Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI ATHAFNALÍF  Verðbólgumarkmið virðast ekki vera það töfralyf gegn verðbólgu sem áður var talið. Faldar, flóknar og himinháar greiðslur til yf- irmanns Kauphallarinnar í New York vekja hörð viðbrögð. Gagnslaus markmið og græðgi stjórnenda fyrirtækja SEÐLABANKI Íslands hefur sem kunnugt er búið við verðbólgumarkmið síðustu misseri. Eins og nafnið gefur til kynna felur verðbólgu- markmið í sér að seðlabanki stefnir að tilteknu verðbólgustigi. Segja má að verðbólgumark- mið hafi komist í tísku fyrir rúmum áratug, eft- ir að Vesturlönd höfðu um árabil vaðið í verð- bólgufeni. Ástæðan var vitaskuld sú að talið var að verðbólgumarkmið væri leiðarvísir út úr því feni. Rannsókn sem National Bureau of Economic Research gaf út fyrr á þessu ári vek- ur hins vegar spurningar um kosti verðbólgu- markmiðs umfram annars konar stefnumörk- un seðlabanka. Skiptir verðbólgumarkmið máli? er spurt í fyrirsögn umræddrar skýrslu, sem er eftir Laurence Ball við hagfræðideild Johns Hopk- ins University og Niamh Sheridan hjá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum. Verðbólgumarkmiði er talið ýmislegt til tekna og má þar nefna að í kjölfar þess að verð- bólgumarkmið var tekið upp í ýmsum löndum hefur verðbólga farið minnkandi auk þess sem sveiflur í verðbólgu hafa minnkað. Þá er bent á að undir verðbólgumarkmiði geri fólk ráð fyrir minni verðbólgu í framtíðinni, sem heitir á máli hagfræðinga að verðbólguvæntingar minnki, og það eitt sér dragi úr áhrifum sveiflna í þjóð- hagsstærðum á verðbólgu. Í rannsókn sinni leitast Ball og Sheridan við að meta raunveruleg áhrif verðbólgumarkmiðs í ljósi þeirrar reynslu sem þegar er fengin. Þeir skoða tuttugu ríki Efnahags- og framfara- stofnunarinnar, OECD, sjö sem tóku upp verð- bólgumarkmið á síðasta áratug og þrettán sem gerðu það ekki. Það er skemmst frá því að segja, að þeir finna enga sönnun þess að verð- bólgumarkmið komi betur út, hvort sem borin er saman verðbólga, framleiðsla eða vextir. Í skýrslunni kemur reyndar fram að þau lönd sem tóku upp verðbólgumarkmið stóðu sig mun betur eftir en áður, en þau lönd sem tóku ekki upp verðbólgumarkmið bættu sig einnig. Höfundarnir draga þá ályktun að ár- angurinn verði að þakka öðru en verðbólgu- markmiðinu. Á suma mælikvarða, til að mynda meðalverðbólgu, segja höfundarnir að vísu að batinn hafi verið meiri hjá þeim sem tóku upp verðbólgumarkmið. Þeir hafi hins vegar verið með hærri verðbólgu áður og hafi aðeins lækk- að niður í um það bil sömu verðbólgu og hinir, sem ekki fylgdu verðbólgumarkmiði. Höfundarnir segja að svipuð niðurstaða hafi áður orðið til þess að dregin hafi verið sú álykt- un að verðbólgumarkmið leiddi til þess að þau ríki sem stæðu sig verr næðu hinum sem hefðu staðið sig betur. Niðurstöður rannsóknar þeirra styddu jafnvel ekki þennan hófstillta ár- angur verðbólgumarkmiðs, því ríki með óvenjulega háa og sveiflukennda verðbólgu nálgist hin, hvort sem þau taki upp verðbólgu- markmið eða ekki. Í lok skýrslunnar leitast Ball og Sheridan við að túlka niðurstöður rannsóknarinnar og draga af þeim ályktanir. Þeir telja eina mögu- lega skýringu á því, að þeir hafi ekki fundið mun á þeim ríkjum sem fylgja verðbólgumark- miði og öðrum ríkjum, vera þá að vaxtastefnan sé í raun svipuð. Rannsóknir sýni að í fram- kvæmd sé stefnan undir verðbólgumarkmiði lík stefnu hinna ríkjanna, svo sem Bandaríkj- anna. Því hafi meira að segja verið haldið fram að Seðlabanki Bandaríkjanna fylgi í raun verð- bólgumarkmiði, þó að hann segi ekki frá því. Ef raunin sé sú að sama niðurstaða fáist hvort sem fylgt er yfirlýstu verðbólgumarkmiði með auknu sjálfstæði