Morgunblaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 4
P ÍNUPILS og einfaldar línur sjöunda ára- tugarins í bland við litadýrð og yfirstærð- ir þess níunda ásamt tweed-fatnaði enskra herramanna og lífstykkinu er meðal þess sem setja mun svip sinn á fataskápa tískuglaðra Íslendinga í vetur. Líkt og svo oft áður er það fjölbreytileikinn sem einkennir hug- verk fatahönnuðanna og því óhætt að fullyrða að flest- ir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, jafnvel þó tilhugsunin um pínupils, tweed-buxur eða lífstykki fái kalt vatn til að renna milli skinns og hörunds. Þótt fjölbreytnin sé mikil er það engu að síður sjö- undi áratugurinn sem hefur hvað sterkust áhrif, enda má finna línurnar sem þar ráða ferðinni víða í bland við aðra tískustrauma. Vinsældir sjöunda áratugarins eru ekki hvað síst til komnar fyrir tilstilli hins banda- ríska Marc Jacobs, þótt áhrif tímabilsins séu engu að síður einnig greinileg hjá hönnuðum á borð við Anna Sui, Clements Ribeiro og Tommy Hilfiger. Sjöundi áratugurinn kallar hins vegar yfirleitt upp sterk við- brögð í huga fólks sem ýmist elskar eða hatar þá tísku. Svo þarf þó hins vegar ekki að fara þetta árið að mati breska Vogue því að þessu sinni eru áhrifin fín- legri og klæðilegri en oft áður. Línur eru einfaldar og litasamsetningar ýmist svart-hvítar og kremaðar, líkt og í hönnun Marc Jacobs fyrir Louis Vuitton, þar sem fatastíll hinnar goðumlíku Jaqueline Kennedy Onassis er fyrirmyndin, eða líflegar og litaglaðar að hætti Brady-fjölskyldunnar líkt og sjá má í fatalínu Ja- cobs sjálfs. Og líkt og ævinlega er tískuhönnuðir horfa til fortíðar fylgir viss ír- ónía í fatavalinu svo fortíðartilvísanirnar séu ekki teknar of alvarlega. Meðal ómissandi fylgifiska sjöunda áratugarins er pínupilsið sem þegar tók að bera á í hillum tískuverslana í sumar og finna má nú í ýmsum síddum, þó Twiggy kemur gjarnan upp í hugann er pínupilsin ber á góma. Köflótt pínu- pils í anda pönksins frá Benetton. Innblásturinn er m.a. frá enskum herramönnum og -frökkum. Popptíska sjöunda áratugar lið- innar aldar gengur í endurnýjun lífdaga, líka lífstykkin, sem konur höfðu aflagt fyrir langalöngu. Anna Sigríður Einarsdóttir gekk á hringvegum tískunnar. sjaldnast síðari en niður á mið læri, og eru pilsin bæði aðsniðin og felld. Pínupilsin eru e.t.v. líklegri til vin- sælda hjá yngri kynslóðinni, en þar sem þykkar sokkabuxur eða gammósíur í svörtu, hvítu, eða áber- andi skærum litum á borð við appelsínugult, grænt og túrkísblátt eru fastur fylgihlutur pínupilsanna þetta árið er kannski ástæðulaust að láta aldurinn stoppa sig. Stuttir kjólar og skokkar á borð við þá sem Mia Farrow klæddist í hinni klassísku hrollvekju Rosem- ary’s Baby, eru þá hluti línunnar, sem og stuttir jakk- ar og leðurstígvél sem verða ómissandi í vetur. Yfirstærðir og pínupils Sjöundi áratugurinn er þó ekki einn um að ráða ferðinni í vetur heldur munu tískuunnendur ekki fara varhluta af áhrifum níunda áratugarins. Það tímabil kann rétt eins og sjöundi áratugurinn að vekja hroll í huga sumra – ekki hvað síst ef við fylgdumst hug- fangin með bandarísku Fame-þáttunum eða vorum leiðitamir Madonnu-aðdáendur fyrstu árin sem poppdrottningin fótaði sig á vinsældalistunum. Peysur og bolir í yfirstærðum ásamt stuttum jökkum eru ómissandi hluti þessa útlits, sem og gammosíur, legghlífar, aðsniðnar buxur og svo að sjálfsögðu pínupilsið ásamt skærlitu sokka- buxunum sem virðist líka ómissandi í vetur. Pínupilsið gerir svo einnig vart við sig innan pönktískunnar, sem í sönnum uppreisnaranda er enn við lýði. Rifnar og skornar flíkur, sem mikið bar á í vor, lifa enn góðu lífi innan þess- arar línu og falla um leið vel að tískustraum- um níunda áratugarins, sem og járnhring- irnir og keðj- urnar er enn má víða finna. Það er þó köflótta munstrið, ekki hvað síst í anda í uppreisnarseggjanna í Sex Pistols, sem hleypt hefur nýju lífi í pönklínuna og finnst munstrið jafnt í skyrtum, töskum og skóm, sem og pínupilsinu. Háir pinnahælar eru nauðsynlegur hluti útlits nútímapönkarans, sem ekki er andsnúinn kvenleika, þótt ofurfágun og fínleiki sé honum lítt að skapi. Ofurkvenlegar tweed-drottningar Tweed-klæddi enski herramaðurinn á sveitasetri sínu hefur einnig orðið fjölda fatahönnuða uppspretta hugmynda og hefur efnið, sem að öllu jöfnu er kennt við enska sveitasælu, bændaaðal og íhaldssemi, nú fengið munúðarfulla yfirhalningu í meðförum hönnuða á borð við Miuccia Prada, Hugo Boss og töskuhönnuðarins Kate Spade. Er það ekki hvað síst fyrir tilstilli þessara hönn- HAUST- OG VETRARTÍSKAN Pínupilsaþytur frá svarthvítri fortíð 2003/ 4 B FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Toppur í anda lífstykkisins frá Miss Selfridg Skærir litir og pínupils, sem hér er með áher Í anda ensku sveitasælunnar. Tweed-buxur og leðurkápa frá Benetton. Pínupils og jakki í stíl í anda sjöunda áratugarins frá Vero Moda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.