Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2003 B 5 bílar EKKERT jafnast á við kaldan drykk á heitum sumardegi. Undir vélarhlíf- inni á bílnum verður hitinn þó meiri en úti undir beru lofti og það er kæli- vatnið sem sinnir því hlutverki að kæla vélina. Kælivatnið leitast við að halda hita vélarinnar á því stigi sem ákjósanlegast er svo afköst vélarinn- ar verði sem mest. Auk þess er það kælivatnskerfinu að þakka að hægt er að sitja inni í bílnum í hæfilegum hita á köldum vetrardögum. Athugið stöðuna á vatninu Í hvert sinn sem vélarhlífin er opn- uð á að vera regla að athuga hvort nægilegt kælivatn er á vatnskassan- um. Það sést strax með berum aug- um hvort vatnshæðin í kassanum er rétt; vatnsborðið liggi milli lág- marks- og hámarksstöðu. Einnig er ráðlegt að kanna af og til sýrustig vatnsins. Hægt er að kaupa pH-mæli í verslunum sem getur sýnt hvort ástæða sé til að skipta um kælivatn. Kælivatnið er blandað frostlegi, etýl-glýkóli. Vökvinn streymir um vélina í málmröri. Á leið sinni um vél- ina leitast vökvinn við að kæla hana niður svo hún ofhitni ekki. Við þetta hitnar kælivökvinn og þennan varma má leiða inn í farþegarýmið í gegn- um miðstöð bílsins. Hlutverk etýl- glýkólblöndunnar er að varna ryð- myndun í kælikerfinu og auk þess kemur blandan í veg fyrir ísmyndun í kerfinu á köldum vetrardögum. Það er mikilvægt að ávallt sé rétt magn kælivökva í kælikerfinu. Ef of mikill vökvi er í því er sú hætta fyrir hendi að vatnskassinn springi. Tank- urinn þar sem kælivatninu er bætt á kallast stundum þrýstingstankur. Ástæðan er sú að kælivökvinn þenst út þegar hann hitnar og gera verður ráð fyrir því þegar fyllt er á tankinn. Ef tankurinn er stútfylltur er óhjá- kvæmilegt að leki komi að honum eða í versta falli að hann springi. Ef hins vegar of lítill vökvi er á tanknum er sú hætta fyrir hendi að vélarkæl- ingin taki of langan tíma með þeim afleiðingum að vélin ofhitni. Í þrýsti- tanknum er merking sem sýnir há- marks- og lágmarksstöðu vatnsyfir- borðsins. Athugið stöðu vökvans í tankinum meðan vélin er köld. Þá á yfirborðið að vera í grennd við lág- marksstöðu. Látið vélina ganga í dá- litla stund og athugið síðan stöðu vökvans aftur. Þá á hún að vera ná- lægt hámarksstöðu. Kælivökvinn er, eins og fyrr segir, blanda af vatni og frostlegi. Blandan á alltaf að innihalda a.m.k. 50% frost- lög og 50% vatn. Þessi blanda ver vélina í mínus 51 gráðu frosti og upp að 128 gráðu hita. Undir engum kringumstæðum má blandan vera sterkari en 70% frostlögur og 30% vatn því of mikill frostlögur getur skemmt kælikerfið. Ekki skal heldur fylla þrýstitankinn eingöngu með vatni því hreint vatn veitir litla vörn gegn ryðmyndun í kælikerfinu, of- hitun og ísmyndun. Góð ráð Bíðið ávallt þar til vélin og vatns- kassinn hafa kólnað áður en þrýsti- tankurinn er opnaður. (Í nýlegri bíl- um er jafnan að finna þrýstitank en í eldri gerðum er lok á sjálfum vatns- kassanum þar sem vökva er bætt á). Lokið á tankinum heldur kælivökv- anum undir þrýstingi sem hækkar suðustig hans. Ef lokið er opnað þeg- ar vélin er enn heit getur heitur kæli- vökvi og gufa blásið upp úr tankinum og valdið bruna. Notið ávallt hlífðargleraugu þegar átt er við kælivökvann. Forðist að láta kælivökva komast í tæri við bera húð eða augu. Gerist það engu að síð- ur skal skola vökvann burt strax með köldu vatni. Athugið gúmmílistann í kringum vatnskassalokið. Það er mikilvægt að gúmmílistinn sé í lagi til að halda vatnskassanum alveg þéttum. Athugið í eigandabók bílsins hvers kyns frostlög á að nota á bílinn og í hvaða hlutföllum skal blanda. Ekki hella niður gömlum frostlegi í niðurföll því hann inniheldur eitrað etýl-glýkól sem getur mengað grunnvatn og drepið fiska og plöntur. Flestar bensínstöðvar og smurstöðvar taka á móti úrgangi af þessu tagi. Kælikerfið verður að vera í lagi Morgunblaðið/Kristinn Í eldri bílum er kælivatn sett beint á vatnskassann. www.nowfoods.com LESA má út úr Bifreiðatölum mán- aðarins sem gefnar eru út af Um- ferðarstofu að tómstundaáhugi og -iðkun Íslendinga virðist vera að aukast. Í tölunum má sjá að talsverð aukning hefur orðið í innflutningi á tjaldvögnum, fellihýsum, bifhjólum og fjórhjólum. Fyrstu sex mánuðina í fyrra voru nýskráð 70 ný bifhjól en fyrstu sex mánuði þessa árs voru skráð 94 bifhjól. Fyrstu sex mán- uðina voru nýskráð 257 hjólhýsi og tjaldvagnar en 263 á fyrri helmingi þessa árs. Þrátt fyrir snjólítinn vet- ur hefur innflutningur líka aukist lít- illega á vélsleðum. Alls voru ný- skráðir 154 vélsleðar en 133 á fyrri helmingi síðasta árs. Sprenging hef- ur orðið í innflutningi á fjórhjólum því fyrstu sex mánuðina voru flutt inn 217 slík tæki en einungis 86 á fyrri helmingi síðasta árs. Einnig má lesa út úr ritinu að inn- flutningur á notuðum tengitækjum (hjólhýsum og tjaldvögnum), fjór- hjólum og bifhjólum hefur aukist. Þá jókst innflutningur á notuðum fólks- bílum úr 167 bílum á fyrri helmingi síðasta árs í 401 á fyrri helmingi þessa árs. Íslendingar flytja inn meira af hjólhýsum og fjórhjólum Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Sala á fjórhjólum hefur aukist sem og á bifhjólum og tengitækjum. Audi TT 1800 Turbo, f.skr.d. 14.09.1999, ek. 42 þús. km., beinskiptur, 3 dyra, 17" álfelgur, leðurinnrétting, vindskeið, vindkljúfasett að framan o.fl. Verð 2.390.000.- 480 8000 SELFOSSI Bílasala Suðurlands - Fossnesi 14 - 800 Selfossi www.toyotaselfossi.is • toyotaselfossi@toyotaselfossi.is Renault Laguna H/B RN, árg. 2000, 5 gíra, ekinn 55 þús. Verð 1.150 þús. Toyota Landcruiser. GX dísel Turbo 35“, árg. 1992, 5 gíra, ekinn 255 þús. Verð 1.990 þús. Nissan Terrano ll Luxury 3000 TDI, árg. 2003, sjálfsk., ekinn 0, (nýr bíll). Verð 3.790 þús. Nissan Patrol GR Elegance 3000 TDI 35“, árg. 2001, sjálfsk., ekinn 31 þús. Einn með öllu. Verð 4.490 þús. 480 8000 Kauptu næsta bílinn þinn beint frá Kanada www.natcars.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.