Morgunblaðið - 13.06.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.06.2003, Blaðsíða 3
upp í níu ára. Lítil börn hafa ekki þolinmæði til að sitja kyrr í langan tíma í einu og því er nauðsynlegt að dreifa huga þeirra á einhvern hátt. Þau sem eru af einhverjum ástæð- um hrædd við að koma í klippingu líður miklu betur í umhverfi sem er sniðið að þeirra þörfum. Þau eru mun fúsari að setjast upp í bíl en rakarastól og una sér vel sem bíl- stjórar. Þau sem vilja geta valið sér myndband til að horfa á og þá er tíminn fljótur að líða á meðan verið er að eiga við hárlubbann,“ segir Helena sem sótti fyrirmyndina til Ameríku. „Þörf á svona sérþjónustu fyrir börn er sannarlega fyrir hendi hér á landi, því Stubbalubbar njóta mikilla vinsælda og ég hef fengið frábær viðbrögð foreldra og barna. Foreldrar leggja það á sig að keyra hingað að borgarmörkunum alla leið frá Grindavík og Hafnarfirði til að njóta þjónustu Stubbalubba og mér finnst það vera prýðileg með- mæli,“ segir Helena. Ein hugmynd hennar í við- skiptaáætlun Auðarverkefnisins, var að koma af stað námskeiðum fyrir hárgreiðslufólk í því hvernig á að meðhöndla börn sem koma í klippingu. „Því það getur verið heil- mikil kúnst að klippa barn ef vel á að vera og til þarf góða blöndu af sálfræði og leik. Eins þurfa veik og fötluð börn sérstaka meðhöndlun,“ segir Helena sem sett hefur upp heimasíðuna Stubbalubbar.is og þar má m.a finna myndir af stubbalubb- um dagsins. Einnig er hægt að panta tíma í klippingu á Netinu en Helena segir það nýlundu hér á landi. „Svo er aldrei að vita nema draumurinn um stóra Stubbalubba- stofu verði að veruleika einn góðan veðurdag,“ segir Helena sem kann því vel að klippa knáa kolla. khk@mbl.is gildi ef það túlkar eitthvert ákveðið fyrirbrigði eða sögu,“ segir Jóna Val- gerður og bætir því við að smíðis- gripirnir séu hins vegar oftar en ekki ýmsir nytjahlutir, svo sem skaft á verkfæri, borðbúnaður, ostahnífar, pottar og pönnur, svo nokkuð sé nefnt. Einnig hefur hún smíðað snagatré, sem hún nefnir „Áhang- andi 1“, sem er ætlað yngstu barna- börnunum, auk ýmissa annarra gripa. En Jóna Valgerður er ekki einung- is hög í höndunum við að tálga og sauma heldur hefur hún líka óvenju græna fingur. Kunnugir segja að hún sé „ástríðufull“ garðyrkjukona og hafi gert margar frumtilraunir með jurtir og tré í garðinum sínum í Garðabæ. Sjálf viðurkennir Jóna Valgerður að hún hafi gaman af trjá- og garðrækt. „Ég hef haft gaman og uppbyggilegt gagn af því að vinna hér í garðinum og á seinni árum hef ég stundað trjárækt á æskuslóðum á Ytri-Húsum í Arnardal við Skutuls- fjörð. Aðstæður til trjáræktar þar eru vissulega erfiðar og fáir höfðu trú á því, þegar ég byrjaði að planta þar græðlingum, að stubbarnir myndu lifa af fyrsta veturinn. En nú er þar kominn vísir að skógi, nánast allt lif- ir, sem sannar að vilji og óendanlegt puð er allt sem þarf í þessum efnum, eins og svo mörgu öðru. Reyndar hefur veðurfar verið hagstætt und- anfarin ár.“ Allt sem ögrar talar til mín „Ég er nýkomin að vestan, þar eru engar skemmdir á trjágróðrinum, eins og er áberandi hér fyrir sunnan, en allt vex hægar. Það gerði ég reyndar líka og varð aldrei hávaxin. Held stundum að þá standi lífverurn- ar betur áveðrin í lífinu. Á langri lífsleið hef ég óneitanlega stundum haft storminn í fangið. Þá bregst ekki að ég fæ yfir mig taum- lausa þörf til sköpunarstarfa og framleiðslu af einhverju tagi og lit- irnir flæða um hugann. Þetta er ein- hver sókn til stillingar og jafnvægis, einhvers konar tilraun tilfinningalífs- ins til sjálfslækninga og leitar að jafnvægi. Allt sem ögrar talar til mín. Ég er hápólitísk án þess að hafa nokkurn tíma