Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 12
    % <.> ? :@A(%AB>%A @ AC %A @ . ?>   ,    ,   ,   ,    ,    ,    ,    ,     ,    ()  ! $# " #! -" # " ./0"  :+'; .'.:.'< =.'>:+'< *@D @ ->DE+ .'. .'. =.'? =,'< =>?D?>  , =.'9 ?(*@B@> ' AC %A @ (>AC@ Formaður bankaráðs Lands-banka Íslands, BjörgólfurGuðmundssson, boðaðifrekari útrás bankans í ræðu sem hann flutti við form- lega opnun Landsbankans í Lúx- emborg síðastliðinn föstudag. Á mánudag kynnti Kaupþing Bún- aðarbanki kaup á ráðandi hlut í finnska fjárfestingarfélaginu Norvestia. Samkvæmt upplýsing- um frá bankanum eru kaupin lið- ur í þeirri stefnu Kaupþings Bún- aðarbanka að verða leiðandi norrænn fjárfestingabanki. Fá ár eru síðan bankarnir voru einungis starfandi á Íslandi og fáir höfðu þá sýn til framtíðar að útrásin yrði slík sem raun ber vitni. Í dag er Kauþing Búnaðar- banki með starfsemi í tíu borg- um: London, Kaupmannahöfn, Genf, Helsinki, Lúxemborg, New York, Ósló, Reykjavík, Stokk- hólmi og Þórshöfn í Færeyjum. Landsbankinn er með starf- semi í London í gegnum dótt- urfélag sitt, Heritable-bankann, og er ætlunin að víkka enn frekar út starfsemi hans. Segja Lands- bankamenn að ef af verður megi búast við þreföldun á umsvifum Heritable-bankans í kjölfarið. Jafnframt stefnir Landsbankinn í Lúxemborg á landvinninga í Austur-Evrópu. Þegar hefur ver- ið tilkynnt um ætlun bankans að ráða fulltrúa í Pétursborg og að öllum líkindum mun bankinn horfa til Eystrasaltsríkjanna í kjölfarið. Væntanlega verður þó varlega stigið til jarðar enda ekki auðvelt að hasla sér völl í viðkvæmu efnahagslífi þeirra ríkja sem telj- ast til fyrrum austantjaldsríkj- anna. Aftur á móti eru miklir fjármunir þar geymdir og miklir möguleikar fólgnir í útrás í þá átt þótt hún sé áhættusöm. Íslandsbanki er með starfsemi í London og Lúxemborg og má búast við því að bankinn ætli sér ekki að sitja hjá í þeirri útrás sem einkennir hina bankana tvo, Landsbanka og Kaupþing Bún- aðarbanka, um þessar mundir. En ekki má gleyma því að þrátt fyrir að viðskiptabankarnir séu stórir á íslenskan mælikvarða er annað uppi á teningnum ef horft er út á við. Því verður at- hyglisvert að fylgjast með því hvort Kaupþing Búnaðarbanki og Íslandsbanki svari kalli formanns bankaráðs Landsbankans um að íslenskir bankar og fjármálafyr- irtæki eigi samleið í útrásinni. „Þar tekur ekki einn frá öðrum. Ég hef þá sýn til framtíðar að ís- lenskir bankar taki höndum sam- an og vinni sameiginlega að verk- efnum í Evrópu og jafnvel víðar og leggist saman á árar með þeim íslensku fyrirtækjum sem hafa vilja og burði til að takast á við hin fjölmörgu og gríðarstóru tækifæri sem bíða okkar hér ytra,“ sagði Björgólfur við opnun Landsbankans í Lúxemborg. Mörg íslensk fyrirtæki hafa farið í landvinninga erlendis. Sumir hafa sigrað en aðrir tapað. Ljóst er að útrásin er hafin og hún verður ekki stöðvuð. Hvort sem menn vinna í sitthvoru horni eða sameinast um að gera hag ís- lensks viðskiptalífs sem mestan. Að eiga eða eiga ekki Í síðustu viku fór Vilhjálmur Bjarnason, hluthafi í Eimskipa- félagi Íslands, fram á það í bréfi til stjórnar Fjármálaeftirlitsins að Páll Gunnar Pálsson, forstjóri þess, verði lýstur vanhæfur til að taka þátt í rannsókn á viðskipt- um með bréf Eimskipafélagsins. Meðal ástæðna fyrir beiðni Vil- hjálms er hlutabréfaeign Páls Gunnars í Eimskipafélaginu. Samkvæmt hæfisreglum sem gilda fyrir starfsmenn og stjórn- endur Fjármálaeftirlitsins taka þeir ekki þátt í meðferð máls er snerta verðbréf sem þeir eiga ef ætla má að niðurstaða málsins hafi veruleg áhrif á fjárhagslega eða persónulega hagsmuni við- komandi eða draga megi óhlut- drægni þeirra í efa með réttu. Ekki hefur verið tekin ákvörð- un um hvort forstjóri Fjármála- eftirlitsins teljist vanhæfur í við- komandi máli en ef svo er þá mun formaður stjórnar Fjár- málaeftirlitsins taka sæti for- stjóra í málinu. Stór hluti þjóðarinnar á bréf í skráðum hlutafélögum enda hef- ur verið lögð á það áhersla m.a. af stjórnvöldum