Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 12
12 B MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar ÞAR má m.a. telja upp Land Rover árgerð 1962 sem er í mjög góðu ástandi og lítur nánast út eins og nýr bíll. Bíllinn var í eigu Sigurðar Jó- hannssonar frá Hnappavöllum í Öræfum í áratugi, en hann keypti bíl- inn árið 1966 af manni í Keflavík sem hafði átt hann í stuttan tíma. Fyrsti eigandinn mun þó að sögn hafa verið norska sendiráðið í Reykjavík. Bíll- inn ber skráningarnúmerið Z 701. Þá eignaðist safnið nýlega Citroën Mehari, árgerð 1974, sem var í eigu Hálfdáns Björnssonar frá Kvískerj- um. Þessi bíll er í góðu ástandi en yf- irbyggingin á honum er öll úr plasti og vegur bíllinn aðeins 540 kg. Hálf- dán keypti bílinn árið 1974 og var eini eigandi bílsins þar til hann gaf safninu gripinn. Bílinn var með skráningarnúmerið Z 1134 en ber nú númerið DO 842 og er líklega eini slíki bílinn hér á landi sem er á núm- erum. Af gömlum landbúnaðarvélum safnsins má nefna gamlar dráttar- vélar á borð við Farmall A og Far- mall Cub, International, Massey Pony og Alis Chalmers, flestar í góðu ástandi. Þar er einnig Massey Ferguson frá árinu 1958 úr eigu Sig- urðar Filipussonar, eldsmiðs á Mýr- um. Sigurður setti hús á vélina sem smíðað var hjá KÁ á Selfossi, en hann lagaði húsið að sínum þörfum og er dráttarvélin hin skemmtileg- asta smíði. Í safninu má jafnframt skoða afar sérstakt reiðhjól sem Sig- urður Filippusson smíðaði á sínum tíma og ekki ólíklegt að það sé fyrsta gírahjólið sem smíðað var og notað hér á landi. Markmiðið að varðveita lykiltæki úr hverri sveit Fyrsti bíllinn sem safnið eignaðist var Willis-jeppi, árgerð 1946, upp- haflega úr eigu Sigurbergs Bene- diktssonar í Einholti á Mýrum en síðar í eigu Guðmundar Guðjónsson- ar frá Þórisdal í Lóni. Síðasti eigandi jeppans á undan safninu var Björn Gunnlaugsson á Höfn en hann gaf safninu bílinn. Bíllinn var þá fag- mannlega gerður upp af þáverandi safnverði Byggðasafnins, Þorsteini L. Þorsteinssyni, og er í fullkomnu lagi í dag með skráningarnúmerið DO 059. Gísli Sverrir Árnason, forstöðu- maður Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar, segir að fyrir starfs- fólki Byggðasafnins hafi vakað að ná inn til varðveislu lykiltækjum úr hverri sveit í sýslunni og það hafi tekist því safninu hafi m.a. tekist að ná til varðveislu fjölda sögulegra dráttarvéla og heyvinnutækja frá síðustu öld. Þá hefur safninu einnig áskotnast fjöldi bíla sem eiga sér merka sögu í byggðarlaginu. Sumir bílanna hafa komið í góðu standi en aðra þarf að gera upp að verulegu leyti. Að sögn Gísla Sverris er þó afar dýrt að gera bílana upp í sýningar- og ökuhæft ástand, þannig að nokkr- ir bílar bíða í geymslum safnsins eft- ir því að verða færðir í fyrra horf á meðan aðrir bílar hafa komið í topp- standi. Þá er tækja- og bílaminjasafn afar plássfrekt, eðli málsins sam- kvæmt, og fylgja því ýmis vandkvæði að halda utan um slíkt safn. Gísli seg- ist engu að síður ánægður með það hvernig til hefur tekist, enda margir góðir gripir komnir í hús og þá ekki síst fyrir tilstuðlan Björns G. Arn- arsonar, safnvarðar. Sögufrægur slökkvibíll frá 1942 Auk fyrrtaldra bíla er margt merkilegra ökutækja í safninu. Þar má fyrst nefna Bombardier-snjóbíl frá árinu 1972 sem Jöklarannsókn- arfélagið eignaðist á sínum tíma og átti frá upphafi. Bíllinn var afhentur Hornfirðingum í tilefni af uppsetn- ingu á jöklaminjasafni og stendur nú fyrir framan húsið sem hýsir Jökla- sýningu á Höfn í Hornafirði. Bíllinn var fyrsti hluturinn sem barst á jöklasýninguna og hefur vakið mikla athygli eftir að sveitarfélagið lét gera hann glæsilega upp og nýtur snjóbíllinn sín vel á sýningunni. Þá er í tækjasafninu sögufrægur Chevrolet-slökkvibíll, árgerð 1942 og framleiddur í Kanada. Slökkvibíllinn var upphaflega í eigu Sigurðar Fili- pussonar eldsmiðs og var þá vörubíll með stuttum palli. Þegar Sigurður seldi Hafnarhreppi bílinn var honum breytt í slökkvibíl og gegndi hann því hlutverki árum saman og var lengi eini slökkvibíllinn í byggðarlaginu. Slökkvibíllinn er ennþá í fullkomnu lagi og hefur alltaf borið skráning- arnúmerið Z 210. Gísli Sverrir segir það ánægjulegt að flestir bílanna sem eru í eigu safnsins séu gangfærir og á skrá. „Bæjarbúar hafa mjög gaman af þessum tækjum, enda vekja bílarnir mikla athygli á humarhátíðinni og fara jafnan fremstir í flokki í hátíð- argöngunni,“ segir Gísli. Nokkrir bílar bíða þess í geymslu eftir að verða gerðir upp, m.a. Po- peta, árgerð 1955, úr eigu Einars Hálfdánarsonar. Hann fékk bílinn nýjan og var eini eigandi bílsins þar til hann gaf safninu hann árið 2002. Bíllinn er í lélegu ástandi en mun vera fyrsta Popetan sem kom á Aust- urland. Þá er í safninu Reó-trukkur, árgerð 1954, úr eigu Magnúsar Lár- ussonar frá Svínafelli í Öræfum, en hann notaði trukkinn til ferða yfir Skeiðarársand. Að lokum má m.a. nefna ágætlega útlítandi Saab 96, ár- gerð 1966. Bíla- og tækjasafn Byggðasafns Austur-Skaftafellssýslu á Hornafirði stækkar óðum Fornir fákar vekja ánægju íbúanna Undanfarin ár hefur hlaupið mikill vöxtur í þann hluta Byggðasafns Austur-Skaftafellssýslu á Höfn sem kalla má tækjaminjasafn og er byggður upp af gömlum bíl- um og landbúnaðartækjum. Eiríkur P. Jörundsson kynnti sér safnkostinn og komst m.a. að því að nýlega áskotnaðist safninu fjöldi fornbíla sem vekja jafnan mikla ánægju meðal bæjarbúa, ekki síst þegar bílarnir fara fremstir í flokki þegar hátíðargangan á hum- arhátíð stendur sem hæst. Fyrsti bíllinn sem safnið eignaðist var Willis Jeep, árgerð 1946, sem Björn Gunnlaugsson á Höfn gaf. Chevrolet-slökkvibíll, árgerð 1942, framleiddur í Kanada sem vörubíll en breytt á Hornafirði í slökkvibíl. Land Rover úr Öræfasveit, árgerð 1962, en þessir bílar voru áberandi í sveitum áður fyrr.Bombardier-snjóbíll frá árinu 1972 sem Jöklarannsóknarfélagið eignaðist á sínum tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.