Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2003 B 9 NÚR VERINU „ÉG fékk hugmyndina þegar ég var á handfærum með bróður mín- um í Eyjafirði, þá var ég rétt um fermingaraldur. Við vorum þar í mokfiski en ég tók eftir því að þegar við drógum upp bæði færin, tók fiskinn undan bátnum en kom aftur þegar við settum niður færin,“ segir Indriði Ragnar Sigmundsson, hugvitsmaður í Reykjavík, sem nú hefur hrint hugmynd sinni í framkvæmd og hannað nýtt veiðarfæri sem hann kallar hringlínu. Hann hefur nú fengið einkaleyfi á hug- mynd sinni. Hringlínan er í raun afar einföld í framkvæmd. Línan er dregin úr sjó með sérstöku vökvadrifnu spili stjórnborðsmegin í skipinu en það- an fer hún inn á rennu úr áli sem liggur á borðstokkunum, þvert yfir bátinn. Línan fer þar í gegnum aftakara, sem slítur fiskana af krók- unum, en þaðan inn í beitustokk sem hreinsar krókana og festir nýja beitu á þá, áður en línan fer í sjóinn bakborðsmeginn. Þannig fer línan hring eftir hring og er því stöðugt í sjó, ýmist á leið niður til botns eða upp aftur.Á línunni eru fjölmargir litlir lásar og því er auðvelt að stytta hana eða lengja, allt eftir því dýpi sem fiskað er á hverju sinni. Indriði segist hafa gengið með þessa hugmynd sína í maganum ára- tugum saman en það hafi verið fyrst fyrir um sjö árum sem hann fór að útfæra hana. „Þótt hugmyndin sé í raun afar einföld voru auðvitað ýmis atriði sem þurfti að útfæra. Þannig var það töluverður höf- uðverkur að sökkva línunni til botns áður en hún er dregin upp á ný. En með tilkomu blýteinsins reyndist það fremur auðvelt viðfangs.“ Indriði kynnti hugmynd sína, sem hann kallar einfaldlega Hring- línu Indriða, á Íslensku sjávarútvegssýningunni í Kópavogi á síðasta ári og segir hann útfærsluna hafa vakið mikla athygli og hann fengið mjög jákvæð viðbrögð. Hann segir þó að enn sé komin lítil reynsla á búnaðinn en hann hafi þó verið reyndur um borð í hafrannsóknaskip- inu Dröfn og gefið þar góða raun. „Þar var fiskur á hverju járni og því ljóst að búnaðurinn er fiskinn. Ég er sannfærður um að hann getur sparað mönnum mikla vinnu og afkastar mun meira en til dæmis handfærin,“ segir Indriði Ragnar. Línan fer hring eftir hring Morgunblaðið/Jim Smart Indriði Ragnar Sigmundsson hugvitsmaður við hringlínubúnaðinn. ÍSLENSKU fiskimjölsverksmiðj- urnar tóku á móti alls um 1.570 þús- und tonnum af uppsjávarfiski á árinu 2002. Þetta kom fram á vorráðstefnu Félags íslenskra fiskimjölsframleið- enda sem lauk í gær. Verksmiðjurnar tóku samtals á móti um 1.184 þúsund tonnum af loðnu á síðasta ári, um 283 þúsund tonnum af kolmunna, 71 þúsund tonnum af norsk-íslenskri síld og um 32 þúsund tonnum af íslensku síld- inni. Mest barst af uppsjávarfiski til Hraðfrystihúss Eskifjarðar, alls um 173 þúsund tonn eða um 11% af heildarmagninu. Síldarvinnslan hf. í Neskaupstað tók á móti um 164 þús- und tonnum og SR-mjöl á Seyðisfirði um 149 þúsund tonnum. Samtals framleiddu verksmiðjurnar um 299 þúsund tonn af mjöli, þar af um 150 þúsund tonn af loðnumjöli. Fram- leiðsla á lýsi nam um 111 þúsund tonnum á síðasta ári, þar af voru framleidd tæp 55 þúsund tonn af loðnulýsi. Meira af mjöli – minna af lýsi Alls voru flutt út um 315 