Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 8
8 B MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar R alf Schumacher kveðst ekki hafa átt sök á árekstrinum, sem varð í upp- hafi kappakstursins í Hockenheim á sunnudag og undir það tekur tæknistjóri og annar aðaleigandi liðsins, Patrick Head, og hefur Williams-liðið áfrýjað þeim úrskurði dómnefndar kappakst- ursins að refsa Ralf fyrir að vera valdur að árekstrinum með því að færa hann aftur um 10 sæti á rásmarki næsta móts, í Ungverja- landi. Með refsingunni hefur Schumacher ung- verska kappaksturinn eftir þrjár vikur 10 sætum aftar en hann lýkur keppninni um rás- pólinn í því móti. Þótti hann hafa sýnt tillits- leysi og þrengt svo að bílum sér til vinstri handar að árekstur, sem að öðru leyti hafi verið afstýranlegur, hafi átt sér stað. Ralf nuddaðist utan í Ferrari-bíl Rubens Barrichello var eins og í samloku milli Williams-bílsins og McLaren-bíls Kimi Räikkönens rétt fyrir fyrstu beygju. Var Barrichello engrar undankomu auðið og skall utan í Räikkönen svo að bílarnir lentu í kös og löskuðust svo allir féllu þeir úr leik. Þrír bílar drógust inn í óhappið og neyddust til að hætta vegna skemmda; Jagúarbíll Justins Wilsons, Jordan-bíll Ralphs Firmans og Sauber-bíll Heinz-Haralds Frentzens. Räikkönen hlaut einna harðasta skellinn og var fluttur á sjúkrahús til skoðunar en hann marðist á hné og tognaði á hálsi er hann skall á öryggisvegg. Dómnefndin komst að þeirri niðurstöðu að Ralf Schumacher hafi ekki sýnt nógu mikla aðgæslu vegna bíla sér til vinstri handar [Barrichello og Räikkönen] og verið valdur að atvikinu. Hafi hann lokað á Barrichello sem ekki hafi átt neina undankomuleið og með því valdið afstýranlegum árekstri, en Barrichello rakst síðan utan í bíl Räikkönens á fullri ferð. Ökuþórarnir voru allir kallaðir fyrir dóm- nefndina og veitt tækifæri til að útskýra sjón- armið sín varðandi atvikið. Tilkynnti Will- iams-liðið þegar í stað að niðurstöðunni yrði áfrýjað til gerðardóms Alþjóðaaksturs- íþróttasambandsins (FIA) sem kveða verður upp úrskurð fyrir ungverska kappaksturinn. Ralf gætti ekki að bílum til vinstri handar Sögðu dómararnir í niðurstöðum sínum að Ralf Schumacher hefði játað á fundinum að hafa ekki gætt neitt að bílunum sér til vinstri handar er hann sveigði yfir á vinstri helming brautarinnar til að skapa sér betri línu inn í fyrstu beygju. Er þetta í annað sinn sem gripið er til refs- ingar sem þessarar. Sauber-þórinn Felipe Massa var einnig færður aftur um 10 sæti á rásmarki ítalska kappakstursins í fyrrahaust fyrir að vera valdur að afstýranlegu slysi. Ralf Schumacher var ekki á því að við hann væri að sakast og reyndi að réttlæta akstur sinn inn að beygjunni. „Vitaskuld var þetta afar svekkjandi en atvik sem þessi geta átt sér stað þegar þröng er á þingi. Ég held ekki að ég hafi ekið of langt til vinstri, var bara að reyna að verja stöðu mína,“ sagði Ralf. „Maður getur ekki velt því fyrir sér hvað bílarnir í kring eru að gera og því eiga atvik sem þessi sér stundum stað. Ég var einfald- lega að reyna að verja stöðu mína og sveigði ekkert skyndilega svo hinir höfðu meira en nógu