Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 6
6 B MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar A ð undanförnu hefur farið fram mikilvæg umræða um öryggismál í umferðinni. Þegar ég settist niður til að skrifa þennan greinarbút, duttu mér þessi inngangsorð í hug, en þau hafa dugað mér vel í umferðinni hingað til. Nauðsynlegt er að tekið sé tillit til þessara atriða, þrjú fyrstu hafa áhrif á ökulagið og árétta að nauðsynlegt er að halda einbeitingu, en það síð- asttalda, vagninn, hefur áhrif á hvernig við hugsum um umgengni og viðhald bifreiðarinnar. Vagninn Það er síðasta atriðið í þessum vís- dómi, sem ég ætla að fjalla nánar um. Í dag eru bifreiðar okkar vel búnar þægindum og öryggi, t.a.m. ABS-hemlum, loftpúðum, góðri fjöðrun og öðrum þeim þáttum, sem taldir eru upp í auglýsingum fram- leiðenda. Þeim er ætlað að fylla okk- ur öryggi þegar við ferðumst. Öllum þessum þáttum verður að gefa góðar gætur og halda vel við. Einn er sá þáttur í öryggiskerfi bifreiðarinnar, sem lítið sem ekkert er fjallað um, en er ekki síður mikilvægur en hinir fyrrtöldu, það eru höggdeyfar bif- reiðarinnar. Því hnykkti mér við í síðustu viku, þegar ég sá niðurstöður prófanna sem Fálkinn hf. og Olís stóðu saman að. Til þessara prófana var notaður sérhæfður höggdeyfa- prófunarbúnaður í eigu Fálkans, sem komið var fyrir á afgreiðslu- stöðvum Olís á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni nú í júnímánuði. Var bif- reiðareigendum þar gefinn kostur á prófun þeim að kostnaðarlausu. Alls voru prófaðar 673 bifreiðar, og af þeim reyndust 166 vera með ónýta eða mjög lélega höggdeyfa, eða um 25% (sjá meðfylgjandi töflu), sem í mínum huga er afleit niðurstaða. Þó að hér hafi ekki verið um valið úrtak að ræða, og niðurstöður því háðar tölfræðilegri óvissu, má gera ráð fyr- ir, að þær gefi nokkuð góða vísbend- ingu um ástand höggdeyfa í bifreið- um. Þegar ég las niðurstöðurnar fór ég að velta fyrir mér hvernig á þessu stæði. Er hugsanlegt að bifreiðareig- endur og þeir sem sinna öryggiseft- irliti á bifreiðum geri sér ekki grein fyrir mikilvægi höggdeyfa? Það er hugsanlegt, en ekki er síður hugs- anlegt, að þeir aðilar, sem sinna ör- yggiseftirliti, hafi ekki rétta búnað- inn til að fylgjast með ástandi höggdeyfanna, og verði því að nota huglægt mat á því hvort höggdeyfar bifreiðar, sem þeir eru að skoða, sé í lagi eða ekki. Höggdeyfar sem öryggisbúnaður Höggdeyfar eru í huga marga hluti af fjöðrunarbúnaði bifreiðar, og teljast því frekar til þæginda en ör- yggisbúnaðar. Hugsanlega liggur þetta í orðavalinu, höggdeyfir, eða „dempari“ eins og hann er oft kall- aður upp á dönsku, en hann hefur m.a. það hlutverk að deyfa hreyfingu bifreiðar, sem verður fyrir skyndi- legu álagi á fjöðrunarbúnaðinn, en ekki að deyfa höggið, eins og skilja mætti af nafninu. Það eru aðrir hlut- ar undirvagnsins, sem hafa það hlut- verk að deyfa óvænt högg, sem bif- reiðin verður fyrir. Fyrsta skal telja sjálfa hjólbarðana, en síðan fjöðrun- arbúnaðinn. Ég skal reyna að skýra þetta í fáum orðum án þess að fara út í tæknilega umfjöllun. Bifreið, sem ekið er á venjulegum hraða og lendir í misfellu, t.d. holu, hegðar sér mis- jafnlega eftir því hvort hún er búin góðum eða slæmum höggdeyfum. Fjöðrunarbúnaður hennar, þar með taldir hjólbarðar og gormar eða fjaðrir, sjá um að mýkja höggið. Við það fer yfirbygging bifreiðarinnar að dúa á fjöðrunarbúnaðinum vegna skriðþunga síns, (tregðulögmálið góðkunna). Sé bifreiðin búin góðum