Morgunblaðið - 16.04.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.04.2003, Blaðsíða 6
6 B MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ kvartmíla KVARTMÍLUKLÚBBURINN held-ur sýningu í höfuðstöðvumB&L um páskahelgina. Liðin eru tíu ár síðan síðast var haldin sýning af þessu tagi og af þeim sökum verður mikið lagt í sýninguna að þessu sinni. Meðal annars verða fluttir inn nokkrir bílar og mótorhjól að utan og aflmestu íslensku bílarnir verða á staðnum. Að sögn Hauks Sveinssonar, sem á sæti í stjórn Kvartmíluklúbbsins, á sér stað mikill uppgangur og endurnýjun innan klúbbsins. Áberandi er að gamlir fé- lagar, sem hafi verið á kafi í sportinu fyrir u.þ.b. tuttugu árum, séu að hefja leik á ný með öfluga bíla. Búið að framkvæma við brautina „Þetta eru strákar sem voru í þessu áður fyrr og hafa komið sér vel fyrir í lífinu núna og eiga peninga til að stunda íþróttina. Þetta er rándýrt ef maður ætlar að vera á meðal þeirra fremstu. Það verður gríðarleg keppni í sumar enda mikil uppsveifla í kvartmíl- unni núna. Við erum búnir að standa í miklum framkvæmdum við kvartmílu- brautina. Það er búið að slétta 50 metra allt í kringum brautina, lengja brautina og svo stendur til að malbika þarna líka. Við ætlum líka að kaupa ljós með skermum sem sýna tíma og endahraða. Þessi búnaður verður kominn upp fyrir fyrstu keppni sem verður í endaðan maí,“ segir Haukur. Til marks um uppganginn segir Haukur að nokkrir bílar verði núna með sem eru 1.000 hestafla og meira. Einn félagi á tvo Chevrolet Vega, þar af einn station-bíll sem var keppnisbíll í Bandaríkjunum. Hann keypti í bílinn nýja 540 kúbiktomma vél, nýjan for- þjöppublásara og hún er núna að skila um 1.300 hestöflum utan við nítró. Fluttur hefur verið inn „dragster“ frá Svíþjóð og svo verður einn af öflugri bílunum Volvo kryppa sem keppt var á íSvíþjóð. Kryppan er með titaníum- grind sem yfirbyggingin er hengd utan á. Haukur segir að þetta sé líklega eini „professional“ keppnisbíllinn á landinu. ÍSvíþjóð þarf að fá skoðun á svona öfl- uga keppnisbíla niður í einhvern tiltek- inn tíma. Kryppan er með skoðun nið- ur í 7,50 sekúndur á kvartmíluna. Íslandsmetið í stærsta bílaflokki í kvartmílu er 9,14 sekúndur sem Einar Birgisson frá Akureyri setti í fyrra á Chevrolet Nova. Kristján Skjóldal er Íslandsmeistari í dragstera“-flokki en Ingólfur Arnarson, formaður Kvart- míluklúbbsins, á engu að síður besta tímann í þeim flokki, sem er 7,78 sek- úndur. Annar Vega var keyptur inn frá Bandaríkjunum klár til keppni, 800- 900 hestöfl. Ari Jóhannsson á Camaro og er að fá nýja vél í bílinn, sem er líklega 1.000-1.200 hestöfl. Í Keflavík er ein Nova sem var flutt inn frá Bandaríkj- unum, með 622 kúbiktomma vél. Chevrolet Pro-Street og AC Cobra Mikill hugur er í kvartmílumönnum að hefja íþróttina til vegs og virðingar áný. Fimm kvartmílumót verða haldin í sumar til Íslandsmeistaratitils og tvær sandspyrnur. Hluti af starfsem- inni er sýningin um páskahelgina. Þar verða flottustu bílarnir sýndir og Ís- landsmeistararnir frá því í fyrra. Einnig verða þarna tveir bílar