tilheyrt stjórnmála- flokki. Mér líkar öll stöðlun fólks illa, þykir umræðan oft uppstultuð og hálfgervileg. Nú er ég staðlað gam- almenni, sem er látið heita „eldri borgari“, án þess að bak við þau orð virðist vera nokkur eiginleg hugtaks- merking. Sjálf upplifi ég mig ekki gamla og hugsa ekki í lokafarvegi, þótt ég viti vel að tölfræðilega séð hlýt ég að vera á síðasta fjórðungi eða fimmtungi ævinnar og mál að ganga frá ýmsu sem skiptir máli eftir minn dag. Forræðishyggjan er æði ríkjandi og alltof margir eru uppteknir, jafn- vel á launum, við að búa til ímynd svonefndra aldraðra eða eldri borg- ara. Ef við tökum til máls á mann- fundum um okkar mál er okkur æði oft svarað út úr, eins og við séum staðlaðir kjánar, enda komin á elli- laun og lokastig ævinnar.“ Verkfæri fyrir ellismelli Sem hjúkrunarkona lét Jóna Val- gerður umhverfi og aðstæður barna og langveikra í Garðabæ mikið til sín taka, einkum sem skólahjúkrunar- kona, og enn er hún á kafi í sam- félagsmálunum. Eftir síðustu áramót hafði hún fyrst tíma til þess að verða virk í félagsstarfi aldraðra í Garða- bæ, sem hún sjálf kallar „Ellismella- skólann“, og hún ber hag starfsem- innar fyrir brjósti. Má það meðal annars sjá af því að þegar hún varð sjötug ákvað hún að opna bankabók og biðja vini og vandamenn að láta peningana, sem þeir annars hefðu eytt í gjafir og blóm handa henni, fremur renna í sjóð sem gæti gagnast til tækjakaupa fyrir Elli- smellaskólann. „Dætur mínar ákváðu að gefa mér veislu í afmælisgjöf, sem haldin var við opnun sýningarinnar Bútað og tálgað í mars síðastliðnum, á sjötugs- afmælisdegi föður þeirra. Skilyrðið sem ég setti fyrir að halda mætti af- mælisveisluna var að gestum yrði til- kynnt um nýjan sjóð, sem ætlaður væri til tækjakaupa fyrir „ellismell- ina“ í Garðabæ. Fólk tók almennt vel í þetta og þegar hafa safnast vel yfir 100 þúsund krónur í sjóðinn og hafa peningarnir verið notaðir til að kaupa verkfæri fyrir handverksdeildina í félagsstarfi aldraðra í Garðabæ. Gjöfin hlaut nafnið Til heiðurs hand- verki og var afhent í glöðum mann- fagnaði í Garðabergi 8. maí síðastlið- inn. Það vantar alltaf verkfæri í alla skóla og mér finnst peningunum bet- ur varið í þetta heldur en blóm og gjafir handa mér. Mig vantar heldur ekki nokkurn skapaðan hlut, á frekar of mikið ef nokkuð er, og ef mig skyldi einhvern tíma vanta eitthvað þá bý ég það bara til sjálf, eða útvega jöfnum höndum,“ segir Jóna Val- gerður Höskuldsdóttir, sem kveðst vera dæmigerð hvunndagsmann- eskja, en bara svo heppin að hafa fundið athafnaþörf sinni og sköpun- argleði réttan farveg þannig að hún hefur nóg fyrir stafni allan liðlangan daginn. Alla daga. „Mig langar til þess að þakka öll- um sem gerðu tækjakaupin kleif og vona að sem flestir njóti. Hvers kyns handíð er ótrúlegt gagn og gaman fyrir „eldra“ fólk, sem og alla aðra.“ Jóna Valgerður Höskuldsdóttir með bútasaum í bakgrunni. Jóna Valgerður hefur gert ýmsar tilraunir með jurtir og tré. Heimasmíðað rekuskaft. Sýnishorn af ýmsum hlutum sem Jóna Valgerður hefur unnið í tré. svg@mbl.is Fæ yfir mig taumlausa þörf til sköpunarstarfa. DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2003 B 3 Tassara notar Skin Like farða; Beige Natural No.4. www.NIVEA.com SK I N L IKE Fyrsti endingargóði farðinn með eiginleikum húðarinnar! Inniheldur líffræðileg efni, lík þeim sem eru á yfirborði húðarinnar, sem bindast óaðfinnanlega við húð þína og gefa henni fullkomnað náttúrulegt yfirbragð. Útkoman: Farði sem þú verður ekki vör við en veitir mjúkt, jafnt og fallegt yfirbragð. FULLKOMINN FARDI Í 12 KLUKKUSTUNDIR. NYTT! SKIN LIKE FARDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.