Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 7
urskipulagningu sem efla eigi starfsemina til muna. Takist hafi samstarf við Motion Picture Association of America, MPAA, Samtök kvik- myndaframleiðenda, um samstarf um baráttu gegn ólöglegri dreifingu kvikmynda. Ráða eigi starfsmann á næstunni og veita auknu fé til málsins hér á landi, og ætlar MPAA að leggja samtökunum til fé meðal annars. Hallgrímur segir að nú þegar viti hann um fjölda fyrirtækja og stofnana sem stuðli að neyslu ólöglegs efnis og eitt helsta verkefnið næstu misserin sé að fá fyrirtækin til að koma í veg fyrir að starfsfólk safni og dreifi efni ólöglega innan fyrirtækj- anna. Jafnframt á að herja á menntastofnanir, en þar grasserar dreifing slíks efnis, að sögn Hallgríms. Hallgrímur segir að með haustinu muni samtökin skera upp þessa herör gegn ólöglegri dreifingu efnis. „Við höfum hingað til aðallega verið í því að koma í veg fyrir t.d. op- inberar ólöglegar sýningar skólafélaga á kvik- myndum og beita okkur gegn myndbandaleig- um sem selja ólöglega fjölfaldaðar myndir. Nú er landslagið hinsvegar að breytast ört og for- sendurnar og áherslunar í okkar starfi sömu- leiðis. Við erum í mikilli endurskipulagningu og stórt skref er þetta formlega samstarf við MPAA,“ sagði Hallgrímur. Hann sagði að nú þegar væri samstarfið hafið og MPAA væru nú að rannsaka og senda upplýsingar um ólöglegt niðurhal sem rakið er frá Bandaríkjunum til Ís- lands. Því myndi SMÁÍS síðan fylgja eftir. „Þetta samstarf við MPAA er að styrkja okk- ur mjög mikið, við höfum þegar fengið ábend- ingar að utan um hvaða stofnanir hafa verið duglegar við niðurhal.“ Eruð þið með fyrirtæki á svörtum lista? „Já, því miður eru reglulega svartir listar í gangi en sem betur fer hefur gengið vel að vinna með stjórnendum fyrirtækja og stofnana. Þetta er yfirleitt gert í óþökk þeirra og ég held að það væri óvitlaust fyrir stjórnendur í fyr- irtækjum að fara að skoða þennan þátt innan sinna veggja, því það er ljóst að á meðan fólk er í þessu, er það ekki í vinnunni.“ Hallgrímur segir að í þessum tilfellum sem vitað er um noti starfsmenn nettengingar og vefþjóna fyrirtæk- isis til að hlaða niður myndum ólöglega og nota svo geisladiskabrennara einnig í eigu fyrirtæk- isins til að afrita myndirnar. Þess eru líka dæmi, segir hann, að starfsmenn hafi tekið sig saman og keypt vefþjón upp á sitt einsdæmi í þessum tilgangi og sett hann upp inni í fyr- irtækinu. Hallgrímur segir að SMÁÍS hafi nú þegar fengið stjórnendur nokkurra fyrirtækja til að uppræta svona starfsemi og koma í veg fyrir að hún verði stunduð í framtíðinni. Jafn- framt segir hann SMÁÍS í góðu samstarfi við netþjónustufyrirtæki og þau hafi lokað vef- svæðum þar sem ólögleg starfsemi af þessu tagi fari fram. „Við eigum eftir að auka það samstarf á næstu misserum.“ Hallgrímur segir að félagið hafi einna mestar áhyggjur af því sem fram fer víða í skólakerfinu. Þar stundi nemendur í stórum stíl niðurhal og vistun efnis á skólavefþjóna sem síðan er opið fyrir alla nemendur og starfsfólk í skólanum. „Þetta er orðið mjög algengt og veður víða uppi. Til dæmis fórum við þess á leit við Háskóla Íslands að þeir störfuðu með okkur til að koma í veg fyrir þetta því við vissum að það væri mjög mikið niðurhal hjá þeim. Þeir sögðust ekkert geta gert og svöruðu því til að það væri rit- skoðun að fara að fylgjast með því sem fram færi. Þá spurðum við hvort við myndum fá sömu svör ef menn væru að hlaða t.d. barna- klámi niður með þessum hætti innan skóla- veggja.