Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 28
Sumarhús eru fram-leidd af ýmsu tagi.Ein af þeim lausnum sem fólk nýtir sér af því sem er á markaðinum eru einingahús. Fyrirtækið Úti og inni á Akureyri flytur inn einingahús frá Rana Hytta í Norður-Noregi. „Þessi hús, sem ég hef kosið að kalla heils- árshús, henta sérlega vel fyrir íslenskar aðstæður, hvort sem fólk er að reisa sumarhús eða íbúðar- hús,“ sagði Agnes Arn- ardóttir hjá Úti og inni. „Einingarnar koma glerjaðar og hurðirnar eru komnir í þar sem við á. Hægt er að fá húsin fok- held eða fullfrágengin.“ Hvaða viður er í þessum húsum? „Þetta er norsk há- gæðafura og greni. Ein- ingarnar eru handhægar og því hægt að reisa þessi hús við hvaða aðstæður sem er og mjög fljótt.“ Hvernig eru þau fest niður? „Þau eru fest niður ann- aðhvort á stöpla eða á sökkul eða grunn. Sama er hvort er gert, það fer bara eftir aðstæðum og smekk hvor leiðin er val- in.“ Er mikið borið í þessi hús? „Já, þau eru í háum gæðaflokki. Efnisvalið er mjög gott, allt fyrsti flokk- ur og stimplað sem slíkt. Frágangurinn er líka mjög góður, bæði kringum og glugga og hurðir og al- mennt á einingunum sem slíkum. Það skilyrði er sett af hálfu framleiðenda að byggingameistari beri ábyrgð á uppsetningunni enda eru húsin í eins árs ábyrgð.“ Hægt að panta með við- haldsfrítt þak Hvernig þak er á hús- unum? „Hægt er að velja þak- efni að vild en framleið- andinn mælir með þakefni sem heitir „Singel“. Ef það efni er sett rétt á er það viðhaldsfrítt efni.“Er mikil smíðavinna samfara uppsetningu á húsinu? „Nei, þetta er líkast því að púsla saman húsi. Upp- setningin er mjög einföld og þarf ekki stórvirk tæki til hennar þar sem Norð- menn reisa þessi hús niðri í fjöru eða hátt til fjalla þar sem ekki er aðgengi að rafmagni. Innivinnan getur hins vegar verið nokkur og mismikil eftir því hvað fólk ber í hana. Það fylgja ekki eldhús- innréttingar og baðinn- réttingar en allt annað getur fylgt með, þar með talið gólfefni, panel á veggi og loft. Verönd fylgir með í sumum tilvikum en stundum er hún pöntuð sér, svo og skorsteinn og þakrennur ef vill. Einingahús frá Norður-Noregi Dæmi um Rana hús sem Úti og Inni flytja inn frá Norður- Noregi Einingahús sem auðvelt er að setja saman er góður kostur þegar reisa á sumarhús við ýmsar aðstæður. Agnes Arnardóttir segir hér frá eininga- húsum frá Norður-Noregi sem fyrirtækið Úti og inni flytur inn. S umarblómamarkaðurinn fer senn að hefjast og fólk að spranga um gróðr- arstöðvar til þess að ákveða með sjálfu sér hvað sé fallegast í þetta og þetta beðið eða í kerin við útidyrnar. En hvaða sumarblómategundir skyldu vera „heitastar“ þetta ár- ið? „Stundum höfum við haft við orð að það sem fólk sér í dönsku blöðunum þegar það flettir þeim geti orsakað tískulínu hér í vali á sumarblómum,“ segir Lára Jóns- dóttir hjá Blómavali, en þar fer fram árlega mikil sumarblóma- sala. „Við leitumst við að selja fólki þær sumarblómategundir sem góð reynsla er af gegnum árin. Í fyrra seldum við mest af stjúpmóðurblómum eins og venjulega, það eru þau blóm sem fyrst er hægt að setja út, þau þola það þótt komi dálítið kuldakast. En auðvitað geta stjúpurnar skemmst líka ef veður verður sérlega slæmt. Það sem fer verst með plöntur er vindur og kuldi skömmu eftir útplöntun, en þá erum við að tala um hita- stig frá 5 gráðum og niður í frost. Lengi vel hefðbundinn útplönt- unartími fyrst í júní Lengi vel var hefðbundinn út- plöntunartími fyrst í júní og lögð var áhersla á að ljúka útplöntun fyrir 17. júní. Aðstæður hafa breyst mikið að þessu leyti, fólk hefur komið sér upp skjólpöllum og veröndum þar sem skjól er og þar af leiðandi er hægt að byrja vorið þar með því að planta í ker og vera með runna og sígrænar plöntur í pottum. Á þessu má byrja strax í maí.