þúsund tonn af mjöli á síðasta ári sem er tæplega 16% aukning frá árinu 2001. Mest var flutt út af mjöli til Dan- merkur eða rúm 67 þúsund tonn og jókst útflutningurinn þangað um ríf- lega 1%. Þá voru flutt út um 64 þús- und tonn af mjöli til Bretlands sem er 12% aukning frá fyrra ári. Lýsisútflutningurinn nam á síð- asta ári rúmlega 61 þúsund tonnum sem er nærri 63% samdráttur frá fyrra ári. Mest var flutt út af lýsi til Noregs eða rúmlega 21 þúsund tonn sem er um 42% samdráttur frá árinu 2001.  $   ; $,  # , ,   ,-  %))% 4 0 3 / , . > 2 6 41 44 40 43 4/ 4, 4. 4> 42 46 01 04 "+) " "+     "+8 = + *?$  "+ < "   "+@A    +B$  + "+'  *?$  "+ " "+  " "+ ; "+C=" C  $ "+C  D "+C + "+' < A   "+ E "+ D "+C + "+C  *?$  "+   F$  "+  $" *?$  "+*" $"   < "+ "   "+9E=   "+B   F$  "+* <  B   "+   *?$  "+* <"  - 4>0+,>. 4.3+,0> 4/2+6/, 441+206 412+62, 2,+0,2 24+613 24+336 21+.6, >2+20. >.+14> >/+,>2 /.+>2> //+,13 3.+/03 3/+6>> 34+/3/ 31+>.6 02+423 0>+/6. 0.+/11 4+,>1+/,1 1,5 milljónir tonna bræddar í fyrra SAMBAND íslenskra kaupskipa- útgerða (SÍK) hefur samið og tekið í notkun samræmda þjónustuskil- mála, sem gilda skulu um alla þjón- ustu aðildarfélaga sambandsins, aðra en sjóflutninga. Tilgangur með þessum skilmálum er fyrst og fremst að kveða skýrar á um rétt- indi og skyldur viðskiptavina ís- lenskra kaupskipaútgerða og félag- anna sjálfra. Með setningu skilmálanna telur SÍK að réttaröryggi viðskiptavina íslenskra kaupskipaútgerða sé betur tryggt þar sem áður hafi engin sam- ræmd lög eða reglur gilt um slíka þjónustu. Með skilmálunum er verið að staðfesta þær viðskiptavenjur sem gilda á þessu sviði. Auk þess var við samningu skilmálanna tekið mið af þeim samningsákvæðum, sem í gildi hafa verið hjá íslenskum kaup- skipaútgerðum, og ákvæðum laga eftir því sem við á. Jafnframt var höfð hliðjón af erlendum skilmálum um sama efni. Leitað var til Samkeppnisstofnun- ar eftir áliti á því hvort skilmálarnir væru andstæðir samkeppnislögum. Samkeppnisráð heimilaði skilmálana með ákvörðun nr. 10/2003 dags. 13. mars 2003, þar sem skilyrði fyrir undanþágu frá samkeppnislögum væru fyrir hendi. Taldi Samkeppn- isráð að skilmálarnir stuðluðu að bættri þjónustu og takmörkuðu ekki þá þjónustu sem um væri að ræða. Meðal helstu efnisatriða skilmál- anna eru nánari reglur um ábyrgð, bæði kaupskipaútgerða og við- skiptavina þeirra, einnig um ábyrgð- artíma, bótafjárhæðir, ábyrgðar- leysi og ábyrgðartakmörkun. Kveðið er á um rétt félags til að fá greitt fyrir þjónustu sína og haldsrétt í til- efni vanefnda auk fyrningar bóta- krafna og lögsögu í ágreiningsmál- um. Skilmála þessa er hægt að nálgast á heimasíðu SÍK www.kaup- skip.is. Gera má ráð fyrir að aðildarfélög SÍK, sem í dag eru Hf. Eimskipa- félag Íslands, Nes hf., Nesskip hf. og Samskip hf., taki skilmála þessa upp í samningum sínum við viðskiptavini sína. Samræmdir þjón- ustuskilmálar Sam- bands íslenskra kaupskipaútgerða Stýrimannskólinn í Reykjavík, sími 551 3194, fax 562 2750, netfang: styr@ismennt.is, veffang: styrimannaskoli.is Fjarskiptanámskeið GMDSS verður 13.—22. maí, ef næg þátttaka fæst. Námskeiðið hefst kl. 13.15. Skólameistari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.