Morgunblaðið - 11.08.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.08.2003, Blaðsíða 4
ÍÞRÓTTIR 4 B MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Fyrstu mínúturnar reyndu leik-menn að ná undirtökunum á miðjunni svo lítið var um að vera upp við mörkin. KR-ingar urðu fyrri til að ná tökum á spilinu og fengu einu færin framan af, helst var það Veigar Páll eftir góðar sendingar Bjarka Gunn- laugssonar og Sigurvins Ólafsson- ar, en honum tókst ekki að nýta þau. Veigar Páll lék sjálfur oft list- ir sínar þegar hann lék varnar- menn KA grátt en var oftast of lengi að því og missti fyrir vikið boltann. Fyrsta færi KA kom ekki fyrr en á 25. mínútu þegar Þor- valdur Örlygsson skaut yfir mark KR. Á 33. mínútu uppskáru KR- ingar mark úr góðri sókn en áhorf- endur voru ekki alveg hættir að fagna í stúkunni þegar Örn Kató Hauksson jafnaði, markið kom sannarlega eins og þruma úr heið- skíru lofti en gott engu að síður. Mörkin virtust frekar hressa KA- menn við en efla baráttu Vest- urbæinga og rétt fyrir leikhlé sendi Þorvaldur Örlygsson boltann inn fyrir vörn KR á Hrein Hrings- son, sem tók góðan sprett, en Gunnar Einarsson, varnarmaður KR, hljóp hann uppi áður en hætta skapaðist. Eftir hlé snerist taflið alveg við. Til að byrja með var ekkert um að vera hjá KR á meðan Akureyring- arnir sóttu í sig veðrið. Það kom rigningardemba í hálfleik svo að völlurinn varð mjög háll og leik- menn voru nokkra stund að venjast því. KA-menn fengu gott færi á 55. mínútu þegar Dean Martin komst upp hægri kantinn og gaf boltann inn í vítateig KR. Þorvaldur Mak- an Sigbjörnsson náði boltanum, lék á varnarmann KR en Kristján Finnbogason markvörður var vel á verði og varði vel. KR-ingar fengu nokkur sæmileg færi eftir það og um miðjan hálfleik fóru þeir aðeins að taka við sér enda slógu KA- menn af, hvort sem það var vegna þreytu eða að menn voru sáttir við eitt stig. Á 77. mínútu fór boltinn í hönd varnarmanns KA. Dómarinn benti á vítapunktinn en eftir öflug mótmæli gestanna ræddi hann málin við aðstoðardómara og breytti síðan dómnum í auka- spyrnu á vítateigslínunni. Þegar leið að lokum voru KR-ingar búnir að ná tökum á leiknum. Steinar Tenden fékk reyndar gott tækifæri til að koma KA aftur yfir en Krist- ján varði skot hans. Á sömu mín- útu fékk KR þrjár hornspyrnur í röð og úr þeirri síðustu skoraði Veigar Páll. Íslandsmeistarar KR voru ekki sannfærandi í þessum leik. Byrj- uðu að vísu vel en þegar þeir upp- skáru ekki neitt fyrir nokkrar ágætar sóknir virtist það draga vígtennurnar úr þeim en sóknar- menn þeirra fengu nægan tíma til að athafna sig. Vörnin stóð að vísu fyrir sínu með Gunnar Einarsson og Kristján Örn Sigurðsson fasta fyrir og Kristján markvörður varði vel þrátt fyrir að fá á sig klaufalegt mark. KA-menn eru sterkir en virðast jafnframt þungir og áttu oft í vand- ræðum með spræka mótherja. Það á við um Slobodan Milisic og Ronni Hartvig en þeir vinna það rækilega upp með yfirvegun auk þess sem leikreynsla þeirra kemur þeim vel til góða. Á miðjunni voru menn ágætir á köflum en sóknarmönnum þeirra gekk ekki vel að vinna úr sínu, varnarmenn KR sáu til þess. Glæsimark Veigars Páls bjargaði KR VEIGAR Páll Gunnarsson bjargaði heiðri KR með sigurmarki einni mínútu og 20 sekúndum fyrir leikslok gegn KA í Vesturbænum í gærkvöldi, 2:1. Fyrir hlé voru heimamenn djarfari í sóknum sínum en gestirnir frá Akureyri réðu ferðinni eftir hlé – þar til tíu mínútur voru eftir og það nýttu KR-ingar sér til að freista gæfunnar enda dugði ekkert minna en þrjú stig til að missa ekki af baráttunni um toppsæti deildarinnar. Sigurinn var því sætari að KA vann fyrri leik liðanna á Akureyri. Stefán Stefánsson skrifar Morgunblaðið/Jim Smart Veigar Páll Gunnarsson lék KA-mann oft grátt á KR-vellinum í gær- kvöldi og er þetta dæmigerð mynd fyrir hvað gerðist oft inni á vell- inum – Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson