Morgunblaðið - 25.06.2003, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 25.06.2003, Qupperneq 8
8 B MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar Chevrolet Corvette árg.1996. 6 gíra, glertoppur, leður, CD. rafmagn í öllu. Sumarbíllinn í ár. Verð 2990 þús. Tilboð 3.590 þús. (bein sala). Verð kr. 3.590.000 Alþjóðleg dómnefnd bílablaðamanna hefur ákveðið að veita Volkswagen viðurkenninguna „Vél ársins“ fyrir hina nýju V10 TDI dísilvél, sem er með fjölda nýjunga, eins og hún birt- ist í lúxustorfærujeppanum VW Tou- areg og lúxusbílnum VW Phaeton. V10 TDI stóð fyrir sínu sem dísilvél og fór á toppinn í 4,0 lítra flokknum – og kom á óvart – því hún skaut V8 og V12 bensínvélum frá BMW, Ferrari, Mercedes-Benz og Porsche ref fyrir rass. Þessi viðurkenning byggir á alþjóð- legum grunni. Alls tóku 50 dóm- nefndarmenn frá 22 löndum í fimm heimsálfum þátt í valinu, þar sem far- ið var yfir allar vélar sem eru í boði í þessum flokki. Frank Markus frá Car and Driver í Bandaríkjunum hafði þetta að segja um V10 TDI: „Ef við þurfum að spara afl og taka koltvísýr- ingsmengunina frá stórum jeppum og fólksbílum með í reikninginn, má ég þá vinsamlegast fá stóra og aflmikla dísilvél“. Thomas Imhof, sem skrifar fyrir „mot“ í Þýskalandi auk annarra blaða segir: „Þessi dísilvél sameinar yfirburðaafl og framúrskarandi elds- neytisnýtingu ásamt fágun í afli og viðbragði.“ Jake Venter frá Car í Suð- ur-Afríku bætir við: „V10 TDI gerir To- uareg að þeim fágaðasta og aflmesta af öllum lúxusjeppum með dísilvél.“ Þessi tíu strokka dísilvél með for- þjöppu skilar hámarkssnúningsvæg- inu, sem er 750 Nm, á allt niður í 2.000 snúninga á snúningshraða- mælinum. Auk dágóðs rúmtaks upp á 5,0 lítra eru afl og viðbragð á við það besta sem gerist meðal margra sportbíla. Það erháþrýst dæluinn- sprautunin frá Volkswagen og tvöföld forþjappan sem stendur að baki þess- um miklu afköstum. tvinnun afls og sparneytni. Nú þegar hefur verið skráður 21 To- uareg hér á landi og umboðið hefur tekið við 30 pöntunum, þar af þremur fyrir bílum með V10 dísilvélinni. „Við kynnum núna í sumar tvær nýjar vél- ar í Touareg. Annars vegar er um að ræða 4,2 lítra, V8 bensínvél sem skil- ar 310 hestöflum og hins vegar V5 TDI vél sem skilar 174 hestöflum,“ segir Jón Trausti Ólafsson, kynn- ingar- og blaðafulltrúi Heklu. 313 hestöfl og 750 Nm í Touareg og Phaeton V10 dísilvél VW fékk viðurkenningu. Grettir Rúnarsson bóndi hefur skipulagt mikið sumarbústaða- svæði á jörðinni Svínhaga. Áður en uppbygging og uppræktun hefst þótti honum kjörið að fá tor- færuhjól til að marka vegi og stíga um svæðið. Ökumenn torfæru- hjóla láta ekki bjóða sér slíkt tvisvar heldur hópuðust á svæðið og héldu þolakstursmót. Krefjandi keppnisbraut Keppnisbrautin var fjölbreyti- leg og mjög krefjandi. Fyrsti hlut- inn lá um jeppaslóða á grónum túnum sem skreytt voru hvössu grjóti og hættulegum þúfum sem gátu þeytt hjólamönnum harka- lega af baki, færu þeir ekki með gát. Því næst þurfti að aka yfir á sem flaut yfir vélar hjólanna. Þeir sem fóru of geyst lentu í því að bleyta vélarnar og stoppuðu í miðri ánni. Síðan tóku við miklar sandgryfjur sem buðu upp á brött börð, kletta sem þurfti með lagni að klifra yfir, krappar og þungar sandbeygjur ásamt sandöldum sem reyndu mikið á ökutækni og handstyrk. Aftur þurfti að fara yf- ir ána en nú þar sem hún var dýpri og straumþyngri. Vatnið flaut yfir dekk og vélar og straumurinn gerði mönnum erfitt fyrir með aksturinn. Brautin endaði síðan í þýfðu landi sem tæmdi keppendur orku – væri hún einhver