Morgunblaðið - 21.07.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.07.2003, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR 2 B MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ TRYGGVI Guðmundsson, sóknar- maður Stabæk og íslenska lands- liðsins í knattspyrnu, er fótbrotinn og verður líklega frá í sex til átta vikur. Það er ljóst að Tryggvi miss- ir af landsleiknum gegn Færeyjum í ágúst í undankeppni EM en hann gerir sér vonir um að hann verði orðinn leikfær fyrir landsleikinn gegn Þýskalandi í Reykjavík í sept- ember. Tryggvi fótbrotnaði á skotæf- ingu hjá Stabæk en hann sagði í samtali við Morgunblaðið að líklega hefði hann brotnað vegna of mikils álags. „Ég er mjög vonsvikinn og þessi meiðsli koma á slæmum tíma. Þetta er leiðinleg tímasetning þar sem það eru spennandi verkefni framundan með landsliðinu. Ég hafði einnig hugsað mér að skipta um félag og þessi meiðsli gera mér mun erfiðara fyrir í sambandi við það. Ég fótbrotnaði á skotæfingu og þetta eru einhverskonar álags- meiðsli en ég hef verið slæmur í löppinni í 5 til sjö vikur. Ég hef lík- lega spilað með brákaðan fót í nokkrar vikur en ég hef aldrei ver- ið það slæmur að ég hafi ekki getað leikið. Ég held að sjúkraþjálfari Stabæk sé með dálítið samviskubit yfir að hafa ekki látið mig taka smáfrí frá æfingum síðastliðnar vikur því að líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir þessi meiðsli ef ég hefði fengið frí frá æf- ingum í einhvern tíma,“ sagði Tryggvi í samtali við Morgunblaðið. Tryggvi fótbrotnaði á skotæfingu Morgunblaðið/Golli Tryggvi Guðmundsson BIRGIR Leifur Hafþórsson úr Golf- klúbbi Kópavogs og Garðabæjar gaf ekkert eftir á meistaramóti klúbbsins og lék á 22 höggum undir pari, nokkuð sem hefur ekki sést hér á landi áður. Frábær árangur hjá kappanum sem skellti sér til Vestmannaeyja í gær og tók sér frí frá íþróttinni en mun spila æfinga- hring á vellinum í dag. „Ég er alveg rosalega ánægður með þennan árangur hjá mér. Ég er búinn að bíða lengi eftir að detta inn á svona skor og nú hef ég náð ákveðnu markmiði enda hef ég stefnt að þessu um nokkurt skeið. Mér hefur fundist þetta vera að koma hjá mér í sumar og óneit- anlega veitir svona spilamennska manni aukið sjálfstraust. Það er auðvitað nauðsynlegt að spila svona ætli maður sér að vera í þessu af fullum krafti. Oft vill brenna við þegar maður er kominn eitthvað undir að menn fara að verja það og spila af varkárni. Mér leið mjög vel yfir þessu öllu og ég sótti látlaust,“ sagði Birgir Leifur. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Birgir Leifur Hafþórsson og María Guðnadóttir. Birgir Leifur á 22 höggum undir pari MIKIL spenna var í meistaraflokki karla á Hellu þar sem Einar Long Þórisson og Óskar Pálsson kepptu um klúbbmeistaratitilinn. Svo fór að þeir komu jafnir í hús, báðir á 300 höggum og því varð að grípa til umspils. Þar hafði Einar Long bet- ur. Fjórir keppendur voru í meist- araflokki og baráttan um þriðja sætið var ekki síður jöfn því þar voru Róbert Þór Guðmundsson og Þórir Bragason. Þeir komu líka jafnir inn, báðir á 304 höggum og því urðu þeir einnig að fara í umspil og hafði Róbert Þór betur. Bráðabani í Eyjum Keppnin í meistaraflokki í Vest- mannaeyjum var einnig jöfn og spennandi. Júlíus Hallgrímsson og Karl Haraldsson voru jafnir á 291 höggi, 11 yfir pari, eftir fjóra hringi og skelltu sér því í bráða- bana þar sem Júlíus hafði betur strax á fyrstu holu. Níu kylfingar voru í meistara- flokki karla í Eyjum og keppnin um þriðja sætið var einnig jöfn og spennandi en þeir Hörður Orri Grettisson og Örlygur Helgi Gríms- son voru jafnir á 17 höggum yfir pari. Þeir fóru í bráðabana og hafði Hörður Orri betur. Stöðugleiki í Mosfellsbæ Það er ekki oft sem maður sér kylfinga leika á sama skori alla fjóra dagana í móti, en það gerðist í Mosfellsbænum á meistaramótinu. Arnar Sigurbjörnsson, sem varð annar í meistaraflokki karla, lék á 300 höggum, 75 höggum hvern dag mótsins. Ingi Rúnar Gíslason, kennari hjá Kili, sagði að Arnar væri mjög stöð- ugur kylfingur og kæmi oft inn á 75 höggum. „Það þarf að slá nýja mynt, 75-kall, með mynd af Arnari,“ sagði Ingi Rúnar. Íslandsmeistarinn undir pari Sigurpáll Geir Sveinsson, Ís- landsmeistari frá Akureyri, varð klúbbmeistari GA, lék á 278 högg- um eða sex höggum undir pari Jað- arsvallar. Jón Steindór Árnason kom næstur 16 höggum á eftir Sigurpáli. Meistarinn lék hrininga á 71-68- 