Morgunblaðið - 11.08.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.08.2003, Blaðsíða 5
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 2003 B 5  PÁLL Einarsson, fyrirliði efstu- deildarliðs Þróttar í knattspyrnu, og Björgólfur Tekefusa framherji eiga báðir við meiðsli að stríða og í samtali við Morgunblaðið sagði Ásgeir Elías- son, þjálfari liðsins, að það yrði tekin ákvörðun um það seinna í dag hvort þeir gætu leikið eða ekki.  JÓHANN Möller, Baldvin Hall- grímsson og Benedikt Hinriksson, leikmenn Vals, eru allir meiddir og verða ekki með gegn Þrótti. Útséð er um að Benedikt leiki meira með á þessu leiktímabili. Þá er Bjarni Ólaf- ur Eiríksson í leikbanni.  REYNIR Leósson var fyrirliði ÍA í gærkvöldi gegn Fram í fjarveru Gunnlaugs Jónssonar sem var í leik- banni að þessu sinni.  RAGNAR Árnason, leikmaður Fram, bar sig vel á velli þrátt fyrir að keppnisbúningur hans væri rifinn og tættur eftir átökin við leikmenn ÍA. Áður en leiknum lauk vantaði vinstri ermina á búning Ragnars og var ekki að sjá að regnið og rokið á Akranesi hefðu áhrif á bakvörðinn.  GUÐJÓN Þórðarson og lærisvein- ar hans í Barnsley byrjuðu leiktíðina á sigri. Liðið vann Colchester á heimavelli 1:0.  BRYNJAR Björn Gunnarsson lék sinn fyrsta deildarleik fyrir Notting- ham Forest, þegar liðið lagði Sunder- land að velli, 2:0. Brynjar Björn var tekinn út af um miðjan seinni hálf- leikinn, eftir að hafa staðið sig vel á miðjunni – sem varnartengiliður.  ÍVAR Ingimarsson, landsliðsmað- ur í knattspyrnu, var ekki í leik- mannahópi Wolves þegar liðið fagn- aði sigri á portúgalska liðinu Boavista í æfingaleik á laugardaginn, 2:0.  TVÖ mörk á tveimur mín., sem Malcolm Christie skoraði, tryggðu Middlesbrough sigur á ítalska liðinu Chievo á Riverside Stadium, 2:0  YFIR 19.000 áhorfendur mættu á St. Andrews í Birmingham, þar sem þeir sáu markvörðinn Maik Taylor, sem er í láni frá Fulham, leika sinn fyrsta leik fyrir Birmingham og halda jöfnu í leik gegn Real Mallorca, 0:0.  REAL Madrid hefur lokið ferð sinni um Asíu. Liðið lagði landslið Taílands að velli í Bangkok í síðasta leik sínum, 2:1. 55 þús. áhorfendur. Javier Portillo skoraði fyrst fyrir Real, en Sarayut Chaikamdee jafn- aði fyrir heimamenn. Það var Fern- ando Morientes sem skoraði sigur- mark Real Madrid.  KEVIN Campbell, miðherji Ever- ton, meiddist í gær þegar liðið vann ítalska liðið Bologna í vináttuleik, 3:0. Svo getur farið að hann geti ekki leik- ið með gegn Arsenal um næstu helgi, þegar enska úrvalsdeildin hefst. Þá er hinn ungi sóknarleikmaður Wayne Rooney einnig meiddur og Duncan Ferguson verður í leikbanni. FÓLK Það léttist aðeins brúnin ástuðningsmönnum ÍA í leiks- lok eftir sigur heimamanna enda hefur sumarið verið liðinu þungt í skauti og illa hafði gengið að skora mörkin. Nokkur fjöldi stuðnings- manna Fram fylgdi liðinu að þessu sinni og lagði leið sína í gegnum „rörið“ í þeirri von að staða liðsins myndi lagast. Þeim varð ekki að ósk sinni og enn einn leikurinn tapaðist með