mikinn tíma til að forðast mig. Það urðu svo miklar skemmdir á bíl mínum við skellinn að ekki var um annað að ræða en hætta,“ sagði Ralf Schumacher. Barrichello svekktur „Ég er afar svekktur, ég átti engrar und- ankomu auðið,“ sagði Barrichello. „Ræsingin hjá mér var í meðallagi. Mér fannst bæði Ralf og Kimi taka mikla áhættu, ekki síst Kimi sem ók við brautarjaðar til að komast fram úr. Ralf sveigði yfir til vinstri og veitti mér ekkert svigrúm. Ég bremsaði en fékk svo skell á bílinn. Hreyfði þó ekki stýrishjólið og breytti aldrei um akstursstefnu. Þetta var mjög svekkjandi því ég hefði getað náð góð- um árangri í dag,“ sagði Barrichello um at- vikið. „Ég náði góðu viðbragði og ók rakleitt nið- ur eftir ytri brautarjaðrinum. Var kominn fram úr Barrichello er hann rakst utan í mig og átti því enga undankomuleið. Ég veit ekki hverjum var um að kenna, enda skiptir það eiginlega ekki máli og ég fæ ekkert við þessu gert,“ sagði Kimi Räikkönen hins vegar. Ánægður að dekkið sprakk hjá Schumacher Marinn og blár mótmælti hann því að við hann væri að sakast. Skaust hann við ystu brún brautarinnar inn að beygjunni og fór ut- anvert fram úr hægstartandi Ferrari-fák Rubens Barrichello en bílar þeirra skullu saman er Ralf Schumacher lagði inn í Ferr- ari-bílinn frá hinni hliðinni. Vegna áreksturs- ins féllu allir þrír úr leik. „Ég finn mjög til í öðrum fæti og það mun taka nokkra daga að komast í samt lag,“ sagði Räikkönen sem fluttur var undir lækn- ishendur þar sem hann hlaut þung högg er bíll hans splundraðist við samstuðið og er hann skall á öryggisvegg. „Ég held það hafi ekki verið nein tvísýna að aka niður brautina við ytri jaðar. Ég var kominn fram úr Rubens. Veit ekki hvað gerð- ist en það var í lagi að keyra með þessum hætti. Hafi ekki verið neitt svigrúm hefði ég ekið aftan á hans bíl. Ég tek ekki á mig sök því ég hafði ekkert rangt við,“ sagði Räikkön- en. Hann sagði að hið eina góða sem rekið hefði á fjörur hans á kappakstursdeginum væri að sjá dekk springa á bíl Michaels Schu- macher undir lokin. Fyrir vikið féll heims- meistarinn niður í sjöunda sæti og jók hann því forystuna á Räikkönen í stigakeppninni um heimsmeistaratitil ökuþóra ekki eins mik- ið og í stefndi. Munar á þeim 9 stigum. „Punkteringin er það eina góða sem gerðist í dag. Fyrir vikið er ég enn í baráttunni um tit- ilinn,“ sagði Räikkönen. Upphafið að rekja til ræsingar Barrichello „Orsök vandræðanna má rekja til lélegrar ræsingar Rubens,“ sagði McLaren-stjórinn Ron Dennis um atvikið rétt eftir að það átti sér stað. „Ég held ekki að Ralf hafi þrengt að honum af ásetningi en það leiddi til árekst- ursins,“ bætti Dennis við. Reuters Kimi Raikkonen lendir í árekstri í fyrstu beygjunni í Hockenheim. Ralf sver af sér sök og Will- iams áfrýjar refsingu hans Ralf Schumacher er ekki á því að við hann sé að sakast vegna árekstursins í upphafi kappakstursins í Hockenheim en vegna hans féllu sex bílar úr leik. Ágúst Ásgeirsson fjallar um dramatískan kappaksturinn í Hockenheim sl. sunnudag. Reuters Ralf Schumacher hafði enga ástæðu til að brosa í Hockenheim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.