Morgunblaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 6
DAGLEGT LÍF 6 B FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ tré Þ EGAR siglt upp að bryggjubakka í Tallinn, höfuðborg Eistlands, teygjast álkur farþeg- anna og forvitnin eflist. Á leiðinni með ferjunni frá Hels- inki er nefnilega ekki hægt að fara út og upp á þilfar – eins og í Herj- ólfi eða Akraborginni heitinni – í besta falli að leyfilegt sé að stíga út af bílaþilfarinu aftur í skut með þeim sem reykja. Þess vegna er Eistland hvergi til skoðunar nema í söltuðum ferjugluggunum þangað til stigið er á bryggjuna sjálfa. Þá tekur við óralöng biðröð í vegabréfaskoðun. Röðin mjakast. Ungur maður í einkennisbúningi grandskoðar passann, tekur af honum ljósrit, handleikur stimpil, horfir stíft í gegnum glerið og spyr: „First time in Estonia?“ Úff, bara yfirheyrsla. Ekki ör- grannt um hraðari hjartslátt, lík- lega best að svara hreinskilnislega. „Yes.“ Þá bráðnar valdsmannsfésið og bros færist yfir einkennisbúning- inn. „Okay. Welcome.“ Einmitt, ekki flóknara en þetta og innan skamms er hópur ferða- langa kominn á rölt í átt að gamla borgarhlutanum, sem kemur ekki síður á óvart en ungi maðurinn bakvið glerið. Fyrst verða á veg- inum virkishlutar og sögur fljúga af grájárnaðri fortíð. Þegar í hjarta borgarinnar er komið er andrúmsloftið hins vegar með ein- dæmum vingjarnlegt og rólegt. Svo er líka svo fallegt í Tallinn, húsagerð og litir minna einna helst á Gamla torgið í Prag og á öllum kaffihúsum er þéttskipaður bekk- urinn. Sólin í Tallinn er jafnskær og sólin annars staðar. Og hér liggur ekki yfir sami gráminn og sumir höfðu gert sér í hugarlund í fávisku sinni, blandaðri sögum af óljósri Sovétmuggu – þvert á móti eru sumarleg litbrigði í húsalengj- um, gróður fallegur og borgar- myndin snyrtileg. Eistlendingar sjálfir koma líka vel út í heimsókninni, gestrisnir og hógværir, rólegir en brosmildir. Á götuhornum standa hressar stúlk- ur og bjóða póstkort til sölu með óvenjulegri spjallaðferð. Mati Sirkel, formaður Rithöf- undasambands Eistlands, stiklar á stóru í sögu borgarinnar sem leið- sögumaður hópsins og kona frá Eist- landsstofu svarar spurn- ingum gesta af innlifun. „Allt er innan seilingar í Tall- inn. Og ef maður sest á kaffihús er viðbúið að innan hálftíma gangi hjá þingmaður, menntamálaráð- herra eða einhver annar málsmetandi,“ segir Sirkel bros- andi. „Samfélagið er lítið og það hefur bæði kosti og galla.“ Frá Erki Nool til Lennart Meri Eistland er rétt um helmingi minna að flat- armáli en Ísland, eða 45 þúsund ferkílómetrar, en þar búa hins vegar fimm sinnum fleiri, eða ein og hálf milljón íbúa. Þjóðin telst því vissulega smáþjóð, en er í mun að sanna sig á alþjóðlegum vettvangi. Hún á að því leyti sitt- hvað sameiginlegt með íslenskri þjóð og því má heldur ekki gleyma að ýmsir þræðir eru á milli land- anna í menningarlegu tilliti. Helst má gera ráð fyrir að Íslendingar þekki tugþrautarkappann knáa, Erki Nool, sem veitt hefur Jóni Arnari Magnússyni ötula keppni á umliðnum árum. Þá er Lennart Meri, fyrrum for- seti Eistlands, nafnkunnur hér á landi, en hann var einmitt staddur í Reykjavík nýverið við opnun Rannsóknarseturs um smáríki við Háskóla Íslands. Við það tækifæri sagði Meri