Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ NFRÉTTIR        ,-. ,-/ ,-0 ,-1 /-2 34+3+ 31+/+34+3+ 31+/+ ./0 ..1 2/3      ! "#" 43505 67 07 $      34+3+ 31+/+ 75775  ,-/ ,-0 ,-1 /-2 /-. 34+3+ 31+/+ 378 /1/     ! %#& 189 /8/ 327 40. 40/ 400 401 442 44. 31+3+ 31+/+  '     475875 ÞAÐ hefur vakið athygli undanfarna daga að Íslendingarskuli eiga aðild að ólöglegum veiðum á úthafskarfa áReykjaneshrygg. Íslendingar hafa á opinberum vettvangilagt mikla áherzlu á að koma stjórn á karfaveiðarnar á þessum slóðum, enda hagsmunirnir miklir. Veiðunum er nú stjórn- að af Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndinni, NEAFC, með þokkalegum árangri. Innan nefndarinnar hafa Íslendingar barizt með kjafti og klóm fyrir hlutdeild sinni og tekizt það bærilega. Á síðasta ári veiddu þjóðir innan NEAFC um 102.000 tonn, en þar af var afli Íslendinga um 44.000 tonn. Veiðistjórn á úthöfunum er í stórum dráttum háttað þannig að svokölluð strandríki stofna til þess nefnd og skipta aflanum niður á milli sín, ýmist með kvóta á hvert land, heildarkvóta eða sókn- ardögum. Lönd sem standa utan veiðistjórnunarinnar eiga engan eða mjög takmarkaðan rétt til veiðanna. NEAFC hefur árlega veitt þjóðum utan nefndarinnar leyfi til veiða á 1.200 tonnum, en á síð- asta ári er talið að afli þeirra hafi orðið um 30.000 tonn. Skip, sem stunda veiðar með þessum ólöglega hætti, má ekki taka og færa til hafnar. Á hinn bóginn geta NEAFC-þjóðirnar sett á þau lönd- unarbann og hafa gert það. Markaðir fyrir úthafskarfa eru fremur takmarkaðir og eru þeir helzt í Austurlöndum fjær, Japan, Kína og Taívan. Fyrir vikið eru markaðarnir viðkvæmir fyrir auknu framboði. Yfirleitt er hægt að gera ráð fyrir því að inn á markaðina komi afurðir í samræmi við leyfilegar aflaheimildir. Verð ræðst í upphafi af því og markaðirnir undirbúa sig undir ákveðið magn. Þegar ólöglegar veiða skila svo allt að þriðjungi til viðbótar því, sem búizt hafði verið við, lækkar verðið og allir tapa. Með hliðsjón af því og hættu á ofveiði er það mjög eðlilegt að aðildarþjóðir NEAFC reyni að verja hagsmuni sína. Á sama hátt er það illskiljanlegt að íslenzkir aðilar standi að því að stuðla að ólög- legum veiðum með tilheyrandi afleið- ingum. Það liggur fyrir að flest þeirra skipa, sem nú stunda veiðar án leyfis, eru frá Eystrasaltslöndunum og flest þeirra eru í eigu sænska fyrirtækisins Scandsea. Íslendingar eiga meirihluta í þessu félagi og þar fara fremst í flokki Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Þormóður rammi - Sæberg, en auk þeirra á Íslandsbanki hlut í félaginu. Loks er út- gerð togaranna stjórnað af íslenzku fyrirtæki, Fiskafurðum útgerð. Þessi fyrirtæki eiga mikilla hagsmuna að gæta í Scandsea, en þau komu þar inn fyrir nokkrum misserum. Það er eðlilegt að þau vilji nýta sér alla þá möguleika sem finnast til að ná árangri í rekstri Scandsea, sem hefur gengið illa. Það er líka eðlilegt að Eystrasalts- þjóðunum, einkum Litháen, gremjist það að hafa ekki meiri heim- ildir til veiða á Hryggnum, þar sem þær öfluðu á sínum tíma stórs hluta þeirra heimilda, sem Rússar njóta nú. Það er hins vegar í hæsta máta óeðlilegt að íslenzkir aðilar að Scandsea standi að því að grafa undan hagsmunum Íslendinga. Það er einnig einkennileg staða að stjórnarformaður Íslandsbanka, sem jafnframt er stjórnarmaður LÍÚ, skuli láta það viðgangast að bank- inn eigi aðild að ólöglegum veiðum, sem skaða hagsmuni Íslands verulega. Heitir þetta ekki tvískinnungur? Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Innherji skrifar Heitir þetta ekki tvískinnungur? Illskiljanlegt er að íslenzkir aðilar standi að því að stuðla að ólögleg- um veiðum með þessum hætti. innherji@mbl.is ll VIÐSKIPTI ● BÚNAÐARBANKINN hefur undirritað láns- samning við 21 erlendan banka að fjárhæð 250 milljónir evra, sem jafngildir um 21 milljarði íslenskra króna. Lánið er stærsta sambankalán sem íslenskur banki hefur tek- ið á erlendum bankamarkaði. Féð verður notað til endurfjármögnunar á erlendu lánsfé bankans, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Búnaðarbankanum. Þar segir einnig að Bayerische Landesbank ásamt DZ BANK AG, Nordea Bank Dan- mark A/S og Sumitomo Mitsui Banking Corporation Europe Limited hafi leitt sam- bankalánið. Útboðsfjárhæðin var 200 milljónir evra en vegna mikillar eftirspurnar með þátttöku í láninu var ákveðið að hækka fjárhæðina í 250 milljónir evra, samkvæmt tilkynningu Búnaðarbankans. Stærsta sambankalán frá upphafi ● ÞÝSKA sjónvarpsstöðin ZDF, sem er ein af stærri stöðvum Þýskalands og nær til alls landsins, er um þessar mundir að gera sjónvarpsþátt um Ísland og standa tökur yfir hér á landi. Þátturinn er gerður í samstarfi við Ferðamálaráð Íslands í Frankfurt, Flug- leiðir og fleiri. Í þættinum, sem nefnist WISO, verður fjallað um land og þjóð, hagkerfið, vetni og hvað Ísland hefur upp á að bjóða í ferðaþjónustu. Haukur Birgisson, forstöðumaður skrif- stofu Ferðamálaráðs í Frankfurt, segir að sjónvarpsþáttur á ZDF-sjónvarpsstöðinni hafi gríðarlega mikið landkynningargildi, sem í raun sé ekki hægt að meta til fjár. Ætla megi að sýning hans auki áhuga á Íslandi í Þýska- landi sem síðan hafi að sjálfsögðu áhrif á eft- irspurn eftir ferðum til Íslands. Þessu til viðbótar segir Haukur að hér á landi séu blaðamenn frá ýmsum fjölmiðlum af meginlandi Evrópu til að kynna sér land og þjóð. Þar megi nefna blaðamenn frá Sviss, Austurríki, Frakklandi og víðar. Jákvæðra áhrifa þessa gæti nú þegar í auknum útsend- ingum á landkynningarefni sem fólk á meg- inlandi Evrópu geti pantað á Netinu og skrif- stofa Ferðamálaráðs í Frankfurt sjái um. Þýskir sjónvarpsmenn gera þátt um Ísland ◆ ◆ ◆ ● SKANDINAVÍSKA flugfélagið SAS vill auka umsvif sín á Kastrup flugvelli í Danmörku á kostnað starfseminnar á Gardermoen flug- velli fyrir utan Ósló í Noregi. Til stendur að flytja 300 störf frá Noregi til Danmerkur. Alls starfa 1.300 hjá SAS á Gardermoen flug- velli. Frá þessu segir í norska blaðinu Ny Tid. SAS tilkynnti fyrir tæpum tveimur mán- uðum um niðurskurð kostnaðar upp á 25– 40%. Tilflutningur starfanna frá Noregi til Danmerkur mun vera hluti af þeim niður- skurði. SAS vill flytja störf frá Noregi til Danmerkur ● ELIOT Morley, sjávarútvegsráðherra Breta, hefur kynnt nýja áætlun til að vernda höfrunga og önnur smáhveli frá því að drep- ast í veiðarfærum. Helztu leiðir sem fara á eru að skylda sjómenn til að hafa hvalafælur á veiðarfærunum sínum. Komið verður á virku eft- irliti til að fylgjast með hve mikið af smáhvelum veiðist sem meðafli. Þá verður fylgzt betur með fjölda og stofnstærð smáhvela og loks verður þeim umbunað sem stunda „höfrungavænar“ veiðar. Smáhvelin vernduð AUKINNAR bjartsýni gætir nú meðal neytenda um efnahags- og atvinnuástandið samkvæmt aprílgildi væntingavísitölu Gall- up. Vísitalan hækkaði um tíu stig frá síðasta mánuði og er nú 125,8 stig. Hækkun á milli mánaða skýrist bæði af því að fólk telur núverandi ástand betra og vænt- ingar um ástandið eins og það sér það eftir sex mánuði aukast. Sá hluti