Morgunblaðið - 11.08.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.08.2003, Blaðsíða 7
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 2003 B 7  KENYON Martin, leikmaður New Jersey Nets í NBA deildinni í körfubolta, vill fara frá félaginu. Martin á eitt ár eftir af samningi sínum við Nets og hefur staðið í samningaviðræðum við félagið. Martin vill fá 87 milljónir dollara fyrir sex ára samning en Nets hef- ur boðið honum 66 milljónir doll- ara.  MARTIN sættir sig ekki við það sem Nets býður honum og vill fara til annars félags. Martin lék mjög vel fyrir Nets á síðasta tímabili og skoraði að meðaltali 18,9 stig í leik í úrslitakeppninni og tók 9,4 frá- köst.  LAMAR Odom, framherji Los Angeles Clippers, vill fara frá lið- inu og flytja sig um set til Miami. Odom vill leika undir stjórn Pat Rileys þjálfara Miami. „Það er kominn tími til að ég færi mig um set og mig langar að leika með Miami. Ég vona að Clippers skilji afstöðu mína og leyfi mér að fara til Miami. Odom er aðeins 23 ára gamall og hann skoraði að með- altali 14,6 stig og tók 6,7 fráköst í leik síðasta vetur.  NBA liðin New Jersey Nets og Portland Trail Blazers eru að íhuga að skipta um leikmenn sam- kvæmt bandarískum fjölmiðlum. Rasheed Wallace og Ruben Patt- erson, leikmenn Portland, eru jafnvel á leið til Nets í skiptum fyrir Dikembe Mutombo og Ken- yon Martin.  FYRSTA umferð skosku úrvals- deildarinnar í knattspyrnu fór fram um helgina. Celtic byrjaði ekki vel en liðið gerði markalaust jafntefli við Dunfermline á útivelli. Meistararnir Glasgow Rangers byrjuðu hinsvegar ágætlega og sigruðu Kilmarnock, 4:0, á heima- velli. Mikel Arteta gerði tvö marka Rangers og Peter Lovenkrands og Michael Mols gerðu sitt markið hvor.  BLACKBURN er talið hafa áhuga á Darius Vassell sóknar- manni Aston Villa. Samningur Vassel rennur út næsta sumar en hann hefur verið í samningavið- ræðum við Villa í töluverðan tíma. Það er talið líklegt að félagið fari að íhuga að selja Vassell nema hann skrifi undir bráðlega.  ARSENE Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, sagði að Francis Jeffers hefði fullkomnlega átt skil- ið að fá rauða spjaldið gegn Man- chester United í gær. Jeffers var rekinn af velli á 71.mínútu fyrir að sparka í Phil Neville. „Jeffers veit að hann átti ekki að bregðast svona við eins og hann gerði og hann átti skilið að vera rekinn af velli,“ sagði Wenger.  MANCHESTER City sigraði Barcelona í æfingaleik 2:1 í gær á nýjum heimavelli félagsins, Man- chester-leikvanginum. Nicolas Anelka og Trevor Sinclair gerðu mörk City en Javier Saviola mark Börsunga.  FJÓRÐA Gullmót alþjóða frjáls- íþróttasambandsins fór fram í Berlín í gær. Þegar mótið hófst voru aðeins tveir frjálsíþrótta- menn eftir í pottinum, til að keppa um miljón dala verðlaunaféð sem í boði er. Til þess að eiga möguleika á verðlaunum, verður frjálsíþrótta- maður að standa uppi sem sig- urvegari í öllum fimm gullmótun- um. Chandra Sturrop frá Bahama og Maria Mutola frá Mósambík voru eftir í pottinum.  