Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI B REYTINGAR í ferða- þjónustunni á undan- förnum árum hafa skýrt komið fram á ferðakaupstefnunni Vestnorden, að sögn Magnúsar Oddssonar, framkvæmdastjóra Ferðamálaráðs Íslands. Átjánda Vestnorden ferðakaupstefnan var haldin í Þórshöfn í Færeyjum í vik- unni, en henni lauk í gær. Magnús sagði á fréttamannafundi sem haldinn var á fyrri degi kaup- stefnunnar síðastliðinn þriðjudag, að yfirbragð Vestnorden hefði breyst mikið á undanförnum árum. Hann hefði samanburðinn því hann hefði sótt allar kaupstefnurnar sem haldn- ar hafi verið til þessa. Á fyrstu kaup- stefnunum hefðu flugfélög og önnur fyrirtæki sem flytja ferðamenn, svo og gististaðir af ýmsum toga, verið mest áberandi. Þessir ferðaþjón- ustuaðilar séu enn á kaupstefnunni en hin síðari ár hafi hins vegar stöð- ugt meira borið á fyrirtækjum sem bjóði upp á ýmiss konar afþreyingu. Mikil aukning hafi orðið á þessu sviði ferðaþjónustunnar á Vestnor- den og það sé í samræmi við þær breytingar sem orðið hafi í þessum geira. Það eru Ferðamálaráð Íslands, Færeyja og Grænlands, sem standa að Vestnorden. Kaupstefnan er haldin annað hvert ár á Íslandi en þess á milli til skiptis í Færeyjum og Grænlandi. Á næsta ári verður hún á Íslandi. Samtals kynntu 113 ferðaþjón- ustuaðilar vörur sínar og þjónustu á Vestnorden í Færeyjum að þessu sinni, þar af voru flestir frá Íslandi. Kaupendur voru alls 89, mest ferða- skrifstofur, og komu víðs vegar að úr heiminum. Flestir þeirra voru frá Danmörku, Þýskalandi, Bandaríkj- unum, Hollandi, Svíþjóð og Frakk- landi. Einnig komu kaupendur frá Belgíu, Bretlandi, Kanada, Eist- landi, Færeyjum, Finnlandi, Græn- landi, Íslandi, Ítalíu, Kanada, Nor- egi, Póllandi, Spáni, Sviss og alla leið frá Ástralíu. Gott ár í ferðaþjónustunni Fram kom í máli framkvæmdastjóra Ferðamálaráða Íslands, Færeyja og Grænlands, á fréttamannafundinum á kaupstefnunni, að árið 2003 hafi verið gott ár fyrir ferðaþjónustu í öllum þremur löndunum. Magnús Oddsson sagði að vonir standi til að fjöldi ferðamanna, sem heimsækja munu Ísland á árinu, verði svipaður og á metárinu 2000 er rúmlega 300 þúsund ferðamenn komu til lands- ins. Henri Nielsen, framkvæmda- stjóri Ferðamálaráðs Færeyja, sagði að áætlað sé að fjöldi ferða- manna sem heimsækja eyjarnar verði svipaður á þessu ári og í fyrra, sem hafi verið gott ár. Þá kom fram í máli Stig Rømer Winther, fram- kvæmdastjóra Ferðamálaráðs Grænlands, að gert sé ráð fyrir að nokkur aukning verði í fjölda ferða- manna sem heimsækja landið á þessu ári í samanburði við síðasta ár. Tekjur af ferðaþjónustu í löndun- um þremur, sem hlutfall af heildar- útflutningstekjum, eru mestar á Ís- landi, um 13%, í kringum 7% í Færeyjum og um 5–6% í Grænlandi, að því er fram kom í máli fram- kvæmdastjóranna. Samstarf í Kaupmannahöfn Magnús Oddsson greindi frá því að í nóvember næstkomandi muni Ferðamálaráð Íslands opna skrif- stofu í Kaupmannahöfn, sem ætlað er að sinna Norðurlöndunum. Fyrir er Ferðamálaráð með skrifstofur í Þýskalandi og Bandaríkjunum. Hann sagði að í sama húsi í Kaup- mannahöfn og skrifstofa ráðsins verður, svonefndu Vestnorrænu húsi, verði einnig