrir utan þriggja stiga línuna hefði dugað til gegn flestum liðum landsins þar sem liðið skoraði 14 körfur úr 32 tilraunum en Kefla- víkurliðið var í miklum ham og má þar nefna að Guðjón Skúlason og Magnús Gunnarsson voru báðir með 80% nýtingu í þriggja stiga skotum sínum en þeir skoruðu báð- ir fjórar slíkar úr fimm tilraunum. Damon Johnson reyndi sig varla fyrir utan þriggja stiga línuna enda vissi hann að Darrell Lewis átti erfitt með að gæta hans undir körfunni þar sem Damon skoraði 24 af 28 stigum sínum í leiknum. Eins og áður segir var Edmund Saunders atkvæðamikill í liði Keflavíkur en hann skoraði 27 stig auk þess sem hann tók 15 fráköst, gaf 8 stoðsendingar og varði 3 skot – fínn leikur. Liðin mætast að nýju í kvöld í íþróttahúsi Keflvíkinga og má bú- ast við að þráðurinn verði tekinn upp að nýju hjá báðum liðum og ef tilþrifin verða svipuð hjá báðum liðum í þeim leik er best að mæta snemma á svæðið til þess að missa nú ekki af neinu. Varamenn Keflvíkinga skoruðu 25 stig gegn 2 Morgunblaðið/Árni Torfason Keflvíkingar með sýningu í Grindavík KEFLVÍKINGAR mættu til leiks með sjálfstraustið í lagi í fyrstu rimmu liðsins um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik í Grinda- vík á laugardag og buðu uppá snilldartiþrif í fyrri hálfleik gegn deildarmeistaraliðinu. Þar fóru gestirnir á kostum í vörn sem sókn og lögðu grunninn að 103:94 sigri sínum en staðan í hálfleik var 62:46 Keflvíkingum í vil. Lærisveinar Friðriks Inga Rúnarssonar í Grindavík mættu einfaldlega of seint til leiks að þessu sinni og góð- ur leikkafli liðsins í 3. leikhluta hrökk ekki til eftir flugeldasýningu Keflvíkinga í fyrri hálfleik. Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar „Við gáfum þeim forgjöf“ FRIÐRIK Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindvíkinga, var að vonum ósátt- ur við niðurstöðuna í fyrsta leik liðsins gegn Keflvíkingum þar sem deildarmeistararnir töpuðu á heimavelli, 94:103. Hinn reyndi þjálf- ari var samt sem áður ekki á því að stríðinu væri lokið þrátt fyrir erf- iða byrjun og vitnaði í úrslitin úr rimmu liðanna árið 1996. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.