Morgunblaðið - 25.06.2003, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 25.06.2003, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2003 B 3 bílar GUÐJÓN Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari og knattspyrnu- stjóri hjá Stoke í Englandi, býr nú í Miðlöndunum í Englandi. Hann var staddur hér á landi í nokkra daga fyrir síðasta landsleik gegn Litháen og hélt þá meðal annars óformlegan töflufund hjá Heklu hf. sem mæltist vel fyrir hjá knattspyrnuáhuga- mönnum. Á meðan Guðjón dvaldist á Íslandi hafði hann til afnota Volkswagen Touareg V6 með loft- púðafjöðrun og við fengum hann til að lýsa reynslu sinni af þessum bíl. Hefur gaman af góðum bílum „Ég hef gaman af góðum bílum. Það sem kom mér mest á óvart var hve bíllinn var feiknarlega þægileg- ur í alla staði. Hann er aflmikill – þetta var V6 bensínvélin. Það má kannski ekki segja frá því hve hratt ég fór en óhætt er að segja það hreint út að aksturseiginleikarnir eru frábærir. Ég hef verið að keyra alls kyns bíla hérna úti, jeppa og fólksbíla, en það er enginn sem slær þennan bíl út. Ég var mest á malbik- inu en fór reyndar líka á bílnum upp í sveit í sumarbústaðinn. Þar fór ég aðeins jeppaslóðir en samt fór ég engar stórkostlegar torfærur. Það er hægt að lækka og hækka bílinn eftir þörfum með loftpúðafjöðruninni og ég bara fæ ekki séð að bílarnir gerist mikið betri,“ segir Guðjón. Touareg slær allt út Hann hefur verið á góðum bílum úti í Englandi. Stjórastarfinu hjá Stoke fylgdi Range Rover og núna ekur hann Mercedes-Benz ML 270. „Touareg-inn slær þetta allt út. Ég held að þetta sé bíllinn fyrir þá sem vilja vera á jeppa en eru oft á tíðum á hálfgerð- um trukkum sem hafa ekki þessa æðislegu aksturseiginleika sem Touareg hefur. Þetta er bíll sem hentar þeim sem þurfa að fara út í viðskiptaerindum eða stunda útivist. Hann er dýr en innifalin eru mikil þægindi. Þeir sem eru að kaupa sér bíl í þessum verðflokki ættu að skoða þennan kost.“ Segirðu þetta ekki bara vegna þess að þú fékkst bílinn lánaðan? „Nei, ef ég keypti mér bíl yrði Touareg fyrir valinu. Ég er van- ur því að segja hlutina eins og þeir eru og hef ekki ætlað mér að breyta út af því.“ Guðjón segir að Tou- areg sé lúxuskerra og mikill hægðarauki sé að hafa loftpúðafjöðrunina ef farið er utanvegar eða um jeppaslóðir. „Ég hef ekki keyrt bílinn í hálku en miðað við veggripið sem er til staðar ætti hann að vera kjörinn líka til vetr- arferða. Ég gæti hugsað mér að kaupa svona bíl þegar ég er kominn í fasta vinnu aftur þótt ekki sé mikið um utanvegaakstur hér í Englandi. Hann er efstur á óskalistanum.“ Guðjón segir ýmsar þreifingar í gangi varðandi atvinnumálin. „Það er hópur manna að spá í yfirtöku á nokkrum félögum. Um helgina var farið í málin hvað varðar annarrar deildar liðið Barnsley. Það er nokkuð heitt núna það mál en ég veit ekkert hvað gerist. Ég vil helst vera í Eng- landi.“ En er ekki ómögulegt að keyra þarna? „Nei, nei. Það er alveg dásamlegt. Þótt það sé ekið vitlausum megin á götunum þá verður maður bara jafn- vitlaus og aðrir og finnur ekki fyrir því. Eina vandamálið er hraða- myndavélar sem hér eru úti um allt. Það verður að gæta sín vel á þessu. Það eru háar sektir og svo er hérna punktakerfi. Það safnast upp þrír punktar fyrir hverja mynd óháð hraðanum. Eftir tólf punkta missa menn ökuréttindin. Ég hef verið duglegur að gæta mín og bara fengið þrjár myndir á mig á þeim fjórum ár- um sem ég hef búið hér,“ segir Guð- jón. Guðjón hreifst af Touareg Guðjón Þórðarson sportaði sig á VW Touareg þegar hann kom heim til Íslands fyrir landsleik- inn á móti Litháen. Hann segir í samtali við Guðjón Guðmunds- son að Touareg sé sá bíll sem hann myndi kaupa ef kaup á nýjum bíl væru á döfinni. Morgunblaðið/Golli Guðjón Þórðarson í hlutverki landsliðsþjálfara Íslands að nudda axlir Árna Gauts Arasonar markvarðar. gugu@mbl.is BÍLABÚÐ Benna, umboðasaðili Porsche á Íslandi, hefur fengið auk- inn innflutningskvóta á Cayenne- jeppanum og fær fyrirtækið nokkra bíla í september með 250 hestafla V6 vél. Að sögn Benedikts Eyjólfssonar hjá Bílabúð Benna heitir bíllinn þá Cayenne en fyrir í framleiðslunni eru Cayenne S sem er 340 hestafla og Turbo, sem er 450 hestafla. S-bíll- inn kostar nú frá um 7,9 milljónum kr. en verðið á V6-bílnum verður 6,4 milljónir kr. Sá bíll verður ekki á loftpúðafjöðrun en að flestu öðru leyti með sama búnað og S-bíllinn, þ.m.t. leðurklæðningu og sama fjór- hjóladrifskerfi. Hægt verður að kaupa loftpúðafjöðrunina sem auka- búnað fyrir 420.000 kr. 15 Porsche Cayenne S og Turbo hafa verið skráðir hérlendis og á þessu ári hafa jafnframt verið skráðir þrír 911 sportbílar og tveir Boxster. Cayenne V6 kemur í haust. Cayenne V6 á 6,4 millj. kr. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 MMC Lancer 4d Gli 1,3 Nýskr. júlí 2000. Ek. 55 þ. km. Bsk. Verð 960 þús. Hyundai Accent 4d, 1,5 Gli. Nýskr. júlí. ‘98. Ek. 55 þ. km. Ssk. Verð 590 þús. Suzuki Swift 1,3 Nýskr. maí. 1998. Ek. 83 þ. km. Bsk. Verð 560 þús. Daihatsu Terios 1,3 Nýskr. sept. 1997. Ek. 85 þ. km. Bsk. Verð 690 þús. Kia Pride Wagon 1,3 Glxi. Nýskr. feb 2002. Ek. 25 þ.km. Bsk. Verð 690 þús. VW Golf Variant 1,6 Nýskr. janúar 1997. Ek. 107 þ. km. Verð 720 þús. Toyota Touring 4x4, 1,8 Nýskr. okt. ‘97. Ek. 85 þ. km. Bsk. Verð 960 þús. Kia Clarus 2,0 Glsi Nýskr. júlí 2000. Ek. 60 þ.km. Ssk. Verð 1.130 þús. Kia Carnival 2,5 Le Nýskr. nóv 2001. Ek. 24 þ. km. Ssk. Verð 2.260 þús. Tilboð 490 þús. Tilboð 575 þús.Tilboð 490 þús. Tilboð 2.100þús.Tilboð 1.030 þús. Tilboð 590 þús. Nissan Terrano II, 2,4 SR Nýskr. sept. 1997. Ek.113 þ. km. Verð 1.170 þús.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.