skrifstofur frá ferðamálaráðum Færeyja og Græn- lands. Þá verði og sameiginleg upp- lýsingamiðstöð fyrir ráðin þrjú á sama stað. Hann sagði að vel hafi tekist til með að standa vörð um ferðaþjón- ustuna á Íslandi í kjölfar hryðju- verkaárásarinnar á Bandaríkin í september 2001, en í fyrstu hafi ver- ið búist við að ástandið í greininni myndi versna verulega. Aukið fjár- magn hafi komið til frá stjórnvöld- um, samtals um 450 milljónir króna, sem hafi verið varið til markaðs- átaks í samstarfi við fyrirtækin í ferðþjónustunni. Þetta átak hafi greinilega skilað sér því aukning hafi orðið í komum ferðamanna til Ís- lands frá öllum markaðssvæðum nema Norður-Ameríku. Þá sagði hann sérstaklega ánægjulegt hvern- ig tekist hafi til við að kynna Ísland sem ferðamannaland yfir vetrar- mánuðina. Ný jarðgöng í Færeyjum Henri Nielsen sagði að ný jarðgöng milli Voga, þar sem alþjóðaflugvöll- ur Færeyja er, og Straumeyjar, er þar er höfuðstaðurinn Þórshöfn, hafi mikið að segja fyrir ferðaþjónustuna á eyjunum. Göngin voru tekin í notk- un í desember á síðasta ári en við það styttist ferðatíminn milli flug- vallarins og höfuðstaðarins úr u.þ.b. tveimur klukkustundum í innan við eina, en áður þurfti að fara með ferju á milli eyjanna tveggja. Sagði Nielsen að það sama eigi og við um hina nýju Norrænu, Smyril Line skipafélagsins, sem var tekin í notkun síðastliðið vor. Hið nýja skip gefi mikla möguleika fyrir ferða- þjónustuna í Færeyjum. Sumaráætl- un hefjist fyrr en áður og standi lengur. Nú verði einnig siglt yfir vetrarmánuðina milli Færeyja, Nor- egs og Hjaltlands. Þar með opnist nýr markaður fyrir færeyskan ferðaþjónustu, þar sem séu um fimm milljónir Norðmanna. Ævintýralandið Grænland Að sögn Stig Røhmer Winther hefur verið ákveðið að leggja sérstaka áherslu á menningu Inúíta í Græn- landi í kynningu á landinu sem ferðamannalandi. Hann sagði á fréttamannafundinum að ferðamenn hafi sýnt þessari einstöku menningu mikinn áhuga á undanförnum árum. Þá verði einnig lagt upp úr því að kynna landið sem ævintýraland, sem land sem bjóði upp á einstakar fjalla- og snjó- og jökulferðir ýmiss konar og aðra útivist. Stærstur hluti þeirra sem heimsæki þessa stærstu eyju í heimi komi einmitt í þeim tilgangi að njóta hinnar sérstöku náttúru lands- ins. Sagði hann ánægjulegt hvað ungt fólk hefði í auknum mæli lagt leið sína til landsins í slíkum erinda- gjörðum. Góðar ábendingar Haukur Birgisson, sem veitir skrif- stofu Ferðamálaráðs Íslands í Frankfurt í Þýskalandi forstöðu, sagði í samtali við blaðamann á kaupstefnunni að hún skili miklum árangri fyrir ferðaþjónustufyrirtæki sem taki þátt í Vestnorden. Seljend- ur í ferðaþjónustu í löndunum þrem- ur, Íslandi, Færeyjum og Græn- landi, hitti kaupendur, sem komi alls staðar að en að stærstum hluta frá Evrópu. Á kaupstefnunni sé rætt um það sem í boði er og hverju væri hugsanlega hægt að bæta við. Þá sé auk þess í mörgum tilvikum gengið frá samningum um ferðir, gistingu og afþreyingu. Kaupendur á kaup- stefnunni komi einnig gjarnan með ábendingar um það sem betur megi fara hjá seljendum, sem sé gott fyrir ferðaþjónustuna. Að sögn Hauks hefur mikil breyt- ing orðið í