seðlabanka eða ekki, þá þýði það að verðbólgumarkmið og aukið sjálfstæði seðlabanka séu ekki mikilvæg. Og höfundarnir segja að ekkert í gögnunum bendi til þess að ávinningur yrði af því að taka upp yfirlýst markmið fyrir þá sem lýsa þeim ekki yfir nú en fylgja þeim í raun. Allt hljómar þetta sjálfsagt heldur neikvætt í eyrum þeirra sem stutt hafa verðbólgumark- mið seðlabanka, en höfundarnir taka þó skýrt fram að niðurstöður rannsóknarinnar séu ekki röksemd gegn verðbólgumarkmiði, enda valdi markmiðið engum skaða. Þar að auki geti verið um að ræða ávinning sem ekki sé mældur í rannsókninni, svo sem að verðbólgumarkmið geti verið æskilegt af pólitískum ástæðum, jafnvel þó að fyrir því séu ekki hagræn rök. Þá segja Ball og Sheridan að verðbólgu- markmið kunni að verða til bóta í framtíðinni. Ytri aðstæður margra seðlabanka hafi verið fremur hagfelldar og vera kunni að verðbólgu- markmið muni reynast betur ef hagkerfi verði fyrir alvarlegum ytri skellum. Áhugamenn um peningastefnu geta því sett sig í stellingar og beðið eftir framhaldsrannsókninni, sem hlýtur að verða gerð eftir nokkur ár. ll PENINGASTEFNA Haraldur Johannessen Skiptir verðbólgu- markmið máli? Verðbólga hefur minnkað undir verðbólgumarkmiði Seðlabanka. Þó virðist ekkert gagn vera að markmiðinu. haraldurj@mbl.is LAUNAKJÖR Dick Grasso, stjórnarfor- manns og framkvæmdastjóra Kauphallar- innar í New York, NYSE, hafa verið harð- lega gagnrýnd. Meðal gagnrýnenda eru viðskiptablöðin The Wall Street Journal og Financial Times, meðlimir í kauphöllinni og forstjóri bandaríska verðbréfaeftirlitsins, SEC. Grasso þykir hafa staðið sig afar vel en þó hefur mörgum blöskrað rausnarleg kjör Grasso og að þau skuli ekki hafa verið uppi á borðinu, heldur bæði flókin og falin. Hver skyldu kjörin þá vera? Jú, laun Grasso í fyrra voru jafnvirði um 800 millj- óna íslenskra króna, en málið snýst að stórum hluta um starfslokasamning Grasso. Rannsókn á honum hefur leitt í ljós nokkra milljarða króna sem áður var ekki vitað um en eiga að koma til viðbótar við önnur eft- irlaun. Heildarstarfslokapakki Grasso hljóð- ar upp á um 15 milljarða íslenskra króna. Óvíst er hvað gert verður, hvort Grasso neyðist til að segja af sér, eða hvort gagn- rýnendurnir munu láta af gagnrýninni, eða láta í minni pokann. Hvað sem því líður hefur umræðan skað- að orðspor NYSE auk þess að vekja enn spurningar um hversu góð kjör stjórnenda fyrirtækja þurfi að vera til að þeir sinni störfum sínum af heilum hug. ll LAUNAKJÖR ll Haraldur Johannessen Gírugur Grasso haraldurj@mbl.is N ÝLEGAR tilraunir Landsbanka Ís- lands hf. og Íslandsbanka hf. til sam- einingar SÍF hf. og SH hf. hafa vakið menn til umhugsunar um hvort það sé heilbrigt og eðlilegt í íslensku atvinnu- lífi að bankar eigi stóran eignarhlut í fyrirtækjum og beiti sér í ákvörðunum sem varða rekstur og stjórnun þeirra. Með atburðarás síðustu vikna má segja að nýir eigendur Landsbankans hafi komið komið á róti þegar þeir lýstu því yfir að breytinga væri þörf í íslensku viðskiptalífi. Rjúfa þyrfti eignatengsl fyrirtækja og snúa þróuninni í að við- skipti með hlutabréf fari að snúast um arðsemi en ekki völd. Landsbankinn og Íslandsbanki áttu stóra eignarhluti í SH og SÍF og gengu fremur hart fram í því að ná fram sam- runa fyrirtækjanna. Þeir urðu þó frá að hverfa eftir öfluga mótspyrnu frá öðrum hluthöfum í SÍF. Þá eignaðist Lands- bankinn stóran hlut í Fjárfestingarfélaginu Straumi hf., sem varð til innan Íslandsbanka. Ókyrrð skapaðist um fé- lagið í kjölfarið og Íslandsbanki keypti aukinn hlut í Straumi til að verja stöðu sína í fyrirtækinu enda er fjárfestingum bankans meira og minna beint í gegnum