og tvö vélhjól frá Svíþjóð. Annar bílanna er ’55 ár- gerð af Chevrolet Pro-Street, sem þýðir að hann er löglegur á götunum. Hann er með 540 kúbiktomma vél. Einnig verður sýnd AC Cobra sem byggð er á stýrisgangi og bremsum úr Corvettu og með 505 kúbiktomma vél. Þarna verður líka Harley Davidson Custom-hjól. Alls verða 45–50 bílar í salnum hjá B&L, einnig eldri bílar, jeppar, sportbílar og mótorhjól. Þá verður haldin hljóm- tækjakeppni á staðnum. Sýningin verður opnuð 18. apríl kl. 11 og verður opið til kl. 22 á kvöldin. Sýningunni lýkur 21. apríl. Aðgangseyrir er 800 krónur. Mikill upp- gangur í kvartmílunni Ingólfur Arnarson á fullri ferð á bláu grindinni sinni. Dæmi eru um að menn sem voru í kvartmílunni fyrir 20 árum séu að byrja aftur með miklu öflugri og betri bíla. Guðjón Guðmundsson ræðir við Hauk Sveinsson, stjórnarmann í Kvartmíluklúbbnum, um sýninguna og íþróttina. Maí: 3. maí, Sandspyrna KK. 17. maí, Kvartmíla KK. Júní: 7. júní, Kvartmíla KK. 14. júní, Götuspyrna BA, Akureyri. 15.-16. júní, Sandspyrna BA, Ak- ureyri, (enn á hugmyndastigi). 15.-16. júní, AutoX BA, Akureyri, (enn á hugmyndastigi). 15.-16. júní, Burn-out BA, Akureyri (enn á hug- myndastigi). 17. júní, Bílasýning BA, Akureyri. 28. júní, Kvartmíla KK. Júlí: 12. júlí, Kvartmíla KK. Ágúst: 16. ágúst, Kvartmíla KK. ágúst, Sandspyrna KK. September: 13. september, Sand- spyrna BA, Akureyri. 27. september, Sandspyrna BA, Akureyri. Október: 11. október, lokahóf BA og KK. Keppnisdagatal kvartmílunnar 2003 „ÞAÐ á að steikja allt og alla í sumar,“ segir Jón Geir Eysteinsson sem ætlar að keyra í sumar kvartmíluna á nýjum „dragst- er“ sem hann hefur verið að smíða að und- anförnu og er að leggja síð- ustu hönd á. „Dragsterinn“ geta menn virt fyrir sér í endanlegu útliti á kvartmílusýningunni sem opnar á morgun. „„Dragsterinn“ er heimasmíð- aður og ég hef átt hann í tvö og hálft ár. Það er bara byrjað að saga, slípa og sjóða. Ég pantaði rörin í grindina í Bandaríkjunum. Svona gerir Kaninn þetta. Á þessu er svo bara mótorinn og karlinn og þetta vegur 800-900 kg. Vélin vegur sitt og svo eru á þessu stórar Dana 60 hásingar. Það verður allt að vera skothelt á þessu. Gengið er frá bremsun- um út frá þyngdinni. Það nægir því að vera bara með venjulegar bremsur þegar bíllinn vegur ekki meira en þetta,“ segir Jón Geir. Jón Geir varð Íslandsmeistari í kvartmílu í bílaflokki 1995, 1996 og 1997 á Barracuda. Reglur segja til um að fari kvartmílu- tæki yfir 150 mílur á klst verði að útbúa þau með fallhlíf til að stöðva bílinn við endimörk braut- arinnar. Þess vegna verður að útbúa dragsterinn með fallhlíf sem nú er á leið til landsins. Jón Geir vonast til þess að fara kvartmíluna niður í átta sekúndur. Hámarkshraðinn verð- ur þá um 240-250 km/klst. „Dragsterinn“ er fremur stuttur miðað við marga aðra, 123 tommur milli hjóla, en Jón Geir telur að hann verði léttari fyrir vikið og meðfærilegri. „Þetta er klikkun og snýst bara um það að vera vel líf- tryggður og standa síðan „flapp- ann“,“ segir Jón Geir. Vill einhver tryggja ykkur? „Já, já, þeir gera það en ið- gjöldin er vissulega miklu hærri.