Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 6
Í GÆR var frumsýnd í 93 löndum banda- ríska kvikmyndin X-Men 2, þar á með- al hér á Íslandi. Talið er að myndin muni setja aðsóknarmet, enda valinn maður í hverju rúmi í leikaraliðinu auk þess sem fyrri myndin naut talsverðra vin- sælda. Það hve myndin er frumsýnd á mörgum stöðum á sama tíma ber vitni um hve alvarlega kvikmyndaframleiðendur eru farnir að taka þeirri ógn sem iðnaðinum stafar af ólöglegri af- ritun bíómynda og dreifingu þeirra, hvort held- ur er á götunni eða yfir Netið. Sagt er að framleiðendur X-Men vonist til þess að draga verulega úr ólöglegri afritun kvikmyndarinnar með svo almennri frumsýn- ingu. Hér á landi er víða í fyrirtækjum að finna banka sem starfsmenn geta sótt nýjustu bíó- myndirnar og sjónvarpsþættina frítt. Í mennta- kerfinu veður slík starfsemi einnig uppi, að því er Hallgrímur Kristinsson hjá Samtökum myndefnaútgefenda heldur fram. Ólöglegar útgáfur kvikmynda og tónlistar- diska, svokallaðar sjóræningjaútgáfur, verða til þannig að frumeintakið er keypt, það er afritað og sá sem afritaði selur eða gefur efnið til þriðja aðila án þess að höfundur eða rétthafi efnisins fái nokkuð fyrir sinn snúð. Á síðustu árum hefur þessi iðja breyst á þann veg að með tilkomu Netsins og háþróaðrar tölvutækni verður sífellt auðveldara að afrita efni og dreifa því og þarf ekki atvinnumann til. Einstaklingar á heimilum geta með tiltölulega lítilli fyrirhöfn staðið fyrir mjög umfangsmikilli miðlun efnis, hvort sem þeir veita öðrum aðgang að því eða kjósa að selja það áfram. Frá Napster til Kazaa Eitt sinn var til vefsvæði sem hét Napster.com og naut gríðarlegra vinsælda. Tónlistarfram- leiðendum tókst að koma því á kné, enda var þar um að ræða miðlæga vistun efnis. Í dag hinsvegar er ekki um það að ræða að efnið, hvort heldur er tónlist, kvikmyndir, hugbún- aður, leikir eða annað, sé vistað miðlægt heldur sækja notendur efnið einfaldlega í tölvur hver annars með hjálp hugbúnaðar sem vinsælar síður eins og Grokster, Morpheus, Kazaa og fleiri bjóða upp á. Þessi tækni sem hér er talað um er svokölluð P2P, eða Peer to Peer tækni. Engu skiptir hvar notendur eru staddir í heim- inum, enda Netið alþjóðlegt fyrirbæri. Fyrir Ís- lendinga gæti þó skipt máli að geta hlaðið efni niður af öðrum íslenskum tölvum, því ekki þarf að greiða fyrir niðurhal innanlands. Sé tekið efni erlendis frá kostar aukalega hvert mega- bæti umfram kvóta. Á Íslandi er komin upp vef- síða sömu ættar og Kazaa sem skiljanlega nýt- ur síaukinna vinsælda af fyrrgreindum ástæðum og er hún nú þegar orðin þyrnir í aug- um hérlendra dreifingaraðila á tónlist og kvik- myndum, enda birtir hún leiðbeiningar um það hvar hægt er að finna efni á tölvum hér innan- lands. Tónlistarframleiðendur og kvikmyndafram- leiðendur reyna hvað þeir geta að koma þessum síðum fyrir kattarnef, en hafa ekki haft erindi sem erfiði. Í síðustu viku féll dómur í Banda- ríkjunum þar sem segir að eigendur Grokster og Morpheus séu ekki ábyrgir fyrir höfund- arréttarbrotum sem verða vegna þess að fólk notar hugbúnað þeirra til að skiptast á hugbún- aði. Dómnum hafa unnendur þessarar tækni fagnað en sá fögnuður gæti snúist upp í and- hverfu sína ákveði framleiðendur að snúa sér að notendunum sjálfum, en það eru jú þeir sem eru að skiptast á efninu án þess að útgefandinn fái grænan eyri í sinn vasa. Talið er að það verði framhald málsins, í það minnsta muni tón- listar- og