Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 2
DAGLEGT LÍF 2 B LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ M ÆÐGURNAR Erna Björk Antonsdóttir og Anna Hulda Sig- urðardóttir þurfa stundum að brjóta og bramla til að verða sér úti um efnivið í mósaíkverkin. Anna Hulda brosir út í annað og segir það ágætis útrás að mölva kínavasa og annað fínerí. Þær mæðgur fara gjarnan í Góða hirðinn og Kolaportið til að kaupa það sem á að brjóta en þær beita líka klippum á tilbúnar mósaík- flísar. „Okkur finnst kosturinn við mósa- íkið sá að möguleikarnir eru óend- anlegir, bæði í munstri og efnivið. Við vinnum bæði með heilar og brotnar flísar, ýmist úr leir eða gleri, brot úr leirtaui og eins notum við steina og skeljar og hvaðeina sem okkur dettur í hug. Við blöndum ým- ist saman í einu verki margskonar efnivið eða látum eina tegund duga,“ segja þær og upplýsa að þær hafi alla tíð verið nánar og fái mikið út úr því að vera saman í mósaíkinu. Handóðar konur í ættinni Erna segir áráttuna að búa eitt- hvað til í höndunum koma víða fram í ættinni. „Mamma mín var handa- vinnukona, málaði og gerði mósaík úr íslensku grjóti en hjá ömmu minni fékk þetta útrás í útsaumi. Anna Hulda hefur verið í keramiki og er lunkin við að sauma og börnin hennar eru byrjuð að prófa sig áfram í mósaíkinu,“ segir Erna sem gerði sína fyrstu mósaíkmynd þegar hún var unglingur í Hagaskóla. „Ég gerði mynd af Bítlunum enda er ég af ’68-kynslóðinni og þeir voru aðalmálið á þessum tíma. Myndina gerði ég úr muldu grjóti en Guð- mundur Magnússon, teiknikennari Hagaskóla, var svo frumlegur og kenndi okkur að leita fanga í nátt- úrunni, fara í fjöruna og tína það sem til féll og nota í verkin okkar.“ Bítlamyndin var uppi á vegg í kennarastofu skólans í heilt ár og eigandinn ungi að vonum nokkuð ánægður með upphefðina. Erna hélt áfram að sinna áhugamálinu og mál- aði þó nokkuð þegar hún var yngri og einnig gerði hún stórt mósaík- verk úr grjóti heima hjá sér sem prýddi stofuvegg og náði allt frá gólfi til lofts. Veikindi og drífandi dóttir Síðan tók við langt tímabil hjá Ernu þar sem hún lagði allt hand- verk á hilluna. „Ég týndi þessum neista til margra ára, þar til fyrir tæpu ári að ég fór að sinna sköp- unarþörfinni á ný. Ég hafði greinst með krabbamein og þurfti að fara í gegnum erfiða geisla- og lyfjameð- ferð. Í eftirmeðferðinni mætti ég reglulega á göngudeild krabba- meinssjúkra í Kópavogi en þar fer fram frábært uppbyggingarstarf bæði fyrir líkama og sál. Þar er starfrækt föndurstofa sem leiddi huga minn aftur inn á þessi svið auk þess sem ljósgeislinn hún Anna Hulda átti ekki svo lítinn þátt í því að kom mér aftur í mósaíkið.“ Anna Hulda segir að sig hafi sjálfa langað til að læra að gera mósaík- verk og því ákveðið að skella sér á námskeið en það hafi líka verið liður í því að vekja mömmu sína aftur til lífsins. „Ég bauð henni að koma með mér á mósaíknámskeiðið og við höf- um eiginlega verið óstöðvandi síð- an,“ segir hún og gerir góðlátlegt grín að ákafanum. „Við höfum gleypt í okkur allt sem við höfum komist yfir um mósaík, lesið okkur til bæði í bókum og á Netinu og gert endalausar tilraunir með efni og form.“ Fullar töskur af grjóti Anna Hulda dvaldi á Kýpur í allt sumar og notaði tækifærið og skoð- aði mósaíkgólf þau sem enn standa eftir af hinni fornu borg Nea Paphos sem er frá fjórðu öld fyrir Krist. „Þetta eru risastór og ótrúleg lista- verk. Ég var alveg dolfallin og hef aldrei séð eins flottar mósaíkmyndir. Mér skilst að listamennirnir hafi teiknað upp myndirnar en síðan hafi þrælar verið fengnir í seinlega handavinnuna við að raða og líma mósaíkflísunum eftir kúnstarinnar reglum.“ Anna Hulda, sem er hrifin af róm- versku og grísku munstri, hélt ótrauð áfram eigin mósaíkgerð úti á Kýpur og fannst gaman að viða að sér nýju efni. Hún fór á flóamarkaði og keypti gamla diska og flísar og einnig tíndi hún steina og skeljar sem urðu á vegi hennar. „En ég komst því miður ekki með nema brot af þessu heim, því kílóin eru fljót að safnast saman í gleri, leir og stein- um. Sumum finnst það hálfgerð bil- un að ferðast með fullar töskur af þessu dóti á milli landa,“ segir Anna Hulda sem hefur ferðast víða um veröldina og tekur iðulega eitthvert Mæðgurnar Erna Björk Antonsdóttir og Anna Hulda Sigurðardóttir hafa fundið sköpunarþörfinni útrás í mósaíki. Kristín Heiða Kristinsdóttir sá þær brjóta postu- línsvasa og leirtau í garðinum. Þessa skál gerði Anna Hulda þegar hún bjó á Kýpur. Keypti þar postulínsdiska og braut til skálagerðar. Veglegt sófaborð eftir Önnu Huldu þar sem hún segist hafa verið undir áhrifum frá rómversku munstri og grísku. Efniviður: Leir- og glermósaík. Anna Hulda beitir naglbítnum á postulín nýbrotins kínavasa. Borð eftir Ernu. Efniviður: Gler- og leirmósaík. Bítlamyndin góða úr muldu grjóti: Fyrsta mósaíkverk Ernu frá gagn- fræðaskólaárunum. Myndin er núna orðin vinsæl hjá unga fólkinu í fjölskyldunni hennar. Þess má geta að nýverið var fágætt tónleika- veggspjald Bítlanna á uppboði hjá Christies í Lundúnum. Diskur eftir Önnu Huldu með steinum frá Brasilíu og fiska- myndverk eftir Ernu. Mæðgur og mósaík Morgunblaðið/Kristinn Mæðgurnar komnar í ramma eftir Önnu Huldu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.