Morgunblaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2003 B 3 bílar VW Golf Highline 1600 F.skr.d. 10.10.2002, ekinn 14 þús. km., 5 dyra, beinsk., 15“ álfelgur, sóllúga, sportinnrétting, samlitur, skyggð ljós o.fl. Verð kr. 1.740.000 FYRSTU tvær vikurnar sem ný kynslóð Toyota Prius tvinnbílsins hefur verið á markaði hefur eftirspurn eftir bílnum náð 11.000 bílum, sem er átta sinn- um meiri eftirspurn en Toyota hafði gert ráð fyrir. Toyota, sem er þriðji stærsti bílaframleiðandi heims, ráðgerir að selja 3.000 Prius á mánuði, eða 36.000 bíla á ári í Japan, þar sem salan hófst 1. september sl. Sala á öðrum mörkuðum hefst síðar á þessu ári. Prius er tvinnbíll sem er knúinn af lítilli bensínvél en einnig rafmótor og er með umhverfisvænustu bílum á markaði. Nýja kynslóðin er bæði sparneytn- ari og rúmbetri en fyrri gerð en verðið á bílunum er svipað. Hann kostar í Japan um 1,4 milljónir ÍSK en myndi líklega kosta vel yfir tvær milljónir kr. hér á landi. Hægt er að fá bílinn með búnaði sem sér um að leggja honum sjálfvirkt í stæði. Fyrri gerð Prius var settur á markað 1997 og var þá fyrsti fjöldaframleiddi tvinnbíllinn sem knúinn er af brunahreyfli og rafmótor. Selst hafa 120.000 bílar af þeirri gerð um allan heim. Toyota væntir þess að selja 300 þúsund Prius árlega upp úr 2005. Honda er eini annar bílaframleiðandinn sem selur tvinnbíl. Mikil spurn eftir Prius Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Toyota Prius, önnur kynslóð, var frumkynntur á bílasýningunni í Frankfurt.  BÍLANAUST hf. hefur keypt heild- sölu Skeljungs hf. Gengið var frá samningum hinn 12. september sl. og hefur Bílanaust tekið við rekstri og lager heildsölunnar og flestum þeim umboðum sem heildsala Skelj- ungs hefur haft, að því er fram kem- ur í fréttatilkynningu frá Bílanausti. „Á undanförnum árum hefur sú þróun verið í heildsölu að færri fyr- irtæki annast stærri hluta hennar og eru kaupin á heildsölu Skeljungs lið- ur í þeirri þróun. Fyrir rúmu ári keypti Bílanaust bif- reiðavarahlutadeild Bræðranna Ormsson hf. og tók þar með við um- boði fyrir hið þekkta þýska Bosch- vörumerki. Í framhaldi tók Bílanaust við umboði fyrir Blaupunkt sem er í eigu Bosch og heimsfrægt fyrir hljómflutningstæki. Hinn 1. ágúst sl. keypti Bílanaust öll hlutabréf í fyrirtækinu Radioþjón- usta Sigga Harðar (rhs.is) og hefur þar með forystu í sölu á fjar- skiptabúnaði fyrir bíla, fyrirtæki og björgunarsveitir,“ segir í frétta- tilkynningunni. Velta Bílanaust mun verða um 1.350 milljónir króna á næsta ári og hefur vaxið um 50% á síðustu 18 mánuðum. Auk heildsölu rekur Bílanaust fjór- ar verslanir á höfuðborgarsvæðinu auk útibúa í Reykjanesbæ, á Sel- fossi, Höfn, Egilsstöðum og Akureyri. Bílanaust kaupir heildsölu Skeljungs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.