kvikmyndaframleiðendurnir fara á eftir stórtækustu dreifingaraðilunum. Nýlega féll annar dómur í Bandaríkjunum ll FRÉTTASKÝRING Afritun og ólögleg dreifing DVD sem snerist um að RIAA, Recording Ind- ustry Association of America, fékk leyfi til að fá gefnar upp IP-tölur (IP-tala er tala sem hver tölva er með á Netinu og notuð til þess að aðgreina þær á Netinu og innraneti og eiga samskipti í gegnum TCP/IP) hjá að- ilum sem væru að hlaða efni niður með astoð Kazaa. IP-tölurnar verða síðan notaðar til að rekja það hver er að hlaða niður ólöglegu efni og hugsanlega má eiga von á kærumálum í kjölfarið þar sem þeir sem dreifa efninu yrðu kærðir. Þar með er þó aðeins hálfur sigur unninn því „tölvuþrjótarnir“ eru og hafa alltaf verið mun snarari í snúningum en fyrirtæki og samtök í þessum greinum. Nú þegar eru komnar upp síður þar sem ómögulegt er að sjá hvaða IP- tala er að hlaða hvaða efni niður. Þar með getur rétthafinn ekki fundið niðurhalsglaða einstaklinga í fjöru, nema með öðrum meðölum. Íslenskt þjóðfélag hefur ADSL-væðst, þ.e. hraðinn, sem fólk hefur á Netinu og auðveldar því að hlaða efni niður með skjótum hætti, hefur almennt aukist til muna. Það ásamt lítilli vitund manna um lögmæti þess sem þeir gera auðveldar útbreiðslu þessa at- hæfis. Þeir sem vilja sjálfir afrita frumútgáfur geta það auðveldlega því einfalt er að nálgast forrit á Netinu sem gerir notendum kleift að sniðganga afritunarvörn á DVD-disk- um og þannig geta menn auðveldlega afritað diskinn. Kvikmyndaframleiðendur hafa höfðað mál oftar en einu sinni gegn framleiðendum slíkra forrita, og síðast í janúar sl. gekk dómur í Noregi þar sem svokallaður DVD Jon, réttu nafni Jon Johansen, 19 ára gamall, var sýkn- aður af ákæru um brot á lögum um lögverndun upplýsinga en pilturinn þróaði forrit þegar hann var 15 ára sem gerði honum kleift að horfa á læsta DVD-mynddiska í tölvu sinni. Pilturinn setti forritið einnig á Netið þar sem allir gátu nálgast það og hafa þúsundir manna notfært sér þann möguleika. Í úrskurði dóms- ins segir að ekki sé hægt að dæma menn fyrir að brjótast inn í eigin eigur og engar sannanir væru fyrir því að Johansen eða aðrir hefðu not- að forritið til að komast yfir „sjóræningjaútgáf- ur“ af kvikmyndum. Komst dómurinn að þeirri niðurstöðu, að ef einhver keypti DVD-mynd- disk sem hefði verið framleiddur með löglegum hætti, hefði hann yfirráðarétt yfir myndinni, jafnvel þótt diskarnir væru spilaðir með öðrum hætti en framleiðendurnir hefðu séð fyrir. Þó að hér hafi nær eingöngu verið fjallað um þá sem berjast gegn þessu athæfi eru margir sem telja að málið snúist um lýðræði og frelsi og segja að hömlur á þessu sviði séu ritskoðun. Aðrir halda því jafnframt fram, meira að segja margir listamenn sem margur myndi telja að töpuðu á öllu saman, að allt þetta flæði tónlistar og mynda á milli fólks, stuðli einfaldlega að meiri sölu og hærri tekjum þegar allt kemur til alls og eru til dæmi þar um einnig. Árið 2001 voru 3,1 milljón eintök af vídeó- spólum leigð út hér á Íslandi, þar af voru DVD- mynddiskar 130.000. Hver Íslendingur fór að jafnaði 5,3 sinnum í bíó árið 2001. Engar tölur eru til um hvort afritun og dreifing á þessu efni sé að minnka þessa köku en áhugavert verður að fylgjast með þróuninni á komandi árum. Skera upp herör Hallgrímur Kristinsson hjá SMÁÍS, segir að samtökin séu farin að líta þessa ógn mjög alvar- legum augum. Hann segir SMÁÍS í mikilli end- Veður upp menntakerf Afritun og fölsun hugverka og listaverka hefur löngum verið vandamál sem listamenn og framleiðendur hafa þurft að glíma við. Þóroddur Bjarnason segir að kvikmyndaframleið- endur standi frammi fyrir vaxandi vanda vegna ólöglegrar afritunar og dreifingar á kvikmyndum. 