höggdeyfum, stöðva þeir hreyf- inguna svo til strax, en séu högg- deyfar lélegir, heldur þessi fjöðrun- arhreyfing áfram og getur jafnvel magnast. Þegar yfirbyggingin hend- ist upp, missir bifreiðin veggrip, bif- reiðin getur farið að rása og bílstjór- inn auðveldlega misst stjórn á henni. Gott veggrip Þetta atriði, þ.e. gott veggrip, er kjarni málsins í hlutverki höggdeyf- anna. Dæmið sem lýst var að framan er aðeins eitt af mörgum, þar sem góðir höggdeyfar tryggja, að bifreið- in haldi góðu veggripi, og komi í veg fyrir að hún fari að rása, og auki þar með líkurnar á að bílstjórinn missi stjórn á henni. Til að mynda þegar við hemlum eða beygjum þá hefst sama ferlið, þyngd yfirbyggingar- innar leitar frá undirvagninum, og séu höggdeyfarnir slakir veldur það því, að veggrip hjólbarðanna losnar á sama tíma. Sé bifreiðin búin góðum höggdeyfum, draga þeir úr sjálf- stæðum hreyfingum yfirbyggingar- innar og tryggja um leið öryggi þeirra, sem í bifreiðinni eru. Að auki valda slæmir höggdeyfar því, að hemlunarvegalengd eykst, og á þetta sérstaklega við í bílum sem búnir eru ABS-hemlum, þar sem hemlunin er ekki samfelld, heldur rofin með púlsun. Við það magnast óæskilegar hreyfingar yfirbygging- arinnar og hemlunarvegalengdin eykst enn meira, en ef um hefð- bundna hemla er að ræða. Góðir höggdeyfar eru því beinlínis for- senda þess, að ABS-hemlar virki sem skyldi. Ætla má, að lélegir eða ónýtir höggdeyfar séu ástæðan fyrir mörg- um slysum, bæði á vegum úti og inn- anbæjar, þar sem bílstjórar hafa á torkennilegan hátt misst stjórn á bif- reið sinni og lent í óhappi án aug- ljósrar ástæðu. Það verður aldrei nógsamlega áréttað, að aukið öryggi í umferðinni er forgangsverkefni hjá okkur, því hvert óhapp er harmleikur þeirra, sem fyrir því verða og aðstandenda þeirra, hvort sem þeir eru tjónvaldar eða þolar. Því hvet ég bifreiðareig- endur að huga betur að þessu atriði. Ekki síst hvet ég þá, sem hafa með höndum eftirlit á búnaði bifreiða og fyrirbyggjandi starf í öryggismálum, til að skoða hvernig bæta má ástand öryggisbúnaðar í bifreiðum, því nið- urstöðurnar, sem vitnað var í áðan, sýna óyggjandi, að ekki hefur verið hugað nógsamlega að þessum til- tekna öryggisbúnaði. Að lokum vil ég óska öllum landsmönnum góðs og happadrjúgs ferðasumars. UVVV — umferðin, vegurinn, veðrið og vagninn Með þessum orðum áréttaði ökukennari Ásgeirs Matth- íassonar forðum daga hvern- ig hegða ætti sér í umferðinni, og til hvaða þátta skyldi eink- um taka tillit. Og til að muna þetta rétt áttu ökunemarnir að horfa á lófa vinstri handar með útglennta fingur, en þá myndaði bilið á milli fingranna þessa bókstafi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ásgeir Matthíasson, deildarstjóri véladeildar Fálkans hf.                                                    !" #!$ % & ' "( #! $ )*'+!',"! -..                !"##$                                 ' ,   (%                                #    ! $ %"$          ' ,(%  ,  $ ) Höfundur er verkfræðingur og starfar sem deildarstjóri véladeildar Fálkans hf. Í HARÐNANDI samkeppni var útlit fyrir að Land Rover Freelander myndi eiga erfitt uppdráttar á kom- andi árum, þrátt fyrir að salan á bílnum hafi gengið vel og bíllinn náð að auka söluna um 58% umfram helsta keppinautinn, Toyota Rav4. Nú hefur Freelander fengið umtals- verða andlitsupplyftingu með sport- legra útliti og nýrri innréttingu sem gerir Freelander væntanlega betur í stakk búinn til að mæta samkeppn- inni næstu árin, þar