Morgunblaðið - 22.05.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.05.2003, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI ÞAÐ SEM erlendis er kallað „mezzanine finance“, en á íslensku millilagsfjármögnun, fer fram á öðrum markaði en hefðbundin lánastarfsemi. Hefðbundin lána- starfsemi er yfirleitt fyrir fremur lítið skuldsett fyrirtæki sem eru í rekstri. Þá er lánið nýtt til að fjár- festa í rekstrinum sjálfum; til að mynda kaupa nýtt tæki. Millilags- fjármögnun fer fram þegar kaup- andi fyrirtækis skuldsetur sig mik- ið við kaupin. Þá er talað um skuldsett kaup (e. „leveraged buy- out“), eða uppkaup. „Við erum að lána erlendum fag- fjárfestum til að kaupa fyrirtæki. Peningarnir fara ekki inn í félagið, heldur til eiganda þess. Þessi markaður er í raun algjörlega að- skilinn frá hefðbundinni lánastarf- semi,“ segir Auðun. Hvernig er gangverkið á mark- aðnum? Jóhann: „Í stórum dráttum ger- ist þetta þannig að fjárfestar, eig- infjáraðilar, sem erlendis eru oft eiginfjármögnunarsjóðir (e. „priv- ate equity funds“), finna vænlegt fyrirtæki og gera tilboð í það. Svo þegar samningar nást um verð bjóða þeir út fjármögnunina. Þeir fara til banka og fá ef til vill lán fyrir 40–60% af kaupverðinu. Þeir eru hins vegar ekki tilbúnir til að fjármagna sjálfir nema 30–35% vegna arðsemiskröfu eiginfjár, þannig að einhvern vantar þarna á milli. Þess vegna er þetta kallað millilagsfjármögnun. „Mezzanine“ þýðir millisvalir í óperuhúsi eða leikhúsi. Þannig er nafnið komið til. Rétt er að geta þess að 30–40% eiginfjárhlutfall, fjármagnað af mjög traustum fagfjárfestum, myndi líklega ekki flokkast undir mjög „skuldsett“ kaup á íslenskan mælikvarða. Auk þess fjárfestum við einungis í fyrirtækjum þar sem fyrir hendi er traust rekstrarsaga, gott sjóðsflæði og gott stjórnenda- teymi með reynslu í viðkomandi starfsemi en forðumst fyrirtæki sem við teljum áhættusöm.“ Hvers vegna stofnuðuð þið Carta Capital? Auðun: „Ástæðan fyrir því að við ákváðum að fara út í þennan rekstur er að hér heima hefur fjár- festum ekki boðist þessi kostur, heldur hafa þeir orðið að velja á milli erlendra hlutabréfa og skuldabréfa. Erlend skuldabréf hafa ekki verið áhugaverð fyrir ís- lenska fjárfesta, vegna þess að ávöxtun íslenskra skuldabréfa hef- ur verið verðtryggð og afar há. Það má að vissu leyti segja að við séum gluggi fyrir íslenska fjár- festa inn á þennan uppkaupamark- að. Fjárfesting í millilagssjóðum gefur ekki eins mikið öryggi og í ýmsum skuldabréfum, en meira en í hlutabréfum. Auk fastrar ávöxt- unar bjóða millilagslán oft upp á áskriftarrétt til hlutafjár í félag- inu. Því er heildarávöxtun oft á bilinu 15–20% á ári og við teljum að þessi leið sé mjög skynsam- legur kostur fyrir íslenska fagfjár- festa. Þá fylgir þessari fjárfestingar- leið að búið er að kanna fyrirtækið alveg í þaula. Samningarnir byggj- ast á ítarlegum áreiðanleikakönn- unum, yfirleitt upp á mörg hundr- uð blaðsíður. Við skoðum þessi gögn fyrir fjárfestana og teljum okkur oft hafa töluvert betri mynd af fyrirtækjunum en fjárfestarnir myndu til dæmis hafa af fyrirtækj- um á hlutabréfamarkaði, eða jafn- vel íslenskum fyrirtækjum. Við teljum að þetta sé gott tæki- færi fyrir íslenska fjárfesta og sjáum það kristallast í þátttökunni í sjóðnum. Sjóðurinn er kominn yf- ir 50 milljónir evra, þar af eru tveir fjárfestar mjög stórir; Bún- aðarbankinn er langstærstur og Sparisjóðabankinn næststærstur. Við sjáum að áhuginn er fyrir hendi og að við höfum vonandi metið aðstæður rétt þegar við hóf- um þessa vinnu.