Morgunblaðið - 15.05.2003, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 15.05.2003, Qupperneq 2
2 B FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ NFRÉTTIR                                                                            ! "#$% &    FJÁRFESTING Baugs í bresku verslanakeðjunni ArcadiaGroup skilaði félaginu miklum hagnaði á síðasta rekstr-arári og er uppistaðan í 7.440 milljóna króna hagnaði fé-lagsins. Hagnaður Baugs ID, dótturfélags Baugs Group sem heldur utan um eignir í félögum þar sem Baugur fer ekki með daglegan rekstur, nam 8.979 milljónum króna á síðasta rekstr- arári. Er sá hagnaður að mestu til kominn vegna sölu á hlut fé- lagsins í Arcadia Group en söluhagnaðurinn nam um 7,4 millj- örðum króna. Frá liðnu hausti hefur Baugur ID haldið áfram að fjárfesta í Bretlandi, bæði í verslanakeðjum og fasteignafélagi. Stefnumótun Baugs ID var samþykkt af stjórn Baugs Group í lok febrúar 2003. Þar kemur fram að einkum er fjárfest í fyr- irtækjum í smásölu, heildsölu og tengdum rekstri. Erlend fjár- festing ID verður einkum á Bretlandi næstu árin og skiptist í tvo meginflokka, annars vegar stefnumótandi og hins vegar sjóðs- fjárfestingu. Stefnumótandi fjárfesting fyrirtækisins á Bretlandi er í þremur félögum um þessar mundir: Verslanakeðjan Big Food Group (22,1%), verslanakeðjan Somerfield (2,97%), fasteignafélagið LXB Group (11%). Í þessum félögum vill Baugur ID taka þátt í mótun, auka arðsemi þeirra og einfalda rekstur í anda Bónuss á Íslandi, að því er segir í stefnumótun Baugs ID. Um síðustu helgi var því slegið upp í breskum fjölmiðlum að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, gagnrýndi nýja stefnu matvörukeðjunnar Iceland, sem er hluti af Big Food Group keðj- unni. Sagði Jón Ásgeir keðjuna vera að færa sig til á markaðnum í átt frá lágverðsendanum. Þetta segir Jón Ásgeir vera mistök. Þessi gagnrýni Jóns Ásgeirs er eðli- leg þegar litið er til stefnumótunar Baugs ID, að þau félög sem fjárfest er í séu rekin í anda Bónuss á Ís- landi. Það vekur hins vegar alltaf at- hygli þegar stærsti einstaki eigandi fyrirtækis gagnrýnir rekstur þess og hafa sérfræðingar á breskum mark- aði velt því fyrir sér hvort Baugur reyni að selja hlut sinn í Big Food Group í kjölfarið. Svonefndar sjóðsfjárfestingar Baugs ID miða að því að há- marka arð af fjárfestingu án þess að hafa áhrif á stefnumótun. Meðal þeirra teljast kaup Baugs ID á hlutabréfum í verslanakeðj- unni House of Fraser, verslanakeðjunni Selfridges, Mothercare og JJB Sport. Fjölmiðlar hafa fjallað mikið um yfirtökutilboð og hugsanleg yf- irtökutilboð á breskum verslunarmarkaði. Þar hefur nafn skoska athafnamannsins Toms Hunter oft verið nefnt en leiðir hans og Baugs hafa oft legið saman í fjárfestingum. En nafn Toms Hunter er ekki það eina sem iðulega ber á góma þegar rætt er um hugs- anlegar yfirtökur. Því nafn Baugs kemur undantekningarlítið einnig upp þegar vangaveltur breskra fjármálasérfræðinga rata inn í fjölmiðlana. Með yfirtökutilraunum sínum á Arcadia Group og þeim hagnaði sem skilaði sér til Baugs eftir að athafnamað- urinn Philip Green keypti Arcadia hefur fyrirtækið vakið athygli og það meiri athygli en íslensk fyrirtæki eiga að venjast í bresk- um fjölmiðlum. Síðastliðinn mánudag kom fram yfirtökutilboð í Selfridges sem hljóðar upp á 392,25 pens á hlut. Hlutur Baugs í félaginu er um 0,5% og var sá hlutur keyptur á meðalverðinu um 233 pens á hlut. Það má því ljóst vera að sú fjárfesting skilar Baugi góðum arði ef tilboðið verður samþykkt af hluthöfum. Á aðalfundi Baugs, sem haldinn verður í næstu viku, verður lögð fram tillaga um heimild til stjórnar um hækkun hlutafjár fé- lagsins um 100 milljónir króna að nafnverði. Nota á nýtt hlutafé til sameiningar eða kaupa á hlutum í öðrum félögum. Fróðlegt verð- ur að fylgjast með því hvort sú heimild verður