Morgunblaðið - 21.07.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.07.2003, Blaðsíða 46
46 C MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐFasteignir Hannes Stella Pétur Sími 588 55 30 Hannes Sampsted, sölustjóri, Sigrún Stella Einarsdóttir, löggiltur fasteignasali, Pétur Pétursson, löggiltur fasteignasali. Fax 588 55 40 • Netfang: berg@berg.is • Heimasíða: berg.is • Opið virka daga frá kl. 9-17 MOSFELLSBÆR Krókabyggð - endaraðhús Mjög fallegt 97 fm raðhús í einu vinsæl- asta hverfi Mosfellsb. Merbau-parket og flísar á gólfum. 2 góð svefnh. m. skápum. Mikil lofthæð í stofu og holi. Vandaður frágangur. Örstutt í leikskóla og óspillta náttúru með skógi og fallegum útivistar- svæðum. Áhv. 6 m. bygg. V. 14,9 m. 5190 Klapparhlíð - sérinngangur Nýtt í sölu. Afar falleg 63 fm íbúð á jarð- hæð í litlu fjölbýli. Parket og flísar. Snyrt- ing flísalögð. Þvottahús inn af snyrtingu. Vandaðar innrétt. úr rósaviði. Laus fljótl. Áhv. 4,5 m. húsbr. V. 10,2 m. 5238 Miðbær Mosfellsbæjar Falleg og vel skipulögð 114 fm íbúð. Tvö svefnherbergi ásamt stofu og borðstofu. Fataherbergi inn af hjónaherbergi. Rúm- góð geymsla á hæðinni. Glæsilegur frá- gangur á baðherbergi. Parket og flísar. Athugið lækkað verð. V. 12,8 m. 5233 Sumarbústaðir Við Skorradalsvatn Nýkomin í sölu afar glæsilegur sumarbústaður í skógi vöxnu landi. Bústaðurinn er með raf- magni, heitu og köldu vatni, 42,2 fm, 5,8 fm saunahús, að auki geymsluhús og 12,4 fm bátaskýli. Allur frágangur mjög góður. V. 7,9 m. 5248 Úr landi Hæðarenda - Gríms- nesi Um er að ræða 2ja hæða 52 fm sumarbústað með 12 fm aukahúsi. 100 fm verönd. Glæsilegar innréttingar. Planka- parket og flísar á gólfum. Gaseldavél og vönduð eldhústæki. 2 herb. undir súð. Tæplega hektara eignarland sem er afgirt. Landið liggur að og afmarkast af Búrfells- læk sem er fiskgengur. V. 6,9 m. 5073 Hæðir Safamýri - m. bílskúr Vorum að fá í sölu 150 fm góða neðri sérhæð ásamt 26 fm bílskúr, hiti í plani og tröppum. For- stofuherbergi með eldunaraðstöðu, stór stofa, borðstofa, 3 herbergi, stórt eldhús, flísalagðar suðursvalir. FALLEG EIGN MEÐ GÓÐA STAÐSETNINGU. V. 21,8 M. 5209 4ra-6 herb. Stóragerði Nýkomin í sölu mjög skemmtileg 102 fm íbúð auk 19 fm bíl- skúrs. Stórar og bjartar samliggjandi stof- ur. 2 góð svefnherbergi. Gegnheilt parket á hluta íbúðar. Snyrtileg og vel umgengin eign í vinsælu hverfi. Örstutt í alla þjón- ustu. Frábært útsýni. V. 13,6 m. 5235 Atvinnuhúsnæði Skeifan Vorum að fá glæsilegt 488,8 fm atvinnuhúsnæði á tveim hæðum. Mjög gott aðgengi er að efri hæð sem er með stórum tröppum og góðum gluggum. Neðri hæð er með lofthæð sem ca 3,50 ásamt góðum innkeyrsludyrum. Góð að- koma er að húsinu, næg bílastæði. V. 43 m. 5257 SE LD Landið Í Borgarnesi Nýtt í sölu. Vandað 209 fm einbýlishús auk 38 fm bílskúrs í afar fallegri götu í Borgarnesi. Stór og björt stofa með parketi. Fallegur arinn. 5 her- bergi. Falleg lóð í góðri rækt. V. 16,5 m. 5255 Í smíðum Lómasalir Glæsileg og vel skipulögð 109,8 fm íbúð á 4. hæð auk geymslu, 6,8 fm, svalir 12,5 fm, ásamt stæði í bíla- geymslu. Húsið verður fullklárað að utan og tilbúið að innan án gólfefna. Íbúðirnar verða til afhendingar í ágúst 2003. 5189 LINDASMÁRI Vorum að fá í sölu fallega 155,9 fm sér- hæð á tveim hæðum, neðri hæðin er 108,4 fm og efri hæðin er 47,5 fm. Það eru 5 svefnherbergi, gólfefni eru parket og flís- ar. Þetta er falleg eign á góðum stað, stutt er í alla þjónustu. V. 19,8 m. 5259 GRANDAVEGUR - LYFTUHÚS Nýtt á skrá. Nýkomin glæsileg 104 fm endaíbúð á 1. hæð í þessu vinsæla lyftu- húsi. Allur frágangur og viðhald til sóma. 3 svefnherbergi. Góð sameign. Fallegur garður og örstutt í leiksvæði fyrir börnin. Eign í sérflokki fyrir vandláta. V. 15,6 m. 5252 EIK - Í NÁGRENNI REYKJALUNDAR Nýkomið í einkasölu fallegt 125,8 fm einbýlishús auk 36 fm bílskúrs á