“ Hefur fólk eins mikinn áhuga á fjölærum plöntum og sum- arblómum í garðana sína? „Það er alltaf nokkur áhugi fyr- ir fjölærum blómum. Það er vinna í kringum þær plöntur, það þarf að grisja þær og endurnýja. Kosturinn við fjölærar plöntur í beðum er að ef rétt er raðað upp tegundunum, er fólk með blóm- skrúð allt sumarið. Ef plantað er á réttan hátt og beðið þakið með hinum ýmsu plöntum þá er einn- ig búið að loka að mestu fyrir vöxt illgresisgróðurs.“ Er kostur að planta fjölærum plöntum mjög þétt? „Nei, ekki of þétt. Þær þurfa sitt vaxtarrými. Hver planta gæti þurft 60 sentimetra vaxtarrými og eftir 5 ár hefur hún þá fyllt það rými upp og beðið er alþak- ið.“ Hvernig plöntur á að velja saman í beð svo blómskrúðið standi allt sumarið? „Við getum nefnt lykla (prímúl- ur) sem blómstra snemma vors, svo eru það garðskriðnablóm ásamt gullhnapp, hófsóley og silfursóley, þá geta tekið við dvergahjarta, blágresi, skrautlúp- ínur og nefna má venusvagn og riddaraspora. Útlagi blómstrar seinni part sumars og er kröftug- ur eins og fyrrnefndar plöntur. Sumir eru með sérstök stein- beð eða upphallandi beð þar sem steinbrjótar og hnoðrar þríf- ast vel og þannig mætti telja. Þetta eru allt sígildar og harð- gerðar plöntur. Síðan má alltaf finna viðbótarglaðning í gróðr- arstöðvunum.“ Hvað með rósir, hefur fólk áhuga á rósarækt í sama mæli og áður? „Já, ég tel að svo sé. Sá áhugi er jafnvel að aukast. Fólk er ekki síður að leita að rósum sem þríf- ast úti án „gjörgæslu“. Í þeim hópi eru ýmsar gerðir runnarósa. Flestir þekkja hansarósina sem er vel kunn og þrífst vel. Við leit- umst við að hafa rósarunna af svipuðum toga sem má planta með öðrum gróðri í runnabeð í garða.“ En hvað með „fornemar“ eð- alrósir? „Það er alltaf áhugi fyrir þeim. Kjöraðstæður fyrir slíkar rósir eru köld gróðurhús eða garð- skálar. Í köldu gróðurhúsin og garðstofurnar vill fólk líka prófa ávaxtatré og berjarunna, t.d. eins og amerísk bláber. Þau þríf- ast ágætlega í köldum gróð- urhúsum og líka brómber. Vín- viður er mjög góður í gróðurhús sem eru lítið upphituð að vetrum þannig að plantan fái smá vetr- arhvíld en verði ekki fyrir langvar- andi frostum. Í upphitaðar sólstofur þarf hins vegar plöntur sem þola vel hita allan ársins hring, svo sem júkkur, kaktusa, þríburablóm, hawaiirósir, pelargóníur. Jafnvel mætti nota fígusa í slíkar stofur ef þeim er vel sinnt.“ Er ekki alltaf að aukast að fólk kaupi blóm sérstaklega í alls kyns ker? „Jú, það hefur aukist ár frá ári. Það má þakka sem fyrr sagði betra skjóli við hús og þessari mynd sem fólk sér erlendis, þar sem algengt er að hafa ker standandi við innganga eða hangandi á veggjum eða á öðr- um svæðum þar sem fólk dvel- ur.“ Hvernig blóm er best að velja í kerin? „Það er hægt að leika sér nokkuð með kerin. Það er hægt að setja í þau sígrænan gróður eins og lífvið (thuja), sypris sem er til af ýmsum tegundum, eini, t.d. himalayaeini (ýmis vaxt- arform). Þetta getur verið eitt og sér eða með blómplöntum sem flæða útfyrir blómapottinn, svo sem lobelíu, tóbakshorn og skjaldfléttu. Einnig eru vinsælar þessar hefðbundnu og duglegu plöntur svo sem fjólur, skrautnál (alyssum) og daggarbrá sem er frænka margarítunnar sem er uppáhaldsblóm Margrétar Dana- drottningar. Pelargóníur eru í vaxandi mæli notaðar í ker, þær þurfa að vera á sólríkum stöðum. Vinsælt hef- ur verið meyjablómið og dalíur eru alltaf góðar á sólríka og hlýja staði.“ Hvað með sérstök hengiblóm? „Þá tölum við um hengi- tóbakshorn (surfiníur), þau má rækta upp af fræi jafnt og græð- lingum en sú í sviganum er ein- göngu ræktuð af græðlingum. Þá má nefna ýmsar nýrri plöntur svo sem dalbergsfífil og skrautjarð- arber.“ Skjólið hefur breytt miklu Litríkar plöntur sem settar eru saman í stór ker, m.a. dalíur, flauels- blóm og fleira. Takið eftir mismunandi litum grænna plantna. Meira að segja garðmaríustakkur kemur vel út í hengipottum. Blómasalan fer að hefjast að marki upp úr miðjum maí. Blómaval hefur verið fyrirferðarmikið í þeirri sölu. Rætt er við Láru Jónsdóttur hjá Blómavali um einær og fjölær blóm í beð og ker.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.