Morgunblaðið - 02.10.2003, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 02.10.2003, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2003 B 9 NFRÉTTIR STAFRÆNA prentstofan getur bjargað þegar verkefnin eiga að „leysast í gær!“ segir í auglýsinga- bæklingi Stafrænu prentstofunnar, en það er sú prentsmiðja hérlend sem hefur á síðustu árum verið hvað fljót- ust að tileinka sér nýja strauma og stefnur í prenttækni, samkvæmt upp- lýsingum frá prentstofunni. Þó að fullyrðingin hér í byrjun geti engan veginn staðist, segir fram- kvæmdastjórinn, Kristján Ingi Ein- arsson, að stafræn prentun bjóði upp á mikla möguleika til skjótrar þjón- ustu í hámarks stafrænum gæðum. Kristján kallar prent sitt stafrænt offsett prent til aðgreiningar frá öðru stafrænu prenti og ljósritun, en hann segir að gæði stafrænu prentunarinn- ar séu orðin nánast þau sömu og í hefðbundu offsettprenti. Ennfremur segir Kristján að staf- ræn prentun sé mun vistvænni en hin hefðbundna og bjóði upp á mun meiri möguleika. „Þessi tækni býður upp á breytilega prentun, þ.e.a.s. texti eða myndir geta verið breytilegar frá ein- taki til eintaks. Þetta er kallað breyti- legt prent eða persónuprent,“ sagði Kristján í samtali við Morgunblaðið. Kristján segir að Stafræna prent- stofan muni fagna hálfrar aldar af- mæli á næsta ári. „Áður var þetta dæmigerð prent- smiðja með gamla laginu en hefur nú farið í gegnum öll stig prentunar og prenttækni,“ segir Kristján. Á morgun verður haldin örstutt ráðstefna, eins og Kristján orðar það, sem Stafræna prentstofan stendur fyrir í tilefni af fimmtugsafmælinu og í tilefni af því að fyrirtækið hefur fest kaup á nýrri og fullkominni prentvél, þeirri fullkomnustu sem til er á Norð- urlöndunum, að sögn Kristjáns. Aðal- fyrirlesari á ráðstefnunni, sem ber yfirskriftina „Bull eða bylting – ör- stefna um stafræna prentun“, er Erwin Busselot, sérfræðingur frá Hewlett-Packard og mun hann fara í saumana á hinum ýmsu hliðum staf- ræns prents. Héldu mig snarvitlausan „Þegar ég sá fyrir nokkrum árum hver tækniþróunin yrði í prentuninni hélt ég að mér höndum varðandi frek- ari fjárfestingar í gömlu tækninni. Ég hef ávallt fylgst vel með því sem er að gerast í greininni og sótt sýningar úti og árið 1992 sá maður að prentið var að færast út í að vera stafrænt,“ segir Kristján Ingi. Hann segir að fyrstu vélarnar hafi verið mikil tækninýjung. „Gæðin voru ágæt en það var samt enn allt í tómri vitleysu varðandi tæknihliðina og mér var ráðlagt að bíða með kaup á svona vél. Þegar ég sá þetta svo á sýningu 1998 þá fannst mér vélarnar farnar að verða nokkuð góðar og menn voru farnir að mæla með kaupum. Ég sló þá til og keypti fyrstu vélina fyrir 30 milljónir króna sem var talsverð fjár- festing þá. Menn héldu að ég væri orðinn snarvitlaus, en þetta gekk ágætlega þó að það hafi tekið tíma að ná tökum á þessu. Ári síðar keypti ég síðan aðra vél til að geta bætt þjón- ustuna og hraðann enn frekar, því menn voru farnir að átta sig á að ég gat þjónustað þá með mjög skömm- um fyrirvara.