eftir. Misreiknuðu eyðsluna Einar Sigurðarson byrjaði dag- inn með látum. Hann er þekkt þol- aksturshetja og frægur fyrir mik- ið þol og hraðan akstur á óþekktum svæðum. Hann tók strax forystu en mistök hans við innskráningu í tímahliðið eftir fyrsta hring kostuðu hann foryst- una sem hann náði ekki til baka. Viggó Örn Viggósson greip gæs- ina, tók forystuna og vann fyrri umferðina. Margir biðu eftir af- rekum frá Ragnari Inga Stefáns- syni sem keyrði þétt og af miklu öryggi, en eins og hjá þó nokkrum ökumönnum misreiknaði hann eyðsluna í þungum sandinum og varð bensínlaus. Í seinni umferð- inni tókst Einari betur upp í harðri baráttunni við Viggó. Hann sýndi klærnar strax í fyrsta hring og náði góðu forskoti. Einar vann þá umferð og sigraði í keppninni með samanlögðum árangri beggja umferða. Viggó náði 2. sæti og Haukur Þorsteinsson með sitt ótrúlega úthald og mikla útsjón- arsemi í þolakstri keyrði af skyn- semi sem fyrr og þurfti varla að blása úr nös til að sækja sér bronsið. Morgunblaðið/Alfons Viggó Örn Viggósson á fljúgandi siglingu. Einar í fantaformi Önnur umferð Íslandsmótsins í þolakstri var haldin á sumarbústaðalandi Grettis Rúnarssonar, bónda í Svínhaga, um síðustu helgi. Bjarni Bærings mætti fyrstur á svæðið og segir hér frá keppninni. ÖNNUR umferð Íslandsmótsins í ralli var haldin um síðustu helgi og var ekið um Tröllháls, Uxahryggi, Kaldadal og Geitháls. Þrettán áhafnir voru skráðar til leiks, þar af sex á fjórhjóladrifnum bifreiðum. Þeir Metró-menn, Sig- urður Bragi og Ísak, tóku forustu á fyrstu sérleið, en á hæla þeirra komu bræðurnir Rúnar og Baldur á Subaru. Þeir virtust vera nokkuð svekktir með stöðu mála, enda ekki vanir að tapa sérleiðum án þess að lenda í vandræðum með bíl sinn. Eitthvað var bíllinn þó að hrjá þá á þessari leið, en því var síðan kippt í liðinn. Á næstu sérleið sýndu þeir sitt rétta andlit og náðu 47 sek- úndum betri tíma en Sigurður og Ísak. Gríðarleg barátta Sigurðar og Ísaks skilaði þeim besta tíma á öll- um öðrum sérleiðum dagsins. Má þar nefna besta tíma frá upphafi ralls á Íslandi, bæði á Tröllhálsi/ Uxahryggjum, (31 km), og á Tröll- hálsi til baka (18 km). Rúnar og Baldur náðu því fyrsta sæti keppn- innar með þó einungis 9 sekúndna forskoti og eru því enn efstir í bar- áttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Í öðru sæti urðu þeir Sigurður og Ísak og í þriðja sæti Guðmundur og Jón á Subaru. Í 2.000 cc flokki með drifi á einum öxli náðu þeir Hlöðver og Halldór á Toyota sigri, eftir að Daníel og Sunneva skemmdu fjöðrun að aftan í Honda-bíl sínum. Úrslit urðu þessi: 1. Rúnar/Baldur, Subaru 0:46:09. 2. Sigurður Bragi/Ísak, Metro 0:46:18. 3. Guðmundur/Jón, Subaru 0:52:09. 4. Hlöðver/Halldór, Toyota 0:53:34. 5. Daníel/Sunneva, Honda 0:54:08. 6. Sighvatur/Úlfar, Cherokee 0:53:12. 7. Ingólfur/Kolbeinn, Suzuki 0:59:44. 8. Ingvar/Jón, Toyota 1:00:14. 9. Sigurður/Elsa, Toyota 1:07:02. 10. Guðmundur/Borgar, Renault 1:11:18. 11. Þorsteinn/Þórður, Mazda, luku engri leið (gírkassi brotinn). 12. Kristinn/Jóhannes, Nissan, luku einni leið (út af/brutu dekk). 13. Þorsteinn/Witek, Renault, luku þremum leiðum (bilaður gír- kassi). Það var Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur, með Harald Bjarma Pálsson keppnisstjóra í fararbroddi, sem hélt þessa keppni. Næsta keppni er 26. júlí í Skaga- firði. Morgunblaðið/Gunnlaugur Einar Briem Rúnar og Baldur á Geithálsinum. Rúnar og Baldur klár- uðu á einni sérleið Rúnar Jónsson á Subaru og Sigurður Bragi Guðmundsson á Metro.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.