Morgunblaðið - 23.07.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.07.2003, Blaðsíða 6
HJÁ Lexus-umboðinu er til sölu ársgamall Lexus LS430 en að sögn Haraldar Þórs Stefánssonar, sölustjóra hjá Lexus, er sjaldgæft að svona nýlegur Lexusbíll komi aftur inn til sölu. „Við erum að verða komnir í sölu á 300 nýjum Lexus-bílum og því eru alltaf að koma eldri upp í nýja. Þetta er auðvitað dýrasti notaði bíllinn sem við eigum og höfum átt, það er frekar sjaldgæft að fá svona bíl inn aft- ur.“ Bíllinn var fyrst skráður í maí 2002, ekinn 24.000 km, og ásett verð er 7.250.000 kr. Haraldur segir kosti bílsins marga, en hann sé fyrst og fremst kraftmikill lúxusbíll. „Þessi bíll er síðan með leður- sætum, loftræstingu og sóllúgu og svokallaðan president- pakka. Það felur í sér loftkælingu í framsætum, nudd í aft- ursætum, rafstýrð framsæti, kælibox í aftursæti, góð hljómflutningstæki og fjarlægðarskynjara bæði að framan og aftan. Þetta er fyrir þá sem vilja fyrst og fremst alvöru lúxusbíl.“ Að sögn Haraldar hafa margir keypt svona bíla sem hafa ekki nýtt sér að eiga stóra jeppa sem skyldi. „Bíllinn er með afar hljóðláta en kraftmikla vél og skilar sér í 100 km hraða á 6,7 sek- úndum, en bíllinn er tæp tvö tonn á þyngd. Þannig að hann er gífurlega kraftmikill en samt svona ljúfur, þannig að þetta er góð blanda af miklum krafti og lúxus,“ segir Haraldur. Lexus LS430 Dýrasti notaði bíllinn Ljósmynd/Eiríkur P. Haraldur Þór Stefánsson, sölustjóri hjá Lexus, við LS430. Á SÖLU notaðra bíla hjá Ingvari Helga- syni má finna nokkurra mánaða vel útbú- inn Subaru Forester 2,0 X. Að sögn Sig- urðar Ófeigssonar, söluráðgjafa hjá Ingvari Helgasyni, er þetta bíll fyrir alla sem vilja fara aðeins lengra. „Hann er fjórhjóladrifinn og hátt undir hann, lægsti punktur er 19,5 cm, rúmgóður og alveg rosalega skemmtilegur í langkeyrslum. Sætin eru mjög þægileg með armpúðum og góð yfirsýn í allar áttir. Mjög gott er að setjast inn í bílinn, þar sem þú sest beint inn en ekki niður eins og í venjuleg- um fólksbíl. Forester-bílarnir eru mjög skemmtilegir ferðabílar og þessi bíll er sérútbúinn með dráttarbeisli, vindskeið og lituðum filmum í afturrúðum. En hann er líka lipur í innanbæj- arakstri og með öllum þægindum; sóllúgu, loftræstingu og hita í sætum, þannig að þetta er einn með öllu.“ Bíllinn er árgerð 2003, fyrst skráður í maí en er ekinn tæplega 7.000 km. Ásett verð er 2.940.000 kr., sem er reyndar ekki ósvipað verð og á nýjum bíl af sömu tegund, en bíllinn er hins vegar ríkulegar útbúinn. Vélin er 2,0 lítrar og gefur 125 hestöfl og eyðsla í innanbæj- arakstri er 11,9 lítrar á hundraðið en 8,6 í blönduðum akstri. Subaru Forester 2,0 X Ljósmynd/Eiríkur P. Vel útbúinn Subaru Forester 2,0 X. Að sögn Sigurðar Ófeigssonar, söluráðgjafa hjá Ingvari Helga- syni, er þetta bíll fyrir alla sem vilja fara aðeins lengra. Ljósmynd/Eiríkur P. Jón Valur Sigurðsson, hjá Brimborg, segir að bíllinn sé nú á tilboðsverði, sem er 2.750.000 kr. HJÁ notuðum bílum hjá Brimborg býðst nú kraftmikill Volvo S 80 T6, árgerð 1999. Ásett verð á þennan bíl er 2.990.000 kr., en Jón Valur Sigurðsson, sölumaður hjá Brimborg, segir að bíllinn sé nú á tilboðsverði, sem er 2.750.000 kr. Að sögn Jóns er þetta bíll fyrir vandláta eða þá sem vilja meira en slíkir bílar bjóða að jafnaði upp á. „Þessi túrbó-týpa er mjög aflmikil og stærsti fólksbíll- inn frá Volvo og mjög ríkulega búinn. Þetta hefur verið flaggskipið hjá Volvo í fólksbílum og er mjög hentugur fyrir þá sem vilja sameina fjölskyldubíl og kraftmikinn bíl sem líkist sportbíl meira en fjölskyldubílar yfirleitt. Bíllinn er rúmlega fjögurra ára gamall, gott eintak, lítið ekinn og sést lítið á honum.“ Að sögn Jóns er helsti kostur bílsins, umfram aðra af svipaðri gerð, krafturinn sem 2800 cc, 272 hestafla vélin gefur, en hún er 6 strokka með tveimur forþjöppum og skilar bílnum í 100 km hraða á 7,2 sekúndum. Þá er í bílnum leðurinnrétting af bestu gerð, að sögn Jóns. Bíllinn er ekinn 48.000 km, framdrifinn með geartronic-sjálfskiptingu. Í bílnum er m.a. inn- byggður barnastóll, þjófavörn, þokuljós, aksturstölva, vökvastýri og ljósastilling í baksýnisspegli. Volvo S 80 T6 Kraftmikill fjölskyldubíll 6 B MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar Notaðir og nýtilegir Mikil viðskipti eiga sér stað með notaða bíla á hverju ári. Morgunblaðið ætlar að kanna nánar þennan markað og gefa lesendum vikulega inn- sýn í það sem á boðstólum er með tilboðsbílum vikunnar. Eiríkur P. Jörundsson skoðaði þrjá notaða gæðabíla en minnir bílkaupendur jafn- framt á að skoða notaða bíla gaumgæfilega og jafnvel láta ástandsskoða þá áður en kaupin eru gerð. Tegund: Volvo S 80 T6 Verð: Tilboð: 2.750.000 kr. Árgerð: 1999 Fyrst skráður: 03/1999 Ekinn: 48.000 km. Vél: 2.8 l. Afl: 272 hö. Eyðsla: 12,9 ltr. Sérútbúnaður: Leður á sætum. Fjöldi eigenda: 2 Tegund: Lexus LS430 Verð: 7.250.000 kr. Árgerð: 2002 Fyrst skráður: 05/2002 Ekinn: 24.000 km. Vél: 4,3 l. Afl: 283 hö. Eyðsla: 11,9 ltr. Sérútbúnaður: Enginn Fjöldi eigenda: 1 Tegund: Subaru Forester 2,0 X Verð: 2.940.000 kr. Árgerð: 2003 Fyrst skráður: 05/2003 Ekinn: 7.000 km. Vél: 2,0 l. Afl: 125 hö. Eyðsla: 8,6 ltr. Sérútbúnaður: Dráttarbeisli, vindskeið, litaðar filmur í afturrúðum. Fjöldi eigenda: 1 Vel útbúinn ferðabíll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.