Morgunblaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 7
okkur ekki áhugavert. Emil Tode er öðruvísi, hann hefur alltaf eitt- hvað að segja og er ekki smeykur við eistneskar vísanir,“ segja þær og láta að því liggja að kannski þess vegna hafi hann einmitt notið útbreiðslu. Læsir á eistnesku eru alls 1,1 milljón manna, en málið er ekki indóevrópskt, heldur tilheyrir það sama stofni og finnska og ung- verska. Stafrófið er aftur á móti hið hefðbundna, að viðbættum sér- hljóðunum õ, ä, ü, ö. Eistneska sjaldheyrð á sumrin Fjöldi Rússa býr í Eistlandi, án þess að það blasi endilega við gest- um við fyrstu sýn. Kremlarlegir turnar eru reyndar á sumum bygg- ingum og ýmis önnur áhrif leyna sér ekki, en nokkuð kemur á óvart hvað hátt hlutfall fólksins er af rússneskum uppruna. „Hér í Tall- inn er um helmingur íbúanna Rússar, en alls býr hálf milljón manna í borginni. Í landinu öllu er hlutfallið ójafnara, þar er kannski þriðjungurinn Rússar. Þetta er af- leiðing lymskulegrar Rússavæðing- ar sem nær langt aftur,“ segir Mati Sirkel og virðist ekki sér- staklega skemmt. „Sjáið ljótu blokkirnar þarna hinum megin,“ og bendir af hæð í átt að úthverfi. „Þarna búa þeir.“ Hann upplýsir að Eistlendingum og Rússum í landinu komi ekki sérstaklega vel saman, lítil sam- skipti séu þeirra á meðal. „Þeir eru með sína eigin skóla og senda ung- lingana í einkaframhaldsskóla. En fyrir mildi örlaganna hafa Eist- lendingar í gegnum tíðina alltaf haft sína eigin skóla, einnig þegar landið var á valdi Rússa. Þess vegna hefur samfellan í þróun móðurmáls okkar aldrei rofnað, ólíkt því sem til dæmis gerðist í Litháen.“ Sirkel vill því meina að Eistlend- ingar hafi á rótgróinni hefð að byggja, bæði í bókmenntum og sögu og hafi ýmiss konar menning- arverðmæti að sýna gestum. Ferðamannaiðnaður sé enda ört vaxandi atvinnugrein í landinu sem hefur nú séð um sig sjálft í rúman áratug. „Við höfum komist að því að gamli borgarhlutinn rúmar fjög- ur þúsund manns í gistingu, há- mark. Meirihluti ferðamanna er Finnar, en annars koma hingað líka aðrir Evrópubúar, Bandaríkja- menn, Japanir og fleiri.“ „Já, á sumrin heyrir maður varla eistnesku talaða á götunum í mið- borginni,“ bætir Kaisa Kaer við. Eistland virðist þannig loksins komið á kortið, en betur má ef duga skal að mati heimamanna og unnið er markvisst að því að kynna litla landið enn betur á alþjóðavett- vangi. Vitum ekki enn hver við erum Þótt ákveðin samfella sé í menn- ingarsögu þjóðarinnar, vegna tungumálsins, er sagan í raun margflókin og lituð áhrifum úr ýmsum áttum. Séð úr norðri helst hún í hendur við sögu hinna Eystrasaltslandanna, en það er hvorki nægileg lýsing né alls kost- ar rétt. Kaisa Kaer er spurð hvernig ungt, eistneskt fólk upplifi sig á 21. öldinni – hvaða menningarheimi það telji sig tilheyra. „Ég held að við vitum ekki ennþá almennilega hver við erum,“ svarar hún hugsi. „Við finnum til skyldleika með Finnum, tungumál- in eru tengd og finnskar sjónvarps- stöðvar nást í norðurhluta Eist- lands. Finnska sjónvarpið var auðvitað sérlega mikilvægt og vin- sælt á Sovétárunum, en enn eru þar þáttaraðir sem við horfum á og margs konar efni sem er einfald- lega betra en okkar eigið. Þýskar sjónvarpsstöðvar hafa líka stuðlað að bættri þýskukunnáttu, en á þær er horft í vesturhlutanum þar