Morgunblaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2003 B 3 NFRÉTTIR Þjónusta er ekki hilluvara... Sigurbjörg Leifsdóttir Fjármögnun atvinnutækja „Þjónusta er ekki áþreifanleg vara en starfsfólki Lýsingar er það sérstakt keppikefli að viðmót þess endurspegli áhuga á starfinu og þörfum viðskiptavinanna. Markmiðið er að veita persónulega þjónustu byggða á reynslu og og sérþekkingu á fjármögnun atvinnutækja. Kannanir sýna að viðskiptavinir Lýsingar eru ánægðir með þjónustuna sem segir okkur að við erum á réttri leið. Það er metnaður okkar að þekkja þarfir viðskiptavinanna og vera ávallt í takt við atvinnulífið“. LÝSING Lýsing hf. Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík Sími 540 1500 www.lysing.is Fjármögnun í takt við þínar þarfir F t o n / S Œ A F I 0 0 7 3 8 3 SVISSNESK stjórnvöld hafa ákveðið að grípa til aðgerða til að styðja við bakið á flugfélaginu Swiss International Airlines, sem á nú í miklum rekstrarerfiðleikum. Meðal annars verður eldsneytisskattur felldur niður vegna innanlandsflugs félagsins. Swiss tilkynnti á þriðjudag um uppsagnir þrjú þúsund starfsmanna og að þriðjungi flugflota félagsins yrði lagt. Samsvarar þetta því að þriðjungi starfsmanna fyrirtækisins verður sagt upp störfum. Þá verður leiðakerfi flugfélagsins dregið veru- lega saman. Flugfélagið, sem varð til á síðasta ári í kjölfar gjaldþrots Swissair og er byggt á grunni þess og dótt- urfélagsins Crossair, hefur tapað um 2 milljónum svissneskra franka á dag, sem svarar til rúmlega 110 milljóna íslenskra króna. Að sögn stjórnenda félagsins eru aðgerðirnir nú eina leiðin til þess að bjarga fé- laginu frá gjaldþroti. Líkt og flest önnur flugfélög hef- ur félagið ekki farið varhluta af efnahagslægðinni í heiminum, áhrif- um HABL-lungnabólgunnar og stríðsins í Írak. Jafnframt hefur aukinn hlutur lágfargjaldaflugfélaga á markaðin- um kom sér illa fyrir svissneska flugfélagið. Meðal ráða sem félagið mun grípa til er að á viðskiptafar- rými verður áfram boðið upp á fulla þjónustu, s.s. mat og drykk, en þeir sem ferðast á almennu farrými þurfa að greiða fyrir slíka þjónustu. Verð hlutabréfa í Swiss-flugfélag- inu hefur lækkað um 60% það sem af er ári. Sala á bréfum í svissnesku kauphöllinni var stöðvuð á í tvo daga í byrjun vikunnar og féll gengi bréfa í Swiss um 16% þegar við- skipti í félaginu hófust á nýjan leik í gær. Uppsagnir og samdráttur hjá Swiss International Airlines Swiss flugfélagið á í verulegum rekstr- arerfiðleikum. AFP. ll STUTT ● Kaldbakur hf. seldi í gær 100% hlut sinn í Fóðurblöndunni hf. til fóð- ur- og áburðarsölufyrirtækisins Bú- stólpa ehf. Innleystur söluhagnaður Kaldbaks hf. er áætlaður rúmar 144 milljónir króna, segir í tilkynningu á vef Kaup- hallar Íslands. Salan er í samræmi við þá stefnu Kaldbaks hf. að selja hlutabréf sín í minni óskráðum hluta- félögum. Salan er gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppnisstofn- unar. Kaldbakur selur í Fóðurblöndunni ● Fyrrverandi forstjóri Tops Mark- ets, sem er bandarískt dótturfyr- irtæki hollenska smásölurisans Ahold, hefur sagt upp störfum. Ástæða uppsagnar forstjórans, Frank Curci, er samkvæmt Reuters sú að hann taldi sér hafa mistekist að koma í veg fyrir bókhaldsóreiðu hjá dótturfyrirtækinu. Curci hafði starfað sem forstjóri og stjórnar- formaður Tops Markets frá árinu 2000. Fleiri yfirmenn hætta hjá Ahold ● Edda útgáfa hefur selt tónlistar- deild fyrirtækisins. Kaupandi er fyrir- tækið Sonet sem er í eigu athafna- mannsins Óttars Felix Haukssonar. Með í kaupunum fylgir útgáfuréttur á plötusamningum Eddunnar. Edda hafði áður selt frá sér tíma- ritadeild fyrirtækisins og virðist ætla að einbeita sér að útgáfu bóka. Edda selur frá sér tónlistina ● Stærsta símafyrirtæki Spánar, Telefonica, hyggst segja upp meira en þriðjungi starfsfólks síns fyrir árið 2007, að því er segir í frétt BBC. Fyrirtækið segir uppsagnirnar, sem ná munu til 15.000 starfs- manna, nauðsyn- legar til að hægt sé að tryggja samkeppnishæfni fyr- irtækisins í framtíðinni. Flestum verður sagt upp í fast- línudeild en það sama er uppi á ten- ingnum í Portúgal því Portugal Tele- com hefur einnig tilkynnt að það muni segja upp 1.500 manns í fast- línudeild, eða um 15% starfsliðs. Uppsagnir hjá síma- fyrirtækjum á Spáni og í Portúgal ● Það virðist vera mun meira upp úr því að hafa að framleiða kvikmyndir, skrifa bækur og spila golf en að rappa eða leika. Nýlega birti Forb- es lista yfir áhrifamestu stjörnur heimsins og trónir leik- konan Jennifer Aniston á toppn- um og fast á hæla hennar kemur rapparinn Eminem. Þau eru þó ekki nærri því efst á lista þegar eingöngu er tekið tillit til tekna. An- iston og Eminem þéna bæði um 35 milljónir Bandaríkjadala árlega og lenda saman í 23. sæti á tekjulista stjarnanna. Efstir á þeim lista eru leikstjórarnir og kvikmyndaframleið- endurnir Steven Spielberg og George Lucas með 200 og 185 milljónir dala í laun á ári. Næstar koma sjónvarpskonan Oprah Winfr- ey með 180 milljónir dala á ári og J.K. Rowling, höfundur Harry Potter- bókanna, með 131 milljón dala í árslaun. Kylfingurinn Tiger Woods er í fimmta sæti með 78 milljónir dala. Áhrif og tekjur fara ekki saman Leikkonan Jennifer Aniston. ◆ ◆ ◆ ◆

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.