“ Vélin í „dragsternum“ er 452 Mopar og Jón Geir vonast til þess að ná 550-600 hestöflum út úr vélinni með nítrói. „Hún er voðalega þægileg en ég þarf að fara að „tjúna“ hana meira.“ Jón Geir Eysteinsson við „dragsterinn“. Morgunblaðið/Golli Steikir allt og alla í sumar EITT flottasta hippahjólið á land- inu verður meðal gripa á sýningu Kvartmíluklúbbsins í höf- uðstöðvum B&L um páskana. Þetta er Harley Davidson hjól, „custom“-byggt, sem þýðir að það er hannað af öðru fyrirtæki en framleiðandanum sjálfum. Ýmsir hlutir í hjólinu eru ekki einu sinni smíðaðir af Harley Davidson. Eigandi hjólsins er Björgvin Ólafsson, 27 ára tré- smiður. Hjólið verður skráð sem 2003 árgerð en er í raun árgerð 1996-2003. „Ég er búinn að vera í ein sex ár að safna í hjólið og er að klára að setja það sam- an núna. Það er Harley Davidson SOS 1600 kúbika vél. Það er því komið afl í hjólið, jafnvel þótt maður noti ekki svo mikið allt aflið. Þetta er „krúser“ en engin kvartmílugræja. Ég held að þetta hljóti að verða eitt flottasta hjólið á götunni. Það er alla vega ekkert til sparað og ég hef verið lengi að safna í það. Ég keypti grindina 1996 og síðan hafasmám saman safnast hlutir í það. Það vantar bara í það bremsuslöngu en að öðru leyti er hjólið tilbúið núna,“ segir Björgvin. – Hvað kostar svo hjólið? „Úff, ég veit það ekki. Ég hef flutt allt inn sjálfur svo það hefur ekki kostað mig jafn mikið og ef ég hefði keypt allt af umboðinu. Ég er örugglega búinn að eyða góðum fjórum milljónum króna í þetta. Ég hef aðeins látið jólavísa- reikninginn sitja á hakanum,“ segir Björgvin. Morgunblaðið/Árni Torfason Hjólið er sýnt í fyrsta sinn á kvartmílusýningunni. Eitt flottasta hippahjólið  ÞEIR sem eru komnir til vits og ára muna eftir kvik- myndinni American Graffiti sem gekk út á stelpur, ung- lingabólur og bíla. Bílarnir voru svokallaðir „hot-rod“; sjóð- heit rör eða hvað? Nei, heimasmíðuð tryllitæki með svakalegum vélum og svölum töffurum undir stýri. á einn slíkan sem smíðaður er úr Ford ’34 árgerð. Hann er með plastyfirbyggingu og Jón Trausti keypti hana frá Banda- ríkjunum fyrir nokkrum árum og hann hefur verið að setja bílinn saman. Undir vélarhlífinni er 250 hestafla Ford-vél en það stendur ekki til að keppa á bílnum; hann er meira fyrir „lúkkið“. Það eru ekki margir slíkir bílar til á landinu. Þó er vitað um Ford ’37 árgerð í Hafnarfirði. Hægt er að segja að þetta sé hálfgerður „kit“-bíll og hægt að kaupa hann á ýmsum stigum. „Það er heilmikið möndl að setja hann saman. Amerík- aninn er með hann brettalausan og þess vegna fylgja þau ekki með í „kittinu“. Brettasett að framan og aftan og gangbretti þarf að panta sérstaklega. Þeir eru að sporta sig á svona bílum í Kaliforníu þar sem aldrei rignir. Grindin fylgir hins vegar ekki með. Hann er á McPherson fjöðrun að framan og hann er á hásingum að aftan.“ Morgunblaðið/Árni Torfason Ford hot-rod Jóns Trausta verður meðal sýningargripa á kvartmílusýningunni. Sjóðheitt rör í Graffiti-stíl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.