“ 10 kærur í gangi Aðspurður hvort einhver dómsmál væru nú þegar í gangi vegna ólöglegrar dreifingar og af- ritunar á kvikmyndum sagði Hallgrímur að hátt í 10 kærur væru í gangi. Meðal annars hefði maður staðið niðri í Kolaporti nýlega með lista af nýjum bíómyndum. Fólk hafi getað valið sér mynd og fengið hana brennda á disk fyrir sig á staðnum, gegn lágu endurgjaldi. Þennan mann er búið að kæra til lögreglunnar, að sögn Hallgríms. Hallgrímur segir að oft sé vanþekking orsök þess hve þetta er orðið almennt og fræðsla sé þörf til að menn láti af þessu ólöglega athæfi. Þannig vilji samtökin taka á málunum. „En þegar menn eru byrjaðir markvisst að fjölfalda og dreifa efni, tökum við þá engum vettlinga- tökum.“ Hallgrímur segir að lögreglan sinni þessum málum því miður ekki nógu vel. „Því miður hefur lögregan sett okkur neðarlega í bunkann. Þeim finnst þessi mál ekki nógu spennandi. En sem betur fer hefur þetta verið að lagast og okkar samstarf við lögregluna er að verða betra. Ég á von á að einhverjir dómar falli á þessu ári. Það er mjög mikilvægt að dómar falli því það hefur fælingar- mátt. En við höfum engar áhyggjur af því að dómar falli ekki okkur í vil því lög- in eru mjög skýr. Það er frekar reynslu- leysi dómstólanna að vinna með svona mál sem er stór ástæða þess hvað þetta gengur hægt.“ Aðspurður segist hann þekkja inn- lendu netsíðurnar sem bjóði upp á forrit til skráamiðlunar „Við erum að undirbúa hvernig við munum tækla þá starfsemi. Við munum gera það með mjög ákveðnum hætti.“ Hallgrímur segir að ólögleg dreifing hafi í för með sér minni tekjur fyrir rétt- hafa og listamenn og ekki megi gleyma því að framleiðsla kvik- mynda er í viðskiptasjónarmiði. Ef höggvið er í greinina verði gæðin minni til lengri tíma. Þetta ættu kvikmyndaunn- endur að hafa í huga þegar þeir sækja sér ólöglegar út- gáfur af myndum, segir Hall- grímur. Hann segir að enn sjáist ekki neikvæð áhrif á að- sókn í kvikmyndahús hér á landi og sé hann þeirrar skoðunar að þau muni ekki gjalda fyrir þetta. Hann kveðst hinsvegar uggandi um sölu og leigu á kvikmyndum á DVD-diskum og víd- eóspólum. Spurður um aðrar aðgerðir eins og að dreifa þessu hreinlega með lög- legum hætti á Netinu, eins og nú er nýbyrjað að gera með íslenska tónlist á vef- svæðinu www.tonlist.is, segir Hallgrímur að vissu- lega sé það nauðsynlegt og í Bandaríkjunum séu stóru kvikmyndaframleiðend- urnir farnir að gera slíkt. MGM Studios, Paramount Pictures, Sony Pictures Entertainment, Universal Studios og Warner Bros hafa til dæmis opnað vefsvæðið Movielink.com þar sem myndir þess- ara framleiðenda eru boðnar. „Mín persónulega skoðun er sú að það eigi að frumsýna allar kvik- myndir á sama tíma og það er einmitt það sem virðist vera að gerast núna í auknum mæli, besta dæmið er frumsýning X-Men 2 í gær.