Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 7
erum við hér á hjara veraldar á klaka- skeri og höfum allt sem okkur dettur í hug,“ segir Lilja. Borgirnar tvær eru í Andesfjöllunum og Bogota liggur t.d. 2.600 metrum yfir sjávarmáli. Þær bjuggu hjá efri stéttar fjöl- skyldum í Medellín, þar sem þjón- ustufólk sá um matseld og þrif. Í Bog- ota bjuggu Kristín og Lilja hjá millistéttarfólki þar sem hjónin unnu bæði úti en höfðu nóg á milli hand- anna. Þær segjast hafa fundið fyrir mikilli gestrisni og vilja fólks til að kynna fyrir þeim kólumbíska menn- ingu, sögu og matarhefðir. Kólumb- ískur matur er mjög fjölbreyttur enda mikið ræktað af grænmeti og ávöxtum. Nautakjöt er mikið borðað og allt nýtt af skepnunni, t.a.m. ýmis innyfli. Einnig er fiskur töluvert á matseðli Kólumbíumanna þar sem landið liggur að tveimur höfum, Kar- íba- og Kyrrahafi. Sjálfboðastarf áberandi Vannæring, sjúkdómar og fé- lagsleg vandamál er meðal þess sem glímt er við í kólumbísku samfélagi og Lilja og Kristín segja að margar þjón- ustustofnanir séu reknar af sjálfboða- liðum. Þær heimsóttu t.d. barnaheim- ili sem sjálfboðaliðar sáu alfarið um og spítala sem byggðist að miklu leyti upp af sjálfboðastarfi. „Þetta fannst okkur svo magnað því sjálfboðalið- arnir voru oft þeir sem sjálfir höfðu ekki of mikið á milli handanna, heldur gátu og vildu gefa eitthvað af sér,“ segir Kristín. Lilja varð líka hálf- skömmustuleg þegar hún var spurð í Kólumbíu hvort hún væri sjálfboða- liði eftir að hafa sagt frá sumarvinn- unni sinni sem var á hjúkrunarheimili aldraðra. Fátækrahverfi hafa byggst upp í hlíðum Bogota en á öðrum stað í hlíð- unum býr líka ríka fólkið, með besta útsýnið. „Í fátækrahverfunum sjást þústir með kannski hálfum vegg og svo er bætt við herbergi og herbergi eftir efnum og aðstæðum,“ segir Kristín. Þarna býr fólk sem hefur flust úr sveitunum til borganna til að reyna að búa sér betra líf. Smám sam- an hafa veitukerfi komið inn í fá- tækrahverfin, en mikið vantar enn upp á. Lilja og Kristín bera með sér að þær hafa verið í Suður-Ameríku, eru með ofin armbönd á úlnliðunum og kólumbískar lyklakippur. Ponsjó og stráhattur er þó fjarri en það er hefð- bundinn búningur kólumbískra sveitakarla. Íslenskt hversdagslíf er aftur tekið við. Lilja er á fyrsta ári í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands en Kristín er kennari við Snælands- skóla og fékk einnig styrk frá Kenn- arasambandi Íslands til að kynna sér skólastarf í Kólumbíu í ferðinni, en hún hefur líka kynnt sér skólastarf á Norðurlöndunum. Báðar fengu þær líka styrk frá Kópavogsbæ. „Það var mjög gaman að sjá kólumbísku skólana. Krakkarnir voru bara alveg eins og íslenskir, sænskir eða danskir krakkar. En þarna voru 45 nemendur í bekk og ég hugsaði bara: Hvað erum við að kvarta á Íslandi?“ Eins og lítil skiptinemadvöl Dvölin var eins og lítil skiptinemad- völ og þeim fannst gaman að upplifa það aftur að eiga fósturforeldra og systkini. „Ég átti þrjá bræður og öll fjölskyldan vildi passa svo vel upp á mig. Þegar ég, fullorðin konan, vildi fara ein út í búð var ég spurð hvort sextán ára bróðir minn ætti ekki að fylgja mér,“ segir hin 32 ára Kristín og hlær. Lilja er tíu árum yngri og alveg jafnvel var passað upp á hana. „Fólkið hafði svo mikla ánægju af að hafa okkur hjá sér af því að við höfðum áhuga á að kynnast Kólumbíu. Landið hefur frekar slæma ímynd og mjög fáir ferðamenn fara þangað. Það finnst íbúum landsins mjög leiðin- legt,“ segir Lilja. „„Eru ekki allir í dópi þarna?“ og „verður ykkur ekki rænt?“ voru algengar spurningar áð- ur en við fórum út.