og Slobodan Milisic verða hér að játa sig sigraða. Stjarnan vann öruggan sigur áLeiftri/Dalvík á Dalvík á laugar- daginn, 4:1, en sá sigur var heldur stærri en gangur leiksins gaf tilefni til. Heima- menn voru sterkari að- ilinn í fyrri hálfleik og léku oft vel saman. Tony Usnik og Jó- hann Traustason voru tvívegis nálægt því að skora fyrir Leiftur/Dalvík en Stjarnan náði ekki að sýna sitt rétta andlit í hálfleiknum. Garðbæingar voru þó yfir í leikhléi, því Valdimar Kristó- fersson náði að skalla í markið rétt fyrir hlé. Heimamenn hófu seinni hálfleikinn af krafti og jöfnunarmarkið kom fljótlega. Árni Thor Guðmundsson skoraði með skalla eftir hornspyrnu. Hann var síðan rekinn af velli nokkrum mínútum síðar þegar hann fékk sitt annað gula spjald, fyrir óþarfa brot. Þetta var vendipunkt- urinn í leiknum og gestirnir náðu smám saman tökum á honum. Brynjar Svav- arsson náði forystunni fyrir Stjörnuna, eftir að hafa fengið stungusendingu inn fyrir vörnina, og stuttu síðar jók Drag- oslav Stojanovic muninn með skoti utan teigs. Brynjar gulltryggði svo sigurinn rétt fyrir leikslok þegar hann skoraði af stuttu færi eftir að Sævar í markinu varði frá Calum Bett. Salar Yashin var geysiöflugur í fyrri hálfleik í liði heimamanna og Heiðar Gunnólfsson góður í vörninni. Liðið missti síðan taktinn einum færri. Brynj- ar var bestur í liði Garðbæinga, sem eru nú einungis sex stigum frá öðru sæti deildarinnar, eftir góðan sprett að und- anförnu Maður leiksins: Brynjar Svavarsson, Stjörnunni. Stjarnan nálgast efstu liðin Valur Sæmundsson skrifar GUÐJÓN Valur Sigurðsson og samherjar hans hjá Essen fögnuðu sigri á Wallau- Massenheim í úrslitaleiknum á Kempa Cup í Sindelfingen í Þýskalandi í gær, 27:24. Guðjón Valur skoraði þrjú mörk í leiknum, en Einar Örn Jónsson skoraði eitt fyrir Wallau, Rúnar Sigtryggsson ekk- ert. Guðjón Valur skoraði þrjú mörk í leik gegn Pfullingen í riðlakeppni og tvö mörk gegn franska liðinu Chambery, 20:20. Jaliesky Garcia skoraði 8 mörk fyrir Göppingen – hjá Guðmundi Hrafnkelssyni, markverði Kronau/Östringen, 23:20. Ein- ar Örn skoraði tvö mörk hjá Guðmundi, en þá fögnuðu Guðmundur og félagar sigri, 20:19. Rúnar skoraði eitt mark fyrir Wallau þegar liðið lagði Göppingen, 28:21. Garcia skoraði fjögur mörk fyrir Göpp- ingen. Essen lagði Wallau „ÞAÐ er alltaf sárt að tapa með því að fá á sig mark á síðustu mín- útu – eftir að hafa barist vel allan leikinn,“ sagði Þorvaldur Örlygs- son, leikmaður og þjálfari KA. „Við vorum ekki undir neinni pressu í síðari hálfleik en þreyttir á að komast ekki framar síðustu tíu mínúturnar. KR-ingar voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik og við of værukærir um tíma, náðum ekki rúlla boltanum eins vel og við vildum gera, en eftir hlé sköpuðu þeir sér ekki nein færi, við áttum þau bestu eftir hlé. Við náðum góðum dampi, náðum að láta boltann rúlla og það var jafnvægi í leik okkar. Við fengum góð færi sem okkur tókst ekki að nýta, það var súrt að nýta ekki eitt eða tvö því þá hefði leikurinn breyst mikið. Svo fá KR-ingar horn á síðustu mínútu og við gætum þeirra ekki nógu vel og fáum á okkur mark. Við náðum oft góðu spili upp hægri kantinn svo að varnarmaður þeirra þar var varla með og vafi hvort hann átti yfirleitt að vera inná eftir seinna brot sitt á Dean Martin. Hann braut oft á Dean í fyrri hálfleik en dómarinn var of langt í burtu eins og svo oft. Mér fannst leiðinlegast við leikinn í dag að þótt dómarinn reyndi sitt besta hjálpuðu hinir á línunni honum ekki mikið og voru ekki í takt við leikinn. Fyrir vikið leit dómarinn verr út en ella þótt ekki sé hægt að neita því að hann er ekki í sínu besta formi.