sem finnska sjónvarpið næst ekki. Ann- ars fer gervihnattamóttökurum fjölgandi í heimahúsum þannig að efni berst nú úr enn fleiri áttum. Hins vegar má ekki gleyma því að við bjuggum við þýskt hernám á liðinni öld og þau sögulegu og menningarlegu áhrif vara enn. Þá vorum við, sem kunnugt er, undir Sovétríkjunum um langa hríð. En við erum orðin þreytt á því að sí- fellt sé vísað til okkar sem „fyrrum leppríkis Sovétríkjanna“ eða „eft- irlendu“. Ég meina, Ameríkanar yrðu ekkert yfir sig ánægðir ef við vísuðum sífellt til Bandaríkjanna sem „fyrrum breskrar nýlendu“, held ég,“ segir Kaisa og hristir höfuðið. „Og vegna þess að Litháen og Lettland voru einnig undir Sov- étríkjunum, finnst fólki liggja beint við að spyrða okkur saman. Auðvit- að eru ákveðin tengsl, þetta eru nágrannar okkar, en við eigum samt ekki mjög margt sameigin- legt. Við tölum sitthvort tungumál- ið og svo eru Litháar til dæmis flestir kaþólikkar en við erum lút- erskrar trúar.“ Kaisa bendir á að Svíar hafi inn- leitt lúterska trú í Eistlandi. „Það eru enn ein áhrifin, hin sænsku. Við samsömum okkur í raun að hluta til með Norðurlöndunum, ekki síst vegna legunnar. Að sama skapi er Eistland norður-evrópskt land og það hefur sín áhrif að telja sig til Evrópu. Þannig að spurningunni um hver við séum er hægt að svara á alla vegu.“ Kaisa segir viðhorf ungra Eist- lendinga gagnvart Rússum ekki endilega óvinsamlegt, en þó séu ýmis mál enn óuppgerð. „Þeir vilja til dæmis ekki biðjast afsökunnar á hersetunni. Og ýmis eistnesk menningarverðmæti, svo sem skjöl, listaverk og fornmunir, eru enn geymd í Moskvu og hefur hvorki gengið né rekið að fá aftur heim,“ segir Kaisa og íslenski gest- urinn getur ekki að sér gert að hvarfla huganum til handritanna sem lengi lágu í Danmörku en var á endanum skilað. „Þetta kemur allt,“ segir gest- urinn stundarhátt og Kaisa kinkar kolli. Ljóðskáldið Jaan Kaplinski fer nærri því að vera þjóðskáld Eista, að margra mati. Reuters Erki Nool fagnar gullverðlaun- unum í tugþraut á Ólympíu- leikunum í Sydney 2000 með þjóð- fána Eistlands við hönd. sith@mbl.is DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2003 B 7 Úrval af yfirhöfnum Kringlunni, sími 588 1680. Seltjarnarnesi, sími 5611680. iðunn tískuverslun Lillablár valmúi www.tk. is Fallegur rúmfatnaður -í miklu úrvali! Rúmteppi mikið úrval verð frá kr:4990.- Sængurföt verð frá kr:2990.- 100%BÓMULL meiriháttar mjúk ÞAÐ HEITASTA Í DAG! Nýtt! Nýtt! Rauður valmúi CAMO-FELULITIR & TIGER Blágrænn valmúi F a x a f e n i - K r i n g l u n n i Lið-a-mót FRÁ H á g æ ð a fra m le ið sla Extra sterkt A ll ta f ó d ýr ir FRÍHÖFNIN -fyrir útlitið Nr. 1 í Ameríku RANNSÓKNIR, sem gerðar hafa verið við Lundúna há- skóla, benda til að persónu- leikaeinkenni tíu ára barna geti sagt fyrir um hversu farsæl þau verði á fullorð- insárum. Rannsóknaraðilar komust meðal annars að því að ódælum og illa upp öld- um börnum er hættara við að mistakast í lífinu og kem- ur það sjálfsagt fáum á óvart. Það kom hins vegar mönnum í opna skjöldu að samkvæmt rannsókninni virðist svo sem áhyggjufull börn og þau sem leika sér gjarnan ein og eru smámuna- söm, hafi til- hneigingu til að verða farsæl í lífinu. Hið sama gildir um blaut- geðja börn, það er þau sem eru lingerð í lund, viðkvæm og gráta mikið, og ennfremur