aðeins eins marks mun – og virðist það ætla að verða hlutskipti þeirra bláklæddu að leika vel úti á vellinum en upp- skeran er að sama skapi ekki mikil þegar litið er á stigatöfluna. Fyrri hálfleikur var markalaus en bæði liðin fengu þó fín tækifæri til þess að koma boltanum í netið. Garðar Gunnlaugsson framherji ÍA fékk gott færi á 7. mínútu en skaut framhjá og fékk Garðar nokkur ágæt færi í fyrri hálfleik sem hann vann illa úr. Stefán Þórðarson lét einnig að sér kveða með ágætum skot- tilraunum og þurfti Gunnar Sig- urðsson markvörður Fram að hafa fyrir hlutunum er hann varði aukaspyrnu sem Stefán tók á 8. mínútu. Gunnar fékk nóg að gera í leiknum og var besti maður Fram- liðsins að þessu sinni. Leikmenn Fram náðu betri tök- um á leiknum er á leið fyrri hálfeik og náðu tveimur rispum þar sem mikil hætta skapaðist við mark Skagamanna. Mörkin þrjú sem skoruð voru í síðari hálfleik voru það markverð- asta sem gerðist í síðari hálfleik. Hjörtur Hjartarson gerði vel er hann kom ÍA yfir á 52. mínútu en stuðningsmenn ÍA voru rétt sestir niður eftir fagnaðarlætin er Bald- ur Bjarnason jafnaði metin mínútu síðar. Julian Johnson besti maður vall- arins var maðurinn á bak við sig- urmarkið sem Stefán Þórðarson skoraði með skalla af stuttu færi á 75. mínútu en landsliðsmaðurinn frá Færeyjum lagði einnig upp markið sem Hjörtur skoraði. Eftir að heimamenn höfðu kom- ist yfir vörðu þeir stöðu sína með kjafti og klóm án þess að skapa sér afgerandi færi og að sama skapi náðu leikmenn Fram ekki að ógna marki Skagamanna. Þrátt fyrir sigurinn eru Skaga- menn áfram í neðri hluta deild- arinnar, í því þriðja neðsta, en eins og flestir knattspyrnuáhugamenn vita er deildin mjög jöfn og er ÍA aðeins 2 stigum á eftir liðinu sem er í þriðja sæti þessa stundina. Gefumst ekki upp Baldur Bjarnason leikmaður Fram vildi ekki meina að leikmenn liðsins væru farnir að örvænta þegar skammt væri eftir af Ís- landsmótinu og liðið í neðsta sæti. „Við verðum að halda áfram og höldum alltaf í vonina um að okkur fari að ganga betur. Þetta er ekki fyrsti leikurinn í sumar sem við töpum með einu marki, leikur sem við áttum alla möguleika á að vinna. Núna er staðan önnur en hún var áður en þessi leikur hófst. Það er lengra í þau lið sem við verðum að komast upp fyrir en við gefumst ekki upp á þessari stundu. Við höfum trú á því að þetta muni ganga upp hjá okkur,“ sagði Bald- ur. Eigum mikið inni Stefán Þórðarson skoraði sigur- mark ÍA að þessu sinni en fram- herjinn sagðist geta yljað sér að- eins á markinu næstu klukku- stundirnar. „Það var ljúft að skora enda hef ég ekki leikið vel í sumar sem framherji. Ég á mikið inni en vona samt að þetta mark verði til þess að auka sjálfstraustið hjá mér og okkur sem liði. Því er ekki að leyna að fallbaráttan var ekki það sem við ætluðum okkur á þessu sumri en það er samt sem áður það sem við erum að glíma við. Það er lítið sem skilur á milli í svona leikjum. Við áttum í basli með neðsta lið deildarinnar og við verðum að