að Eistlendingar hefðu aldeilis ekki gleymt stuðningi Ís- lendinga á umbrotatímum, en Ís- land varð fyrsta ríkið til þess að viðurkenna sjálfstæði Eystrasalts- ríkjanna árið 1991. Þá ber að geta ljóðskáldsins Ja- an Kaplinski, en af örfáum eist- neskum bókum sem þýddar hafa verið yfir á íslensku er ljóðabók eftir Kaplinski, Við höfum ekki sést lengi, í þýðingu Hjartar Páls- sonar. Fyrir fáeinum árum var starf- rækt á Skólavörðustíg gallerí með eistneskri fatahönnun, Tallinn Collection, af Íslandsvinkonunni Liiviu Leskin, og stutt er síðan Ís- lendingar léku síðast landsleik í knattspyrnu við Eista í Tallinn. Það var vináttuleikur og heima- menn höfðu sigur í snjókomu. Kvikmyndir í boði Coca Cola Mörgum er og í fersku minni þegar Eistlendingar sigruðu Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva árið 2001, árið sem Two Tricky tók þátt fyrir Íslands hönd með Angel/Birtu. Sá sigur vakti vonir ýmissa Frónbúa – fyrst Eistarnir geta unnið hljótum við líka að sigra þótt síðar verði, var hugsað úti við nyrsta haf. Hins vegar ber að hafa í huga að tónlistararfur Eista er ríkur og ekki fara allir í fötin þeirra þar, miðað við höfðatölu. Mörg eistnesk klassísk tónskáld eru þekkt út fyr- ir landsteinana og þjóðlagaarfurinn er einn sá auðugasti í álfunni ef frá er talið Írland. Eistlendingar eru einmitt stundum kallaðir „hin syngjandi þjóð“, enda hefur söng- listin verið iðkuð í pólitískum og menningarlegum tilgangi um aldir. Að tónlistinni undan- skilinni njóta ýmsar aðrar listgreinar vax- andi hylli. Félagar í Rithöfundasambandi Eistlands eru um 300, svipað margir og hér- lendis. Listasafn Eist- lands heldur úti fjöl- breyttum sýningum árið um kring og á nú þús- undir verka, þrátt fyrir að hafa misst stóran hluta safneignarinnar í síðari heimsstyrjöld. Þá er bygg- ingarlist mikilvæg grein í huga landsmanna og grafísk hönnun sækir ennfremur í sig veðrið, en eistneskar heimasíður eru margar sér- lega vel útfærðar. Þannig mætti telja. Áfram er þrammað um stein- lagðar götur Tallinn, þennan sólríka dag. Inn í antíkverslanir og kvikmyndahús, gegnum blómamarkað, yfir útsýnishæðir og upp í kirkjuturna. „Unga fólkið hefur áhuga á ýmsu,“ segir rúmlega tvítug stúlka í föruneytinu, Kaisa Kaer, sem starfar á nýstofnaðri Upplýs- ingamiðstöð eistneskra bókmennta. „Við lesum, hittumst á kaffihúsum og förum í bíó. Það eru nokkur kvikmyndahús í Tallinn, það stærsta heitir því hræðilega nafni Coca Cola Plaza,“ segir hún og grettir sig. Þar eru eflaust sýndar sömu myndir og í öðrum bíóhúsum vest- rænum, en því skal ekki gleymt að eistnesk kvikmyndagerð er í sókn. Eftir áratugalöng áhrif sovéskrar kvikmyndagerðar er nú komin fram kynslóð leikstjóra sem menntaðir eru á heimaslóð. Þeir gera myndir af ýmsum toga, en írónískar teiknimyndir fyrir full- orðna eru meðal þeirra sem hvað mesta athygli hafa vakið utan land- steinanna. Af rithöfundum sem njóta hylli má nefna Nóbelskandídatinn Jaan Kross, og hinn víðlesna Emil Tode, en hann hefur fengið bækur sínar þýddar á ein 12 tungumál á síðustu árum. „Það er mjög sjaldgæft. Yf- irleitt hafa önnur lönd takmark- aðan áhuga á eistneskum bók- mennum en Tode hefur tekist að koma sér áfram. Ekki síst vegna þess að hann hefur unnið að því sjálfur og