Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI ATHAFNALÍF  Afleiður hafa verið töluvert fréttaefni undanfarin ár. Mesta tap og hagnaður sem um hefur verið rætt hefur oftar en ekki tengst af- leiðum, enda geta afleiðusamningar margfaldað hagnað og tap. Mjög oft er afleiðum beitt í við- skiptum sem gefa mikinn hagnað „…sölumaðurinn hló án afláts á meðan hann sagði sögu sína. Ég hló líka. Hann spurði mig síðan mig hvort ég vissi hvað það væri kallað þegar sölumenn gerðu það sem hann hafði gert við sinn viðskiptavin. Ég sagðist ekki vita það. Hann sagði að það kallaðist að „rífa höfuðleðrið af“ … Ég mun aldrei gleyma hvernig þessi sölumaður leit í augu mín og, með alvarlegum votti af stolti, allt að því í tárum, setti þessi PERL-viðskipti í hnotskurn. „Frank,“ sagði hann, „ég reif af honum höfuðleðrið.“ (FIASCO eftir Frank Partnoy, bls. 61) Afleiður hafa verið töluvert fréttaefni und- anfarin ár. Mesta tap og hagnaður sem um hef- ur verið rætt í fjölmiðlum hefur oftar en ekki tengst afleiðum að einhverju leyti, enda geta af- leiðusamningar margfaldað hagnað og tap með undraverðum hraða, oft þegar síst er von á. Af- leiður eru í stuttu máli fjármálasamningar sem tengjast virði almennra fjárfestinga eins og hlutabréfa og skuldabréfa. Slíkir samningar kallast afleiður vegna þess að virði þeirra er leitt af virði undirliggjandi fjárfestinga. Afleið- ur fela í sér réttindi eða skyldur til viðskipta. Dæmi um slíkan samning er kaupréttur í hluta- bréfum XZY á genginu $100. Slíkur kaupréttur sem gilti í eitt ár gæti kostað $5 ef gengið væri við kaup $90. Um leið og gengi hlutabréfa XZY fer yfir $100 myndast virði á kauprétti, því heppilegt er að geta fjárfest bréf á genginu $100 þegar viðskipti með þau á almennum markaði er hærra en það gengi. Hagnaður myndast þó ekki fyrr en gengið fer yfir $105 ($100 kaupréttur plús $5 kostnaður). Ef gengi XZY hækkar upp í $110 innan ársins hefur hagnaður tvöfaldast af $5 fjárfestingu og fyrir hverja $5 hækkun á hlutabréfunum margfald- ast upphafleg fjárfesting. Ef kauprétturinn er hins vegar ekki notaður, þ.e. ef gengið nær ekki $100 innan ársins og því ekki ástæða til að nýta réttinn, er kauprétturinn verðlaus. Taki menn lán fyrir slíka samninga margfaldast enn frekar líkur á miklum hagnaði eða tapi. Annað form af afleiðum er framvirkir samningar sem eru svip- aðir kaupréttinum, nema hvað í þeim felst skylda, en ekki einungis réttur, til að kaupa eða selja verðbréf á ákveðnu gengi í framtíðinni. Í mörgum tilvikum nýta mörg fyrirtæki og fjár- festar slíka afleiðusamninga til að minnka áhættu í rekstri og fjárfestingum, m.a. í tengslum við gjaldeyrissveiflur. Slíkir samn- ingar eru einnig tíðir hjá áhættusæknum fjár- festum hlutabréfa, enda hægt að margfalda hagnað á skömmum tíma með nákvæmri tíma- setningu og réttu vali hlutabréfa. Einnig eru til skuldabréf með afleiðuákvæðum sem selst hafa vel í gegnum tíðina. Hægt er að tengja skulda- bréf bæði með framvirkum samningum og rétti til kaupa og sölu sem tengjast m.a. gengi hluta- bréfa, vöxtum og gjaldmiðlum. Slík bréf geta orðið afar flókin fyrir jafnvel reyndustu fjár- málafræðinga að skilja, hvað þá almenna fjár- festa. Vegna þess hversu flókin slík bréf eru bjóða þau upp á