STURROP varð að játa sig sigr- aða í 100 m hlaupi, sá á eftir Kelly White frá Bandaríkjunum koma á undan sér í mark á 10,84 sek. Christie Gaines varð önnur og Sturrop þriðja.  MUTOLA fagnaði aftur á móti sigri í 800 metra hlaupi á 1.59,01 mín. og er því ein eftir í gullpott- inum. FÓLK Ekkert hættulegt færi leit dagsinsljós fyrstu fjörutíu og fimm mínútur leiksins, en þó átti Ray Anthony Jónsson hörkuskot að marki ÍBV sem Birkir varði vel. Marka- laust í leikhléi en lið- in mættu heldur ákveðnari til leiks í síðari hálfleik. Voru gestirnir skei- nuhættari framan af og helst að Paul McShane og Ray Anthony sköpuðu hættu. Ray átti góðan skalla á 61. mínútu sem Birkir varði vel. Eyja- menn fóru þó að bíta frá sér þegar leið á leikinn, Ingi Sigurðsson komst í gott færi á 67. mínútu en Helgi Már Helgason, markvörður gestanna, varði glæsilega. Besti leikmaður Grindavíkur í leiknum, Paul McShane, fékk svo gullið tækifæri til að koma þeim yfir þegar ellefu mín- útur voru eftir þegar hann fékk frían skalla á markteig Eyjamanna en laus skallinn fór beint í hendurnar á Birki Kristinssyni. Eina mark leiks- ins kom svo á 83. mínútu en Bjarnólf- ur Lárusson átti þá góða sendingu á Gunnar Heiðar sem sendi knöttinn fyrir þar sem Steingrímur Jóhann- esson kom aðvífandi og skallaði í net- ið. Grindvíkingar reyndu hvað þeir gátu að jafna metin en þrátt fyrir mikla pressu tókst þeim það ekki. Lokakaflinn var þó ekki laus við dramatík því þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma komst Óli Stefán Flóvents- son inn fyrir vörn ÍBV og Hjalti Jó- hannesson braut á honum innan víta- teigs og Gylfi Orrason benti réttilega á vítapunktinn. Grindvíkingar fögn- uðu en Eyjamenn bentu á línuvörð- inn, sem hafði flaggað rangstöðu á gestina en Gylfi ekki tekið eftir því. Gylfi dæmdi því rangstöðu og Eyja- menn sluppu með skrekkinn. Næsta spyrna var sú síðasta í leiknum og Eyjamenn færðust upp að hlið Grindvíkinga í deildinni með nítján stig. Nóg eftir af mótinu Ólafur Örn Bjarnason, fyrirliði Grindavíkur, sagði eftir leikinn að munurinn á liðunum hefði einfald- lega verið nýtingin. „Þetta var mikill baráttuleikur og jafn en þeir fengu kannski tvo til þrjá sénsa í leiknum og nýttu einn og það var meira en við gerðum. Það var munurinn á liðun- um í dag.“ Ólafur sagði að dagskip- unin í þessum leik hefði ekki verið neitt önnur en í öðrum leikjum liðs- ins í sumar. „Hún er alltaf sú að halda hreinu og setja að minnsta kosti eitt á andstæðinginn en það tókst ekki í dag. Við erum ekkert af baki dottnir þrátt fyrir þetta, það eru enn fimm leikir eftir af mótinu og allt getur gerst. Við verðum bara að ein- beita okkur að því að ná í fleiri stig.