“ Þjófnaður rauður þráður Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri og stofnandi vefsvæðisins tonlist.is þar sem byrjað er að bjóða alla íslenska tónlist til kaups yfir Netið, hefur fylgst vel með réttindamálum á Netinu og því hvernig menn ætla sér að vinna að verndun höfundarréttar. Stefán sótti tónlistarráð- stefnuna Midemnet í Cannes í febrúar sl. og segir hann að rauði þráðurinn í gegnum alla ráðstefnuna hafi verið umræða um hvernig væri hægt að koma í veg fyrir ólöglega dreifingu efnis. „Stærsta vandamálið í tónlistariðnaðinum eru skrifanlegu diskarnir. Þeir eru meira vandamál en ólög- leg miðlun tónlistar um Net- ið,“ segir Stefán. Hann segir að talið sé að um 50% af tón- list í heiminum sé ólöglega dreift á geisladiskum. „Það er mjög mikið um þetta, sér- staklega í S-Ameríku, Aust- ur-Evrópu og Asíu. Í Brasílu og Kína ganga menn um með hjólbörur fullar af skrifanlegum diskum og umslagseftirlíkingum og skrifa tón- listina fyrir hvern sem vill. Það sem höfund- arréttarsamtök hafa gert er að þau eru með 250 lið, svokallaða sjóræningjabana, sem eru kerf- isbundið að loka afritunarverksmiðjum í þess- um löndum.“ Það þarf ekki að fara annað en inn á um- ræðusvæði um DVD-diska á www.hugi.is til að skyggnast betur inn í heim DVD-notenda og hvar þeir komast yfir sitt efni, til að sannreyna orð Stefáns. Höfundur þessarar greinar greip niður í umræður þar sem notendur eru að státa af því hve marga DVD-diska þeir eiga. Þar við- urkennir einn að hafa verið í Kína nýverið, sem sé ein ástæða gríðarstórs DVD-diskasafns hans enda kosti glænýjar bandarískar kvikmyndir á DVD aðeins 200 krónur úti á götu (netverð á myndinni Mr. Deeds á skifan.is er kr. 2.399) þar í landi. Annar notandi segist vera með 400 kvikmyndir í láni frá einhverjum vini sínum sem hafi verið á ferð í Malasíu nýlega. Stefán segir að á ráðstefnunni hafi ýmis úr- ræði verið rædd sem hægt væri að grípa til varðandi miðlun á Netinu, t.d. að safna IP- tölum notenda með ýmsum ráðum auk þess sem auðveldara sé að lögsækja þessar síður þegar hægt er að sýna fram á að þær hafi tekjur, t.d. af auglýsingum. „Það er fullt af að- gerðum í gangi til að sporna við þessu, enda vilja menn reyna allt sem þeir geta. Geisla- diskasala í heiminum hefur minnkað um 25% síðustu 2–3 árin. Í Bandaríkjunum eru 80 millj- ónir manna sem stunda miðlun tónlistar um Netið og að meðaltali eru um 1.000 lög á hverri einkatölvu sem hlaðið hefur verið ólöglega nið- ur.“ Stefán segir að menn einbeiti sér nú að stærri dreifingaraðilum fremur en fara á eftir einstaka notendum. „Staðreyndin er að ef ekki er borgað fyrir tónlist þá verður engin tónlist,“ segir Stefán. Aðspurður hvort hann og fyr- irtæki hans hyggist beita sér gegn ólöglegri af- ritun og dreifingu segir Stefán að hann sé þeg- ar búinn að ræða málið við heildarsamtök tónlistarmanna, Samtón, um að fara í kennslu- herferð til að gera fólki grein fyrir því hvað það er að gera, eins og hann orðar það. „Ég segi nú gjarnan söguna af virtum og vel þekktum lög- fræðingi hér í bæ sem ég heyrði státa af því fyrir fullum sal af fólki að hann væri hættur að kaupa geisladiska, því dóttir hans hlæði þessu öllu niður af Netinu. Eins og dæmið með þenn- an mann sannar, vantar meðvitund um að um þjófnað er að ræða, svo ekki sé minnst á það að fólk veit ekki að það er að opna heimilistölv- urnar sínar fyrir öllum umheiminum. Við vilj- um fræða fólk um þessa hluti.