Morgunblaðið - 13.06.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.06.2003, Blaðsíða 2
DAGLEGT LÍF 2 B FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ lubba ÍNÁGRENNI Korpúlfsstaða erHelena Hólm með hárgreiðslu-stofu þar sem smáfólki er sinnt af sérstakri alúð. Börnin sitja í bíl og horfa á myndband á meðan lokk- arnir falla. Helena er ein þeirra fjölmörgu kvenna sem hafa nýtt sér þann vett- vang sem Auður í krafti kvenna er. Hana dreymdi um að stofna hár- greiðslustofu sem héti Stubbalubb- ar og væri eingöngu ætluð börnum og þar átti að sinna sérþörfum smá- fólks í hvívetna. „Ég gerði viðskiptaáætlun um slíkt fyrirtæki í Auðarverkefni mínu en komst að því að ekki væri rekstr- argrundvöllur fyrir það svo ég stofnaði í staðinn Hárgreiðslustofu Helenu með Stubbalubba innan- borðs.“ Auðarverkefnum er ætlað að vera atvinnuskapandi og í vetur voru sex starfsmenn á stofunni hjá Helenu en í sumar eru þær fjórar. „Við erum með sérstakt horn hér á stofunni þar sem allt er miðað við þarfir barna sem eru frá því að vera nokkurra mánaða gömul og alveg Morgunblaðið/Golli Stubbalubbinn Kjartan er fimm ára og unir sér vel í bílnum á meðan Helena snyrtir ljósa lokka. Gaman fyrir stubba með GARÐURINN ber þess glögg merki að húsráð-andi er dverghagur. Þarna eru borð og stólarúr tré, skúlptúrar úr trjádrumbum og garðá-höld og verkfæri, sem smíðuð hafa verið úr því sem til fellur í náttúrunni. Í garðinum má einnig sjá að búið hefur verið í haginn fyrir smáfuglana með húsasmíði, þar af eitt „fjölbýlishús“ með nokkrum litlum vistarver- um. „Ég gef fuglunum allan veturinn, á „Hið eilífa faðm- lag“, sem er allstór hnyðja norðan úr Trékyllisvík, frá vin- um þar,“ segir Jóna Valgerður Höskuldsdóttir, sem svo hugvitsamlega hefur búið um hnútana í garðinum sínum. Trésmíðin er þó ekki nema brot af því handverki sem Jóna Valgerður hefur fengist við um dagana. Bútasaum- ur er annað sköpunarform sem átt hefur hug hennar og hjarta um árabil og hefur hún verið afkastamikil á því sviði. Nýlega var haldin sýning á handverki hennar í Garðabergi í Garðabæ, sem bar heitið Bútað og tálgað, en þar sýndi Jóna Valgerður yfir 30 bútasaumsteppi og fjölda smíðagripa sem hún hefur tálgað. Blýfast í genunum „Handverkið er blýfast í genunum og kemur úr báðum ættum,“ segir Jóna Valgerður og kveðst hafa fundið fyrir þessari sköpunargleði frá því hún man eftir sér. „Ég er al- in upp á gullsmíðaverkstæði, en faðir minn, Höskuldur Árnason, var gullsmiður á Ísafirði. Hann var með verk- stæðið heima og við krakkarnir byrjuðum snemma að hjálpa þar til. Pabbi varð ekkill með okkur þrjú, sex, sjö og níu ára, og það feiknaafrek að halda heimilinu saman, á þessum tíma gjörólíkra aðstæðna í þjóðfélaginu, byggðist mikið til á því að við bjuggum í litlu samfélagi á Ísafirði, með alla sína nálægð, umhyggju og hjálpsemi, ásamt meðfylgjandi „afskiptasemi“. Það voru „önnur jól“ í hvert sinn sem ég fékk að fara niður í smiðju að bræða gull í deiglu. Þvílíkt litróf í bráðnu gullinu! Áhrifin á barnshug- ann ryðjast fram við tilhugsunina eina saman. Á tímabili hafði ég hug á að fara í gullsmíði, en örlögin höguðu því svo