Morgunblaðið - 23.07.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.07.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2003 11 Spurning vikunnar Gunnar Alexander Ólafsson Range Rover Albert Kristjánsson Porsche 911 Einar Þór Garðarsson Ford Mustang ‘68 rauður Heimir Jónatansson Benz 600 Hanna Nilsen Audi fjölskyldubíll, silfraður Markús Fry Þeir eru nokkuð margir, t.d. Toyota Supra ‘95, Subaru Impreza GT Station ‘99 og Holden Monaro CV8 2001. Hver er draumabíllinn þinn? ÞÓRÐUR Tómasson fisksali var á kafi í kvartmíluakstri fyrir um 12 árum og er nú mættur til leiks á ný á aflmesta bíl Íslandssögunnar. Tryllitækið er 1967 árgerð af Chevrolet Camaro. „Fyrir tólf árum var ég að smíða bíl sem mér tókst ekki alveg að klára. Ég keypti hann síðan nýlega aftur og á hann líka. Þetta er Chevrolet Vega Fastback og verð- ur kláraður í ágúst. Maður losnar ekki við þessa bakteríu. Ég hélt ég væri laus við þetta en síðan brýst þetta út með þvílíkum látum,“ seg- ir Þórður. Jónas Karl Haraldsson bílamál- ari fann bílinn fyrir Þórð í Svíþjóð og keypti hann vélarlausan þar. Síðan var hann settur saman hér og aðstoðaði Valur Vífilsson við verkið. Vélina keypti Þórður í Bandaríkjunum. Þetta er vél fyrir keflablásara en blásarann keypti hann sérstaklega og er hann sá stærsti á landinu. Allt í bílnum er glænýtt. Það hefur tekið tæpan einn mánuð að setja bílinn saman og Þórður prófaði hann síðastliðið föstudagskvöld á kvartmílubraut- inni. „Hann lét mjög vel en við klár- uðum bara einn áttunda af kvart- mílunni. Við vorum bara að prófa startið og vildum ekki fá tíma á hann. Við ætluðum að fá tíma á hann síðan á laugardaginn en þá losnaði festing í drifskaftinu og það skemmdist.“ Ef veður leyfir verður tekin æf- ing á bílnum næsta föstudag og síðan í keppni á laugardag. Bíllinn er yfir 1.300 hestöfl. „Það góða við þennan bíl er að það er búið að byggja hann upp. Hann var að fara kvartmíluna á 6,80 sek- úndum úti á 330 km hraða. Hann hefur því alla aksturshæfni til þess að fara mjög hratt.“ Þórður segir að ómögulegt sé að segja hve mikið bíllinn hafi kostað í peningum. „Ég hef orðað þetta á þann hátt að hann hafi kostað eins og góður fjölskyldubíll og síðan er það bara teygjanlegt hugtak. En þetta er langöflugasti bíllinn sem hingað hefur komið og hann er vel smíðaður líka. Hann er smíðaður á chromemoly-grind og gerður til þess að fara mjög hratt.“ Valur Vífilsson segir að efnið í grindinni sé mun harðara en stálið sem notað sé í flesta bíla og hún er stífari og gefur minni fjöðrun. „Það þarf að styrkja bílinn gíf- urlega því hann er byggður fyrir 2.000 hestöfl og þar yfir. Við setj- um hann ekki upp í 2.000 hestöfl á þessu ári en það verður örugglega gert. Það er bara gert með því að skipta um eldsneytistegund – fara yfir í alkóhól. Við eigum til nítró- kerfi í bílinn en nítró er yfirleitt ekki notað með blásara,“ segir Valur. Valur segir að mikil uppsveifla sé í kvartmílunni. Nú sé t.d. að koma inn í íþróttina 1.200 hestafla bíll, talsvert léttari, og fleiri góðir. Morgunblaðið/Sverrir Bíllinn er með yfir 1.300 hestafla vél og hægt að auka aflið í yfir 2.000 hestöfl. Morgunblaðið/Sverrir Lítið útsýni er út um rúðuna. Aflmesti bíll Íslandssögunnar Morgunblaðið/Sverrir Þórður Tómasson við Camaro á æfingu á kvartmílubrautinni. Fjögur Íslandsmet í kvartmílu FJÖGUR Íslandsmet voru slegin á Íslandsmótinu í kvartmílu sem fór fram um síðustu helgi. Í ofurhjólaflokki sló Viðar Finnsson eigið met, fór á tímanum 8,62 sek- úndur á sérsmíðuðu grindinni sinni. Gamli tíminn var 9,084. Í RS flokki sló Guð- laugur Halldórsson nýtt met á Subaru Impreza. Fór á tím- anum 12,114. Hann sló eigið met sem var áður 12,753. Í MC flokki sló Ragnar Ragn- arsson met Smára Helga- sonar (12,766). Hann fór á tímanum 12,186 á Charger. Að lokum sló Steingrímur Ólafsson gamalt met Haf- steins Valgarðssonar (12,286). Steingrímur keppti á Cheverolet Corvette og fór á tímanum 12,116. Allir biðu spenntir eftir hinum nýinnflutta Camaro- bíl Þórðar Tómassonar. Hlíf utan um drifskaftið á bílnum losnaði með þeim afleið- ingum að hún lagðist utan í skaftið. Ari lenti í vandræð- um með að beisla aflið í 598 cid. Big Chief mótornum í Camaro. Gripið í brautinni reyndist ekki nægjanlegt þannig að hann spólaði á slikkunum u.þ.b. 150 metra þar til bílinn snerist í 180 gráður og lenti utan vegar. Það gekk kraftaverki næst að bíllinn reyndist óskemmd- ur fyrir utan bogna stífu að aftan. Grétar Franksson er að ná góðum tökum á 540 cid. Vega og náði best 9,101.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.