66-73, sérlega glæsilegur hirngur hjá honum á föstudaginn. Það sann- aðist á Sigurpáli orðatiltækið gam- alkunna að fall sé fararheill því hann lék fyrstu holuna á fyrsta degi á sex höggum en hún er par fjórir. Síðasti dagurinn var nokkuð skrautlegur. Örn á annari holu, skrambi á þeirri næstu og að auki þrír skollar og einn fugl. Í kvennaflokki varð Helena Árnadóttir öruggur sigurvegari, lék á 321 höggi, 15 höggum betur en sú sem kom næst á eftir henni. Umspil á Hellu Hvaleyrarvöllurinn er par 71 ognáði Ólafur Már að leika alla hringina undir pari, lauk leik á 276 höggum, átta undir pari, og vann Björgvin Sigurbergsson með sex höggum en þeir tveir voru báðir undir pari í heildina. „Þetta var rosalega gott og ég finn að þetta er allt að koma hjá mér eftir talsverða erfiðleika í kjölfar meiðsla á úlnlið,“ sagði Ólafur Már eftir sig- urinn. Hann tók sér nokkurra vikna frí fyrir mótið, æfði síðan vel með að- stoð Harðar Arnarsonar og er ánægður með árangurinn. „Ég er ánægður með að spila alla hringina undir pari. Ég held að ég hafi haft gott af hvíldinni og var orðinn hug- nraður í golf þannig að ég held þetta hafi allt skilað sér,“ sagði Ólafur Már. „Þetta er það besta sem ég hef gert hérna á Hvaleyrinni í fjögurra daga móti, átta undir pari er fínt. Keppnin við Björgvin var spenn- andi, allt þar til síðasta daginn þegar hann náði sér alls ekki á strik, þann- ig að ég er ánægður með að verja tit- ilinn,“ sagði Ólafur Már sem hefur fjórum sinnum orðið meistari hjá Keili. Ólafur Már sagðist vera orðinn góður í úlnliðnum og næst á dagskrá væri landsmótið í Eyjum og síðan færi hann út til Bretlands í byrjun september en hann mun leika á Eu- roPro-mótaröðinni þar næsta vetur. Margt sem má laga „Ég er auðvitað ánægð með að sigra og þetta var mjög jafnt og spennandi hjá okkur alveg fram á síðustu níu holurnar. Þá vann ég sjö högg á fimm holum og þá var þetta komið,“ sagði Ólöf María eftir sig- urinn. Hun var samt ekki alveg sátt við hvernig hún spilaði, en hún hefur verið meidd og hvíldi sig í rúma viku fyrir mótið. „Ég er ekki ánægð með spilamennskuna hjá mér; þó svo það sé margt sem var jákvætt þá þarf að laga ýmislegt. Járnahöggin hjá mér voru ekki eins nákvæm og ég hefði viljað og púttin voru slæm, allt of mikið af þrípúttum,“ sagði Ólöf María, sem varð meistari í níunda sinn um helgina. „Nú er bara að halda áfram að vinna að því að bæta leikinn fyrir landsmótið í Eyjum. Það eru nokkrir dagar til þess og ég vona að ég sé orðin góð af meiðslunum, fann ekk- ert fyrir þeim í þessu móti,“ sagði Ís- landsmeistarinn sem á titil að verja í Eyjum. Meistar- arnir vörðu titlana ÓLÖF María Jónsdóttir og Ólafur Már Sigurðsson sigruðu í meist- araflokkunum hjá Keili í Hafnarfirði og vörðu titla sína því þau sigr- uðu einnig í fyrra. Þau eiga það sameiginlegt að hafa átt við meiðsli að stríða að undanförnu en eru á réttu róli og vonast bæði til að standa sig vel á Íslandsmótinu í höggleik sem hefst í Vestmanna- eyjum á fimmtudaginn. Morgunblaðið/ Jón Svavarsson Ólöf María Jónsdóttir og Ólafur Már Sigurðsson. LANDSLIÐSÞJÁLFARARNIR Ás- geir Sigurvinsson og Logi Ólafsson brugðu sér um helgina til Noregs þar sem þeir fygldust með leik Lil- lestrøm og Lyn, sem lauk með 2:0 sigri heimamanna. „Leikurinn var nú svo sem ekk- ert sérstakur, en við sáum þó fimm Íslendinga koma við sögu,“ sagði Logi Ólafsson í samtali við Morg- unblaðið. Indriði Sigurðsson var eini Ís- lendingurinn í byrjunarliði heima- manna en hjá Lyn voru þeir Jó- hann B. Guðmundsson og Helgi Sigurðsson í byrjunarliði. Gylfi Einarsson og Davíð Þór Viðarsson komu inn á í liði Lillestrøm er leið á leikinn. „Íslensku strákarnir áttu ágætan dag, og Indriði kom aðeins við sögu í öðru markinu, blokkaði nokkra menn í teignum þannig að félagi hans náði að skalla í netið eftir hornspyrnu,“ sagði Logi. Hann sagði að næst á dag- skránni hjá þeim félögum væri hugsanlega að fylgjast með Eyjólfi Sverrissyni næsta sunnudag. „Síð- an gæti verið að við færum á leik Watford og Chelsea í Englandi að fylgjast með Heiðari Helgusyni og Eiði Smára Guðjohnsen. Fréttir af Eiði Smára eru góðar og virðist sem hann sé í góðri æfingu um þessar mundir,“ sagði Logi. Mjög óvænt úrslit urðu í norsku deildinni í gær þegar Tromsø, sem er í þriðja neðsta sæti, tók á móti Rosenborg og sigraði 2:1. Fimm Íslendingar komu við sögu í sama leiknum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.