Morgunblaðið - 22.05.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.05.2003, Blaðsíða 6
Á Íslandi hefur jafnan þótt sjálf- sagt að fyrirtæki eigi það hús- næði sem notað er undir starf- semi þess. Vissulega hefur þrifist hér leigumarkaður með atvinnuhúsnæði í gegnum tíðina en stærri fyrirtæki og stofnanir, ekki síst sem þurfa á mjög sérhæfðu húsnæði að halda fyrir rekstur á borð við hótel eða skóla, hafa með afar fáum undantekningum átt og rekið sitt húsnæði. Síðastliðin örfá ár hefur hins vegar orðið mikil breyting á þessu. Fasteignafélög hafa sprottið hér upp að erlendri fyrir- mynd og sérhæfa sig í rekstri, þróun og uppbyggingu atvinnuhúsnæðis. Og stóru fyrirtækin hafa í vaxandi mæli gripið tæki- færið sem slík félög skapa. Þau kjósa að leigja af þeim húsnæði. Þau jafnvel selja fasteignafélögunum fasteignir sínar og leigja svo húsnæðið aftur af þeim og stund- um með forkaups- eða forleigurétti. Rökin fyrir slíku samræmast nútíma stjórnunarháttum, nefnilega að stjórnend- ur fyrirtækis einbeiti sér að kjarnastarf- semi þess og láti öðrum eftir þá þætti rekstursins sem ekki heyra til kjarnans. Þannig er fagaðilum falið að sjá um eign- arhald, rekstur og viðhald húsnæðisins og fyrir það greiðist leigugjald en stjórnendur fyrirtækisins þurfa ekki að eyða tíma sín- um og orku í nokkuð sem hefur ekki beint með rekstur fyrirtækis þeirra að gera. Vel þekkt í nágrannalöndunum Fasteignafélög eru vel þekkt fyrirbæri í nágrannalöndum okkar. Oftar en ekki hafa slík félög, risastór á okkar mælikvarða, skapað sér sess á markaði og fyrirtækjum þykir sjálfsagt og eðlilegt að skipta við þau fremur en að íhuga að fjárfesta í eigin hús- næði. Jafnvel þykir fráleitt að fyrirtæki bindi fjármuni í fasteignum eða noti til þess lánafyrirgreiðslur sem það gæti ann- ars notað til uppbyggingar í fyrirtækinu. Fasteignafélögin fjármagna sig jafnan með eigin fé, sölu skuldabréfa á markaði og lánsfé. Fjármálastofnanir munu vera áhugasamar um að eiga í félögum sem Leigumarkaður fyrir atvinnuhúsnæði, líkur þeim sem þekkist löndum okkar, hefur verið að þróast hérlendis Oft hagkvæ að leigja e Íslensk fyrirtæki eru í vaxandi mæli farin að leigja húsnæði af um fasteignafélögum undir rekstur sinn í stað þess að kaupa o eins og tíðkast hefur til þessa hér á landi. Soffía Haraldsdóttir sk fang nokkurra stórra fasteignafélaga og ástæður þessarar þró '(& )*%$+ %#$$ ,-  %.  %/01 $ 2  %/01 $ 2 314%"$1 +5$ 6"7%$2879 # : 9/ & (1 9$;& %/; <= 9 ; 314%"$1 ,2 8$%  %. ,- </2/ & )#$  %# % ,- </2/ ,- <7  9"$& 6/. ,-  1$2/ ,- >?1$; @A. 1 & ' 0 ,- B  9  12$ )C <5-98%% & 3 <, 2 9 & 3 /9/ $; 8  & 3  7  & 3 6 , #/ & 314%"$8 (5/ 12 & , -1 8 $, 8 / & 3 " 9 25 / & <-$ - <, 012 & 3 <0$$05/ & % <9   & 6#. / / 012 & <0, 01  7 & 3 /9/ $; 8  & 3                   9$9 D ,2 % - +7 $ 05 /+7 ,2 % - +7 $ *%$9  ,2 % - +7 $ 05 /+7 ,2 % - +7 $*9 -"5$,  E # $$0 % 9$9 +7 $*9 % - ,-/+7 $*9 % - ,-/+7 $*9 05 /+7 % - ,-/+7 $*9 % - ,-/+7 $*9 01 /$ +7 $*9 % - ,-/+7 $*9 % - ,-/+7 $*9 "         - 1 <0 1  )12  - 1 D 01 /$ D 01 /$ ?,D)*%$0 ?,D)*%$0 $F& C$1 ,- G/2/ G#$/ 01 & 01  - <" 9 +2 & 3 / /05/ & % %1-/$$ & 3 %- +9 & 3 %7 /0,2 D& 3 01 $ &  01  -       01 /$ +7 $*9 01 /$ D ,2 % - +7 $ 01 /$ +7 $*9 01 /$ D ,2 % - +7 $ % - ,-/+7 $*9 05 /+7 ,2 % - ,-/ 01 /$ +7 $*9 (       - 1 <0 1  )12  - 1 G#$/ 0;1# G) 01 /$ ,$, ,$, ( 7 2 -/-=  %01 %/$ H1  )7 )7 H  8* I <2%/. <2%/. <# 1 C,- 19 <# 1 , ;? >6@ '879  $ " 6/.E$2 6 $2$ ? ,$; , $, 01 J1$$$$ J3 J3 J3 .5$2$ )=%%D6   K -E$2 01 )C (   - 1 þessum og erlendis tíðk og fjárfestingarfélög e fasteignafélögum. Umfangsmikil uppb Fasteignafélagið Stoðir fasteignafélaga með eig nú rúmum 25 milljörðu eignir þess nema rúml króna en það á um 170 húsnæðis að flatarmáli í Stærsta eign félagsin verslunarmiðstöðvarinn Aðrar stórar fasteignir e Nordica og Hótels Loft unarinnar í Holtagörðu og lagerhúsnæðis Bau Borgartúns 21, þar sem Útflutningsráð og ýmsa anir eru til húsa. Einni fasteignir um verslanir Stærstur hluti fasteigna verslunarhúsnæði. Stoðir standa ennfre mikilli uppbyggingu bæ arhúsnæðis á höfuðbor þátt í byggingu hótels á og Túngötu, svokallaðs við Skúlagötu, Norðurb firði og stækkun Gríms Bústaðaveg. Sameining við Þyrpingu Baugur stofnaði Stoðir 1999 í þeim tilgangi að annast fast- eignarekstur 6 B FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF  Kolmunnastofninn virðist aldrei hafa verið sterkari síðan mæl- ingar hófust. Hins vegar á eftir að koma í ljós hvor verður sterk- ari, auðugi piparsveinninn eða sá snauði, í sjónvarpinu. Sterkur kolmunnastofn og enn ein raunveruleikaþáttaröðin FRÉTTIR um rannsóknir Rússa og Norð- manna á kolmunnastofninum í vor hafa vakið mikla athygli. Í ljós hefur komið að stofninn virðist aldrei hafa verið sterkari síðan mæl- ingar á stærð hans hófust. Í frásögn frétta- vefsins skip.is sagði meðal annars svo um kol- munnann og norsk-íslensku síldina, sem einnig hefur verið í fréttum. „Kolmunnastofninn í Norður-Atlantshafi sýndi metstyrkleika í mælingum sem nýlega er lokið. Stærð hrygningarstofnsins er u.b.b. hin sama og á árinu 2002. Á sl. þremur árum hafa verið veidd um 5 milljón tonn af kol- munna í Norður-Atlantshafi en samkvæmt ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins hefði alls ekki mátt veiða meira en 600 þúsund tonn á ári og algjört veiðibann var lagt til sum árin. Niðurstöður mælinga norsku hafrann- sóknastofnunarinnar sýna svo ekki verður um villst að Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur verið á algjörum villigötum í tillögum sínum á undanförnum árum. Í Fiskeribladet kemur fram að kolmunnaárgangurinn frá árinu 2000 er metstór og að nýliðunin á árunum 1995 til 2000 hafi verið með besta móti. Hins vegar benda rannsóknirnar einnig til þess að lakari árgangar séu að koma inn í veiðina og geti það haft áhrif á aflamagnið strax á næsta ári. Það er fróðlegt að fylgjast með því hvernig Norðmenn og einnig Rússar leggja áherslu á að stunda kolmunnarannsóknir á alþjóðlegu hafsvæði og víðar á meðan t.d. Íslendingar hyggjast aðeins stunda afmarkaðar rann- sóknir innan eigin landhelgi. Með þessum rannsóknum geta bæði Norðmenn og Rússar styrkt kröfu sína til aukins kolmunnakvóta.“ Um síldina segir meðal annars svo á skip.is: „Lækkun sjávarhita í Norður-Atlantshafi stuðlaði að hruni norsk-íslenska síldarstofns- ins í lok sjöunda áratugarins. Ofveiði hafði þar vissulega áhrif en ekki er hægt að horfa framhjá því að loftslagsbreytingar og lækkun sjávarhita höfðu greinileg áhrif á hrygning- arstofn síldarinnar. Þetta er niðurstaða Svein Sundby fiski- fræðings hjá norsku hafrannsóknastofnun- inni en að sögn Fiskaren hefur hann sýnt fram á að stærð hrygningarstofns síldarinnar hafi nákvæmlega fylgt sama ferli og lækkun sjávarhitans. Eftir því sem hitinn hafi lækkað hafi hrygningarstofninn minnkað. Samspil ofveiði og lækkandi sjávarhita lagði síldar- stofninn nánast