“ Stefán telur að þess verði ekki langt að bíða að kvikmyndum verði dreift með lögmætum hætti á Netinu hér á landi í gegnum síðu eins og tonlist.is. „Tæknin er til staðar og til dæmis gætum við hjá tonlist- .is dreift kvikmyndum með sama hætti og við dreifum tónlist. Til dæmis munum við bráðum hefja dreifingu á tónlistarmyndböndum á okkar svæði. Það sem er að vefjast fyrir fólki í kvik- myndabransanum eru réttindamálin. Það sem við höfum gert gagnvart tónlistarbransanum er einsdæmi í heiminum. Við erum komnir með allt efni heillar þjóðar á aðgengilegt form á Netinu. Ef samstaða næst um það sama í kvik- myndabransanum er ekkert því til fyrirstöðu að dreifa kvikmyndum á Netinu, löglega og gegn greiðslu.“ Rétthafar afli sjálfir sannana Hróbjartur Jónatansson lögmaður, sem hefur unnið að mörgum málum er varða hugbúnað og hugverkarétt, telur að lagalega sé það alveg skýrt að það sé ólöglegt að skiptast á afrituðu efni, jafnt yfir Netið sem og á götunni. Hann segir að almennt sé þekking lögregluyfirvalda að aukast í þessum málum og úrræðum höfund- arréttarhafa að fjölga til að vernda sín réttindi, t.d. með tilkomu TRIPS-samningsins um hug- verkarétt sem er fylgisamningur um WTO. Hann segir að Ísland sé þó aftarlega á merinni í þessum málum og sé t.d. enn ekki búið að taka upp í landsrétt ákvæði úr TRIPS sem geri rétt- höfum sjálfum kleift að afla sannana um lög- brjóta. „Vandamálið hér varðandi öflun sönnunar- gagna og stöðvun á réttar- brotum er að slíkt er í hönd- um lögreglu en það úrræði er mjög svifaseint og óskil- virkt og tekur langan tíma. Menn ná ekki viðunandi ár- angri í gegnum það kerfi, þó að lögreglan hafi brugðist að sumu leyti vel við þeim málum sem hún hefur feng- ið til meðferðar. Einkarétt- arleg úrræði, eins og lög- bann, eru flókin og stirðbusaleg, sem gerir það að verkum að erfitt er að eiga við þetta.“ Hróbjartur segir að í Sví- þjóð og Danmörku meðal annars sé búið að taka ákvæði TRIPS upp í landsrétt viðkomandi landa sem heimila rétt- hafanum sjálfum að leita til dómstóla og leggja þar fram gögn sem gefa vísbendingu um að að- ili sé að brjóta á þeirra rétti. Ákvæðin fela í sér að ef sannanir um höfundarréttarbrot séu full- nægjandi heimilar dómstóllinn viðkomandi að fara í húsleit hjá ætluðum brotamanni án fyr- irvara, og fer viðkomandi þá með heimildina til sýslumanns sem framkvæmir leitina án fyr- irvara. Rétthafinn ber hins vegar sjálfur ábyrgð á framkvæmdinni og kostar hana. Þetta er sambærilegt úrræði og Samkeppnisyfirvöld hafa til húsleitar í fyrirtækjum, að sögn Hró- bjarts. „Menn hafa náð ansi góðum árangri með þessari aðferð í Svíþjóð og Danmörku. Ég vænti þess að íslensk stjórnvöld aðlagi löggjöf sína með samsvarandi hætti sem fyrst, ella geta þau átt von á að svara fyrir aðgerðaleysi sitt á vettvangi WTO,“ segir Hróbjartur Jónatansson hrl. að lokum. .................. Va n d a m á l i ð h é r v a r ð a n d i ö f l u n s ö n n u n a r g a g n a o g s t ö ð v u n á r é t t a r - b r o t u m e r a ð s l í k t e r í h ö n d u m l ö g - r e g l u e n þ a ð ú r r æ ð i e r m j ö g s v i f a s e i n t o g ó s k i l v i r k t . .................. tobj@mbl.is r í r r r r r r r pi í finu MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2003 B 7 NVIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.