farið víða í kynning- arskyni,“ segja konurnar á Eist- landsstofu. Þær bæta við að um- ræður um bókmenntir séu talsverðar, til dæmis sæti menn- ingartímaritið ELM gagnrýni fyrir að leggja of mikla áherslu á dauða höfunda. „En sannleikurinn er sá að ungir höfundar, aðrir en Tode, eru of uppteknir af því að vera heimsborgarar og skrifa þess vegna helst um kynlíf, ofbeldi og önnur landlaus þemu. Persónurnar eru hvergi staðsettar, eiga hvergi bakgrunn og þess vegna gætu sög- urnar gerst hvar sem er. Það þykir er Eystrasaltsríkin þrjú – Eistland, Lettland og Litháen – eru í margra huga ein heild. Reyndin er hins vegar sú að hvert land á sinn svip, ólíka sögu, tungumál og trúarbrögð. Sigurbjörg Þrastardóttir settist á kaffihús í Tallinn, höf- uðborg Eistlands. Morgunblaðið/Sigurbjörg Þrastar Þessir götuspilarar léku melankólíska út- gáfu af „Vertu til er vorið kallar á þig“ fyrir vegfarendur. Þröng gata í Tallinn, sem minnir dálítið á Gullnu götuna í Prag. EISTLENDINGAR lýsa sjálf-um sér með ýmsum hætti. Landslagsljósmyndarinn Fred Jüssi segir að Eistlendingar séu eins og tré, ásýnd þeirra sé gjörólík eftir því hvort horft er úr austri, vestri eða ofan frá. Vindar fortíðar hafi sveigt og mótað trjá- krónuna en aftur á móti ekki ræt- urnar – þær liggi djúpt í þeirra eig- in vísdómi. „Það kemur ekki í ljós hvernig greinarnar kvíslast fyrr en óviðri hafa feykt laufunum af,“ seg- ir Jüssi og vísar glögglega í söguna. Og sem kunnugt er ber hrjúfur stofn vitni um heilbrigði trésins. „Stofninn vitnar um þá sem hafa sogið lífsvökvann úr trénu, hann ber vott um sársauka sem enginn þekkir nema tréð sjálft.“ Þannig speglast sjálfsmyndin sí- fellt í sögunni. Andrei Hvostov, blaðamaður, bendir á að í Syngjandi byltingunni í lok 9. áratugarins hafi verið sung- ið: „Hvílíkt stolt og undur að vera Eistlendingur...“. „Meðan Sovétveldið riðaði til falls var hver einasti Eistlendingur hreykinn og háttstemmdur vegna þátttöku sinnar í að steypa veldinu. En nú, þegar óvinurinn mikli er horfinn, er mikilfengleiki Eistlend- inga einnig horfinn,“ segir Hvostov og glottir út í annað. „Og þeir eru sífellt pirraðir yfir fáfræði umheimsins. Fjarlæg þjóð- ríki geta ekki staðsett Eistland á landakorti og nærliggjandi ríki sýna hinni sérstöku eistnesku sálar- angist engan skilning. Hinum meg- in á hnettinum heldur fólk að Eist- lendingar séu ánægðir með að heyra rússnesku kveðjuna na zdar- ovje þegar glösum er slegið saman við drykkju. Enn nærstaddari ná- grannar tengja Eistlendinginn hins vegar við sorglegt ferjuslys, eða skamma hann fyrir að afi hans hafi ekki klæðst réttum einkennisbún- ingi í síðari heimsstyrjöld,“ segir Hvostov og yppir öxlum. Svo klykk- ir hann út: „Rússi, sem vaknar upp í þessu framandi landi, spyr sjálfan sig: „Hvers vegna eru þeir ekki eins og við?“. Og Eistlendingurinn spyr á móti: „Hvers vegna veit hann ekk- ert um okkur?“ Heimurinn skilur ekki Eistlend- inga, og Eistlendingar skilja ekki heiminn. Heimurinn getur auðveld- lega lifað við svo búið, en geta Eist- lendingar það? Þar liggur efinn.“ Syngjandi sársauki Horft frá miðborg Tallinn. Rússnesku úthverfin í fjarska. og fáir skilja Eistlendinga Fólk Að vera Eistlendingur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.