“ Þorvaldur var ekki sáttur við lokamarkið KR 2:1 KA Leikskipulag: 4-3-3 Landsbankadeildin, 13. umferð KR-völlur Sunnudaginn 10. ágúst 2003 Aðstæður: 14 stiga hiti, austan gola, rigndi á meðan leik stóð. Völl- ur blautur. Áhorfendur: 1353 Dómari: Gísli H. Jóhannsson, Kefla- vík, 3 Aðstoðardómarar: Svanlaugur Þorsteinsson, Gunnar Gylfason Skot á mark: 14(6) - 8(2) Hornspyrnur: 3 - 1 Rangstöður: 2 - 3 Leikskipulag: 4-3-3 Kristján Finnbogason M Jökull I. Elísabetarson M Gunnar Einarsson M Kristján Örn Sigurðsson M Sigursteinn Gíslason (Þórhallur Örn Hinriksson 67.) Kristinn Hafliðason Sigurvin Ólafsson M Veigar Páll Gunnarsson M Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Einar Þór Daníelsson 67.) Garðar Jóhannsson Bjarki B. Gunnlaugsson M Sören Byskov M Steinn V. Gunnarsson Slobodan Milisic M Ronnie Hartvig M Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson Örn Kató Hauksson M Þorvaldur Makan Sigbjörnsson Þorvaldur Örlygsson M (Óli Þór Birgisson 81.) Dean Martin M Steinar Tenden M (Elmar Dan Sigþórsson 87.) Hreinn Hringsson 1:0 (33.) Bjarki Gunnlaugsson komst óáreittur upp vinstri kantinn og fékk næg- an tíma til að gefa hnitmiðað sendingu inn í miðja markteig þar sem Garðar Jóhannsson skallaði boltann af öryggi í markið. 1:1 (34.) KA-menn voru að undirbúa sókn á miðjum vallarhelmingi KR og Örn Kató Hauksson ætlaði sér að gefa boltann fyrir. Kristján Finnbogason markvörður KR kom út úr markinu en sendingin reyndist lengri en hann bjóst við, Kristján hörfaði strax aftur en boltinn fór yfir hann í stöng og inn. 2:1 (89.) KR-fengu hornspyrnu frá vinstri, boltinn fór yfir markteiginn þar sem Þórhallur Hinriksson skallaði hann inn í markteiginn. Þar var fyrir Veig- ar Páll Gunnarsson, sem tók hjólhestaspyrnu í erfiðu færi og skoraði sigurmarkið Gul spjöld: Sigursteinn Gíslason, KR (60.) fyrir brot.  Ronnie Hartvig, KA (67.) fyrir brot. Rauð spjöld: Engin „ÞETTA eru sætustu sigrarnir og leiðinlegt fyrir KA-menn að lenda í þessu en mér fannst við eiga þenn- an sigur skilinn,“ sagði Kristján Finnbogason, fyrirliði KR. „Það var kraftur í okkur í fyrri hálfleik en síðan jafnaðist leikurinn. Við hætt- um samt aldrei og héldum áfram að pressa á þá þótt við fengjum ekki mörg góð færi. Við erum mjög sátt- ir við stigin þrjú. Það er erfitt að spila á móti KA-mönnum, þeir verj- ast vel og eru skeinuhættir frammi með góða skotmenn.“ Sigurinn dugar KR til að halda jafnmörgun stigum og Fylkir, efsta lið deildarinnar. „Við urðum líka að vinna til að hanga í Fylkismönnum, þeir eru að vísu með betri marka- tölu svo við verðum að halda í við þá í stigunum. Nú fáum við Val næst en svo Fylki hérna á KR- vellinum. Við verðum að halda okk- ar striki, það dugir ekkert annað og það má ekki misstíga sig. Það er lít- ið eftir af mótinu og liðin eru farin að slípast til. Fylkismenn eru komn- ir á gott skrið og erfitt að eiga við þá svo að við megum ekki missa þá of langt frá okkur. Við erum að koma til. Júní var lélegur og svo var mikil törn hjá okkur í júlí og þá fór þetta að koma. Menn gefa sig alla í leikinn og við spilum að okkar hætti, – baráttuandinn er kominn,“ sagði Kristján og hristi höfuðið þegar hann var spurður um mark KA. „Þetta var frekar klúðurslegt. Ég sá að hann ætlaði að gefa fyrir og lagði af stað en svo snerist send- ingin og ég náði ekki aftur í tæka tíð til að bjarga málunum.“ Urðum að vinna  HELGI Sigurðsson og Jóhann B. Guðmundsson voru í liði Lyn sem tap- aði fyrir Rosenborg í gær, 2:0, í Þrándheimi. Árni Gautur Arason landsliðsmarkvörður sat á vara- mannabekknum hjá Rosenborg.  GLENN Hoddle, knattspyrnustjóri Tottenham, greindi frá því í gær að Jamie Redknapp yrði fyrirliði liðsins á komandi leiktíð. Redknapp tekur við bandinu af Teddy Sheringham sem er genginn til liðs við nýliða Portsmouth í úrvalsdeildinni.  ATLI Sveinn Þórarinsson var í byrjunarliði Örgryte sem steinlá á móti Malmö FF í gær.  PSV Eindhoven varð um helgina meistari meistaranna í Hollandi er liðið sigraði bikarmeistara Utrecht á sunnudag, 3:1. FÓLK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.