Morgunblaðið - 13.06.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.06.2003, Blaðsíða 8
AUÐLESIÐ EFNI 8 FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ FEÐGAR á Vopnafirði fengu hval af tegundinni hnúfubak í netin hjá sér í vikunni. Reyndist hvalurinn vera tæplega níu metra langur og ekki undir sex tonnum að þyngd. „Það var hvalreki hjá okkur,“ sagði Björgvin Hreinsson við Morgunblaðið. En Björgvin og synir hans Hreinn, Björgvin og Eiríkur skáru hvalinn niður með sölu á markaði í huga. Feðgarnir voru á sex tonna plastbáti og var hvalurinn því heldur stærri en báturinn. Erfiðlega gekk að koma honum í land og urðu þeir að drösla honum með netunum, að sögn Björgvins. „Það kom sér vel að það var stutt að fara,“ sagði hann. Feðgarnir voru á þorsk-veiðum og segir Björgvin að veiðin hafi annars verið dræm. „Við fengum um 400 kg meðafla af þorski eftir nóttina.“ Morgunblaðið/Jón Sig. Sex tonna hvalur í netin UNDANFARNAR vikur hafa erlend dagblöð og tímarit lofað íslenska tónlist. Ný-útkomin plata rokk-sveitarinnar Mínuss hefur hvarvetna hlotið frábærar viðtökur. Í þungarokks-blaðinu Kerrang! hlaut hún hæstu einkunn og í hinu gamalgróna New Musical Express fékk platan 9 í einkunn, en þar er 10 hæsta einkunnin. Mínus er nú á löngu tónleika-ferðalagi um gervöll Bandaríkin, sem lýkur ekki fyrr en í lok júlí-mánaðar. Sama dag og plata Mínuss kemur út í Bandaríkjunum, hinn 17. júní, kemur út plata rokk-sveitarinnar Singapore Sling. Platan heitir The Curse of Singapore Sling. Hún hefur þegar fengið lofsamlega dóma, m.a. á einni mest sóttu tónlistarvefsíðu í heimi, All Music Guide. Einnig hældi dagblaðið Chicago Tribune sveitinni fyrir frammistöðu hennar á bandarískri tónlistar-hátíð fyrr á árinu. Ungir djass- og framúrstefnu-tónlistarmenn hafa einnig hlotið lof fyrir plötur sínar. Þannig hælir mest sótti djassvefur heims, All About Jazz, plötu saxófón-leikarans Jóels Pálssonar og líkir við Miles Davis. Platan heitir Septett og kom út hér á landi fyrir síðustu jól. Tónlistar-tímaritið Wire fer svo í nýjasta tölublaði sínu lofsamlegum orðum um plötu Óskars Guðjónssonar og Skúla Sverrissonar sem heitir Eftir þögn. Íslensk tónlist lof- uð erlendis ÍSLENSKA lands-liðið hefur heldur betur verið í sviðs-ljósinu undanfarið. Liðið fagnaði fyrst sigri á Færeyingum í Evrópu-keppni lands-liða og síðan Litháum. En lands-liðið lék þá sína fyrstu landsleiki undir stjórn Ásgeirs Sigurvinssonar landsliðs-þjálfara og aðstoðar-manns hans Loga Ólafssonar. Leikurinn gegn Færeyingum fór fram á Laugardals-vellinum og var kveðjuleikur Guðna Bergssonar á Íslandi. Hann hefur hætt sem atvinnu-maður með Bolton í Englandi þar sem hann var fyrirliði. Lengi vel leit út fyrir að Íslendingar yrði að sætta sig við jafntefli við Færeyinga. En Eyja-maðurinn Tryggvi Guðmundsson skoraði sigurmark Íslands rétt fyrir leikslok. Íslensku leikmennirnir fylgdu síðan sigrinum á Færeyingum eftir með því að vinna frækilegan sigur á Litháum í borginni Kaunas í Litháen. Þar sigraði liðið 3:0. Sigurinn var góð kveðju-gjöf fyrir Guðna Bergsson, sem nú er hættur knattspyrnu. Fyrir leikinn hafði Ísland leikið níu leiki í röð á útivelli án þess að fagna sigri, eða síðan þeir unnu á Möltu 2001, 4:1. Með sigrinum nú skaust Ísland hins vegar upp í annað sætið í sínum riðli í Evrópu-keppninni og á möguleika á að komast í loka-keppni EM í Portúgal næsta sumar. Glæsilegir sigrar lands-liðsins Morgunblaðið/Einar Falur Arnar Þór Viðarsson, Þórður Guðjónsson og Helgi Sigurðsson fagna marki Helga gegn Færeyjum á Laugardalsvelli. ÓTTAST er að friðar-umleitanir í Miðaustur-löndum séu í uppnámi eftir ofbeldisverk í Jerúsalem og á Gaza. En bæði Ísraelar og talsmenn palestínsku hreyfingarinnar Hamas, hóta öllu illu. Tuttugu og sex menn lágu í valnum eftir ofbeldis-hrinuna á miðvikudag. En þá týndu 16 Ísraelar lífi er Palestínu-maður, dulbúinn sem strangtrúaður gyðingur, sprengdi sig í loft upp í strætisvagni í Jerúsalem. Hefndu Ísraelar þess óðara með árásum á Gaza og féllu þá átta manns. Daginn áður höfðu Ísraelar drepið tvo Palestínu-menn er þeir reyndu að ráða einn helsta leiðtoga Hamas af dögum. Slapp hann lífs en særðist nokkuð. Ísraelar segjast enn vilja vinna að friði í anda Vegvísisins, áætlunar um sátt milli þeirra og Palestínu-manna. Þeir hafa þó engu að síður skipað hernum að „uppræta“ Hamas með öllum ráðum. Gera eigi engan greinarmun á háum og lágum liðsmönnum samtakanna. Ariel Sharon, forsætis-ráðherra Ísraels, staðfesti þá stefnu á föstudag. Er ekki að sjá að hann taki neitt mark á orðum George Bush Bandaríkja-forseta, sem gagnrýndi harðlega banatilræðið við leiðtoga Hamas-samtakanna. Utanríkis-ráðherra Ísraels, Silvan Shalom, sagði þá að kæmi til fleiri hryðjuverka væri úti um friðar-ferlið. Hamas-samtökin hóta fleiri árásum og hafa hvatt útlendinga til að fara frá Ísrael. Mikill uggur og reiði er í araba-ríkjunum vegna ástandsins. Þar er bent á að Ísraelar kæri sig ekkert um frið og grípi ávallt til árása til að hleypa öllu í bál og brand um leið og hann kemst á dagskrá. Óttast að úti sé um friðarferlið Reuters Lík Palestínu-manns borið til grafar eftir árásir Ísraela. Netfang: auefni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.