að hlutabréf séu hluti af sparnaði almennings og er það af hinu góða. Hins vegar má velta því fyrir sér hvort aðilar sem geta búið yfir innherjaupp- lýsingum starfs síns vegna eða eiga að sinna hagsmunagæslu, meðal annars fyrir almenna hlut- hafa og stjórnvöld, eigi ekki að ávaxta sitt pund með öðrum hætti. Ekki það að viðkomandi aðilium sé ekki treystandi til þess að gæta hlutleysis heldur miklu frekar að koma í veg fyrir vanga- veltur um hvort slíkt sé rétt eða ekki. Útrás banka Innherji skrifar Innherji@mbl.is „RAFRÆNN sparnaður er sér- stakt áhugamál hjá fjármálasviði Kaupáss og okkur finnst kominn tími til að menn sjái hve margar krónur sparast nákvæmlega með hagnýtingu upplýsingatækni. Það er nefnilega ekki alltaf auðvelt að sjá beinan sparnað við innleiðingu tækn- innar en núna erum við farnir að sjá hann skila sér frá degi til dags. Hjá okkur er hann 30–40 milljónir á ári,“ segir Bjarki Júlíusson framkvæmda- stjóri fjármálasviðs Kaupáss, en fé- lagið rekur 45 mat- og sérvöruversl- anir sem allar eru tengdar öflugu upplýsinga- og símkerfi. Félagið hefur nýlega lokið við síð- asta áfanga í innleiðingu svokallaðr- ar EDI-tækni (Electronic Data Int- erchange), sem er stöðluð aðferð til að skiptast rafrænt á viðskiptagögn- um. Bjarki segir að í dag komi vöru- reikningar beint til félagsins frá birgjum í gegnum EDI og manns- höndin komi ekki við sögu nema þeg- ar samþykkja þarf reikninga og þeg- ar gjaldkerinn tekur ákvörðun um greiðslu reikninga, þ.e. hvaða reikn- inga á að borga og hvenær. Reyndar sé þar líka sjálfvirk greiðslutillaga. 90% af 11–12 milljörðum „Við erum að kaupa vörur fyrir 11–12 milljarða á ári með virðisauka- skatti og 90% af þeim kemur beint inn í kerfið án þess að mannshöndin komi þar nærri,“ segir Bjarki. Hann segir að þegar tölvukerfið sé búið að meðhöndla allar upplýsingar séu reikningar samþykktir af versl- unarstjóra og fari inn í kerfi gjald- kera og þar sér rafrænt kerfi frá Landsbankanum, svonefnt PAY- MUL-kerfi, um að flokka þá reikn- inga sem búið er að samþykkja og greiðir beint inná bankareikninga birgjanna. Þá sendir kerfið tölvupóst sjálfvirkt til birgjanna með lista um hvaða reikninga nákvæmlega Kaupás hafi greitt, upphæð þeirra, dagsetningar og reikningsnúmer. Einnig nýtir félagið sér EDI- tæknina til rafrænna afstemminga á bankareikningum og á stöðu birgja svo eitthvað sé nefnt. „Tæknin hefur sparað hjá okkur 5–6 stöðugildi, yfirvinnu og ýmsan höndlunarkostnað og nemur þetta um 20–30 milljónum króna á ári, og þarna er ég einungis að tala um fjár- málasviðið. Þá er ótalið allt hagræðið sem felst í þessu og þann heildræna sparnað sem skilar sér út í allt fyr- irtækið. Auk þess er öryggið meira og allt gengur hratt fyrir sig. Þetta er sem sagt það sem við köllum raf- rænan sparnað; þegar rafrænir verkferlar yfirtaka rútínustörf sem skila litlum verðmætum en taka oft langan tíma.“ Bjarki segir að þetta umhverfi sem fyrirtækið vinni í núna sé eitt- hvað sem búið er að stefna að jafnt og þétt síðan árið 1999. Félagið nýti sér Olap-teninga til upplýsinga- vinnslu og fá stjórnendur daglega á tölvupósti ýmsar mikilvægar upplýs- ingar um reksturinn í gegnum það kerfi. Kaupás sé því orðið mjög öflugt fyrirtæki í upplýsingagjöf og nýt- ingu rafrænna ferla, að hans sögn. Bjarki segir að fjárfestingin hafi ver- ið þónokkur en þó ekki sérstaklega fyrir rafræna sparnaðinn því einung- is sé verið að nýta út í ystu æsar þá nauðsynlegu tækni, sem verslunin verður að hafa. „Tækin og tólin, eins og t.d. tölvur, búðarkassar, símtæki og slíkt, eru til staðar. Við erum ein- ungis búnir að taka verkferlana og gera þá rafræna.“ Um það hvort að birgjarnir þurfi ekki að vera jafn tæknivæddir og Kaupás til að allt gangi nú smurt fyr- ir sig, segir Bjarki að Kaupás geri þá kröfu til birgja sinna að þeir séu tæknivæddir, og beini sínum kerfum í þá átt að geta sent EDI-skjöl sam- kvæmt ákveðnum staðli. Það sé hins vegar ekki dýr aðgerð. 