Morgunblaðið - 31.07.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.07.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2003 B 3 NFRÉTTIR Ná›u flér í li t í sumar Sumari› er rétti tíminn til fless a› taka til hendinni úti vi› og fegra húsi›. Í verslunum okkar, Dugguvogi 4 og Domus Medica v/Snorrabraut starfa fagmenn sem hjálpa flér a› finna rétta litinn og velja gæ›aefni sem henta flínum flörfum. Líttu vi› og láttu okkur a›sto›a flig. N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 0 9 0 2 5 / sia .is Hjá Slippfélaginu fæst HREIN AKR†L UTANHÚSSMÁLNING sem flekur betur, er ve›urflolnari, heldur lit og gulnar ekki. HAGNAÐUR McDonald’s- skyndibitakeðjunnar á öðrum fjórð- ungi þessa árs minnkaði um 5% frá sama tímabili í fyrra, en ástæðan er aukinn kostnaður vegna breytinga sem fyrirtækið er að gera á mat- seðli og þjónustu í þeim tilgangi að laga þjónustuvandamál og ná til sín nýjum viðskiptavinum. Tekjur fyrirtækisins í Bandaríkjunum hafa þó aukist, en kostnaðurinn vegur þyngra. McDonald’s er stærsta skyndi- bitakeðja í heimi. Hún glímir nú við aukna samkeppni og auknar kröfur neytenda um minna fituinnihald matar. Fyrirtækið hefur komið til móts við viðskiptavini sína með því að bæta fitusnauðum réttum eins og salati á matseðilinn og er byrjað að setja ávexti í barnabox. Meðal þjónustunýjunga eru þráðlausar nettengingar sem fólk með fartölv- ur getur nýtt sér á meðan það snæðir skyndibitann. Hlutabréf í McDonald’s hafa ver- ið á niðurleið í heilt ár vegna minnkandi tekna félagsins, en um- skipti fóru að gera vart við sig í maí sl. Félagið tilkynnti um fyrsta tap sitt í sögunni á síðasta fjórðungi 2002. Fyrirtækið segir að tekjur sölustaða sem opnir hafa verið lengur en eitt ár hafi vaxið um 4,9%, sem er mesta aukning í fimm ár. Þetta þykir gefa til kynna að McDonalds hafi snúið við á braut viðvarandi samdráttar. Lokaverð McDonald’s á markaði í New York í fyrradag var 22,15 Bandaríkjadalir á hlut. Á síðasta 52 vikna tímabili hefur gengið lægst farið í rúma 12 dali á hlut. Fyrirtækið rekur meira en 31.000 sölustaði, þar á meðal eru um 1.100 staðir sem selja ekki ham- borgara, svo sem Chipotle Mexican grill og Boston Market. Fyrirtækið Lyst ehf. rekur þrjá McDonald’s-veitingastaði á Íslandi með viðskiptasérleyfi, í Kringlunni, á Smáratorgi og í Faxafeni. Minni hagnaður og minni fita hjá McDonald’s Reuters McDonald’s-veitingastaður á Times-torgi í New York. DEBENHAMS hefur mælt með 1,54 milljarða punda, eða 191,4 milljarða króna, yfirtökutilboði sem fjárfestingarfyrirtækið Perm- ira gerði í maí sl., en meðmælin eru talin geta hleypt af stað tilboðsstríði um verslanakeðjuna. Einn stór hluthafi í keðjunni hefur þegar sagt að tilboðið sé of lágt, en það hljóðar upp á 425 pens á hvern hlut. Lokaverð bréfa í Debenhams á markaði í London í fyrradag var 433 pens á hlut. Samkvæmt frétt Reuters hefur Debenhams sjálft haldið mögu- leikanum á hærra tilboði opnum, og sagst vera í viðræðum við fjár- festingarfyrirtækin CVC og Texas Pacific sem leitt gæti til hærra yfirtökutilboðs, en fyrirtækin tvö vinna nú að gerð áreiðanleika- könnunar á Debenhams. Bresk vöruhús eins og Deben- hams, Selfridges og House of Fraser hafa síðustu misseri vakið áhuga fjárfesta á yfirtökum, eink- um vegna þess að hægt er að fá lán á hagstæðum kjörum um þess- ar mundir og fyrirtækin eiga mikl- ar eignir sem skila góðu sjóð- streymi. Greinendur á markaði telja að raunsætt verð fyrir Debenhams sé 450 pens á hlut, þrátt fyrir að verðið á bréfunum hafi verið 330 pens í maí sl. rétt áður en Permira lagði fram tilboð í félagið. Samkvæmt tilboði Permira mun félagið eignast 37,8 prósenta hlut í Debenhams og The Blackstone Group, bandarískur fjárfestingar- banki, og Goldman Sachs fjármála- fyrirtækið, munu hvort fá 21,1 prósenta hlut. Stjórnendur Deben- hams, undir forystu forstjórans Belindu Earl, munu eignast 10% hlut og smærri hluthafar munu eiga það sem eftir stendur, eða 10% hlut samanlagt. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kapphlaup um Deben- hams að hefjast? ÞÝSKA fyrirtækið Siemens hefur ákveðið að fækka störfum hjá far- símadeildinni um 2.300 fyrir árslok 2004. Samkvæmt upplýsingum frá fyrir- tækinu skýrast uppsagnirnar af slæmri stöðu á farsímamarkaði. Af þeim 2.300 starfsmönnum sem verð- ur sagt upp eru ríflega 500 Þjóðverj- ar. Fyrirhugaðar uppsagnir eru liður í víðtækum aðhaldsaðgerðum Siem- ens en ætlunin er að minnka kostnað um 1,1 milljarð Bandaríkjadala, sem svarar til 85 milljarða íslenskra króna. Störfum fækkað hjá Siemens ◆

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.