Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B Glitnir er sérfræ›ingur í fjármögnun atvinnutækja. Rétt val á fjármögnun getur skipt miklu um heildarkostna› vi› fjárfestingu. Glitnir b‡›ur fjórar ólíkar lei›ir vi› fjármögnun atvinnutækja. Umsóknir eru afgreiddar á skjótanháttflegarnau›synleggögn liggja fyrir. Haf›u sambandvi› rá›gjafaGlitnis e›akíktuáwww.glitnir.isogfá›ua›sto› vi›a›veljafláfjármögnunarlei›semhentarbest. Glitnir traustur samstarfsa›ili í fjármögnun atvinnutækja. F T T E R F E T O T P E O P E Sér›u atvinnutæki› sem flig langar í? – traustur samstarfsa›ili í fjármögnun G l i t n i r e r h l u t i a f Í s l a nd sbanka K i r k j u s and i 1 5 5 Rey k j a v í k g l i t n i r . i s s ím i 4 40 4400 SVEIFLUR í gengi Banda- ríkjadollars hafa verið töluverð- ar á síðustu misserum og haft áhrif á rekstur íslenskra fyrir- tækja. Fyrirtæki eru nú í aukn- um mæli farin að gera samninga til að verja sig gegn gengisá- hættu með afleiðusamningum, að sögn Gísla Haukssonar sér- fræðings hjá Kaupþingi Búnað- arbanka. Stefnir Kristjánsson, sérfræðingur á verðbréfasviði Landsbankans, segir að aukn- ingin hafi verið talsverð á síð- ustu árum. Í byrjun árs fékkst rúm 81 króna fyrir hvern dollar, en gengið er nú um 77 krónur. Í upphafi árs lækkaði dollarinn mikið og fór niður fyrir 76 krón- ur í byrjun febrúar. Í kjölfarið náði hann sér aftur á strik og í lok mars var gildið um 80 krón- ur. Þá hófst töluverð lækkun og í lok maí var gengið tæplega 72 krónur. Síðan hefur gengi doll- ars farið hækkandi og er nú sem fyrr segir í kringum 77 krónur. Mikil áhrif sveiflna Áhrif sveiflna í gengi mynta á af- komu inn- og útflutningsfyrir- tækja eru talsverð, séu þau ekki varin með framvirkum samning- um. Hin mikla lækkun dollars á árinu kom t.a.m. illa við útflutn- ingsfyrirtæki, sem eru með tekjur sínar að miklu leyti í Bandaríkjadollar, en kostnað í íslenskum krónum. Þar er bæði um að ræða útflutning vöru, eins og fiskjar, og þjónustu, eins og ferðaþjónustu, en ferðaþjónust- an er seld í erlendri mynt. Fyrir innflutningsfyrirtæki er staðan þveröfug. Þau fá tekjur í íslenskum krónum, en helsti kostnaðarliður, þ.e. innkaup á vörum, er í erlendri mynt. Þann- ig hefur innflutningsfyrirtæki hagnast á lágu gengi Banda- ríkjadollars að undanförnu, en dregið hefur úr hagnaðinum upp á síðkastið með hækkun dollars. Áréttað skal að hér er átt við fyrirtæki sem ekki verja sig gegn gjaldeyrissveiflum. Skuldir og eignir Skuldir í dollurum lækka að sjálfsögðu með lægra gengi gjaldmiðilsins, þannig að lækk- unin að undanförnu hefur orðið þeim fyrirtækjum, sem skuldsett eru í dollurum, til góðs. Hin hliðin á þeim peningi er að eignir í dollurum lækka með genginu. Þannig má ætla að eig- endur bandarískra verðbréfa; hlutabréfa og skuldabréfa, hafi goldið fyrir lækkun dollars að undanförnu. Þeirra á meðal eru íslenskir lífeyrissjóðir, sem flest- ir eiga erlend verðbréf og bjóða upp á séreignasparnað í erlend- um hlutabréfum. Vakning 2001 Gísli Hauksson, hagfræðingur í gjaldeyris- og afleiðumiðlun hjá Kaupþingi Búnaðarbanka, segir að mjög færist í vöxt að íslensk fyrirtæki verji sig gegn gengis- áhættu með afleiðusamningum. „Stjórnendur fyrirtækja eru