“ Getið þið sagt mér frá tilurð fyr- irtækisins? Jóhann: „Ég var framkvæmda- stjóri Fyrirtækjaþróunar í Ís- landsbanka og var búinn að hafa áhuga á þessari tegund fjármögn- unar lengi. Ég hafði unnið sem rekstrarráðgjafi nokkuð lengi, þannig að ég gerði mér grein fyrir sveigjanleika þessa millilagsfyrir- komulags. Árið 2000 kynnti ég fyrst grófar hugmyndir um að Íslandsbanki fjárfesti á þessum markaði. Það gekk ekki þá, en svo fengum við stórt verkefni, sem við hefðum ekki getað fjármagnað öðruvísi en með því að fara inn á millilags- markaðinn erlendis. Þar með kynntumst við markaðinum betur, sem varð til þess að Íslandsbanki ákvað að fara út í þetta. Þetta var byggt upp innan Fyrirtækjaþróun- ar, þar sem Auðun var fjárfesting- arstjóri. Hann stýrði uppbyggingu starfseminnar og flutti fljótlega til London. Þannig komumst við í tengsl við þennan markað og kynntumst honum. Við vorum reyndar þeirrar skoð- unar að rétt hefði verið fyrir bank- ann að mynda sjóð eins og þann sem við erum að gera núna. Í fyrsta lagi eru fjárfestingarnar til langs tíma, og eru þess eðlis að það er æskilegt að sama fólkið fylgi þeim sem mest eftir. Í öðru lagi er nauðsynlegt að hafa kjöl- festu í þróun og uppbyggingu sér- þekkingar innan félagsins. Reynsl- an erlendis sýnir að sjóðum með sömu uppbyggingu og Carta Capi- tal hefur haldist mjög vel á hæfu starfsfólki. Mannabreytingar og skipulagsbreytingar í bönkum eru almennt mun örari eins og nýleg dæmi eru um hérlendis. Þess má geta að við höfum nánast gengið frá ráðningu erlends samstarfs- manns með mikla reynslu og þekk- ingu á þessu sviði, en hann kemur frá stórum banka.“ Auðun: „Í Bretlandi hefur reynslan verið sú að þessi starf- semi hefur verið að miklu leyti flutt úr bönkunum og sett í sér- staka sjóði, eins og þann sem við erum með. Starfsemin fellur ein- faldlega ekki nógu vel að skipulagi banka, hvort sem menn vilja við- urkenna það eða ekki.“ Hefur þetta lánaform tíðkast hér á landi? Auðun: „Það á eftir að ryðja sér til rúms, en ég tel að það eigi eftir að gerast á næstunni, ekki síst í ljósi einkavæðingar bankanna. Við sjáum að þrýstingur á bankana um að fá betri ávöxtun á útlánum sín- um hefur aukist mikið. Í fortíðinni var ef til vill meira lánað út á nöfn fyrirtækjanna, ekki horft eins mik- ið á skuldsetningu þeirra, en sum þeirra hafa verið töluvert skuld- settari en fyrirtæki sem við fjár- festum í. Þetta mun breytast mikið. Við munum sennilega sjá vaxtakjör sumra þekktra fyrirtækja á Ís- landi versna í framtíðinni. Önnur fyrirtæki, sem eru lítið skuldsett, munu ef til vill fá hagstæðari kjör. Vissulega hafa skuldsett kaup á fyrirtækjum þekkst hér á undan- förnum misserum, en uppbygging þeirra hefur ekkert verið í líkingu við það sem tíðkast erlendis. “ Hefur fyrirtækið formlega hafið starfsemi? Auðun: „Við opnum fyrirtækið formlega á morgun, föstudag, hér heima á Íslandi. Þá eigum við von á 30 breskum bankamönnum til landsins í tilefni af því. Þeir fá þá tækifæri til að kynnast okkar fjár- festum og okkar menningu; hvað- an við komum inn á markaðinn. Þá munum við bjóða 70–80 gestum úr íslensku fjármálalífi. Við erum búnir að taka ákvörð- un um fyrstu fjárfestinguna; fyr- irtæki í Skotlandi, sem ekki er hægt að nefna að svo stöddu. Fleiri fjárfestingatækifæri eru í skoðun. Það er nóg af spennandi verk- efnum. Vinna okkar á þessum markaði erlendis er að skila sér vel. Þessi markaður byggist mikið á persónulegum tengslum og við höfum byggt þau upp á þessum tíma. Það er óhætt að segja að Carta Capital hafi mjög góð tengsl inn á „skuldsetta lánamarkaðinn“ í Evrópu.“ Gluggi fyrir fjárfesta inn á uppkaupamarkaðinn Nú hafa Íslendingar í fyrsta sinn stofnað fyrirtæki um millilagsfjármögnun, sem er almennt hugsuð fyrir skuldsett kaup á fyr- irtækjum. Fyrirtækið ber heitið Carta Capital. Ívar Páll Jónsson ræddi við stofnend- urna, Auðun Guðmundsson og Jóhann Magnússon. Morgunblaðið/Jim Smart Auðun Guðmundsson og Jóhann Magnússon hafa stofnað fyrirtækið Carta Capital, um svokallaða millilagsfjármögnun. ivarpall@mbl.is Mörkinni 3, sími 588 0640. Opið mán-fös kl.11-18 - lau kl. 11-15 Brúðkaupsgjafir Br úð ar gj af al is ta r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.