“ Þær segja að það hafi komið þeim nokkuð á óvart hvað fíkniefni voru lít- ið sjáanleg, en framleiðslan er víst öll flutt út. „Við hittum mikið af krökk- um á framhaldsskólaaldri og við vor- um alveg hissa hvað skemmtanir þeirra fóru hóflega fram,“ segir Kristín. Kjötsúpa ofmetið fyrirbæri AFS á Íslandi var stofnað árið 1957 og stendur fyrir Alþjóðleg fræðsla og samskipti. Síðan þá hafa um 2.400 ungmenni farið til dvalar í ýmsum löndum á vegum félagsins og rúmlega 800 erlend ungmenni komið hingað til lands. Ætla má að fjöldi foreldra, fóst- urforeldra og systkina sem tengjast þessum nemum í gegnum tíðina sé á bilinu 15–20 þúsund, eins og fram kemur á vef samtakanna. Námskeiðahald, fræðsla og ráðgjöf fyrir þátttakendur og sjálfboðaliða er stór liður í starfi samtakanna, og ferð þeirra Kristínar og Lilju einn angi af því. Þær héldu tvær kynningar á Ís- landi á meðan á dvöl þeirra í Kólumb- íu stóð, og buðu upp á íslenskar veit- ingar. Þeim var vel tekið og hvora kynningu sóttu um fimmtíu manns, allt fólk sem tengist AFS á einn eða annan hátt, t.d. sem aðstandendur eða fyrrverandi skiptinemar. „Hjónabandssælan varð mjög vin- sæl en hins vegar komumst við að því að íslenska kjötsúpan er ofmetið fyr- irbæri, það eru alls staðar til kjötsúp- ur,“ segja þær Kristín og Lilja. Tilganginum náð Þegar tveir Íslendingar fara til Kólumbíu sjá þeir að þjóðir geta ým- islegt lært hver af annarri. Þær tóku sérstaklega eftir samhjálpinni og sjálfboðastarfinu sem þykir svo sjálf- sagt meðal Kólumbíumanna. Einnig nefna þær að á sunnudögum var stórum umferðargötum í Bogota lok- að fyrir bílaumferð og eingöngu hjól- reiðafólki og gangandi hleypt inn á þær. „Þetta var mikið notað og heilu fjölskyldurnar voru úti að hjóla á sunnudögum,“ segir Kristín. Lilja nefnir annað sem vakti at- hygli hennar á safni í Bogota. „Þetta var í fyrsta skipti sem ég kom á safn þar sem var eitthvað fyrir blinda. Á skiltum við fornmunina voru upplýs- ingar um þá á spænsku og á blindra- letri. Og svo var til dæmis eitt leirker í glerskáp og önnur eftirmynd til að snerta.“ Kristín og Lilja bjuggust kannski ekki við að sjá margt í Kól- umbíu sem Íslendingar gætu tekið sér til fyrirmyndar, en komust svo að því að þetta væru fordómar. Þá hlýtur tilgangi ferðarinnar að vera náð. 1 Séð yfir höfuðborgina Bogota. 2 Litla stelpan í kassanum vakti athygli Lilju og Kristínar, en foreldrar hennar seldu grænmeti sér til viðurværis. 3 Umferðargata í Bogota á sunnudegi: Engir bílar bara hjól. 4 Frá fátækrahverfi í Bogota. 5 Í hópi skólabarna í Medellín. 6 Í tónmenntatíma voru sungin íslensk lög.                   steingerdur@mbl.is TENGLAR .............................................. www.afs.is 4 2 „Tilgangur ferð- arinnar var að kynn- ast hinni raunveru- legu Kólumbíu, ekki þeirri sem búið er að draga upp mynd af í fjölmiðlum.“ DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2003 B 7 Glæsilegt úrval af buxum Kringlunni sími 588 1680 Seltjarnanesi, sími 5611680. tískuverslun iðunn i l i í i l j i, í i . TILBOÐSDAGAR FORCE C PREMIUM - og húðin ljómar HYDRO URGENCY - rakafyllt húð COLLAGENIST - „áhrif Collagens án sprautunnar“ FACE SCULPTOR - andlitslyfting án skurðaðgerðar Við bjóðum þér nú vinsælustu kremin frá Helena Rubinstein á 10% lægra verði. Að auki færð þú snyrtibuddu og 3 aðrar vörur sem passa með kreminu þínu. Láttu ekki happ úr hendi sleppa. Útsölustaðir: Gullbrá Nóatúni, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ, Hygea Kringlunni, Hygea Laugavegi 23, Libia Mjódd, Mist Spönginni, Sara Bankastræti 8, Sigurboginn Laugavegi 80, Andorra Strandgötu Hafnarfirði, Bylgjan Hamraborg Kópavogi, Hygea Smáralind, Fína Háholti Mosfellsbæ. Landið: Hjá Maríu Glerártorgi Akureyri, Jara Hafnarstræti 104 Akureyri, Bjarg Stillholti 14 Akranesi, Hilma Garðarsbraut 18 Húsavík, Konur og menn Hafnarstræti 9 Ísafirði, Myrra Austurvegi 4 Selfossi, Miðbær Miðstræti 14 Vestmannaeyjum. Útsölustaðir: Ársól Grímsbæ Gullbrá Nóatúni, S yrtivöruverslunin Glæsibæ, Hygea Kringlunni, Hygea Laugavegi 23, Mist Spönginni, Sara Bankastræti 8, Si urboginn Laugavegi 80, Ando ra Strandgötu Hafnarfirði, Bylgjan Hamraborg Kópavogi, Hygea Smáralind, Fína Háholti Mosfe lsbæ. Landið: Jara Hafnarstræ i 104 Akureyri, Bj rg Stillholti 14 Akranesi, Hilm Garðarsbraut 18 Húsavík, Kon r og menn Hafnarstræti 9 Ísafirði, Myrra Austurvegi 4 Selfossi, Miðbær Miðstræti 14 Vestmannaeyjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.