Straum. Bankarnir og tengdir aðilar eiga nú svipaðan hlut í Straumi. Eignarhald bankanna í íslenskum fyrirtækjum er ekki nýtt af nálinni enda hafa þeir í gegnum tíðina eignast nokk- ur fyrirtæki sem svokallaðar fullnustueignir, þ.e. eignir sem þeir hafa þurft að taka upp í veðskuldir viðskiptamanna sinna. Bankarnir hafa ennfremur verið mikilvirkir fjárfest- ar í fyrirtækjum og oft og tíðum komið fyrirtækjum til að- stoðar með því að leggja til hlutafé til skamms tíma en einn- ig stundað hlutabréfaviðskipti á markaði með gengishagnað í huga. Það hefur hins vegar ekki tíðkast fyrr en í seinni tíð að bankarnir kaupi sig inn í fyrirtæki í svo miklum mæli og beiti áhrifum þar. Sitja oft beggja vegna borðsins „Bein þátttaka banka og sparisjóða í atvinnurekstri hefur aukist gífurlega á síðustu árum,“ segir Jafet S. Ólafsson, framkvæmdastjóri Verðbréfastofunnar. „Bæði hefur þetta komið til þegar fjármálafyrirtæki hafa verið með útboð á hlutafé og keypt í útboðum, eins hafa fyrirtækin verið með sérstaka fjárfestingarsjóði og síðan veltubækur sínar sem hafa oft verið duglegar að taka stöður í einstökum fyrirtækj- um. Bankarnir hafa síðan beitt sér í því að hvetja til samein- ingar fyrirtækja, þar sem þeir sitja oft og tíðum beggja vegna borðsins.“ Jafet segir Verðbréfastofuna hafa haft þá stefnu að vera óháð fjármálafyrirtæki en að þessi stefna bankanna sé samt ekki af hinu slæma, því oft þurfi öfluga aðila til að beita sér í ákveðnum málum. „Spurningin er hvort þessi fjárfesting- arstarfsemi eigi ekki betur heima í sérstökum fjárfesting- arbanka sem aðskilin er í rekstri frá hinum almenna við- skiptabanka,“ segir Jafet. „Mér finnst að hinn almenni hluthafi gleymist oft í þess- um málum og þeim er stundum þröngvað út úr fyrirtækjum, þ.e. neyddir til að selja sinn hlut þar sem þeir og þeirra fjöl- skyldur eru búnir að vera hluthafar í áratugi og haldið tryggð við fyrirtækin hvað sem á hefur dunið.“ Jafet segir að fjárfestingar fjármálafyrirtækja verði fyrst og fremst að byggjast á arðsemissjónarmiðum en ekki áhrifum og völdum. „Sem betur fer held ég að það sé meg- inreglan að arðsemissjónarmiðinu sé fylgt þótt ýmsar fjár- festingar undanfarið hafi komið á óvart.“ Þurfa að standa vörð um trúverðugleika sinn Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins, segir það ekkert nýtt að bankar hafi áhrif á rekstur fyrirtækja. „Þeirra hlutverk er að leiða sam- an fjármagnseigendur og athafnamen markaðar hefur verið mikil á undanför m.a. leitt til þess að bankarnir rækja þa sitt ekki bara með því að útvega láns finna góð tækifæri sem kunna að liggja viðskiptavini sína.“ Hannes segist ekkert geta tjáð sig um samskipti aðila í kringum þau en vissu þó að fara með gát í sínum viðskiptum sjálfum í hag. „Þannig geta t.d. skarast arbankans annars vegar og viðskiptab irtækja hins vegar. Samkeppni á mar vegar að verkum að bankarnir þurfa st um trúverðugleika sinn gagnvart ólíku slík skörun ætti því ekki að vera sérstak Í sjálfu sér er ekkert óeðlilegt að slík upp á þessum tíma, nú þegar ríkið er en viðskiptabanka. Afskipti sumra banka tækja voru til skamms tíma óbein rík eru bankarnir einkafyrirtæki þannig a spegla í raun vilja markaðarins hverju s Forysta bankanna tvíbent sverð Jóhann Viðar Ívarsson, lektor við viðsk í Reykjavík, segir forystu bankamann greinum en sinni eigin vera tvíbent sve dæmi um að bankar komi fram góðum tækjarekstri annars staðar, en slæm færri. „Í mínum huga er uppbrot Kaupþin fleiri á blokk tengdra fyrirtækja dæmi u taki banka í þessum efnum á atvinn skipti máli hvað tekur við. Hins vegar e í að viðhalda offramleiðslu á hvítu kjöti misserum dæmi um slæm áhrif, sem óeðlilegum vandræðum í annarri kjötfr eðlilega samkeppni, þótt neytendur ge undir kostnaðarverði.