“ Glæsimark Stein- gríms dugði ÍBV Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Guðmundsson Steingrímur Jóhannesson hefur hér betur í viðureign við Grindvíkinginn Eyþór Atla Einarsson. ÞAÐ var ekki áferðarfalleg knattspyrna sem lið ÍBV og Grindavíkur buðu upp á í Eyjum í gær. Bæði lið léku varfærnislega og tóku litla áhættu í leik sínum, sérstaklega í fyrri hálfleik, sem var afspyrnu- leiðinlegur áhorfs. Í liðin vantaði lykilmenn; Atli Jóhannsson, miðjumaðurinn sterki hjá ÍBV, var í banni sem og Sinisa Kekic hjá gestunum. Eins vantaði Ólaf Gottskálksson í markið hjá Grindvík- ingum, sem urðu að játa sig sigraða, 1:0. Sigursveinn Þórðarson skrifar FH sigraði lið Þórs/KA/KS 1:0 á Kaplakrikavelli í fall- baráttuslag í efstu deild kvenna á laugardag. Sig- urmark FH gerði varamað- urinn Bryndís Sighvatsdóttir á 40. mínútu. Heimamenn léku einum færri í klukku- tíma því á 30. mínútu fékk Guðrún Sveinsdóttir að líta rauða spjaldið fyrir tvö gul spjöld. Þór/KA/KS náði ekki að færa sér liðsmuninn í nyt og því var FH sigur stað- reynd. Við sigurinn eru FH stúlkur komnar í 5.sæti en Þór/KA/KS er sem fyrr í því sjöunda og næstneðsta með sex stig. FH-sigur í fallslag ÍBV 1:0 Grindavík Leikskipulag: 4-4-2 Landsbankadeildin, 13. umferð Hásteinsvöllur Sunnudaginn 10. ágúst 2003 Aðstæður: Logn. 14 stiga hiti. Áhorfendur: 250 Dómari: Gylfi Þór Orrason, Fram, 4 Aðstoðardómarar: Ingvar Guðfinnsson, Eyjólfur Finnsson Skot á mark: 9(3) - 11(7) Hornspyrnur: 0 - 8 Rangstöður: 2 - 5 Leikskipulag: 4-5-1 Birkir Kristinsson M Bjarni Geir Viðarsson Tom Betts Tryggvi Bjarnason Hjalti Jónsson M Ingi Sigurðsson (Bjarni Rúnar Einarsson 90.) Bjarnólfur Lárusson Pétur Runólfsson (Unnar Hólm Ólafsson 74.) Ian Jeffs Steingrímur Jóhannesson M Gunnar Heiðar Þorvaldsson Helgi Már Helgason Óðinn Árnason Ólafur Örn Bjarnason M Eyþór Atli Einarsson Gestur Gylfason Mathias Jack Paul McShane M Guðmundur A. Bjarnason Óli Stefán Flóventsson Ray Anthony Jónsson M (Alfreð Elías Jóhannsson 80.) Jerry Brown 1:0 (83.) Gunnar Heiðar Þorvaldsson fékk góða sendingu út á hægri kant, sendi glæsilega fyrirgjöf beint á kollinn á Steingrími Jóhannessyni sem sneiddi knöttinn í fjærhornið. Gul spjöld: Eyþór Atli Einarsson, Grindavík (40.) fyrir brot.  Mathias Jack, Grindavík (76.) fyrir mótmæli  Gestur Gylfason, Grindavík (89.) fyrir brot. Rauð spjöld: Engin. „ÞETTA var ljúft en erfitt,“ sagði markaskorari ÍBV, Steingrímur Jóhannesson, eftir leikinn. „Völl- urinn var blautur og þungur og Grindvíkingar eru með sterkt lið. Ég var búinn að fá eitt skallafæri áður í leiknum en þá var allt lokað þannig að það var ekkert annað í stöðunni en að nýta þetta.“ Steingrímur sagði leikinn hafa einkennst af mikilli baráttu. „Það er langt síðan við spiluðum síðast og menn eru þungir. Það var líka skemmtileg Þjóðhá- tíð hér um síðustu helgi og vikan hefur farið í að kýla menn upp í þetta verkefni. Menn börðust vel í leiknum og gamli skarfurinn í markinu bjargaði okkur nokkrum sinnum. Það er ótrúlegt hvað hann getur ennþá, algjör toppleikmaður.“ Aðspurður hvort stefnan hjá ÍBV væri núna á Evrópusæti sagði hann að auðvitað væri stefnan sett hátt. „Ég hef alltaf sagt að við byrjum á sama punkti og allir aðrir og ég vil vera í toppbaráttunni. Ég kynntist því hérna þegar maður var að byrja í þessu að vera í botnbaráttunni en það er alltaf skemmtilegra að vera á toppnum og þar vil ég vera.“ Steingrímur vill vera á toppnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.