að ekkert varð úr því. Ég var sextán ára þegar ég flutti að heiman og fór suður. Fór í kaupavinnu austur í Flóa. Bjó síðan hjá frændfólki mínu í Hafnarfirði, gekk í Flensborgarskólann og lauk þaðan gagnfræða- prófi. Nokkru síðar lá leiðin í Hjúkrunarskóla Íslands og prófi þaðan lauk ég í mars 1952. Þá flutti ég til Danmerk- ur ásamt eiginmanni mínum, Gísla Hildibrandi Guðlaugs- syni sem nú er látinn, en hann var að fara í tæknifræði- nám og við bjuggum í Óðinsvéum í rúm þrjú ár á meðan hann var í námi. Þar starfaði ég við hjúkrun og eignaðist tvö fyrstu börnin. Við eignuðumst fimm börn, en eitt þeirra er látið. Fyrst eftir heimkomuna bjuggum við ná- lægt Selfossi og síðan á Akureyri í þrjú ár. Þá fluttum við aftur suður, keyptum fokhelt hér í Garðabæ og hér hef ég búið og starfað síðan.“ Jóna Valgerður kvaðst hafa starfað við hjúkrun lengst af starfsævi sinnar, ásamt því að reka stórt heimili og lið- sinna bóndanum við verkstæðisreksturinn, en hann var löngum farandmaður víðs vegar um landið, meðal annars við tankasmíði, tankaflutninga og stálgrindasmíði. Hand- verkið og löngunin til að skapa fallega hluti var þó aldrei langt undan og sköpunargleðin blundaði ávallt í henni, þótt ekki hefði gefist mikill tími til til að sinna þeirri köllun fyrr en nú á seinni árum. Reyndar var þó prjón- að, heklað og saumað á börnin og þau hjónin og fleiri sem á þurftu að halda. Sprett upp og skeytt saman efnum úr gömlum flíkum, öllu vent og snúið, því erfitt var að fá efni og nýtni talin til kosta. „Ég byrjaði ekki á bútasaumi fyrr en eftir að dóttir mín kom frá Hús- mæðraskólanum á Hallormsstað um áramótin 1993 og 1994, en þar hafði hún lært undirstöðuatriðin í þessari listgrein. Hún kenndi mér grunninn að handverkinu og eftir það héldu mér engin bönd. Og ég fór ekki að tálga að ráði fyrr en eftir afmælið mitt 1998, en þá gaf ég sjálfri mér í afmælisgjöf fyrsta námskeiðið Lesið í skóginn og tálgað í tré, sem haldið var á vegum Skógræktarfélags Ís- lands.“ Lífshlaup í bútum Í holinu á heimili Jónu Valgerðar í Garðabæ hangir stórt veggteppi úr bútasaumi sem hún segir að túlki sögu fjölskyldunnar. Bútarnir eru úr flíkum og fataafgöngum sem fjöl- skyldumeðlimir hafa gengið í og bút- arnir eru saumaðir saman með tákn- rænum hætti. „Ég sauma oft teppi fyrir vini og ættingja, til dæmis í tilefni af stóraf- mælum og þess háttar, og vísa þá oft- ast í lífshlaup þess einstaklings sem teppið er ætlað. Einnig reyni ég stundum að túlka liti og náttúruna í þessu handverki mínu og mér finnst það óneitanlega gefa verkinu meira Fjölbýlishús fyrir smáfuglana. Gína með hatt klædd í bútasaums- teppi og snagatréð Áhangandi 1. Borð, stólar og skúlptúr úr tré. Jóna Valgerður Höskuldsdóttir hefur fundið sköpunargleði sinni og athafnaþrá farveg í bútasaumi, tréskurði og rækt- unarstarfi. Í samtali við Svein Guðjónsson kveðst hún líka hafa nóg fyrir stafni, allan liðlangan daginn, alla daga. Morgunblaðið/Árni Torfason Bútasaumsteppin vísa oft í lífshlaup þeirra sem þau eru ætluð, en Jóna Valgerður hefur saumað fjölmörg slík. oggrænir fingurBútar, tálgun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.