Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 2
Ég er blómið, sem óx úr mold þinni, jörð, hið unga blóm, sem sólskinið tók sér í fang. Ég dreifði minni gleði um þinn víðavang, ó, veröld, sem átti hjarta míns þakkargjörð. Og ég er blómið, sem eldist og deyr í haust og enginn man lengur næst þegar sólin skín. Og þessvegna horfi ég hryggur á blöðin mín, sem ég hélt í vor að blómguðust endalaust. Og öll þau blóm, sem ég kinkaði kolli til, þeim kolli, sem jafnan var utan við sig af þrá, blómhjörtun góð, sem ég heyrði við hlið mína slá, og hófust úr sömu mold upp í dagsins yl – þau deyja líka, svo undarlegt sem það er, og innan stundar verða þau samferða mér. Tómas Guðmundsson Morgunblaðið/Jim Smart Blómljóð B lóm og aðrar jurtir gleðja augu okkar og huga og þau ekki síst gera sumarið að þeim yndistíma sem það er í huga okkar Íslendinga eftir langan og dimman vetur. Ýmis blóm eru okkur ástfólgin en „litla fjólan“ er þar ekki neðst á blaði. Fjólur eru heimsfrægar jurtir sök- um blómfegurðar og þó ekki síst fyrir ilm sinn, sem þykir mjög góður og sérstakur. Hér á landi eru tvær fjólutegundir algengar, mýrfjólan sem vex í mýrum eins og nafnið bendir til, og raunar víðar. Svo er það týsfjóla sem er al- geng á móabörðum og í skóglendi. Hún er fjölær og er stundum kölluð þrenningarfjóla. Tvær erlendar fjólur eru mikið ræktaðar hér – ilmfjólan sem ræktuð er innanhúss og í gróðurhúsum, hún vex villt í Mið-Evrópu og víðar, hún er með dökkblá blóm með löngum stilk og þykir glæsileg, og svo fjallafjólan sem ættuð er frá Pýreneafjöllum. Síðast en ekki síst ber að nefna stjúpublómin sem þykja afar blóm- fögur og dugleg að blómstra og eru eitt algengasta garðablómið hér nú um stundir. Vill sjá vel til sólar Þrenningarfjóla er mjög falleg og auð- ræktuð jurt, hún sáir sér sjálf og er dugleg við það. Hana mætti nota meira í görðum, hún er ekki síður fal- leg en hinar kynbættu stjúpur. Þrenningarfjólan gerir ekki meiri kröfur en þær að sjá vel til sólar – sól- armegin vill þessi litla íslenska fjóla vera í tilverunni. Kannski er hún þess vegna svona vinsæl – hún hefur orðið mörgu skáldinu okkar að yrkisefni. Í lægð undan harminum háa, með hægstreymi rennur fram lind. Af bakkanum fjóla hin bláa í bununi sér sína mynd, segir t.d. í ljóði eftir Steingrím Thor- steinsson og allir vita að „lítil fjóla grær við skriðufót,“ í ljóði Sigurðar Elíassonar við hið vin- sæla lag Sigfúsar Halldórssonar. Ekki má heldur gleyma Akrafjalli og Skarðsheiði sem voru eins og „fjólubláir draumar“ í huga Sigurðar Þórarinssonar. Þessi tilvitnun segir okkur að „heill“ litur dregur nafn sitt af fjólunni. Fjólan er því sannarlega eitt af þeim blómum sem löngum hafa sett svip á fremur fábreytilega flóru okkar Íslendinga, auk mýrfjólu og þrenning- arfjólu vaxa hér birkifjóla og svo skóg- fjóla. Fjólan er yndislegt blóm sem gerir okkur enn í dag lífið yndislegra á allan hátt. Þau eru, eins og sjá má í þessu blaði, æði mörg, bæði blóm, tré og grös sem með tilvist sinni gera okkur ekki aðeins heiminn byggilegan held- ur auðga tilveru okkar líka á ýmsan annan hátt. Fjólan og grösin græn Rósin, drottning blómanna/4 Gamalt hús á Eyrarbakka/6 Litríkt sumar/8 Sumarhús fyrir félagasamtök/10 Kræsilegar kryddjurtir/12 Byggðu sjálf bústað á unga aldri/14 Gott að skipuleggja skógarreiti /16 Birkið hefur vit fyrir sér/22 Traust hús og vel hugsaður garður/26 Skjólið hefur breytt miklu/28 Eiturefni í garðyrkju orðin umhverfisvænni/30 Öryggi gegn innbrotum/31 Efnisyfirlit Umsjón og viðtöl: Guðrún Guðlaugsdóttir gudrung@mbl.is Sykurplanta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.