Morgunblaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI MENNING  Helmingur fyrirtækja í gamalgrónu Dow Jones hlutabréfavísitöl- unni hafa hækkað um 40% eða meira á fáum vikum. Hins vegar getur reynst erfitt að skýra ástæður þessarar hækkunar. Tímasetning sveiflna á hlutabréfa- markaði eru ónákvæm vísindi F JÁRMÖGNUN listar og menn- ingar í landinu er og hefur síð- ustu ár og áratugi verið að langmestu leyti á höndum hins opinbera. Á árinu 2001 reiddi ríkið af hendi 9,2 milljarða króna til menn- ingarmála, framlag borgarsjóðs til menn- ingarmála var rúmur milljarður á árinu 2001, þegar frá hafa verið dregnar 105 millj- óna króna sértekjur menningarinnar, og upphæðin sem Akureyrarbær greiddi til að halda úti menningarstarfsemi í bænum á árinu 2001, að frátöldum sértekjum, voru 148 milljónir króna. Atvinnulífið hefur komið að málaflokkn- um með mismunandi hætti, einkum í formi úthlutana styrkja úr menningarsjóðum án þess að þá sé ætlast til þess sérstaklega að menningarðilar sem styrkina hljóta haldi nafni gefandans sérstaklega á lofti. Erlendis hafa fyrirtæki í atvinnurekstri í síauknum mæli séð sér hag af því að stofna til við- skiptasambanda við aðila í menningarlífinu með svokölluðum kostunarsamningum og hefur þetta form í auknum mæli verið að gera vart við sig á Íslandi. Íslandssími gerði kostunarsamning við Listasafn Reykjavík- ur, Íslandsbanki við Þjóðleikhúsið og Ný- listasafnið, Landssímin og síðar Pharmaco við Listasafn Íslands og Landsbankinn við Íslenska dansflokkinn svo eitthvað sé nefnt. Einnig er skemmst að minnast Reykjavíkur Menningarborgar árið 2000 en þá komu til sögunnar hinir svokölluðu máttarstólpar Menningarborgarársins og reiddu af hendi 40 milljónir í líklega viðamesta kostunar- samningi sem gerður he menningarlífinu á Ísland Sumarið í boði Tals Kostun sem slík er þó ek íslenskum markaði. Un hefur fólk t.d. orðið vart irtæki eigna sér tímabu skrárliði í sjónvarpi og í eignað sér hluti sem me einn gæti átt. Skemmst þegar Tal byrjaði að ko sagði síðan að veðrið væ varð sumarið í boði Tal var það sjálfur 17. júní eða reyndar Og Vodafon heitir í dag. Kostun hér á landi er skónum sem endurspeg lega í tilkynningu sem K daginn þar sem harmað v miðlar vildu ekki tala um ina, og kölluðu hana deildin héti ekki og hef nafni. Hún hefði alltaf b fyrirtækis; kostunarað knattspyrnunnar er ne kostunarfyrirbæri land nafn deildarinnar í eyru ber fyrir augu oft á dag a knattspyrnumótið stend Þó að menn verði va unarsamninga við menn um mæli þó, kannast sj hlutanir úr hinum ýmsu þegar hópmyndir af fó skjal og blómvönd í hend um. Eins og fram kemur greininni við Leópold S ráðgjafa, eru íslensk fyri fá þeirra með það mikla ingarmála, að þau geti l menninguna svo einhv helstu á þessu sviði eru b kortafyrirtækin, tryggin lögin, en sjóðir þessara bæði til menningar- og lí Morgunblaðið leitaði frá nokkrum fyrirtæk menninguna. Þar kemur SPRON leggur 20 millj og mannúðarmála á þe SPRON fyrir skatta á sí milljónum króna. Hjá Íslandsbanka er ingarsjóði fjórum sinni á arupphæðin sem úthlut króna. Hagnaður Ísland nam 4.177 milljónum fyr Hjá VÍS fengust þær u hæð til menningarmála Viðskipti v menningu Bresk fyrirtæki leggja menningunni til 14 milljarða á ári. Hér á að minnsta kosti 471 milljón til ýmissa menningar- og mannú Kostun menningar fer hægt vaxandi hér á landi, auk þess sem atvinnulífið styrkir menn- ingu- og mannúðarmál með ýmsum hætti. Þóroddur Bjarnason kynnti sér málið og ræddi við nokkra aðila sem þessu tengjast. Í LEIÐBEININGABÆKLINGI breska fyrirtæk- isins Art & Business, A&B, segir um kostun (sponsorship) að ef að ekki er til staðar skiln- ingur á því hvað kostun er sé í raun ómögu- legt fyrir menningaraðila að nálgast vænt- anlegan kostunaraðila á réttan hátt. Kostun gæti jafnvel verið kostunaraðilanum framandi hugtak og menningaraðilinn þarf því að vera tilbúinn til að selja viðkomandi hugmyndina. A&B skilgreinir kostun með þessum hætti: „Kostun er greiðsla fjármuna sem fyrirtæki reiðir af hendi til menningarstofnunar með því afdráttarlausa markmiði að halda á lofti nafni fyrirtækisins, vörum þess og þjónustu. Kostun er hluti af almennum kynningarkostn- aði fyrirtækisins og má líka snerta á því að fyrirtækið sé að uppfylla skyldu sína gagnvart samfélaginu á einhvern hátt.