tækifæri fyrir óvandað fólk að misnota þau við sölu til saklausra og/eða gráð- ugra fjárfesta. Samspil af litlu siðferðisþreki, gáfum og hópi af sölumönnum bítandi í skjald- arrendur getur leitt til slíkrar misnotkunar. Lýsing á slíkum aðstæðum er uppistaða bók- arinnar FIASCO eftir Frank Partnoy, sem vann við sölu slíkra afurða árin 1993 til 1995 hjá Morgan Stanley. Samstarfsmenn Partnoy má flokka í tvo hópa, þá sem voru með „gáfur“ og „hermennina“ . Gáfumennirnir voru snillingar í því að búa til afleiðuskuldabréf sem virtust við fyrstu sýn vera of góð til að vera sönn, sem þau oftast voru. Vextir af skuldabréfunum voru háir ef ákveðnum skilyrðum, sem aðeins komu fram í smáa letrinu, var fullnægt. Oft veittu slík bréf ótrúlega góða ávöxtun. Áföllin, þegar þau komu fram, voru þó á tíðum skelfileg. Auk þess tókst þeim oft á tíðum að losa Morgan Stanley við ill- seljanleg skuldabréf með því að pakka þeim inn í afleiðusamninga sem gerði það að verkum að þau urðu seljanlegri, jafnvel með hærra láns- hæfismati, þó svo að áhættan við kaup á þeim væri svipuð. Til lengri tíma voru líkurnar á því að slíkar fjárfestingar skiluðu sómasamlegri ávöxtun nánast hverfandi því söluþóknunin var lygilega há prósenta af sölu, sem hægt var auð- veldlega að fela í frumskógi allra afleiðnanna sem tengdust skuldabréfunum. Þessar háu söluþóknanir leiddu til þess að meðalhagnaður hvers starfsmanns deildarinnar var uppá $15 milljónir ár hvert. Yfirmaður Partnoy sagði í léttum dúr eftir eina söluna að þetta ætti að vera sönnun þess að verðbréfamarkaðir væru ekki skilvirkir, enda slíkt ekki hægt með svo háan viðskiptakostnað. Hermennirnir voru sölumenn sviðsins. Portney lýsir með skemmti- legum hætti hvernig yfirmenn fyrirtækisins héldu uppi stríðsaga við vinnu og hvernig lifn- aðarhættir sölumanna einkenndust af óheflaðri framkomu jafnt utan sem innan vinnustaðar. Viðskiptavinir voru ekki undanskildir frá slíkri framkomu. Oft sögðu sölumenn sviðsins í gríni að galdurinn við góða sölu væri að fullvissa fjár- festa um ágæti fjárfestingar sinnar, aðeins til þess að sjá hana springa í andlit þeirra seinna. Fjárfestana var einnig hægt að flokka í tvo hópa, þá gráðugu og þá einföldu. Gráðugu fjár- festarnir voru almennt sjóðsstjórar sem vildu taka áhættur með skuldabréf en máttu það ekki vegna þaks á áhættu fjárfestingarstefnu sinna yfirmanna. Með því að fjárfesta í skulda- bréfum sem við fyrstu sýn virtust vera einföld og áhættulaus var hægt að veðja á sveiflur vaxta og gjaldmiðla úti um allan heim. Ef nokkrar fjárfestingar gengu vel urðu þeir að hetjum á sínum vinnustað og eftirsóttir starfs- kraftar. Ef allt fór á versta veg voru þeir ekki í vandræðum, samkvæmt Partnoy, að finna sér aðra vinnu, enda eftirspurn eftir áhættusækn- um sjóðstjórum. Lesturinn um einföldu fjár- festana er á stundum ótrúlegur, sérstaklega Robert Citron sem var sjóðsstjóri Orange- sýslu í Kaliforníu-fylki. Með lagni var hægt að sannfæra hann um stöðutökur í afleiðum sem veðjuðu á lækkandi vaxtaumhverfi. Þegar vaxtastig hækkaði lenti hin vel stæða sýsla, sem oft er lýst sem það svæði sem mest líkist bíómyndum, í stærsta einstaka gjaldþrotamáli sögunnar fram að því í árslok 1994. Hann var þó langt frá því að vera