6 B FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF  Ávöxtun hans hefur verið ævintýraleg. 100 dala fjárfesting árið 1956 var þrjátíu árum síðar orðin að 25 milljónum dala. Það er því ekki að furða að aðferðir hans hafi vakið athygli. Fjárfestingar geta verið vara- samar og sumir frá slæma ráðgjöf FYRIR nokkrum árum var Mary Meek- er, fjárfestingarráðgjafi hjá Morgan Stanl- ey, tíður gestur í fjölmiðlum, enda var mik- il eftirspurn eftir sérþekkingu hennar um fyrirtæki tengd veraldarvefnum. Í dag hins vegar fer mestur tími hennar í að verjast lögsóknum vegna ráðgjafar sinnar, sem margir telja nú að hafi verið vafasöm. Sömu sögu má segja um marga fjárfesta, en oft eru rökin fyrir því að mæla með sjóði, sem einfaldlega endurspeglar vísitöl- ur, þau að fjárfestar veðja á víxl á góðan og slæman hest sem leiðir til að heildarávöxt- un er ekki hærri en meðaltalsávöxtun til lengri tíma. Nokkrir fjárfestar falla þó ekki innan þessa ramma heldur hafa árum sam- an ávaxtað pund sitt og annarra betur en markaðurinn í heild og því vart hægt að telja það tilviljun eða heppni. Þekktasti slíki fjárfestirinn í dag er Warren Edward Buffett. Hann fæddist í lok ágústmánaðar árið 1930, enda hafði faðir hans trúlega nægan tíma heima fyrir eftir hrun mark- aðarins haustið 1929. Buffett er meðal rík- ustu manna heimsins og hefur byggt upp auð sinn nánast eingöngu með fjárfest- ingum. Ávöxtun hans hefur verið ævintýra- leg. 100 dala fjárfesting árið 1956 var þrjá- tíu árum síðar orðin að 25 milljónum dala. Það er því ekki að furða að margir hafa í gegnum tíðina veitt fjárfestingaraðferðum hans athygli. Buffett hefur aldrei skrifað bók um fjárfestingar almennt eða fjárfest- ingarstefnu sína, þó svo að hann hafi veitt læriföður sínum, Benjamin Graham, aðstoð við uppfærslur á sígildri bók hans The Int- elligent Investor. Buffett gefur árlega álit sitt á fjárfestingum í ársskýrslu fjárfest- ingarfyrirtækis síns, Berkshire Hathaway, sem er nánast skyldulesning fyrir alla fjár- festa ár hvert (www.berkshire- hathaway.com). Buffett nam flest allt sem skipti máli varðandi hlutabréfafjárfesting- ar hjá Graham frá megindlegu (quantit- ative) sjónarmiði. Hvað eigindlega (qualit- ative) hlið fjárfestingar varðar hefur Buffett lært mest af fræðum Philips A. Fishers en bók hans, Common Stocks and Uncommon Profits, er gjarnan sögð vera mikilvægasta rit á þeim vettvangi. Buffett hefur látið hafa eftir sér að hann sé 85% Graham og 15% Fisher í fjárfestingum sín- um og því er vert fyrir áhugasama að kanna þau verk. Einnig hafa margar bækur verið skrifaðar um Buffett sjálfan. Þær fjalla gjarnan um fjárfestingaraðferðir hans eða eru nokkurs konar ævisögur hans. Ein af þekktari slíkum bókum er The Warren Buffett Way eftir Robert G. Hag- strom, Jr., en hún samræmir að stórum hluta megindlegar og eigindlegar hliðar Buffetts. Í fyrri hluta bókarinnar er farið yfir helstu þætti þess sem mótuðu bæði manninn og fjárfestinn Warren Buffett en auk þess er litið til fjárfestingaraðferða hans, þ.e. hvaða þættir skipta mestu máli og þá ekki síður hvaða þætti hann lætur ekki hafa áhrif á ákvarðanir sínar. Skil- merkilega kemur fram sú hugsun á bakvið heimspeki Buffetts að