mæta til leiks gegn KA í næsta leik með það eitt að mark- miði að bæta okkur sem lið og ná í þrjú stig,“ sagði Stefán. Stefán bjarg- aði málunum gegn Fram STEFÁN Þórðarson sá til þess að Skagamenn þokuðust fjær fallbar- áttunni um stundarsakir er hann skoraði sigurmarkið í viðureign liðsins gegn botnliði Fram, en liðin áttust við í 13. umferð Lands- bankadeildarinnar í gær á Akranesi. Leiknum lauk með 2:1 sigri ÍA en Hjörtur Hjartarson kom heimamönnum yfir á 52. mínútu en Bald- ur Bjarnason skoraði mark Fram mínútu síðar. Skagamenn eru með 17 stig og aðeins 2 stigum á eftir liðinu sem er í þriðja sæti en staða Fram er heldur dökk þar sem liðið er í neðsta sætinu með 11 stig. Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar Hjörtur kvaddi með stæl HJÖRTUR Hjartarson, leikmaður ÍA, fékk klapp á öxlina frá fé- lögum sínum, þjálfaranum Ólafi Þórðarsyni og síðast en ekki síst stuðningsmönnum liðsins, er honum var skipt út af undir lok leiksins gegn Fram í gærkvöldi. Hjörtur skoraði fyrsta mark leiksins og lagði grunninn að 2:1-sigri liðsins í síðasta leik sínum með ÍA á leiktíðinni. Hjörtur heldur til Bandaríkjanna í næstu viku þar sem hann mun hefja nám í fjölmiðlafræði í Alabama þar sem hann mun jafnframt leika knattspyrnu með skólaliðinu en þar hittir hann fyrir þá Sigþór Júlíusson og Þórhall Hinriks- son, leikmenn KR. „Það var ljúft að kveðja liðið með sigri og það skemmdi ekki fyrir að hafa skorað mark,“ sagði Hjörtur sem var léttur í lundu er hann gekk af velli undir dynjandi lófataki áhorfenda. „Ég veit samt sem áður ekki hvort ég hef leikið minn síðasta leik með ÍA þar sem ég er samningsbundinn liðinu á næstu leiktíð einnig og ég hef hug á því að kom til Íslands í maí á næsta ári til þess að leika knattspyrnu,“ sagði Hjörtur, sem varð marka- kóngur Íslandsmótsins árið 2001 er liðið varð Íslandsmeistari, en hann hefur skorað þrjú mörk fyrir Skagamenn í sumar. TIM Howard, Bandaríkjamaðurinn í marki Manchester United, var hetja síns liðs er United lagði Arsenal að- velli í leik um Samfélagsskjöldinn 5:4 að lokinni víta- spyrnukeppni. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1:1. Mikael Silvestre kom Englandsmeisturunum yfir á 14. mínútu með skallamarki eftir að afmælisbarnið Roy Keane hafði fleytt áfram hornspyrnu Ryans Giggs. Thiery Henry jafnaði metin fyrir bikarmeistara Arsen- al fimm mínútum síðar með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu. Mikil harka var í leiknum og þegar rúmur stund- arfjóðungur lifði leiks fékk Francis Jeffers, varamaður í liði Arsenal, að líta rauða spjaldið eftir ljótt brot á Phil Neville leikmanni Manchester United. Hvorugu liðinu tóks að bæta við marki og grípa varð til víta- spyrnukeppni. Eins og áður stendur var Tim Howard hetja Manchester United í vítaspyrnukeppninni, varði hann spyrnur frá Giovanni van Bronckhorst og Robert Pires. Jens Lehmann, Þjóðverjinn í marki Arsenal, varði eina spyrnu, frá Ruud van Nistelrooy. Howard hetja Manchester United BAYER