eina fórnarlambið, enda mörg tryggingarfélög sem fjárfestu í þeirri góðu trú að um einföld skuldabréf væri að ræða, aðeins til að komast að hinu gagnstæða síðar þegar stórtap blasti við. Lestur FIASCO minnir um margt á lýsingu Michael Lewis í bók hans Liaŕs Poker á því um- hverfi sem ríkti hjá Salomon árin 1981–1987. Partnoy skortir þó kímnigáfu Lewis og mætti auk þess vera sjálfsrýnni í skrifum sínum. Lýs- ingar hans á samstarfsmönnum og viðskipta- vinum eru aftur á móti enn eftirminnilegri en hjá Lewis. Honum tekst að lýsa skýrmerkilega og með einföldum hætti hversu hættulegt það getur verið að fjárfesta í verðbréfum sem eru torskilin, sérstaklega þegar hákarlar eins og fyrrum vinnufélagar hans eru annars vegar. ll AFLEIÐUR Már Wolfgang Mixa Tap og hagnaður með afleiðum Fyrirtæki og fjárfestar nýta oft afleiðusamninga til að minnka áhættu í rekstri og fjárfestingum, m.a. í tengslum við gjaldeyrissveiflur mixa@sph.is Þ EGAR farið er um miðbæ Reykjavíkur frá Hlemmi og nið- ur á Ingólfstorg er víða að finna tómt verslunar- og skrifstofu- húsnæði. Strax á horninu við Hlemm stendur autt fyrrum útibú Íslandsbanka og skrif- stofur og hinum megin við götuna er óráðstafað húsnæði þar sem Ótrúlega búðin var áður. Eitt og annað laust húsnæði er að finna í minni kant- inum á leiðinni niður á torg og um helstu hlið- argötur en það eru stærri eignir sem vekja ótví- rætt meiri athygli þegar þær standa auðar. Til dæmis gamla Verslunarbankahúsið í Bankastræti sem hefur staðið autt frá síðastliðnu hausti og verslunarhúsnæði á Laugavegi 7 þar sem GAP-búðin hóf starfsemi sína og Flugleiðir voru áður. Einnig er glæsihýsið við Lækjargötu sem áður hýsti verslunina TopShop. Þá stendur autt við Lækjartorg húsið sem skemmtistaður- inn Astró var rekinn í og við hlið þess gamla Hressingarskálahúsið. Framkvæmdir standa þó bersýnilega yfir í einhverjum þessara eigna. 1.700 skráningar á fasteignavef Fasteignavefur Morgunblaðsins heldur utan um söluskráningar flestra fasteignasala í landinu og þegar slegin er inn leit á þeim vef að atvinnu- húsnæði á höfuðborgarsvæðinu þá finnast 1.700 skráningar. Oft er um það að ræða að sömu eign- ir eru skráðar hjá tveimur, þremur eða jafnvel fleiri fasteignasölum en gera má ráð fyrir að hér sé um mörg hundruð eignir að tefla. Sé leitað í Reykjavík eingöngu finnast um 850 skráningar og þar af eru um 600 á svæðum 101 til 108 að Elliðaám. Tæplega helmingur þessara skráninga er á svæði 101 eða um 270 talsins. Því má gera ráð fyrir að eignirnar sem eru til sölu eða leigu skipti a.m.k. þónokkrum tugum á því svæði. Á svæðum 105 og 108 eru ennfremur ríflega hundrað skráningar fyrir hvort svæði en þær eignir eru jafnan talsvert stærri en í miðbænum. Því má gera ráð fyrir að fermetrafjöldinn sem í boði er sé a.m.k. svipaður ef ekki nokkuð meiri en á svæði 101. Þegar farið er um þessi svæði blasir við að mikið framboð atvinnuhúsnæðis er t.d. í Síðu- múla og nágrenni og í Brautarholti og þar um kring. Brautarholtið og nærliggjandi svæði virðist reyndar vera að þróast í að verða meira íbúð- arsvæði. Atvinnustarfsemi sem einkenndi hverfið áður hefur verið að víkja fyrir íbúðarhúsnæði. Nú er verið að breyta gamla Japis-húsinu við Brautarholt í fjölbýlishús og samkvæmt