ekki sé í raun verið að fjárfesta í hlutabréfum heldur í fyr- irtækjunum sjálfum. Þannig lætur Buffett sig engu varða væntingar manna um efna- hagshorfur eða hlutabréfamarkaði al- mennt. Ef fyrirtækin eru sterk á sínu sviði og fást á viðunandi verði kemur hagnaður þeirra til með að aukast mikið og virði að fylgja eftir í svipuðum hlutföllum, þó svo að markaðsvirði þeirra geti sveiflast töluvert. Að mati Buffetts veita slíkar sveiflur hluta- bréfa oft tækifæri til að fjárfesta í góðum fyrirtækjum sem lenda óhjákvæmilega í samdrætti öðru hverju. Hagstrom setur upp með skipulögðum og einföldum hætti helstu mælikvarða sem Buffett lítur á við mat á fjárfestingum, svo sem atvinnugrein fyrirtækis, hæfni stjórnenda þess, efna- hags- og rekstrarstöðu þess og síðast en ekki síst raunverulegt virði þess að hans mati og hvort markaðsvirði þess geri fyr- irtækið að vænlegum fjárfestingarkosti. Síðari hluti bókarinnar fer að mestu í að fjalla um helstu fjárfestingar Buffetts upp- úr áttunda áratugnum. Margt af þeirri um- fjöllun er áhugavert, meðal annars þegar fjallað er um mælikvarða Buffetts við fjár- festingar og söguna að baki þeim. Umfjöll- unin varpar ljósi á þá staðreynd að Buffett hefur smám saman aðhyllst eigindleg fræði Fishers meira en hann hefur viðurkennt, enda hafa bestu fjárfestingar hans að mestu leyti snúið að fjárfestingum í fyr- irtækjum í einföldum rekstri, með góða stjórnendur og annaðhvort með sterk vöru- merki (Coca-Cola og Gillette) eða lág kostnaðarhlutföll (GEICO og Freddie Mac) í samanburði við keppinauta. Umfjöllun Hagstroms skortir þó samhæfingu. Oft virðast mælikvarðar Buffetts við fjárfest- ingar stangast á í umfjöllun Hagstroms. Útreikningur á virði fyrirtækja á þeim tíma sem Buffett fjárfesti í þeim virðist á tíðum vera meira samkvæmt hentugleika til að réttlæta þær fjárfestingar í stað þess að sýna fram á ákveðna stefnu við ákvörð- un fjárfestinga. Jafnvel misheppnaðar fjár- festingar Buffetts eru að einhverju leyti réttlættar af Hagstrom. Ein af megin- ástæðum þess að Buffett fjárfesti t.d. í Sal- omon á sínum tíma segir Hagstrom að hafi verið álit Buffetts á forstjóra þess, John Gutfreund, sem hugsaði fyrst og fremst um hag hluthafa fyrirtækisins. Hver sem hefur lesið Liar’s Poker eftir Michael Lewis veit að lítið vit var í þeirri fjárfestingu á sínum tíma enda rekstur fyrirtækisins í molum og Gutfreund fyrst og fremst að hugsa um eigin hag. Auk þess er óljóst hvað það var sem stuðlaði að því að Buffett fjárfesti mik- ið í ákveðnum fyrirtækjum umfram önnur, enda ófá fyrirtæki sem hafa uppfyllt öll skilyrði Buffetts til fjárfestinga í gegnum tíðina og skilað mjög góðri ávöxtun. Þessir ókostir eru að hluta til komnir vegna þess að bókin er bæði söguleg heim- ild um Buffett og vegvísir um fjárfesting- araðferðir hans, en túlkar hvorugt atriðið fyllilega. Auk þess kemur fram að ekki var haft samband við Buffett sjálfan við vinnslu bókarinnar heldur að stórum hluta stuðst við ársskýrslur Berkshire Hathaway. Því er The Warren Buffett Way forvitnilegur lestur um þekktasta fjárfesti í dag en segir aðeins hálfa söguna á bakvið goðsögn í lif- anda lífi. ll FJÁRFESTINGAR Már Wolfgang Mixa Ráð eða óráð mixa@sph.is „Þegar Buffett fjárfestir í hlutabréfum beinist athygli hans að tveimur einföldum breytum: Verðinu á fyrirtæk- inu og virði þess,“ segir í bókinni The Warren Buffett Way eftir Robert G. Hagstrom, Jr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.