sem BMW X3 verður væntanlega harðasti keppi- nauturinn. Nýr Freelander verður væntanlega kynntur í sýningarsölum í nóvember. Helstu breytingar eru m.a. þær að ný tveggja geisla ljós eru komin framan á bílinn og breið svört rönd sem liggur frá ljósunum og teygir sig undir stuðarann. Auk þess að ger- breyta útliti bílsins gefa nýju ljósin 70% meira ljósmagn en áður. Stuð- ararnir eru orðnir samlitir bílnum og búið er að færa afturljósin mun hærra en í fyrri gerðum. Það er m.a. gert til þess að óhreinindi spýtist síður á ljósin og hylji þau þegar ekið er utan vega. Á meðfylgjandi mynd- um sést þriggja dyra sportútgáfa, en fjögurra dyra bíllinn hefur sama útlit. Með þessum breytingum gæti virst að verið sé að breyta Freeland- er í vegabíl þar sem meiri áhersla er lögð á útlit en færni í akstri utan vega. Hann er orðinn 3 cm lægri og fjöðrunin stífari til þess ökumaðurinn finni betur fyrir veginum og velt- ingur á boddíinu sé minni. Hönnuðir bílsins halda því hins vegar fram að bíllinn sé jafn hæfur utan vega og fyrirrennarinn, en nýi bíllinn er með 18" dekk sem staðalbúnað. Innrétting eldri Freelander-bílsins var að öllum líkindum veikasti hlekk- urinn í hönnun bílsins. Í nýja bílnum hefur sá þáttur verið stórlega end- urbættur og líkist nú meira innviðum Range Rover. Auðveldara er nú að ná til allra stjórntækja og sætin halda betur við ökumann og farþega en áður, auk þess sem mælaborðið er allt sportlegra en áður. En þrátt fyrir útlitsbreytingar hefur vélinni ekki verið breytt og kaupendur bíls- ins geta eftir sem áður valið á milli 1,8 og 2,5 l V6 bensínmótora sem fengnir eru úr Rover, eða þá BMW ættaðan 2,0 l Td4 dísilmótor. Gerbreytt andlit er á nýjum Freelander. Nýtt og sportlegra útlit til að mæta aukinni samkeppni Útlit Land Rover Freelander endurhannað NISSAN er að stækka hlut sinn í Evrópu og það mun fyrirtækið jafn- framt sýna glögglega á alþjóðlegu bílasýningunni í Frankfurt í sept- ember. Þar sýnir Nissan m.a. Z-sportbílinn, litla dísilvél og nýjan jeppa. Til að undirstrika það að Nissan ætlar sér stóra hluti á jeppamarkaðnum í Evrópu sýnir fyr- irtækið afar óvenjulegan hug- myndajeppa sem kallast Dunahawk. Hann verður með annarrar kyn- slóðar drifkerfi Nissan sem kallast All Mode og á að sýna hvaða leið Nissan ætlar að fara í hönnun slíkra bíla. Evrópugerð 350Z Þessi millistóri jeppi verður hlað- inn nútímatækni og ef marka má skissur af honum, má búast við miklum breytingum hvað varðar hönnun. Bíllinn er teiknaður í nýrri hönnunarstöð Nissan í London sem opnuð var fyrr á þessu ári. Enn fleiri nýjungar eru væntanlegar frá Niss- an sem sýndar verða í Frankfurt. Þar á meðal er 82 hestafla útfærsla af 1,5 l dísilvélinni sem áður hefur verið í 60 hestafla útfærslu. Þessi vél er ætluð fyrir Micra-smábílinn. Enn frekar má minnast á fyrstu frumsýningu á Evrópugerðinni af 350Z-sportbílnum sem hefur verið á markaði í Japan og Bandaríkj- unum um nokkurn tíma undir heit- inu Fairlady. Þetta er fimmta kynslóð þessa þekkta sportbíls en í raun er um splunkunýjan bíl að ræða. Hann er með V6 vél, 3,5 lítra, sem er stað- sett aftan við afturöxul og að sjálf- sögðu með afturdrifi. Hámarkshrað- inn verður takmarkaður við 250 km á klst. og hröðunin er innan við sex sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km. Þá má auk þess skoða í Frankfurt X-Trail-jeppling í vetnisútgáfu. Nýr Nissan-jeppi og Z-sportbíll Teikning af hugmyndajeppa Nissan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.