vísitölunnar sem lýsir mati neytenda á núverandi ástandi hækkaði um 18 stig á milli mars og apríl, samkvæmt morgunkorni Íslandsbanka. Hlutinn sem lýsir væntingum til næstu sex mánaða hækkaði hins vegar um 5 stig. „Ljóst er að al- menningur telur að efnahags- og atvinnuástandið muni batna til muna á næstu mánuðum. Vísital- an sem lýsir þessu stendur nú í 152,4 stigum en þegar vísitalan er yfir 100 þá eru fleiri bjarsýnir en svartsýnir í hópi svarenda. Þessi hluti væntingavísitölunnar hefur ekki verið hærri frá því að mælingar hófust á vísitölunni í mars 2001. Ástæður þessarar bjartsýni eru eflaust margar en væntingar um áhrif stóriðju- framkvæmda eru án efa stór þáttur. Aukin bjartsýni neyt- enda birtist nú í vaxandi neyslu og lýsir það sér m.a. í aukinni veltu í greiðslukortaviðskiptum og vaxandi innflutningi,“ að því er segir í morgunkorni Íslands- banka. Aukin bjartsýni neytenda Væntingavísitala Gallup ekki hærri í tvö ár  ./156 412-3 443-, 62-2 .4-2 441-6  "() "%) ")) *) +) () %) )             % '  %% ' %   7 8 9 ' %  7 8 9 ll SJÁVARÚTVEGUR ◆ SÍMINN og MúsíkNet undirrituðu með sér samstarfssamning í gær. Í samningnum er kveðið á um samstarf fyrirtækjanna vegna rekstrar vefsvæðisins tonlist.is. Samstarfið er bæði á vettvangi tækn- innar sem að baki liggur og á markaðslegum for- sendum. Sem dæmi um samstarf má nefna að Síminn mun nota möguleika fyrirtækisins til kynningar á þjónustu tonlist.is og viðskiptavinir Símans Internet munu á næstu dögum fá tilboð um fría áskrift að tonlist.is í einn mánuð. Síminn Internet hýsir allan vél- og hugbúnað vefjarins tonlist.is fyrir MúsíkNet og er Síminn Internet tæknilegur samstarfsaðili MúsíkNet. MúsíkNet rekur vefsvæðið http://www.tonlist.is á Netinu þar sem hægt er að nálgast tónlist og tónlistartengt efni. Við opnun vefsvæð- isins verða yfir 20.000 íslensk lög aðgengileg sem hægt er að hlusta á eða afrita á geisladisk gegn hóflegu gjaldi. Boðið er upp á ýmsa aðra þjónustu við tónlistarunnendur. Þeir geta til dæmis búið til per- sónulega lagalista sem geymdir eru til notkunar hvenær sem er. Fólki gefst einnig kostur á að veita öðrum aðgang að lagalistanum eða njóta tónlistar af listum sem aðrir hafa búið til. Á vefsvæðinu er að finna íslenska tónlist af öllu mögulegu tagi sem með þessum hætti er dreift rafrænt. Mögulegt er að hlusta á tónlistina, hlaða henni inn á tölvu og búa til eigin geisladiska til eignar og það löglega. Síminn og tonlist.is í samstarf Morgunblaðið/Arnaldur HAGNAÐUR af rekstri Fjárfestingarfélagsins Atorku hf. fyrstu þrjá mánuði ársins nam 37,2 milljónum króna. Þetta eru umskipti frá síðasta ári en tap félagsins á tímablinu 1. maí til 31. desember 2002 nam 137,6 milljónum króna. Hlutafé félagsins var 1.468,7 milljónir króna í lok mars 2003. Eigið fé samtals nam 2.490,6 milljónum króna á sama tíma, skuldir voru 344,8 milljónir króna og eignir sam- tals námu 2.835,4 milljónum króna á sama tíma. Eiginfjár- hlutfall félagsins 31. mars var 87,8%. Hluthafar í lok mars 2003 voru um 6.000 og átti engin hluthafi yfir 10% hlut. Stærstu eignarhlutar félagsins í dag eru Jarðboranir hf., 36,6% hlutur, Sæplast hf., 43,2% hlutur og Líf hf., 20,2% hlutur. „Útlit efnahagsmála hér á landi er gott um þessar mund- ir, vextir eru lágir í sögulegu samhengi sem og verðbólga. Þetta ætti að hafa jákvæð áhrif á eignasafn félagsins og metur stjórnin horfur þess góðar,“ segir í fréttatilkynningu Atorku hf. Umskipti hjá Atorku ll FERÐAMÁL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.