“ Í bæklingnum segir jafnframt að kostun sé frábrugðin öðrum tekjuleiðum menningar- aðila, en þær eru í fyrsta lagi sértekjur (ear- ned income), svo sem aðgangseyrir, bækl- ingasala, sala verka, sala minjagripa, dagskrá fyrir viðskiptavini og starfsmenn fyr- irtækja. Í öðru lagi er kostun ekki úthlutun úr styrktarsjóðum (subsidy); en það eru aðilar sem hafa skyldu til að styðja listir og menn- ingu fjárhagslega, til dæmis kvikmyndasjóður, starfslaunasjóður o.s.frv. Kostun er heldur ekki framlög (donation); en það eru peningar sem einstaklingar, fyrir- tæki eða sjóðir leggja fram en krefjast einskis í staðinn nema að sagt sé „takk“ og kannski sett lítil þakkarlína í bækling. Framlag er gjöf þar sem ekki er búist við neinu í staðinn. Í fjórða lagi er kostun ekki svokallaður fastur stuðningur (patronage), en það er óeigingjarn og minna viðskiptatengdur stuðn- ingur. Þar skort muni sem eru ti framlögum er lí hvað í staðinn. Þ unum eftir einhv sem tekjur, og e verða nátengdu um kostun væri liggur einhverss unar. Kostun er v Í ritinu segir jaf stofnað til gagn þar sem mennin að þurfa að gefa ingana. Þessveg araðilann að ná staf, með það fy ll MARKAÐSMÁL kostun Hvað er kostun? – Hv SUMIR myndu eflaust vilja halda því fram að það hefði verið aðalleikaranum í myndun- um um baráttujaxlinn Rambo til framdráttar ef tal hefði ekki haldið innreið sína í kvikmynd- ir. Þá hefðu einnig svipbrigðin fengið notið sín til fulls. Rambo er að ýmsu leyti eins og hluta- bréfamarkaðurinn, hefur tilhneigingu til að færast í aukana þegar hann virðist kominn í afar þrönga stöðu. Fyrir tæpum 6 mánuðum voru margir fjár- festar brúnaþungir sem aldrei fyrr en nýliðinn mánuður hafði verið einn sá versti frá því á þriðja áratugnum og áhyggjuefnin næg fram- undan eins og kunnugt er. En þróunin á fjár- málamörkuðum virðist stundum sérstaklega hönnuð til að láta flesta hafa eins rangt fyrir sér og mögulegt er. Frá því að lækkunin hófst á hlutabréfa- mörkuðum snemma árs 2000 voru margir sér- fræðingar fyrst í stað ódeigir og þeirrar skoð- unar að um eðlilega leiðréttingu væri að ræða, eins og kallað var, sem yrði frekar skamm- vinn. Eftir því sem tíminn leið og lækkunarfas- inn varð lengri og samfelldari hljómuðu raddir hinna staðföstu leiðréttingarmanna æ meira hjáróma og á endanum voru margir þagnaðir. Þeir höfðu lent í keimlíkri stöðu og þeir sem voru alla tíð vantrúaðir á varanleika hinna miklu hækkana á hlutabréfamörkuðum víða um heim undir lok aldarinnar. Báðir hóparnir höfðu að einhverju leyti reynt á eigin skinni að til að ná almannahylli á fjármálamörkuðum getur skipt meira máli að hafa rétt fyrir sér um í hvaða átt markaðurinn stefnirþó að það sé af röngum ástæðum heldur en að hafa rangt fyrir sér um áttina þó að það sé af réttum ástæðum. Þegar loks hafði tekist að kveða að mestu niður raddir hinna stað- föstu fór hagur fjárfesta að vænkast, eins og áhugamenn um hlutabréfa þekkja. Stundum er sagt að það sé erfitt að tíma- setja markaðinn og það má til sanns vegar færa. Það er þó freistandi að trúa því að þetta sé hægt og útreikningar af einföldu tagi virð- ast á yfirborðinu stundum sýna að tímasetning skipti máli. Óvísindaleg skyndikönnun á meðal sæmilegra traustra bandarískra fyrirtækja sem flestir geta verið sammála um að sé margra lífdaga auðið sýnir t.d. eftirfarandi; um helmingur fyrirtækja í hinni gamalgrónu Dow Jones hlutabréfavísitölu hafa hækkað um 40% eða meira á örfáum vikum, sem má kalla