Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 2003 B 3 NFRÉTTIR Rétta útimálningin getur sparað þér tugi þúsunda króna Steinakrýl - mjög góð viðloðun, gott rakagegnstreymi og mikið veðrunarþol Kópal Steintex - frábært á múr og steinsteypta fleti þar sem krafist er mikils veðrunarþols Steinvari 2000 - besta mögulega vörn fyrir húsið - yfirburðamálning fyrir íslenskar aðstæður - verndar steypuna fyrir slagregni - flagnar ekki og hefur frábært veðrunarþol Málning hf. hefur tekið þátt í viðamiklum rannsóknum á steinsteypu og áhrifaþáttum yfirborðsmeðhöndlunar með helstu sérfræðingum á þessu sviði hér innanlands. Á rannsóknarstofu Málningar er jafnframt haft strangt eftirlit með framleiðslu og hráefnum og unnið kröftuglega að vöruþróun þar sem nýjungar á sviði yfirborðsmeðhöndlunar með tilliti til íslenskra aðstæðna hafa skapað málningu frá okkur sérstöðu. Við erum sérfræðingar í útimálningu fyrir íslenskar aðstæður. Útsölustaðir Málningar: Byko Kópavogi • Byko Hringbraut • Litaver Grensásvegi • Byko Hafnarfirði • Málningarbúðin Akranesi • Byko Akranesi • Axel Þórarinsson, málarameistari, Borganesi • Verslunin Hamrar, Grundafirði • Litabúðin Ólafsvík • Núpur byggingavöruversl. Ísafirði • Vilhelm Guðbjartsson, málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sauðárkróki • Byko Akureyri • Versl. Valberg, Ólafsfirði • Versl. Vík, Neskaupstað • Byko Reyðarfirði • Málningarþjónustan Selfossi • Miðstöðin Vestmannaeyjum • Byko Keflavík. HOLLENSKA raftækjafyrirtækið Philips skilaði 42 milljónum evra í hagnað á öðrum ársfjórðungi eða sem nemur 3,7 milljörðum króna, þrátt fyrir minnk- andi sölu. Minni sala kemur til vegna HABL-faraldursins og lítillar einkaneyslu að undanförnu. Fyrirfram hafði því verið spáð að þessi stærsti raf- tækjaframleiðandi Evrópu myndi tapa sem nemur um 6,6 milljörðum króna í fjórðungnum, samkvæmt at- hugun Reuters meðal 16 fjármálasérfræðinga. Að sögn forstjóra fyrirtækisins, Gerard Kleisterlee, hefur það reynst fyrirtækinu vel í vondum markaðs- aðstæðum að einblína á kostnað og eignastýringu. Hagnaður Philips kemur á óvart vegna þess að fyr- irtækið hefur ekki sýnt hagnað í næstum tvö ár. Tap á öðrum ársfjórðungi ársins 2002 nam 1,36 millörð- um evra eða sem nemur 119 milljörðum íslenskra króna. Hagnaðurinn á öðrum fjórðungi þessa árs segir þó ekki alla söguna því flestar deildir Philips eru enn að skila tapi. Sú sem sker sig úr, og stendur á bak við hagnaðinn í fjórðungunm, er sú sem framleiðir lækningatæki: Philips Medical Systems. Deildin skilaði 153 milljónum evra í hagnað eða um 13,4 milljörðum króna og vó með því upp á móti tapi á sölu almennra raftækja. Þá komu 78 milljónir evra, eða 6,8 milljarðar króna, inn í kassann hjá Philips í fjórðungnum þegar fyrirtækið seldi hlut sinn í Vivendi Universal og fleiri fyrirtækjum. Reuters Stafrænar myndavélar eru meðal framleiðsluvara Phil- ips. Sala á þeim sem og almennum raftækjum hefur dregist saman, m.a. vegna HABL. Philips sýnir hagnað í fyrsta sinn í tvö ár TVÖ af vinsælustu skiptiforrit- um á Netinu, Kazaa og Morpheus, greindu frá því að notendum hefði fækkað um 15% í upphafi júlímán- aðar. Fækkun notenda kom í kjöl- far þess að Samtök hljómplötu- framleiðenda í Ameríku (RIAA) hótuðu því að stefna notendum hugbúnaðar sem gerir fólki kleift að skiptast á tónlistarskrám um Netið. Frá þessu segir í frétt BBC. Fyrir Kazaa þýðir 15% fækkun um einni milljón færri notendur. Að sögn aðstandenda Kazaa er eðlilegt að notendafjöldi sveiflist til og frá. Hótanir RIAA um að samtökin muni stefna einstökum notendum komu í kjölfar þess að þau urðu að láta í minni pokann fyrir Morph- eus og aðstandendum hugbúnaðar- ins Grokster og gátu ekki fengið dómsúrskurð til að koma í veg fyr- ir útbreiðslu kerfanna. Dómarinn sagði ekki hægt að gera framleið- endur hugbúnaðarins ábyrga fyrir aðgerðum þeirra sem nota hann. Með öðrum dómsúrskurði fékk RIAA hins vegar leyfi til að krefja fjarskiptarisann Verizon um lista yfir stórnotendur skiptiforrita eins og Morpheus og Kazaa. Í júní var haft eftir forseta sam- takanna að þeir sem ekki vildu eiga yfir höfði sér 12 milljóna króna fjársekt ættu að forðast að hlaða hugbúnaði sem leyfir skipti á tónlistarskrám inn á tölvur sínar og eyða honum út ef hann er þar fyrir. Færri hlaða tónlist inn á tölvur sínar Hótanir Samtaka hljómplötuframleið- enda í Bandaríkjunum hafa áhrif FJÁRMÁLAFYRIRTÆKIÐ Morgan Stanley er undir rannsókn yfirvalda í New York og Massachusetts. Ástæðan er sú að grunur leikur á að Morgan Stanley hafi ekki sagt viðskiptavinum sín- um að miðlarar þess fengju sér- staka þóknun fyrir að selja í verð- bréfasjóðum fyrirtækisins. Þá eru einnig uppi grunsemdir um að fyr- irtækið hafi afvegaleitt eftirlitsaðila sem voru að skoða starfsaðferðir þess. AP-fréttastofan greinir frá þessu og segir að ríkin Massachusetts og New York séu einnig að kanna hvort fleiri fyrirtæki hafi tengt bón- usgreiðslur og þóknanir til starfs- manna sinna við sölu í sjóðum fyr- irtækjanna. „Þegar þú ert í útilegu og sérð einn maur kemurðu yfirleitt auga á mun fleiri,“ segir William Galvin, upplýsingafulltrúi ríkis- stjórnar Massachusetts. Eiðsvarin viðurkenning Hann segir að þess kynni að verða krafist af Morgan Stanley að það upplýsti viðskiptavini sína um hugs- anlega hagsmunaárekstra vegna umræddra starfsaðferða og hvort verðbréfasjóðirnir séu dýrari vegna hárra þóknana. Morgan Stanley mótmælti því harðlega í skriflegri yfirlýsingu í maí síðastliðnum að miðlarar eða yfirmenn deilda hefðu fengið auka- greiðslur fyrir að beina viðskipta- vinum að sjóðum fyrirtækisins. Nú segja eftirlitsaðilar hins vegar að sá sem sér um þóknanir innan fyrir- tækisins hafi eiðsvarinn viðurkennt að miðlarar og yfirmenn deilda hafi fjárhagslegan ávinning af því að mæla með sjóðum fyrirtækisins, sem sé nokkuð sem fjárfestum er ekki sagt frá. Morgan Stanley rannsakað ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.