borg- arskipulagi er gert ráð fyrir að á gömlu Hamp- iðjulóðinni hinum megin götunnar verði byggðar íbúðir, sem og á lóð gömlu Sól-Víking verksmiðj- unnar við Þverholt. Þá verður gamla DV-húsinu vafalaust breytt í íbúðir. Iðnaður víkur fyrir þjónustu Þannig hafa heilu svæðin þróast úr einu notagildi í annað í gegnum árin. Iðnaðurinn virðist alltaf færa sig í átt að útjaðri borgarinnar enda er húsnæði gjarnan ódýrara þar og venjulega skiptir það iðn- aðinn litlu máli að vera í návígi við íbúana. Það þurfa verslanir og þjónustufyrirtæki hins vegar að vera. Því vill þróunin verða sú í uppbyggingu borgar að iðnaðurinn víki smám saman fyrir verslunum og þjónustufyrirtækjum. Iðnaðurinn flytur sig út í borgarjaðarinn en verslanir og þjónustufyrirtæki taka sér þeirra fyrri stað og breyta eldra iðnaðar- húsnæði og laga að eigin þörfum eða byggja upp ný hús í stað þeirra eldri. Síðumúli og Ármúli, sem áður voru meira og minna iðnaðarsvæði hafa þannig þróast í að verða verslunar- og þjónustusvæði. Hið sama má segja um Skeifuna og Borgartúnið, þar sem hvert glæsi- hýsið á fætur öðru hefur risið. Íbúðarbyggð í sókn í miðbænum Miðbærinn og Holtin fyrir ofan Hlemm hafa hins vegar þróast meira í átt að íbúðarbyggð enda mikil eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði miðsvæðis. Þarna eru að rísa æ fleiri fjölbýlishús, bæði ný hús og verið að breyta gömlu atvinnuhúsnæði í íbúðir. Einn við- mælenda taldi ekki loku fyrir það skotið að versl- unar- og skrifstofuhúsnæði á og við Laugaveg gæti jafnvel farið að breytast í sérbýli. Eftirspurn er talsverð eftir íbúðarhúsnæði á þessu svæði og þá ekki síst nýju. Verslanir og þjón- ustufyrirtæki hafa hins vegar verið að hörfa m.a. vegna mikils bílastæðaskorts auk þess sem aðkoma að fyrirtækjunum er víða ekki nægilega góð. Þetta getur skipt fyrirtæki miklu máli í samkeppni. Miklar sveiflur á markaðnum Talsverðar sveiflur hafa verið á markaði fyrir at- vinnuhúsnæði á liðnum áratug eða svo. Á seinni hluta síðasta áratugar fór eftirspurn eftir atvinnu- húsnæði á höfuðborgarsvæðinu að aukast eftir mögur ár offramboðs. Aðgangur að lánsfjármögn- un var orðinn greiðari og fjölmörg fyrirtæki stækk- uðu við sig með rísandi sól efnahagslífsins. Þessi aukna eftirspurn kallaði á nýbyggingar og stór hús undir atvinnustarfsemi risu um víðan völl án þess endilega að fyrir lægju kaup- eða leigu- samningar til að tryggja nýtingu húsnæðisins. Framboð á verslunar- og skrifstofuhúsnæði jókst „Til s Tugþúsundir fermetra atvinnuhúsnæðis standa auðar á höfuð Nánast hvar sem farið er um í höfuðborginni blasir við autt atvinnuhúsnæði. Auglýsingaskiltum sem á stendur „Til sölu“ og „Til leigu“ eða jafnvel „Til sölu eða leigu“ hefur gjarnan verið komið fyrir í gluggunum. Sums staðar hafa slík skilti verið uppi svo mánuðum skiptir, jafnvel í eitt til tvö ár. Soffía Haraldsdóttir skoðaði hverju þetta sætti, hver þróunin er að verða á þessum markaði og hvort von sé til þess að hann fari að ná einhverju jafnvægi. Í Austurstræti hefur bæði skemmtistaðurinn Astró hætt rekstri og veitingastaðurinn McDonalds, sem var í húsi gamla Hressingarskálans. Að auki er talsvert af auðu skrifstofuhúsnæði við götuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.