Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 6
G
ömul hús hafa sál, ef
marka má umsagnir ým-
issa sem næmir eru
taldir. Vegna þess og
einnig af byggingarfræðilegum
áhuga hafa margir tekið þann
kost að gera upp gömul hús,
bæði til að búa í árið um kring
og eins til þess að nota sem
sumarhús.
Guðmundur Hannesson er í
þessum hópi, hann er um
þessar mundir að gera upp
gamalt hús á Eyrarbakka
ásamt Eyjólfi Pálssyni mági sín-
um með aðstoð smiðsins Jóns
Karls Ragnarssonar.
„Húsið sem um ræðir er frá
1898, en þegar við keyptum
húsið 1997 var það talið vera
byggt 1902,“ segir Guðmundur.
„Þetta er timburhús, báru-
járnsklætt með Mansard-þaki
og er í heild um 120 fermetrar,
hæð og ris og viðbygging, skúr
sem er áfastur við endann á
húsinu.“
Í hvernig ástandi var húsið
þegar þið keyptuð það?
„Það var bárujárnsklætt að
hluta en svo var forskalað að
utan að hluta á bárujárninu,
sem var hið versta mál, því sá
hluti sem forskalaður var hafði
ekki náð að „anda“. Það er
mjög slæmt ef steypt er upp á
járnið því þá nær loftið ekkert
að leika um þannig að viðurinn
undir fúnar.“
Og hvað gerðuð þið?
„Við rifum allt utan af þessu
og það var skipt um grind í öllu
húsinu. Þetta var gert á ná-
kvæmlega sama hátt og gert
var í gamla daga, allt timbrið
var tappað saman.“
Trúir upphaflegri mynd hússins
Kunnuð þið þetta?
„Við höfðum góðan smið
með okkur, Jón Karl, hann er
vanur að gera upp gömul hús
og kunni þetta alveg. Hann ger-
ir ekkert nema eins og hlutirnir
eiga að vera.“
Hafið þið þá verið mjög trúir
upphaflegri mynd hússins?
„Já, núverandi mynd þess er
alveg eins og hún var í upp-
hafi.“
Hvenær var skúrinn byggður?
„Um það eru skiptar skoð-
anir, sumir segja að hann sé
frá svipuðum tíma og húsið
sjálft. Í bók sem við höfum
undir höndum segir að viðbygg-
ingarnar séu báðar mjög gaml-
ar, ef ekki frá sama tíma og
húsið sjálft.“ (Eyrarbakki, húsa-
könnun, útg. af Þjóðminjasafni
1989.)
Hvernig gekk ykkur að fá
efnivið af sama toga og hinn
upphaflegi?
„Það gekk nú bara vel. Við
tókum mest af efninu úr Húsa-
smiðjunni. Þetta var ófúavarið
timbur eins og var í gamla
daga, mest fura. Timbrið er
ekkert fúavarið fremur en var
áður fyrr.“
Hvað með glugga?
„Þeir eru allir nýir en smíð-
aðir eins og þeir voru. Reyndar
er tvöfalt gler, sem var ekki, en
allt er kíttað með línóleumkítti
eins og var notað þá. Við urð-
um að hafa glerið tvöfalt en
það sést ekki að svo sé, það
er þannig gert.“
Ekki sama hvernig
bárujárn er notað
Hvar fenguð þið járnið?
„Við fengum járn utan á hús-
ið í Blikksmiðju Gylfa. Það er
ekki sama heldur hvaða báru-
járn er notað. Bárujárnið utan á
þessu húsi er eins og bárujárn-
ið sem notað var áður, bylgj-
urnar voru stærri, ef svo má
segja, en er á því járni sem nú
er algengast.“
En málningin?
„Það er ekki búið að mála,
járnið verður að standa og
veðrast til þess að losna við
feiti sem er á því enn.“
Hvað með húsið innan-
stokks?
„Við erum ekkert byrjaðir á
þeim framkvæmdum enn, hins
vegar er ætlunin að hafa hús-
ið að innan eins og það var.
Það þurfti að teikna allt húsið
upp að utan sem innan og
leggja teikningarnar fyrir húsa-
friðunarnefnd og byggingar-
nefnd á Selfossi. Stefán Örn
Stefánsson arkitekt mældi
upp og teiknaði húsið.