“ Jóhann segir að almennt sé meiri he vísu að fjárfestingarbankar taki beinn irtækja, með kaupum á eignarhlut, en v „Sums staðar er viðskiptabönkum h eiga hlutabréf, hvað þá hjá viðskiptav landi hafa þessi mörk fjárfestingarbank verið óskýr og eru nú nánast horfin, ef og Íslandsbanka og Kaupþings og Bú eru því að kaupa og refskáka með stór viðskiptavinum sínum, sem flækir málin mínu mati. Viðskiptabankar ættu að jaf öðrum fyrirtækjarekstri, nema með reynda rekstrarmenn til góðra verka. Hins vegar er það eðli fjárfestinga taka áhættu og spila með stóra eigna gengishækkun á hlutina, en slík afskip vera til skamms tíma. Ef skákin felur ja skipti af rekstri fyrirtækisins ættu b stíga sérlega varlega til jarðar, eins og n af fyrirhuguðum samruna SH og SÍF sý Verða að beita sig miklum aga Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Sam stjórnarformaður SÍF, fer fyrst í geg anna þegar hann er inntur eftir viðho bankanna að öðrum fyrirtækjum. „B ilhlutverki í viðskiptalífinu og hagkerfin ið í mikilli framþróun og útvíkkað þjónu ið síðustu árin.“ Fyrir það fyrsta segir hann bankan Afskipti ban Bein afskipti bankanna af rekstri fyrirtækja sem þeir eiga hlu hafa aukist og ekki eru allir á eitt sáttir um hvort það sé æskil Soffía Haraldsdóttir leitaði álits nokkurra fræðimanna, aðila úr inu og stjórnenda viðskiptabankanna á þessari þróun. HALLDÓR J. Kristjánsson er bankastjóri Lands- banka Íslands auk þess að vera formaður Samtaka banka og verðbréfa- fyrirtækja. Hann segir að í samræmi við alþjóðlega þró- un hafi íslensku bankarnir sem al- hliða fjármálafyr- irtæki starfrækt öfl- uga verðbréfa- og fjárfestingarbanka- starfsemi. „Þeir hafa á liðn- um árum ráðstafað að hámarki milli 5 og 10% af heildar- eignum í slík verkefni auk fjárbindingar í samstarfs- félögum. Íslensku bankarnir hafa stækkað mjög mikið síðustu ár og þótt tiltölulega afmarkaður hluti heildar- eigna sé bundinn í fjárfestingarbankaverkefnum er þar um allnokkrar fjárhæðir að ræða á íslenskan mælikvarða.“ Hann segir að ætla megi að þessar fjárfestingar séu aðallega fjórþættar. Þar sé fyrst að telja áhrifafjárfest- ingar í atvinnufyrirtækjum sem tengist grunnþáttum fjármálaþjónustu s.s. í tryggingarfélögum, erlendum bönkum, sérhæfðum fjárfestingarfélögum (s.s. Straumi og Afli), eignaleigum, fasteignafélögum og þjónustufyrirtækjum á sviði greiðslumiðlunar og korta- þjónustu. „Þessar fjárfestingar eru nauðsynlegar til að auka samkeppnishæfni bankanna með tilliti til vöru- framboðs, þjónustustigs og verðlagningar þjónustu og þar af leiðandi til þess gerðar að tryggja hagsmuni við- skiptavina bankanna. Þannig hafa bankarnir í gegnum þessar fjárfestingar náð fram stærðarhagkvæmni og á sama tíma aukið þjónustustig. Þessar fjárfestingar eru verulegar og eðli málsins samkvæmt langtímaeignir.“ Í annan stað segir Halldór að séu umbreyting- arfjárfestingar þar sem fjárfest er í afmarkaðan tíma, oft í 1-3 ár. „Að öðru jöfnu eru þessar fjárfestingar gerðar í góðu samstarfi við trausta viðskiptavini. Tilgangurinn getur t.d. verið að skrá fyrirtæki í Kauphöll, að ná fram sam- einingu fyrirtækja, að taka þátt í einkavæðingu op- inberra fyrirtækja eða almennt að endurskipuleggja eignasöfn og/eða rekstur fyrirtækja. Í þessum verk- efnum er það fyrst og fremst markmið banka að styðja viðskiptavini sína til að ná fram virðisauka og bættri Fjárfestingar bankanna fjórþættar „Fjárfestingar bankanna í íslensku at- vinnulífi þjóna eðlilegum viðskipta- legum tilgangi,“ segir Halldór J. Krist- jánsson. ◆

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.