“ Fimmfaldaði veltuna Kristján segir að yfirfærslan yfir í stafræna þjónustu hafi gjörbreytt hjá sér rekstrinum og veltan hafi fimm- faldast á tveimur árum. Hann segir að nýja prentvélin sem er af gerðinni HP Indigo 3000 sé talin sú fullkomnasta sem völ er á. „Þetta er eina vél sinnar tegundar á Íslandi og sú fyrsta á Norðurlönd- um. Hún er frábrugðin öðrum staf- rænum vélum sem til eru hér á landi þar sem hún prentar á arkir en ekki rúllur eins og venjan er, auk þess sem farfi er notaður til prentunarinnar í stað dufts sem notað er í öðru staf- rænu prenti og ljósritun.“ Þjónusta eins og sú sem Stafræna prentstofan innir af hendi kallar Kristján „on demand“-prentun, eða prentun eftir þörfum. „Þú prentar bara eftir þörfum, þess vegna bara eitt eintak ef svo ber undir. Það safn- ast því enginn lager upp hjá fyrir- tækjum sem á á hættu að úreldast fyrr en varir. Þetta er ekki hægt í hefðbundnu prenti.“ Kristján segir að erlendis sé mesti vöxturinn í persónuprentinu. „Sem dæmi þá er BMW-bílaframleiðandinn með svona prentvél hjá sér í verk- smiðjunni og þegar þú ert búinn að panta bíl færðu mynd með þér heim þar sem þú situr undir stýri á bílnum sem á þá enn eftir að smíða. Menn eru sem sagt farnir að nota þessa mögu- leika mun almennar erlendis. Hér heima finnast okkur möguleikarnir í persónuprenti illa nýttir, þess vegna blásum við til þessarar örstefnu á morgun,“ sagði Kristján Ingi að lok- um. Morgunblaðið/Jim Smart Hálfdán Gunnarsson, prentari hjá Stafrænu prentstofunni, og Kristján Ingi Ein- arsson framkvæmdastjóri skoða efni prentað í nýju HP Indigo-prentvélinni. „Þegar verk- efnin eiga að leysast í gær“ TÆKNIHÁSKÓLI Íslands sigr- aði í MSB 2003-keppninni sem lauk um síðustu helgi. MSB 2003 er fyrsta keppni há- skólanna á Íslandi sem bjóða upp á viðskiptatengt nám í hagnýtingu fræðanna. Þeir skólar sem sendu lið voru Háskólinn á Akureyri, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Við- skiptaháskólinn á Bifröst og Tækniháskóli Íslands. Keppt var í 4 riðlum og tóku þátt 5 lið í hverjum þeirra. Úrslitin urðu þau að lið frá Tækniháskóla Íslands urðu í fyrsta, öðru og fjórða sæti en lið frá Há- skólanum á Akureyri í því þriðja. Lið nemenda ráku fyrirtæki í sýndarveruleika sem náði yfir 8 ára tímabil. Notað var hermiforrit sem líkir eftir viðbrögðum markaða við markaðsaðgerðum. Markmiðið var að hámarka markaðsvirði fyrirtæk- isins en sýna jafnframt fram á að það væri afleiðing skýrrar stefnu sem mótuð var í lok 3ja rekstrarárs hvers fyrirtækis. Eins og áður sagði fór fyrri hluti keppninnar fór fram í sýndarveru- leika yfir Netið en seinni hlutinn var í formi kynningar á stefnumót- andi markaðsáætlun, hvernig henni hefði verið framfylgt, hver árang- urinn var og hvernig brugðist var við breytingum á markaði. Níu fulltrúar frá atvinnulífinu voru í dómnefnd. Sigurlið keppninnar, lið frá Tækniháskóla Íslands, mun keppa fyrir hönd Íslands í al- þjóðlegri keppni í Kanada í janúar nk. Í sigurliðinu voru þeir Ágúst Kr. Steinarsson, Kári Steinar Lúth- ersson, Rúnar H. Bridde og Sveinn I. Einarsson sem munu allir útskrif- ast um áramótin með B.Sc.-gráðu í alþjóðamarkaðsfræði. Afhenti Steinn Logi Björnsson, formaður dómnefndar, þeim verðlaunin. Tækni- háskólinn sigraði í MSB 2003 Ágúst Kr. Steinarsson, Sveinn I. Einarsson, Rúnar H. Bridde og Kári S. Lúthersson, nemendur við Tækniháskóla Íslands, voru í sigurliði MSB 2003-keppninnar. Frá hugmynd að fullunnu verki Plötusmíði Hönnun:GísliB.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.