þau sem eru óttaslegin og hræðslugjörn og kom sú niðurstaða verulega á óvart. Nú er það misjafnt hvaða mat menn leggja á „velgengni í líf- inu“, en í þessu samhengi var meðal annars tekið mið af því að tíu ára börn með ofangreind per- sónuleikaeinkenni væru ólíklegri til að reykja og drekka mikið á fullorðinsaldri, drengirnir ekki líklegir til að hneigjast til glæpa- starfsemi og stúlkunum síður hætt við að falla í þá gryfju að verða ófrískar á unglingsaldri. Þannig var það til dæmis röskstutt með einræn börn, að þau hefðu frekar tilhneigingu til að taka ákvarð- anir á eigin forsendum og út frá sínu brjósti en að láta undan jafn- ingjaþrýstingi eins og félagslyndu fólki hættir til. Rannsóknin náði til 12 þúsund manns á Bretlandseyjum og að sögn breska blaðsins The Sunday Times, sem greindi frá nið- urstöðum rannsóknarinnar, hafa engar fyrri rannsóknir, sem gerð- ar hafa verið á þessu sviði, kafað svo djúpt í hinn félagslega bak- grunn og staðreyndir um hegðan og persónuleikaeinkenni viðkom- andi í bernsku, með hliðsjón að velgengi þeirra eftir að fullorðins- aldri er náð. Rannsóknin stæðist allar aðferðafræðilegar kröfur og haft er eftir John Bynner, pró- fessor við Lundúna háskóla, að niðurstöðurnar séu „afar athygl- isverðar“ og „fullkomlega mark- tækar“. Rannsóknin leiddi ennfremur í ljós að eirðarlaus börn, þau sem eyðileggja leikföngin sín, óhlýðin börn og „hrekkjusvín“ væru lík- legri en önnur til að verða óánægð með líf sitt á fullorðins- aldri. Ennfremur að þjófótt börn, „slagsmálahundar“ og „lygalaup- ar“ væru líklegri til að verða óhamingjusöm eftir að fullorðins- aldri er náð. Slíkir einstaklingar ættu oft í erfiðleikum með að finna vinnu við sitt hæfi og lentu gjarnan í vandræðum með að beina lífi sínu í ákjósanlegan far- veg. Hins vegar er einnig áréttað í niðurstöðum könnunarinnar að börn með hæfilegt sjálfsálit og þau sem nytu traustrar vináttu jafningja sinna ættu góða mögu- leika á hamingjusömu lífi á full- orðinsaldri. Af öðrum athyglisverðum nið- urstöðum könnunarinnar má nefna að drengir, sem kenna öðr- um um ófarir sínar, eru oft van- hæfari til að takast á við lífið og lenda gjarnan í lág- launahópum. Drengir með lestrarerf- iðleika eru lík- legri til að fordæma aðra kynætti. Traust vinátta fárra jafn- ingja er betra veganesti, en vin- sældir í stórum hópi „misjafnra sauða“. Hvers kyns listsköpun og tónlistaráhugi er af hinu góða og ennfremur lestur góðra bóka, en allt var þetta talið auka líkur á að viðkomandi barn yrði hamingju- samara á fullorðins- aldri. Þá var „menn- ingarlegur hugsunarháttur“ á barnsaldri talinn auka launa- möguleika viðkomandi síðar á lífs- leiðinni. Rannsóknin leiddi í ljós að fé- lagslegur bakgrunnur eða stétta- skipting skiptir engu máli hvað varðar árangur í lífinu síðar meir, að því gefnu að möguleikar til náms séu jafnir. Í rannsókninni fannst ennfremur fylgni milli góðrar lestrarhæfni og stærð- fræðiskilnings barna og velgengni í lífinu síðar meir, og þarf það í sjálfu sér ekki að koma á óvart. RA NN SÓ KN Á H EG ÐA N BA RN A Morgunblaðið/Jim Smart Sum börn eiga erfitt með að halda aftur af tárunum. Blautgeðja lund líkleg til farsældar Hrekkjusvín eru líkleg til að verða óánægð með líf sitt á fullorðinsaldri svg@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.