150 símalínur farnar En fyrirtækið hagnýtir sér upplýs- ingatæknina á fleiri sviðum eins og minnst var á í byrjun. Fyrirtækið hefur losað sig við 150 símalínur og notar sömu línu til að senda gögn og til að tala á, yfir Netið. Að sögn Bjarka sparar fyrirtækið um 8–10 milljónir á ári með því að nota þessa lausn. „Þessi lausn hjá Kaupási byggist á því að samnýta gagnalínur. Við erum að flytja tal og gögn yfir sömu línur og tryggjum að gæði á talinu verði ávallt mikil með því að gefa talinu forgang á línunni umfram gagnaum- ferðina. Það gerir það þó ekki að verkum að gagnaumferðin líði fyrir, því bandbreiddin er það mikil,“ segir Einar Birkir Einarsson fram- kvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs fyrirtækjalausna Og Vodafone. Hann segir að þar sem starfsemi Kaupáss sé dreifð um landið hafi verið mikilvægt fyrir félagið að geta sameinað allan rekstur sinn á þessu sviði undir einn hatt. Bjarki segir að félagið borgi ekkert fyrir símtöl inn- an fyrirtækisins, einugis lágt fasta- gjald. Þó að öll samskipti fari fram yfir internetið þurfti fyrirtækið ekki að skipta út símtækjum eða öðrum búnaði að sögn Einars. Gömlu sím- arnir eru enn í notkun og því var stofnkostnaður í lágmarki. „Hjá Og Vodafone erum við með svokallaða IP-gátt (Internet Protocol) sem heldur utan um samskiptin og breyt- ir almennri símaumferð í internet- umferð. Við sjáum mikla möguleika í að geta boðið stofnunum og fyrir- tækjum með dreifða starfsemi þessa þjónustu. Í dag erum við t.d. með í útboði hjá opinberum aðila og gerum þar ráð fyrir að viðkomandi aðili geti sparað allt að 30% með þessari lausn.“ Bjarki segir að sá kostur sé einnig á þessari þjónustu að fyrirtækið sjái núna rafræna sundurliðun á sím- reikningum sem gefi þannig skýra mynd af því hvernig símkostnaður verður til á hverjum stað. Leita áfram í hverju horni Spurður að því hver kostnaður Og Vodafone við þjónustuna væri í sam- anburði við hefðbundnar fyrirtækja- lausnir segir Einar að aðrar sam- bærilegar lausnir sem fyrirtækjum bjóðast séu mjög frekar á línur með tilheyrandi kostnaði. Með samnýt- ingu lína undir tal og gögn er hægt að lækka þennan kostnað verulega, að hans sögn. Það sé þó háð stærð og starfsemi hverju sinni hvort er hag- stæðara, IP-lausn eða aðrar lausnir. „Auk þess þýðir þetta að það eru færri línur í rekstri hjá okkur sem þýðir einfaldara utanumhald.“ Bjarki segir að Kaupás ætli að halda áfram að leita að rafrænum sparnaði í hverju horni, eins og hann orðar það. „Það er mjög heillandi að láta tæknina spara fyrir sig, sérstak- lega þegar um er að ræða erfiða og seinfarna verkferla.“ Kaupás sparar 30– 40 milljónir á ári Kaupás hefur sparað umtalsvert í rekstri sínum með svoköll- uðum rafrænum sparnaði. Bjarki Júl- íusson frá Kaupási og Einar Birkir Ein- arsson frá Og Voda- fone fræddu Þórodd Bjarnason um mögu- leika upplýsinga- tækninnar. Morgunblaðið/Einar Falur Einar Birkir Einarsson frá Og Vodafone og Bjarki Júlíusson frá Kaupási. VÆNTINGAVÍSITALA Gallup hækkar um 1,5 stig í september og mælist 116,8 stig. Auknar væntingar til efnahagslífsins eftir sex mánuði eiga stærsta þáttinn í hækkuninni. Í markaðsyfirliti Landsbankans segir að einnig komi fram aukin bjartsýni varðandi mat á atvinnu- ástandinu en þó eru þeir sem nei- kvæðir eru á atvinnuástandið fleiri en þeir sem jákvæðir eru. Það dregur hinsvegar úr bjartsýni varð- andi mat á núverandi ástandi frá því í ágúst og sömuleiðis eru heldur færri sem líta jákvætt á stöðu efna- hagsmála en í ágústkönnuninni. Væntingavísitalan hefur nú hækkað tvo mánuði í röð eftir nokkra lækkun frá því fyrr í sumar. Meðaltal vísitölunnar það sem af er ári er 116,7 stig sem er rúmum 13 stigum hærra en meðaltal ársins 2002. Væntingavísitala Gallup mælir tiltrú og væntingar fólks til efna- hagslífsins, atvinnuástandsins og heildartekna heimila. Ef vísitalan er 100 þá eru jafn- margir jákvæðir og neikvæðir. Ef hún er hærri þá eru fleiri jákvæðir. Lítilsháttar hækkun væntingavísitölu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.