Morgunblaðið - 23.07.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.07.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2003 B 3 bílar MMC Pajero Sport Presedent 2500 dísel, f. skr.d. 21.08. 2001, ekinn 39 þús. km, 5 dyra, beinskiptur, leðurinnrétting, sóllúga, dráttarkrókur o.fl. Verð 2.990.000 Nýjar gerðir af Audi A3 NÝR Audi A3 með fimm hurðum kemur ekki á markað fyrr en eftir eitt ár og enn síðar kemur hann hugs- anlega einnig í skutbíls- og jepplinga- útgáfu. Automedia hefur gert tölvu- unnar myndir sem sýna hvernig bílarnir munu hugsanlega líta út. Audi sýndi hugmyndabílinn Pikes Peak á bílasýningunni í Detroit síð- astliðinn janúar. Það er bíll sem á að hafa alla nauðsynlega eiginlega jepp- ans en vera um leið þægilegur og fjöl- hæfur eins og fjölnotabíll. Jepplings- útgáfan af A3 sem Automedia hefur gert tölvumyndir af er blanda af Pikes Peak og hinum nýja Audi A3. Audi A3 í jepplingsútfærslu. Fimm dyra sportlegur Audi A3. ÞÝSKIR flykkjast til landsins um þessar mundir til þess að taka myndir fyrir bæklinga og aug- lýsingar af nýjustu bílunum sínum. Fyrir skemmstu var verið að mynda í bak og fyrir nýja X3 jepplinginn frá BMW og í síðustu viku var Mercedes-Benz hér á landi að mynda einn sögufrægasta bíl sinn, SLR, sem byggist á Silf- urörinni, keppnisbílnum fræga. Bíllinn kostar ekki innan við 30 milljónir króna þegar hann kemur í markað og því á færi fárra að aka þess- um magnaða bíl. Myndirnar sem hér fylgja voru teknar við Dyrhólaey og því nokkuð víst að SLR á ekki eftir að sjást á þeim slóðum aftur. Bíllinn er auðþekkjanlegur af gríðarlangri vélarhlífinni og stórum loftinntökum á hliðunum. En vöru- merkið er vængjahurðirnar sem opnast upp eins og vængur á fugli. Nýr SLR hefur greinilega fengið skammt af nútímanum því eins og sjá má eru lugtirnar stórar og nánast samvaxnar. Útlit- ið er sportlegt og ólíkt öðrum Mercedes-Benz verður SLR framleiddur í verksmiðju McLaren. Fleygmyndaður framendinn gefur bílnum sér- stætt útlit en gegnir líka því hlutverki að draga sem mest úr loftmótstöðu og veita sem mestri kælingu inn á vélina. Afturendi bílsins er ger- breyttur og komið er lítilsháttar skott og þar með meira farangursrými. Undir vélarhlífinni er V8 bensínvél með for- þjöppu sem er handsmíðuð hjá McLaren fyrir hvern einasta bíl sem er framleiddur. Ennþá hafa ekki birst staðfestar fregnir af vélinni en sagt er að hún sé 5,5 lítrar að slagrými og skili 557 hestöflum. Hátt í 600 hestöfl eru undir vélarhlífinni. Morgunblaðið/Róbert Stefánsson Mercedes-Benz SLR var myndaður í bak og fyrir við Dyrhólaey. Silfurörin mynduð við Dyrhólaey Kostar ekki innan við 30 milljónir kr. FRÉTTIR mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.