nýtt og þá til hvaða fjárfestinga. Það má leiða líkur að því að breskur markaður verði áfram undir fjárfestingarsmásjá Baugs enda hefur hann skilað fé- laginu góðum arði hingað til. Reuters Innherji skrifar Baugur og Bretland Leiðir athafna- mannsins Toms Hunters og Baugs hafa oft legið sam- an á undanförnum misserum innherji@mbl.is ll VIÐSKIPTI ● GENGIÐ hefur verið frá samningi EJS og Impregilo SpA um kaup á tölvubúnaði og uppbyggingu netkerfa fyrir starfsemi Impr- egilo á Íslandi. Mun EJS útvega Impregilo Dell-einkatölvur, Dell-netþjóna og annan tölvubúnað sem fyrirtækið þarf á að halda. Í fréttatilkynningu kemur fram að EJS mun einnig sjá alfarið um uppsetningu og rekstur tölvukerfis Impregilo á Íslandi. Vinna við verkefnið er þegar hafin og komin vel á veg. Hafa tæknimenn EJS sett upp netkerfi á starfsstöðvum Impregilo á höfuðborg- arsvæðinu, á Egilsstöðum og við Kára- hnjúka, en þar munu þjónustumenn EJS hafa fasta viðveru á framkvæmdatímanum. Þá hefur víðnetstengingum við höfuðstöðvar Impregilo á Ítalíu verið komið á, í starfs- stöðvunum hérlendis. Impregilo semur við EJS ● OG Vodafone og Maritech skrifuðu undir nýjan samstarfssamning í kjölfar samein- ingar Íslandssíma, Tals og Halló undir merkjum Og Vodafone. Samning- urinn felur í sér að Mari- tech mun verða aðalþjón- ustuaðili fyrirtækisins á MBS-Navision kerfum Og Vodafone. Maritech mun í samvinnu við Og Vodafone annast samein- ingu á MBS-Navision kerfum ásamt innleið- ingu á nýjum kerfum sem tekin verða upp í kjölfarið. Og Vodafone og Maritech í samstarf ◆ ◆ ◆ ● FLUGLEIÐIR Fragt hafa ákveðið að breyta þjónustu við viðskiptavini sína og loka vöru- og skjalaafgreiðslu sinni á Héðinsgötu 1–3 frá 1. maí. Félgið hefur gert samkomulag við TVG-Zimsen um að halda þessari þjónustu áfram fyrir hönd Flugleiða Fragtar tímabund- ið. Frá og með 1. maí sér TVG-Zimsen um flugafgreiðslu Flugleiða Fragtar á Héðins- götu 1–3. Starfsmenn TVG-Zimsen munu af- henda farmbréf, taka við greiðslu og sjá um tollafgreiðslu og heimakstur ef með þarf. Í fréttatilkynningu kemur fram að ekki verður um neina breytingu að ræða á ferli sendinga á vegum TVG-Zimsen og óverulega breytingu á þjónustu við viðskiptavini Flugleiða Fragt- ar. Flugvara áfram afgreidd á Héðinsgötu ● EFTIR að framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins setti í ársbyrjun strangar hömlur á veiði botnfisks hefur verðmæti landaðs botn- fisks í Pet- erhead í Skotlandi minnkað um rúmlega eina milljón punda (um 119 millj- ónir ISK) þrátt fyrir aukningu afla. Í Pet- erhead er miðstöð botnfisksveiða í Evr- ópu. Skoska dagblaðið The Scotsman hefur eftir talsmanni hafnarstjórnar Peterhead að fyrstu þrjá mánuði þessa árs hafi botn- fisksafli verið 9.650 tonn að verðmæti 8,86 milljónir punda. Á sama tíma í fyrra var aflinn 9.205 tonn að verðmæti 9,9 milljónir punda. Þrátt fyrir kvótann jókst aflinn um 5% milli tímabilanna en verð- mæti hans minnkaði um 15%. Má þakka hagstæðri veðráttu að mestu aukinn afla. Verðmæti alls landaðs afla í Peterhead fyrstu þrjá mánuði ársins, 35.236 tonn, var rúmar tuttugu og tvær milljónir punda. Á sama tíma í fyrra var verðmæti 31.003 t heildarafla rétt rúmar tuttugu milljónir. Aflaverðmæti botnfisks minnkar í Skotlandi HAGNAÐUR samstæðu Landssíma Íslands hf. fyrstu þrjá mánuði ársins 2003 var rúmar 586 milljónir króna. Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að allir helstu liðir upp- gjörsins séu í samræmi við áætl- anir. Hagnaður samstæðunnar fyr- ir sama tímabil í fyrra var 510 milljónir króna. Rekstrartekjur aukast um 70 milljónir en gjöld dragast saman um 124 milljónir króna ef borið er saman sama tímabil árið 2002. Arðsemi eig- infjár eykst á milli ára úr 13,8% í 14,6%. Rekstrarhagnaður samstæð- unnar fyrir afskriftir (EBITDA) er 1.746 milljónir króna saman- borið við 1.552 milljónir fyrir sama tímabil fyrra árs eða tæp 40%. Rekstrartekjur samstæð- unnar á tímabilinu voru 4.409 milljónir samanborið við 4.339 milljónir á sama tímabili árinu áður. Rekstrargjöld drógust saman úr 2.787 milljónum króna í 2.663 milljónir eða um 124 milljónir króna. Rekstrarhagn- aður móðurfélagsins fyrir af- skriftir (EBITDA) var 1.746 milljónir króna á tímabilinu eða 39,6%. Veltufé frá rekstri var 1.627 milljónir og handbært fé í lok mars var 5.017 milljónir. Í fréttatilkynningunni kemur fram að fjárfestingar samstæð- unnar í varanlegum rekstrar- fjármunum námu 722 milljónum króna á tímabilinu. Einnig segir að framtíðar- horfur í rekstri Símans séu góð- ar og tekið er fram að tekjur aukist lítillega þrátt fyrir harðn- andi samkeppni. Hagnaður Lands- símans 586 milljónir ll SJÁVARÚTVEGUR ◆ VELTA ÍT-ferða jókst úr 40 milljónum á árinu 2001 í 112 milljónir króna á síðasta ári. Tap af rekstri fyrirtækisins nam 2,5 milljónum króna. Ferðaskrifstofan ÍT-ferðir er til húsa í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og sérhæfir sig í íþróttatengdri ferðaþjónustu, segir í tilkynningu frá ÍT- ferðum. „Það má segja að fyrirtækið hafi stækkað um 100-150% bæði hvað varðar starfsmenn og húsnæði, en starfsmönnum hefur fjölgað úr tveimur í fimm á milli ára. Markmiðið er að vinna í því að bæta afkomuna þannig að starfsemin skili því sem að er stefnt og framlegðin verði viðunandi. Fjárhags- áætlun gerir ráð fyrir 150 milljóna króna veltu og að fram- legð verði 10 prósent,“ segir Hörður Hilmarsson fram- kvæmdastjóri og eigandi ÍT-ferða. Að sögn Harðar skýrist tapið af stórauknum kostnaði vegna stækkunar húsnæðis og fjölgunar starfsmanna. Veltu- aukning hafi verið mest í utanlandsferðum á vegum ÍT- ferða, en ÍT-ferðir, eða IT Travel eins og fyrirtækið heitir á ensku, hafi mestan áhuga á að vinna að uppsetningu al- þjóðlegra íþróttaviðburða á Íslandi og að markaðssetja Ís- land sem valkost fyrir erlenda íþróttahópa. Meðal viðburða á vegum ÍT-ferða er stórmót í íshokkí, „Iceland Invitational,“ í nóvember. Á mótið hafa boðað komu sína 8-10 bandarísk íshokkílið. Hörður segir fleiri viðburði í vinnslu, „enda möguleikarnir miklir hér á landi á sviði íþróttatengdrar ferðaþjónustu.“ Hann segir að skilyrði þess að marktækur árangur náist sé aukinn skilningur yfirvalda og gott samstarf þriggja aðila um hvern viðburð, þ.e. íþróttafélags, sveitarfélags og sérhæfðrar ferðaskrifstofu. Aukin velta hjá ÍT-ferðum HAGNAÐUR Austurbakka hf. á fyrstu þremur mánuðum þessa árs eftir skatta nam um 44 milljónum króna. Á sama tíma- bili árið áður var hagnaðurinn 7 milljónir. Rekstrartekjur fé- lagsins lækkuðu um tæp 4% milli ára og voru 530 milljónir í ár en 551 milljón í fyrra. Rekstr- argjöld lækkuðu hins vegar um 69 milljónir milli ára, voru um 490 milljónir í ár en um 549 milljónir á síðasta ári. Rekstrarhagnaður Austur- bakka án afskrifta var tæpar 40 milljónir króna en liðlega tvær milljónir á sama tímabili í fyrra. Afskriftir voru tæpar 6 milljón- ir, um 600 þúsund krónum hærri en í fyrra, og fjármagnstekjur tæpar 14 milljónir en rúmar 10 milljónir á síðasta ári. Veltufé frá rekstri fyrstu þrjá mánuði 2003 er jákvætt um 48 milljónir og eiginfjárhlutfall hækkar frá áramótum úr 19,2% í 22,2% og veltufjárhlutfall hækkar úr 1,31 í 1,37. Í tilkynningu frá Austur- bakka segir að stjórn félagsins sé ánægð með afkomu félagsins á fyrsta ársfjórðungi 2003. Það séu einkanlega tvær forsendur sem skila þeim árangri sem náðst hefur, annars vegar sé enn að skila sér innistæða í gengis- hagnaði og hins vegar skili vöru- stjórnunarátak, sem hófst árið 2001, góðum árangri. Stjórnin gerir ekki ráð fyrir frekari gengishagnaði á síðari tímabil- um ársins en haldið verður áfram á sömu braut í vöru- stjórnun. Austurbakki hagnast um 44 milljónir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.