Húsið telst friðað að utan
samkvæmt þjóðminjalögum
vegna aldurs síns, en við vilj-
um líka hafa það eins og það
var að innan. Búið er að
klæða yfir margt hið upp-
runalega í tímans rás en við
sjáum hvað undir er og lagfær-
um og endurgerum eftir þörf-
um. T.d. er spjaldapanell í
veggjum stofunnar. Í eldhúsinu
er gömul Rafha-eldavél sem
við ætlum að halda í.“
Hvaða erfiðleikar hafa helst
orðið á vegi ykkar í þessum
framkvæmdum það sem af er?
„Í lokin áttum við erfitt með
að fá kantaða nagla sem not-
aðir voru til að negla bárujárn-
ið. Þeir voru á gamla járninu
og við vildum fá eins. Ég fékk
loks það sem vantaði hjá
Blikksmiðju Gylfa af hreinni til-
viljun. Þess má geta að fyrir
framan húsið er vatnsbrunnur
sem er nothæfur. Hann var
gerður upp, hlaðinn upp, fyrir
nokkrum árum. Hann verður
áfram í því ástandi sem hann
er.“
Hvað með garðinn?
„Í stórum dráttum er hann til
en þarfnast lagfæringa. Það
var þarna kartöflugarður bak
við húsið en við ætlum aðeins
að hafa lítinn matjurtagarð.
Þess má geta að kjallari húss-
ins er hlaðinn úr grjóti og hús-
ið sett þar ofan á. Þetta er
eins og það var.
Sá sem byggði þetta hús var
Magnús Magnússon þurrabúð-
armaður en við erum fimmtu
eigendur hússins.“
Hús þeirra Guðmundar og Eyjólfs eins og það var þegar þeir keyptu það. Hús Guðmundar Hannessonar og Eyjólfs Pálssonar á Eyrarbakka sem verið er að gera upp.
Gamalt hús á Eyrarbakka gert upp
Gömul hús hafa mikinn „sjarma“. Einmitt vegna þess takast menn á hendur hið skemmtilega en oft erfiða verk að endurnýja þau. Guðmundur
Hannesson segir hér frá endurgerð húss á Eyrarbakka sem byggt var 1898 en er raunar enn verið að vinna að.
Blómin freysliljur eðafresíur eins og þaueru venjulega köll-
uð eru afar ilmgóð blóm,
fíngerð og fögur. Þau eru
til í mörgum litbrigðum
en þau eru ekki ræktuð
af mörgum á Íslandi.
Þorvaldur Snorrason í
Hveragerði er einn þeirra
fáu sem lagt hafa fyrir
sig ræktun á fresíum.
„Ræktun á fresíum
hófst hér um 1970 og
fyrst voru þær ræktaðar
af fræjum en seinna af
hnýðum. Einn helsti
frumkvöðullinn á þessu
sviði var Skafti Jós-
epsson garðyrkjumaður í
Hveragerði. Ég keypti
garðyrkjustöðina hans,
Grein, fyrir 10 árum og
hef síðan ræktað sjálfur
fresíur. Ég hafði unnið
hjá Skafta þá um nokk-
urn tíma og hafði lært af
honum auk þess sem ég
er útskrifaður úr Garð-
yrkjuskóla ríkisins,“ seg-
ir Þorvaldur.
Er hægt að rækta fres-
íur í garðinum heima?
„Það er mjög erfitt hér
á landi. Þó myndi ég
ætla að það væri smá
„sjens“ að rækta þær af
hnýðum ef um væri að
ræða ræktun í köldu
gróðurhúsi yfir sumartím-
ann, en margir eru með
köld gróðurhús í garð-
inum hjá sér.“
Hvers vegna er þetta
svona erfitt?
„Fresíur þola ekki
næturfrost en lifa af lágt
hitastig, t.d. 4 til 5
gráðu hita.
Ég rækta fresíur allt
árið um kring í gróður-
húsum, vorin eru lang-
besti sölutíminn en það
er tæpt á að það borgi
sig að rækta þær á vet-
urna, lýsingarkostnaður-
inn er hár og plönturnar
gefa minna af sér þá.
Heimkynni fresía eru í
Suður-Afríku en það eru
Hollendingar sem hafa
komið þeim á framfæri í
gróðurheiminum og hafa
stöðugt verið að kyn-
bæta þær síðan ræktun
á þeim hófst að ráði upp
úr 1950.“
Freysliljur eru
fögur blóm
Fresíur eru undurfagrar og eftir því ilmgóðar.