undarlega háa ávöxtun á svo skömmum tíma. Hér er auðvitað hálf sagan sögð og reyndar tæplega það, t.d. lögðust stríðsátök ofaníkaup- ið við aðra þætti sem voru fjárfestum þvert um geð, þannig að svartsýni var e.t.v óvenjumikil. Þegar þannig er ástatt getur verið erfitt að sjá til botns í tunnunni. Tvö dæmi af handahófi sýna þó að mikla skýringargetu getur þurft til að útskýra þróun hlutabréfaverðs til skamms tíma. Hin ágætu fyrirtæki McDonald’s og Home Depot hafa þótt vera að rata í vandræði í rekstri sínum, sem ekki verður fjölyrt meir um. Áhyggjur fjárfesta og ekki síður greining- armanna virtust heldur vera að magnast fyrir nokkrum mánuðum og á endanum virtust sumir ekki geta á heilum sér tekið. Síðan þessi áhyggjualda reis hvað hæst hefur gengi félag- anna hækkað um 75% annars vegar og 55% hinsvegar. Enn er einungis hálf sagan sögð, markaður- inn tók almennt við sér og þeir sem hafa verið hluthafar í fyrirtækjunum vita væntanlega manna best að gengi beggja félaganna var eitt sinn miklu hærra. Ef aftur á móti er litið á fyr- irtækin sem einhvers konar meðalfyrirtæki, sem er auðvitað ekki sjálfgefið, sem geti yfir lengra tímabil skilað ávöxtun í takt við lang- tímameðaltal, virðast fjárfestar sem tímasettu kaupin sæmilega komnir með 5-7 ára ávöxtun eins og hendi hafi verið veifað. Það má vel vera að rekstrarhorfur hafi að mati einhverja breyst svo snöggt að ekki þurfi að leita langt yfir skammt til að útskýra hækk- anirnar. Að salatréttir og handhægir sláttu- vélatraktorar frá John Deere skipti sköpum. Eða gæti verið að hluti fjárfesta hafi verið að kaupa af því að verðið var tekið að hækka og að margir aðrir voru að kaupa. Með öðrum orðum einhvers konar fegurðarsamkeppni í anda þeirrar sem J.M. Keynes lýsti þegar hlutabréfamarkaðinn bar á góma þar sem galdurinn er ekki að velja fegurstu konuna heldur þá sem að menn halda að öðrum þyki fegurst. Sem betur fer virðast fjárfestar í hlutabréf- um vera komnir yfir mestu torfærurnar og sæmilegar líkur eru á að annað skeið hafi þeg- ar tekið við sem verði fengsælla. Það verður óneitanlega forvitnilegt að sjá hvort að ekki logi enn í sumum glæðum, hjá fjárfestum, greiningaraðilum, fjölmiðlum og fjármálafyr- irtækjum. Og vonandi allt með óbrengluðu tali. ll HLUTABRÉF Loftur Ólafsson Rambo fjögur loftur@ru.is ◆ ÍSLENSK hluta- og skuldabréf hafa sýnt ágæta ávöxtun á þessu ári og því síð- asta, en víðast annars staðar hefur ástand efnahagslífsins einkennst af stöðnun frem- ur en nokkru öðru. Erlendis hafa menn sums staðar áhyggjur af því að verðhjöðn- un sé yfirvofandi og stýrivextir í Banda- ríkjunum eru komnir niður í 1,0%, sem hlýtur að teljast í lægri kantinum. Fáar vísbendingar eru um að framundan sé betri tíð í efnahagslífi heimsins. Nema á Íslandi. Hérna hefur gengi hlutabréfa og skuldabréfa farið stighækk- andi og í gær fór Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands yfir 1.500 stig í fyrsta skipti síðan í október árið 2000. Íslendingar eru almennt bjartsýnir, þótt væntingavísitalan hafi lækkað þegar hún var síðast birt. Fram- undan eru stærstu framkvæmdir Íslands- sögunnar; bygging Kárahnjúkavirkjunar og álvers Alcoa í Reyðarfirði. Ekki er útlit fyrir annað en aukin umsvif í hagkerfinu á næstu árum. Í ljósi þessara aðstæðna hlýtur að koma að því að fjárfesting útlendinga í íslenskum verðbréfum fari vaxandi. Vissulega hafa kaup þeirra á verðtryggðum ríkisskulda- bréfum aukist mjög að undanförnu, en vegna góðrar ávöxtunar og jákvæðra horfa er vel hugsanlegt að þeir fari að festa fé í íslenskum fyrirtækjabréfum; hlutabréfum eða skuldabréfum. Auðvitað er það þó alls- endis óvíst, enda til margs að líta í þessu sambandi, til að mynda gengisáhættu. Gaman verður að fylgjast með þróuninni á næstunni. ll VERÐBRÉF Ívar Páll Jónsson Aukast erlendar fjárfestingar? ivarpall@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.