ferðaþjónustunni í heim- inum á undanförnum árum og það eigi einnig við um Ísland, Færeyjar og Grænland. Hann sagði að fólk vilji í auknum mæli upplifa það land sem það heimsækir á eigin vegum þótt hópferðir séu enn sem fyrr vin- sælar. Þetta komi til að mynda fram í mikilli aukningu bílaleigufyrir- tækja á Íslandi, svo dæmi sé nefnt. Ánægðir ferðaþjónustuaðilar Hjónin Guðbjörg Ingibergsdóttir og Ólafur Haukdal stofnuðu bílaleiguna Berg á árinu 1999. Þá seldu þau fjöl- skyldubílinn og keyptu tvo nýja bíla í ódýrari kantinum. Þau sögðu að um- svifin hjá fyrirtækinu hafi aukist gíf- urlega á þeim tíma sem liðinn er frá stofnun þess og voru sammála um nauðsyn þess að vera með á Vestnor- den. Það hafi skilað góðum árangri til þessa og ekki hafi annað komið til greina en að vera með að þessu sinni í Færeyjum. Ragnheiður Valdimarsdóttir hjá Sæferðum í Stykkishólmi, sem reka ferjuna Baldur og bjóða auk þess m.a. annars upp á hvalaskoðun frá Ólafsvík, sagði að fyrirtækið myndi ekki vera með á Vestnorden nema vegna þess hvað það skilar góðum árangri. Þar komist á sambönd við nýja viðskiptavini auk þess að eldri sambönd séu treyst. Í svipaðan streng tók Dorothee Lubecki, ferðamálafulltrúi Vest- fjarða. Hún sagði að kynning á Vest- fjörðum fyrir ferðamenn sé lang- tímaverkefni, og þátttaka í Vestnorden sé sjálfsagður og nauð- synlegur liður þar í. Árangurinn í þeim efnum hafi nú þegar skilað sér. Þær Dóra Magnúsdóttir frá Höf- uðborgarstofu og Sonja Bent frá Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík voru að taka þátt í Vest- norden í fyrsta skipti. Þær sögðust telja næsta víst að góður árangur verði af þeirri kynningu sem þær stóðu fyrir á Reykjavík sem ákjósan- legum viðkomustað ferðamanna út frá slagorðinu, Reykjavík, pure energy. Viðtökurnar hjá þeim ferða- þjónustuaðilum sem gáfu sér tíma til að setjast hjá þeim á kaupstefnunni hafi verið uppörvandi. Ferðaþjónustuaðilar í Færeyjum og Grænlandi, sem blaðamaður ræddi við á Vestnorden í Þórshöfn, voru sama sinnis og fulltrúar ís- lenskra fyrirtækja og þjónustuaðila, og sögðu að ekki fari á milli mála að kaupstefnan skili tilætluðum ár- angri. Breyttar áherslur í ferðaþjónustu Afþreyingarfyrirtæki eru mun meira áberandi á ferðakaupstefnunni Vestnorden en á fyrri ferðakaupstefnum Ferðakaupstefnan Vestnorden, sem Ferða- málaráð Íslands, Færeyja og Grænlands standa að, var haldin í átjánda skipti í vikunni, að þessu sinni í Þórshöfn í Færeyjum. Grétar Júníus Guðmundsson var á staðnum og varð ekki var við annað en að þeir sem þátt tóku í kaup- stefnunni hefðu verið ánægðir með árangurinn, eins og undanfarin ár. gretar@mbl.is Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson Nýja Norrænan sem var tekin í notkun síðastliðið vor eykur möguleika færeyskrar ferðaþjónustu allt árið en Norræna mun sigla yfir vetrarmánuðina milli Færeyja, Noregs og Hjaltlands. Þar með opnast nýr markaður fyrir færeyska ferðaþjónustu. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Ferðamenn vilja í auknum mæli upplifa það land sem þeir heimsækja á eigin vegum þótt hópferðir séu enn sem fyrr vinsælar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.