Morgunblaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B LYFSÖLUKEÐJAN Lyf & heilsa hf. hefur hafið athugun á þeim möguleika að hefja rekstur apóteka á erlendri grund. Ætlun- in er að nýta uppsafnaða reynslu af rekstri Lyfja & heilsu hér á landi. Í upphafi verður einkum horft til Suður-Evrópu og austur- hluta Mið-Evrópu. Á aðalfundi Lyfja & heilsu hinn 24. maí síðastliðinn var ákveðið að Karl Wernersson, framkvæmda- stjóri fyrirtækisins, tæki við stöðu starfandi stjórnarformanns Lyfja & heilsu hf. Karl segir að auk þess að fylgja enn betur eftir markaðri stefnu um frekari uppbyggingu lyfsölu- keðjunnar innanlands verði helstu verkefni hans sem starf- andi stjórnarformanns að kanna og eftir atvikum hefja rekstur apóteka á erlendri grund. Hann segir að í upphafi verði einkum horft til Suður-Evrópu og austur- hluta Mið-Evrópu. Karl hefur nú þegar hafið undirbúning þessa verkefnis og er fluttur ásamt fjöl- skyldu sinni til Ítalíu. Óþrjótandi tækifæri „Við munum fara í þetta verkefni af fullri varkárni,“ segir Karl. „Markmiðið er að kortleggja ákveðin lönd á því svæði sem við viljum skoða að þessu sinni. Þeg- ar slíkri greiningu er lokið þarf að taka ákvörðun um með hvaða hætti næsta skref er stigið. Verk- efnið er á byrjunarstigi og alls ekki tímabært að tjá sig frekar um málið á þessum tímapunkti.“ Við starfi framkvæmdastjóra Lyfja & heilsu hf. frá 1. júlí næst- komandi tekur Hrund Rudolfs- dóttir, en hún hefur verið rekstr- arstjóri fyrirtækisins frá árinu 2001. Hrund segir að það leggist afar vel í sig að setjast í framkvæmda- stjórastól Lyfja & heilsu hf. „Framundan eru stór og mikil verkefni sem ég hlakka til að tak- ast á við,“ segir Hrund. „Smá- sölumarkaður lyfja hefur tekið miklum breytingum undanfarin ár og verður spennandi að taka þátt í að móta hann enn frekar. Lyf & heilsa hf. hefur aðlagað sig að breytingum sem hafa átt sér stað á markaðnum og í dag stend- ur fyrirtækið í fremstu röð í rekstrarlegum og faglegum skiln- ingi. Öflugur rekstrargrundvöllur hefur verið tryggður þrátt fyrir síaukna samkeppni og að stjórn- völd hafi markvisst dregið úr þátttöku Tryggingarstofnunar ríkisins í lyfjakostnaði.“ Hrund bætir við að fyrirtækið hafi yfir að ráða stórum hópi af hæfu starfsfólki sem sé vel í stakk búið til að takast á við verkefni morgundagsins. „Ég tek því við góðu og ört vaxandi búi með óþrjótandi tækifærum.“ Uppbygging á Íslandi Áætlanir Lyfja & heilsu hf. gera ráð fyrir að veltan verði fjórum sinnum meiri á þessu ári en árið 1999, en starfsemin hófst á því ári. Gert er ráð fyrir að velta fyr- irtækisins í ár verði um 4,3 millj- arðar króna en hún var um einn milljarður árið 1999. Þegar Lyf & heilsa tók til starfa var fjöldi lyfjaverslana inn- an keðjunnar samtals 12 en þær eru nú 28. Stefnt er að því að verslanirnar verði samtals 31 í lok þessa árs. Af lyfjaverslunum Lyfja & heilsu eru 25 reknar undir því vörumerki og 3 undir vörumerk- inu Apótekarinn. Samtals eru 18 lyfjaverslanir keðjunnar á höfuð- borgarsvæðinu, 5 á Suðurlandi, 3 á Norðurlandi, ein á Vesturlandi og ein á Suðurnesjum. Starfs- menn fyrirtækisins eru um 220 talsins. Lyf & heilsa hf. kanna rekstur apóteka erlendis Karl Wernersson verður starfandi stjórnarformaður Lyfja & heilsu hf. með aðsetur á Ítalíu og Hrund Rudolfsdóttir tekur við starfi framkvæmdastjóra fyrirtækisins Morgunblaðið/Jim Smart VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS SEÐLABANKI Bandaríkjanna lækkaði vexti sína um 0,25%, úr 1,25% í 1%, á vaxta- ákvörðunarfundi bankans sem lauk í gær. Þetta er þrettánda vaxtalækkun bankans frá því hann hóf að lækka vexti snemma árs 2001 og vextirnir hafa ekki verið lægri frá árinu 1958. Bankinn tilkynnti að hann væri reiðubúinn til að lækka vexti enn frekar ef hætta ykist á lækkandi verðlagi. Verð- bólguspár eru enn yfir núllinu, en hafa farið lækkandi og vaxtaákvörðunarnefnd bank- ans segir útlitið of óljóst til að hægt sé að útiloka verðhjöðnun. Þar sem verðbólga sé lág hafi verið svigrúm fyrir minna aðhalds- stig peningastefnunnar. Financial Times segir að sumir hagfræðingar hafi mælt gegn vaxtalækkun og það kunni að vera skýringin á því að hún varð ekki meiri en raun ber vitni. Vaxtalækkunin er í samræmi við spár markaðsaðila, en spáð hafði verið 0,25%– 0,50% lækkun. Vaxtaákvörðunarnefnd seðlabankans var ekki fyllilega einhuga um niðurstöðuna, einn nefndarmaður greiddi atkvæði með 0,50% vaxtalækkun. Financial Times segir að sumar banda- rískar hagtölur hafi að undanförnu sýnt merki um hægan efnahagsbata, en aðrar tölur gefi til kynna veikt efnahagsástand. Tiltrú almennings á efnahagslífið virðist hafa staðnað og vísbendingar séu um að vinnumarkaðurinn sé að dragast saman. Lækkun í þremur Evrópulöndum Stýrivextir voru lækkaðir í þremur löndum Evrópu í gær, Noregi, Póllandi og Tékk- landi. Seðlabanki Noregs lækkaði stýrivexti sína um 1% í gær, úr 5% í 4%, og er það í samræmi við væntingar markaðsaðila, sam- kvæmt könnun Bloomberg News. Þetta er mesta vaxtalækkun í Noregi í rúman ára- tug og lækkaði gengi norsku krónunnar í framhaldi lækkunarinnar. Seðlabanki Póllands lækkaði vexti um 0,25%, í 5,75%, og seðlabanki Tékklands lækkaði vexti um sömu hlutfallstölu í 2,25%. S E Ð L A B A N K A R Stýrivextir lækkaðir Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti niður í 1% S É R B L A Ð U M V I Ð S K I P T I , E F N A H A G S M Á L O G A T V I N N U L Í F Á S A M T S J Á V A R Ú T V E G S B L A Ð I Menning og viðskipti Kostun menningarviðburða eykst 4 Aðbúnaður útlendinga Erfitt getur verið að starfa á Íslandi 7 UMRÓT Á STEYPUMARKAÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.