að átta sig á nauðsyn þessara samn- inga. Markaðurinn er auðvitað tiltölulega ungur hér á landi, en árið 2001, þegar krónan veiktist verulega, fóru menn virkilega að skoða þessi mál. Sveiflur í gengi krónunnar hafa gífurlega mikil áhrif á afkomu inn- og útflutn- ingsfyrirtækja,“ segir hann. Gísli segir að fyrirtæki geri sér grein fyrir að afleiðing geng- issveiflna geti verið töpuð mark- aðshlutdeild og því séu þau tilbú- in til þess að tryggja sig gegn þeim. „Að mati okkar geta fyr- irtæki eytt allri gjaldmiðla- áhættu fyrir 2,5% af þeirri upp- hæð sem varin er, með tiltölulega einföldum aðgerðum. Algengt er t.a.m. að fyrirtæki tryggi sér meðalgengi með svo- kölluðum meðaltalsvalréttar- samningum,“ segir Gísli. Stefnir Kristjánsson hjá Landsbankanum segir að öll tæki séu til staðar til að verjast gengisáhættu. „Ef stórt fyrir- tæki vildi hins vegar verja sig al- farið gegn veikingu eða styrk- ingu krónunnar er ekki víst að markaðurinn gæti ráðið við svo stóra upphæð.“ Auknar gengisvarnir hjá fyrirtækjum Bandaríkjadollar hækkar eftir lækkun síðustu mánuði. Gengissveiflur hafa mikil áhrif á afkomu inn- og útflutningsfyrirtækja, en öll tæki eru við höndina til að verjast þeim                                VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS EKKI eru líkur á að gengi Bandaríkjadollars hækki á næstunni, að sögn Ingólfs Bender, hagfræðings hjá grein- ingardeild Íslandsbanka. Í fyrradag var sem kunnugt er tilkynnt að í methalla stefndi á banda- rísku fjárlögunum í ár; 455 milljarða dollara. Þá sagði Alan Greenspan, seðlabankastjóri Banda- ríkjanna, að svigrúm væri til enn frekari lækk- unar stýrivaxta, en þeir eru nú 1% í Bandaríkj- unum og hafa ekki verið lægri í 45 ár. Ingólfur segir að frekar séu horfur á lækkun dollars en hækkun í náinni framtíð. „Í Bandaríkjunum er líka mikill við- skiptahalli, sem er að stórum hluta vegna fjárlagahallans og menn líta á hann sem tölu- vert vandamál. Þetta ástand grefur undan dollarnum og sérfræðingar hafa lengi vel byggt spár sínar um lækkandi dollar á því,“ segir hann. Ingólfur segir að munur á hagvaxtarspám fyrir Bandaríkin annars vegar og evrusvæð- ið hins vegar sé töluverður. „Útlitið er mun betra vestanhafs og þar ríkir öllu meiri bjartsýni en hinum megin Atlantshafsins,“ segir hann, „viðskiptahalli Bandaríkjanna hefur verið vel fjármagnaður og er það að mörgu leyti enn.“ Staðan versnar vestra Spurður um áhrif þessarar veikingar Banda- ríkjadollars segir Ingólfur að hún veiki sam- keppnisstöðu þeirra íslensku fyrirtækja sem keppi við fyrirtæki í Bandaríkjunum. „Sam- keppnisstaðan styrkist hins vegar gagnvart fyrirtækjum á evrusvæðinu, að því gefnu að krónan haldist óbreytt gagnvart gengiskörf- unni,“ segir hann. B A N D A R Í K I N Ekki líkur á hækkun dollars í bráð Stefnir í metfjárlagahalla og áframhaldandi lága vexti Greenspan S É R B L A Ð U M V I Ð S K I P T I , E F N A H A G S M Á L O G A T V I N N U L Í F Á S A M T S J Á V A R Ú T V E G S B L A Ð I Deilt um stál Ekkert lát á deilum ESB og Bandaríkjanna 6 Leikstjórn víða um heim Íslendingur stýrir auglýsingu fyrir McDonalds 8 NÓG FRAMBOÐ AF ATVINNUHÚSNÆÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.