frá- bærum stað í Mosfellsbæ. Allt viðhald í toppstandi. Glæsilegur garður í góðri rækt umhverfis húsið. Húsið stendur á einstökum stað í jaðri skógræktarsvæð- is. Eign fyrir náttúruunnendur. V. 18,5 m. 5240 BJARTAHLÍÐ - M. BÍLSKÚR Nýkomin í sölu mjög falleg 104 fm íbúð á jarðhæð með 28 fermetra bílskúr. Stór og björt stofa með útgengi í fallegan garð með skjólveggjum, 2 rúmgóð her- bergi með skápum, stór geymsla og þvottahús í íbúð. Snyrting flísalögð í hólf og gólf. Rúmgóður bílskúr með góðri lofthæð. Áhv. húsbréf kr. 8 m. V. 14,5 m. 5253 Vantar eignir á skrá HEIMILIÐ er kastalifjölskyldunnar, sagðieinhver og vissulegameð réttu, allavega á norðlægum breiddargráðum. Því nær sem dregur miðbaug er hægt að komast af með einfaldari hýbýli, en hér á norðurhjaranum er ekki að undra að lagt sé mikið upp úr húsakosti, góðum húsakosti með hlýju og þægindum. Það má lengi deila um hvað sé kjarninn í heimilinu, en ef litið er til þess hvað lagt er mest í, er ekki ófyrirsynju að segja að það sé bað- herbergið. Þetta vita þeir sem framleiða tæki í baðherbergi, þar hefur tísk- an oft fengið að ráða og svo er í dag að vissu leyti. Hreinlætistæki, sem hönnuð eru af heimsfrægum „nöfnum“ seljast ótrúlega vel þótt slík tæki séu oft allt í senn; forljót, óhentug og rán- dýr. Já, hvað skal ekki gera til að tolla í tískunni? En sem betur fer er almenn- ingur miklu hagsýnni í sínum inn- kaupum. Það eru helst nýríkir gemsar sem halda að þeir verði að- eins stærri með því að kaupa þessi tískutæki. Salerni, öðru nafni klósett, hafa þróast í átt til þess að vera bæði hagkvæm og formfögur. Það er ótvírætt að upphengdu klósettin uppfylla þetta, sérstaklega að vera hagkvæm þegar litið er til þrifn- aðar. Skálin hangir á vegg og auð- velt er að þrífa gólfið. Hver þrífur? Hver skyldi það annars vera sem þrífur baðherbergið og þar með gólfið í kringum klósettið, er það húsbóndinn, heimasæturnar eða ungu herrarnir, synirnir á heimilinu. Það kunna að finnast heimili þar sem þessir einstaklingar þrífa heima hjá sér, þar á meðal baðið, en hve algengt ætli það sé? Er ekki líklegast að það sé hús- móðirin, eiginkonan, mamman sem verður að sinna þessu? Vissulega langlíklegast því ann- ars yrði það ekki gert. En hverjir eru sóðarnir, hverjir ættu að þrífa eftir sig? Eitt feimnismálið enn Það hefur verið falið leyndarmál á öllum heimilum um langan aldur að fátt á verr saman en pissandi karlmaður og klósettskál. Karlmenn eru nú einu sinni skapaðir eins og þeir eru, sem bet- ur fer segja þeir og undir það munu flestar konur taka. En það er staðreynd að karlar eiga ósköp erfitt með að hitta í kló- settskál þegar þeir þurfa að létta á sér, en hvers vegna ekki að koma til móts við þá og setja upp tæki á hvert baðherbergi sem gerir þeim kleift að koma bununni á réttan stað? Nokkuð athugavert við þvagskál við hlið salernis? Þýskt fyrirtæki framleiðir þvag- skálar fyrir karlmenn beinlínis til að þær séu settar upp í fínum bað- herbergjum á fínum heimilum. Er nokkuð athugavert við það að við hlið hins formfagra salernis, sem fest er á vegginn, sé þvagskál í stíl? Nú er komið að konunum að taka málin bókstaflega í sínar hendur þegar skipuleggja skal baðherbergið. „Nú verður sett upp þvagskál fyrir þig, karl minn,“ getur hún sagt ákveðin mjög. Í tímahraki nútímans, þegar bæði hjón vinna úti, gæti þetta verið mjög svo praktískt, þau þurfa ekki að bíða eftir að annað ljúki sér af, þau hafa sitt hvort tækið. Það má nýta tímann í morgunsárið og ræða málin, svo sem: Hvað eigum við hafa í kvöldmat- inn, elskan? Karlar teknir í karphúsið Lagnafréttir eftir Sigurð Grétar Guðmundsson pípulagningameistara/ sigg@simnet.is Séð inn í baðherbergi, fjærst er handlaug, þá vegghengt salerni og nokkru nær; þvagskál fyrir karlana, meira að segja með loki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.