í gröfina. Norðmenn hafa lengi legið undir ámæli, og þá ekki síst frá Íslandi, um að hafa stundað rányrkju á síldinni úr norsk-íslenska síldar- stofninum í nokkur ár eftir að síldin hvarf af úthafinu og af Íslandsmiðum. Var ungsíldin veidd í miklum mæli inni á norskum fjörðum og flóum. Hefur þessi framkoma norskra sjó- manna og útgerðarmanna lengi verið skammarblettur á norskum sjávarútvegi. Með því að tengja fall stofnsins við lækkandi sjávarhita má segja að norskur sjávarút- vegur fái uppreisn, a.m.k. að hluta til.“ Það er afar athyglivert að sjá að kolmunn- astofninn stækkar og stækkar þrátt fyrir veiði langt umfram ráðleggingar Alþjóðahaf- rannsóknaráðsins. Getur það verið að ráðið sé á algjörum villigötum og að alls ekki sé nægilega mikið mið tekið af umhverfisað- stæðum við mat á vexti og viðgangi fiski- stofna? ll FISKIFRÆÐI Hjörtur Gíslason Stofninn stækkar við aukna veiði hjgi@mbl.is MARGT hefur verið skrafað og skrifað um raunveruleikaþætti í sjónvarpi. Sýnist sitt hverjum, margir hneykslast en þegar allt kemur til alls þá hafa nú eflaust flestir lúmskt gaman af. Trista úr Piparmeynni fann hinn eina sanna að lokum, þriðja þáttaröðin um Pip- arsveininn er á enda runnin vestra og sú fjórða, með Bob í aðalhlutverki eins og fram kom í þessum dálki fyrir viku, er í bígerð. Framleiðendur þáttanna vinsælu ætla ekki að láta við þetta sitja heldur hafa tilkynnt um enn eina raunveruleikaþáttaröðina. Hugmyndin að Auðugur-snauður, eða Rich Guy-Poor Guy eins og nýjasta afsprengið heitir á frummálinu, er lík þeirri sem þætt- irnir um Piparsveininn og -meyna byggjast á. Ástarleitin – og ástleitnin – eru í brennidepli. En í þessum þætti kemur ný breyta inn í dæmið; peningar. Tveir piparsveinar verða í aðalhlutverkum. Í sjö þáttum leita þeir báðir í einu að róm- antík og hinni einu réttu, úr sama hópi kvenna. Valdir verða til leiks frambærilegir piparsveinar sem fyrr. Annar hinna heppnu sveina, sem nú er lýst sérstaklega eftir á vef ABC, á að vera ofboðslega auðugur (e.filthy rich) en hinn á að vera sorglega snauður (e. dirt poor). Þeir sem telja sig uppfylla þessi skilyrði, auk annarra kosta eins og hafa sjón- varpsvæn andlit, góða framkomu og leiftr- andi húmor, geta sótt um að taka þátt og freistað þess að heilla að minnsta kosti eina úr kvennahópnum. Undirrituð getur ekki skilið hugmyndina að þáttunum öðru vísi en svo að hvorki kon- unum né áhorfendum verði greint frá því hvor hinna frambærilegu piparsveina er slyppur og snauður og hvor á nóga peninga. Spennandi verður að fylgjast með hversu heppin sú yngismey telur sig vera sem að lok- um hreppir snauða sveininn. Áhorfendur koma eflaust til með að vona að hún sýni sínar verstu hliðar, hafni hinum snauða og geri þáttinn að raunverulegu raunveruleikasjón- varpi. Jafnspennandi verður að fylgjast með því hvernig sú sem krækir í vellauðuga kauð- ann fer með sinn feng. Þeir sem sækjast eftir að komast að í þætt- inum þurfa að gefa framleiðendum upplýs- ingar um tekjur sínar og eignir. Enginn á að komast upp með að falsa slíkar upplýsingar og þess vegna áskilja framleiðendur sér rétt til að athuga sannleiksgildi upplýsinganna með því að setja hvern umsækjanda í nokk- urs konar greiðslumat. Útkoman úr matinu ræður því svo í hvorn hópinn umsækjandinn fellur, þann auðuga eða snauða. ll RAUNVERULEIKASJÓNVARP Eyrún Magnúsdóttir Auðugur – snauður eyrun@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.