Leverkusen er eina liðið í þýsku 1. deildinni sem unnið hefur báða leiki sína það sem af er. Í gær gerðu leikmenn liðsins góða ferð til Frankfurt og sigr- uðu 2:1. Bernd Schneider gerði fyrra mark liðsins en sigurmarkið var sjálfsmark. Dortmund sigraði Wolfs- burg, 4:0, á heimavelli og skoraði Tékkinn snjalli, Tom- as Rosicky, tvö markanna. Marcio Amoroso og Jan Koller voru einnig á skotskónum. Bayern München slapp með skrekkinn gegn Hannover 96 en þegar venjulegur leiktími var liðinn bjargaði Owen Har- greaves einu stigi fyrir þýsku meistaranna þegar hann jafnaði metin í 3:3 með fallegu marki beint úr auka- spyrnu. Hannover komst yfir 3:1 en Michael Ballack og Claudio Pizarro skoruðu tvö marka Bæjara. „Í dag sýndum við tvær ólíkar hliðar á okkur. Í fyrri hálfleik voru við stressaðir í vörninni en eftir hlé var ég mjög ánægður með hvernig liðið lék,“ sagði Ottmar Hitzfeld, knattspyrnustjóri Bayern München. Bochum og Ham- burg gerðu, 1:1, jafntefli og kom Þórður Guðjónsson inná sem varamaður í liði Bochum á 46. mínútu. Leverkusen á toppinn ÍA 2:1 Fram Leikskipulag: 4-4-2 Landsbankadeildin, 13. umferð Akranesvöllur Sunnudaginn 10. ágúst 2003 Aðstæður: Rok þvert á völlinn, rigning er á leið. Hiti um 12 stig, völl- urinn góður. Áhorfendur: 830. Dómari: Kristinn Jakobsson, KR, 5 Aðstoðardómarar: Sigurður Óli Þórleifsson, Sig- urður Þór Þórsson Skot á mark: 17(11) - 10(3) Hornspyrnur: 5 - 9 Rangstöður: 7 - 4 Leikskipulag: 4-3-3 Þórður Þórðarson M Hjálmur Dór Hjálmsson Helgi Pétur Magnússon M Reynir Leósson M Andri Lindberg Karvelsson Julian Johnsson MM Pálmi Haraldsson M Hjörtur J. Hjartarson M (Baldur Aðalsteinsson 77.) Kári Steinn Reynisson (Guðjón H. Sveinsson 60.) Stefán Þór Þórðarson M Garðar Gunnlaugsson (Kristian Gade Jörgensen 65.) Gunnar Sigurðsson MM Ragnar Árnason (Ómar Hákonarson 70.) Eggert Stefánsson Ingvar Ólason M Gunnar Þór Gunnarsson Viðar Guðjónsson Baldur Þór Bjarnason M Ágúst Gylfason Daði Guðmundsson M Kristinn Tómasson (Kristján Brooks 46.) Andri Fannar Ottósson 1:0 (52.) Julian Johnsson vann knöttinn af Fram á miðsvæðinu og gaf á Hjört Hjartarson sem snéri baki í mark Fram á vítateigslínu fyrir miðju marki. Hjörtur sneri af sér varnarmann Fram og skaut í markið úr miðjum vítateignum. 1:1 (53.) Baldur Bjarnason fékk knöttinn fyrir utan vítateiginn eftir að Skaga- menn höfðu bjargað sér fyrir horn eftir leiftursókn Fram. Baldur skaut hnitmiðuðu skoti með vinstri fæti í hægra markhornið. 2:1 (75.) Julian Johnsson fékk stungusendingu inn fyrir vörn Fram og lék upp að endamörkum hægra meginn. Þar gaf hann knöttinn fyrir markið þar sem Kristian Gade Jörgensen og Stefán Þórðarson börðust um knött- inn og skallaði sá síðastnefndi knöttinn í netið af stuttu færi. Gul spjöld: Gunnar Þór Gunnarsson, Fram (8.) fyrir brot.  Julian Johnsson, ÍA (45.) fyrir brot.  Ingvar Ólason, Fram (71.) fyrir brot.  Baldur Þór Bjarnason, Fram (90.) fyrir brot. Rauð spjöld: Engin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.